Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Qupperneq 30
DAFNAR VEL Í REYKJANESBÆ „Ég flýg til London og sama dag til Miami með Yorke. Þaðan förum í siglingu um Karíbahafið til Mexíkó. Ég fer þriðja eða fjórða febrúar,“ segir of- urbomban og fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardótt- ir, kærasta Dwights Yorke, en hún er á leið í mikla ævintýraferð – lúxusferð í hæsta gæðaflokki í boði Yorkes. Kristrún Ösp er í flokki með fallegustu konum landsins og vekur athygli hvert sem hún fer. Áður hefur verið fjallað um samband Kristrúnar og Yorkes í íslenskum fjölmiðlum en íslenskir íþrótta- unnendur ættu að kannast vel við Dwight Yorke sem gerði garðinn frægan með Manchester United. Þar var hann hluti af liði sem vann hina heilögu þrennu árið 1999. Ensku deildina, enska bikarinn og Meistaradeildina. Var Yorke þá talinn einn allra besti framherji í heimi. Þessi glæsilegu skötuhjú eru miklir vinir og ekki beint í sambandi – vilja leika sér þegar þau eru hvort í sínu landinu. En ástin togar – jafnvel á milli landa. Á LEIÐ Í LÚXUSFERÐ UNGBEST OFURSKVÍSAN KRISTRÚN ÖSP: STJÖRNUHUNDURINN LÚKAS: Rapparinn og grínistinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, mun stýra útvarps- þættinum Haförninn sem hef- ur göngu sína á Rás 2 í byrjun febrúar. Íslenskt rapp verður viðfangsefni þáttarins þar sem verður að finna sértæka og fag- urfæðilega umræðu um senuna hér á landi. Halldór mun meðal annars fá til sín bókmenntafræð- ing þar sem rýnt verður í nokkra þekkta íslenska rapptexta. Dóri ætti að vera á heimavelli í þætt- inum, enda einn þekktasti rapp- ari landsins og verið að í mörg ár þrátt fyrir ungan aldur. 30 MIÐVIKUDAGUR 27. janúar 2010 FÓLKIÐ DNA ER HAFÖRNINN REMIX Besti flokkur Jóns Gnarrs er kom- inn í gírinn fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar og hefur stofnað ungliðahreyfinguna Ungbest. Helstu baráttumál Ungbest eru kynnt á vef- síðu flokksins, bestiflokkurinn.mobi, en þau eru aðallega þrjú. Í fyrsta lagi að ríkið eyði ekki fjármunum í kaup á drykkjarvatni þar sem besta vatn heims sé fáanlegt úr krönum hér á landi, að alls konar mannréttindi verði tryggð í stjórnarskrá en ekki bara sum og að opið ræðupúlt verði með reglulegu millibili á Alþingi fyr- ir ungt fólk. Lagið Simply The Best með Tinu Turner hefur verið einkenn- islag flokksins á síðunni en Ungbest hafa nú skipt Tinu út fyrir „Cool rem- ix“ af laginu sem er öllu hressara. MEÐ YORKE Glæsipar Kristrún Ösp og Dwight Yorke. Ánægð og ástfangin. „Það er allt fínt að frétta af okkur. Ég er að læra hundaþjálfun hjá HRFÍ,“ segir Kristjana Mar- grét Svansdóttir, eigandi Lúkasar, eins frægasta hunds landsins. Lúkasi skaut upp á stjörnu- himininn eftir að hann týndist árið 2007 og er trúlega eini hundurinn sem hefur leikið í Áramótaskaupinu, ekki eitthvert aukahlut- verk heldur var hann í einu af aðalhlutverk- unum. Kristjana segir að Lúkas dafni vel sunn- an heiða en hún fluttist frá Akureyri rétt fyrir jólin og býr í Reykjanesbæ. „Lúkas er mjög duglegur og dafnar vel. Hann stendur sig með prýði og kann öll trixin í bókinni – svona eins og Einar Bárðarson,“ segir hún og hlær en eins og frægt er orðið gaf önnur hetja Suðurnesja, Einar Bárðarson, út bók með þeim titli. Lúkas er hreinræktaður faxhundur af chinese crested-tegund. Hann týndist sumarið 2007 og fannst ekki fyrr en eftir 2 mánuði. Var hann þá illa á sig kominn, orð- inn horaður, stressaður og hræddur. Hann þurfti að fá ýmis lyf og vítamín en með mikilli þolinmæði og lagni tókst Kristjönu að koma honum aftur í gott líkamlegt og andlegt ástand.  Málið náði miklum hæð- um í fjölmiðlum eftir að óprúttnir aðil- ar sökuðu Helga Rafn Brynjarsson um að hafa sett Lúkas í íþróttatösku og síðan sparkað í hann til ólífis. Helgi mátti þola gífurlegar ofsókn- ir vegna málsins og fjölmargir reiðir bloggarar fordæmdu verknaðinn. Oft var Helga hótað líf- láti á vefsíðum og hálfgerð sefasýki greip um sig meðal álitsgjafa veraldarvefjarins. Málið tók síð- an óvænta stefnu þegar fregnir bárust af því að Lúkas væri á lífi. Helgi kærði og er það mál nú í farvegi eins og það kallast. Og nú er von á öðrum hundi af sama kyni. „Ég er að flytja inn annan hund af sama kyni og Lúkas. Þeir eru samt eins og svart og hvítt, eiga ekkert sameiginlegt nema að vera af sama kyni,“ segir Kristjana og hlær sínum smitandi hlátri. benni@dv.is Lúkas Kristjana Margrét Svansdóttir, eigandi Lúkasar, eins fræg- asta hunds á Íslandi, er flutt suður yfir heiðar þar sem hún nemur hundaþjálfun. Hún segir að Lúkas hafi það fínt og stefnir á að flytja inn annan hund af chinese crested-kyni. Nýkomin heim Kristjana er mikið með hundana úti í náttúrunni. Hér er hún nýkomin úr göngutúr og hundarnir því ógreiddir. Dafnar vel Lúkasi líður vel, tveimur árum eftir að hann var talinn af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.