Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 15. febrúar 2010 FRÉTTIR
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Airfree lofthreinsitækið
Byggir á nýrri tækni sem eyðir
• Svifryki, myglusveppi og ólykt
• Gæludýraflösu og bakteríum
• Vírusum og öðrum örverum
• Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt
• Tilvalið á heimilið og skrifstofuna
Hæð aðeins 27 cm
Betra loft
betri líðan
Knúsuðu sig ekki
til heimsmets
Ekki tókst að slá heimsmetið í hópk-
núsi í Mosfellsbæ á sunnudag eins
og til stóð. Þá hófst Kærleiksvika í
bænum með heimsmetstilrauninni
sem fram fór á Miðbæjartorginu.
370 manns tóku þátt í hópknús-
inu sem að vísu er Íslandsmet en
heimsmetið, 636 manns samkvæmt
heimsmetabók Guinness, verður að
bíða þar til síðar.
Kærleiksvikan stendur til 21.
febrúar en í vikunni á kærleikurinn
að verða ofar öllu í bænum. Mark-
mið vikunnar er að hver einasti bæj-
arbúi finni fyrir kærleik í sinn garð
og gefi af sér kærleik.
Skipað í nýja
samninganefnd
Búið er að skipa í nýja samninga-
nefnd fyrir viðræður við Breta og
Hollendinga um lausn á Icesa-
ve-deilunni. Þessu greindi Rík-
isútvarpið frá í gærkvöld. Þar var
haft eftir Steingrími J. Sigfússyni
fjármálaráðherra að búið væri
að skipa í nefndina en ekki yrði
greint frá því fyrr en í dag, mánu-
dag, hverjir væru í nefndinni.
Leitað væri eftir því að fá fund við
Breta og Hollendinga sem fyrst.
Rukkaðir um
hverja krónu
Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjal-
ars, segir rangt að skuldir félagsins
við gamla Kaupþing, sem færðar
voru yfir í Arion
banka hafi ver-
ið afskrifaðar
að mestu leyti.
Hið rétta sé að
skuldirnar hafi
verið færðar nið-
ur í reikningum
bankans í þá fjár-
hæð sem bank-
inn teldi sig geta innheimt en að
hann sendi enn reikninga og reyni
að innheimta kröfurnar í topp.
Fjallað var um kröfurnar í grein
um afskriftir á skuldum auðmanna
og fyrirtækja þeirra í helgarblaði DV
og byggt á frétt Viðskiptablaðsins,
þar sem kom fram að skuldir Kjal-
ars og fleiri fyrirtækja hefðu verið
afskrifaðar í bókum bankanna, og
bent á að sumir teldu þetta styrkja
viðleitni skuldugra fyrirtækja og
auðmanna að semja sig frá skuldum.
Hvorki Kjalar ehf. né hluthafar í Kjal-
ari eiga hlut í Arion banka með bein-
um eða óbeinum hætti, segir Hjör-
leifur Jakobsson, forstjóri Kjalars
ehf., félagsins sem er að stærstum
hluta í eigu Ólafs Ólafssonar. Þrá-
felldur orðrómur hefur verið uppi
um að Ólafur, Kjalar eða félög í þeirra
eigu hafi keypt upp kröfur í bankann
á spottprís til að vera meðal kröfu-
hafa í bankann sem hafa núna eign-
ast hann að mestu leyti.
„Við höfum bara annað við þess-
ar fáu krónur sem við eigum að gera,“
segir Hjörleifur aðspurður hvort
Kjalar, eigendur Kjalars eða félög
á þeirra vegum séu meðal eigenda
bankanna.
Mikið hefur verið rætt um að
kröfur í þrotabú gömlu bankanna
hafi gengið kaupum og sölum eftir
hrun og það fyrir brot af upphafleg-
um kröfum. Þessar kröfur urðu svo
grunnurinn að því hverjir eignuðust
bankana sem stofnaðir voru á rúst-
um hinna gömlu. Orðrómurinn hef-
ur verið sá að Ólafur eða félög á hans
vegum hafi keypt upp þessar kröfur
og þannig komist bakdyramegin inn
í hóp núverandi eigenda bankanna.
Kjalar var meðal stærstu hluthafa í
Kaupþingi fyrir hrun. Ólafur hefur
nú réttarstöðu grunaðra í rannsókn
Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks sak-
sóknara, á bankahruninu.
Forstjóri Kjalars vísar sögusögnum á bug:
Eigum ekki í bankanum
Í eigu kröfuhafa Kröfuhafar
eignuðust bankann sem
reistur var á rústum
Kaupþings.
Ein af umfangsmestu aðgerðum
embættis sérstaks saksóknara var
gerð í Lúxemborg í síðustu viku þeg-
ar farið var inn í bankann Banque
Havilland og eitt heimahús. Voru ell-
efu einstaklingar yfirheyrðir. Ólafur
Þór Hauksson, sérstakur saksókn-
ari, fór til Lúxemborgar á sunnudag-
inn fyrir viku ásamt fjórum öðrum
starfsmönnum embættisins. Síðasta
þriðjudag var síðan gerð húsleit hjá
Banque Havilland. Á fjórða tug lög-
reglumanna frá Lúxemborg tók þátt
í húsleitinni ásamt starfsmönnum
sérstaks saksóknara. Starfsmenn
sérstaks saksóknara komu aftur til
landsins á laugardaginn.
Í samtali við DV segir Ólafur Þór
Hauksson að þeir sem hafi verið yf-
irheyrðir séu allir þeir sem hafi get-
að veitt upplýsingar um málið og séu
búsettir í Lúxemborg. „Það lá fyrir
að sækja tiltekin gögn í Banque Ha-
villand. Þau reyndust vera þar og var
lagt hald á þau,“ segir Ólafur Þór. Að
sögn Ólafs Þórs var búið að vinna í
því frá því í september 2009 að fá leyfi
til þess að framkvæma þessa húsleit.
Hann segir óhætt að fullyrða að þetta
sé eitt af stærri málunum sem nú séu
á borði sérstaks saksóknara og jafn-
vel það stærsta.
Rannsóknin beinist að hugsan-
legum brotum vegna lánveitinga
Kaupþings til félagsins Holly Beach
S.A., sem er í eigu athafnamanns-
ins Skúla Þorvaldssonar og félags-
ins Trenvis Ltd., í eigu Kevins Stan-
ford. Trenvis fékk lán til að kaupa
skuldatryggingar á Kaupþing þegar
skuldatryggingarálag bankans var
mjög hátt. Ólafur segist ekki geta
gefið upplýsingar um það hvort þeir
hafi komist yfir bankareikninga í eigu
Skúla Þorvaldssonar og Kevins Stan-
ford. Fjármálaeftirlitið sendi mál
Holly Beach og Trensvis til sérstaks
saksóknara í ágúst 2009. Skúli Þor-
valdsson var stærsti skuldari Kaup-
þings í Lúxemborg í hópi einstakl-
inga samkvæmt lánabók Kauþings
sem lak á netið. Skuldaði hann bank-
anum 652 milljónir evra eða um 115
milljarða íslenskra króna.
Margvísleg brot
Segja má að spjótin beinist að gamla
Kaupþingi í Lúxemborg vegna
margra mála. Auk hugsanlegra brota
Holly Beach og Trenvis má nefna
félagið Black Sunshine. Það hefur
verið til skoðunar hjá Fjármálaeftir-
litinu. Black Sunshine er skráð í Lúx-
emborg. Í stað þess að afskrifa slæm
lán flutti Kaupþing slæmar skuldir
inn í Black Sunshine. Er talið að þær
hafi numið allt að 80 milljörðum ís-
lenskra króna. Ekki er vitað hvort
þetta mál sé komið til sérstaks sak-
sóknara.
Orðrómur hefur verið um það,
meðal annars í skrifum Agnes-
ar Bragadóttur í Morgunblaðinu í
mars 2009, að 500 miljóna evra lán
sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi
hafi verið flutt beint inn í dótturfélag
Kaupþings í Lúxemborg og þaðan
inn á bankareikninga í svissneskum
bönkum. Ólafur Þór vildi ekki tjá sig
um það hvort embætti sérstaks sak-
sóknara hafi verið að leita að þess-
um peningum í húsleitinni í Lúx-
emborg. Ármann Þorvaldsson hefur
áður upplýst í samtali við DV að 200
milljónir evra af þessu láni hafi runn-
ið til seðlabankans í Svíþjóð. Auk
þess hafi 50 milljónir evra runnið til
dótturfélags Kaupþings í Þýskalandi
vegna Edge-reikninganna. Hann gat
þó ekki upplýst hvað varð um hinn
helminginn eða um 250 milljónir
evra.
Í eigu Rowland-fjölskyldunnar
Í júlí 2009 eignaðist fjárfestinga-
sjóðurinn Blackfish Capital Kau-
þing í Lúxemborg. Sjóðurinn er í
eigu bresku Rowland-fjölskyldunn-
ar en eignir fjölskyldunnar voru í
fyrra metnar á um 120 milljarða ís-
lenskra króna. Var nafni bankans
breytt í Banque Havilland. Sumar
eignir og skuldir gamla Kaupþings
voru síðan færðar til verðbréfafyrir-
tækisins Pillar Securitisation S.A. Til
þess að þetta væri hægt fékk bank-
inn 320 milljóna evra lán frá yfirvöld-
um í Belgíu og Lúxemborg eða sem
nemur 56 milljörðum króna mið-
að við núverandi gengi til að greiða
innistæður. Að auki fékk bankinn 300
milljón evra lán eða 53 milljarða ís-
lenskra króna frá innistæðutrygg-
ingastjóði Lúxemborg. Bankinn fékk
því yfir 100 milljarða íslenskra króna
í lán frá yfirvöldum til að vera starf-
hæfur. Rowland-fjölskyldan lagði
síðan til 50 milljónir evra eða um níu
milljarða íslenskra króna sem er ansi
lítið í samanburði við lán frá stjórn-
völdum í Belgíu og Lúxemborg.
SKÚLI OG STANFORD
RANNSAKAÐIR
Sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá Banque Havilland í Lúx-
emborg í síðustu viku ásamt 40 manna lögregluliði frá Lúxem-
borg. Verið er að skoða hugsanleg brot hjá félögum í eigu Skúla
Þorvaldssonar og Kevins Stanford.
ANNAS SIGMUNDSSON
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Leitaði í Lúxemborg Sérstakur
saksóknari gerði húsleit hjá Banque
Havilland síðasta þriðjudag.
MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
Húsleitir Hér má sjá byggingu
Banque Havilland sem áður hét
Kaupþing. Ellefu voru yfirheyrðir.