Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Side 9
FRÉTTIR 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 9
Allar gerðir gólf- og frágangslista
Borðplötur, sólbekki og stigaþrep
Stór og smá sérverkefni
Smíðum úr gegnheilum gæðavið
Smiðjuvegi 16 ( Rauð gata ) – 200 Kópavogi – sími 544–5200 – netfang golflistar@golflistar.is
Stóru Reykjum – 641 Húsavík – sími 464–3910 – netfang sogin@golflistar.is
www. golflistar.is
B
IR
T
ÍN
G
U
R
Ú
T
G
Á
F
U
F
É
LA
G
KUNNINGJAR TREYSTA
UNDIRTÖK Í VIÐSKIPTUM
hópi svonefndra útrásarvíkinga, en
hann fékk 9 milljarða króna kúlulán í
Landsbankanum þremur dögum fyr-
ir fall hans.
26. maí 2008 úrskurðaði Sam-
keppniseftirlitið um skyldu til að til-
kynna samruna BYRs og Glitnis á
grundvelli samkeppnislaga þar eð
sömu mennirnir færu í raun með
eignarhald og völd í báðum fjár-
málafyrirtækjunum. Áfrýjunarnefnd
um samkeppnismál felldi ákvörðun
Samkeppniseftirlitsins hins vegar úr
gildi 5. september 2008, réttum mán-
uði fyrir bankahrun.
Niðurstaðan, sem ógilt var, er for-
vitnileg ekki síst í ljósi atburða sem
síðar urðu.
Úrskurður Samkeppniseftirlitsins
var svohljóðandi:
„Með hliðsjón af því að þorri
hlutafjár eða drjúgur hluti stofnfjár
í BYR og Glitni eru í eigu sama fyrir-
tækjahóps, tengslum þeim sem fyrir-
finnast innan þessa fyrirtækjahóps,
ásamt því að fjárhagsleg afkoma
þessara aðila er verulega samtvinnuð
og með hliðsjón af tengslum stjórnar-
manna félaganna tveggja og þeirri
staðreynd að meirihluti stjórnar-
manna BYRs og Glitnis tengjast máls-
aðilum og hafa gert um nokkurt skeið
telur Samkeppniseftirlitið að tilkynn-
ingarskylda á grundvelli 17. gr. sam-
keppnislaga hafi stofnast.
Það er því niðurstaða Samkeppn-
iseftirlitsins að félögin FL group hf.,
Primus eignarhaldsfélag ehf., Baug-
ur hf., Sund hf., Saxhóll hf., BYGG hf.,
Imon ehf. og Materia Invest ehf. fara
sameiginlega með yfirráð yfir Glitni
banka hf. og Byr sparisjóði. Ber fram-
angreindum fyrirtækjum að tilkynna
samrunann í samræmi við ákvæði
17. gr. samkeppnislaga.“
Klíkuskapur ræður enn ferðinni
Þræðir Sjálfstæðisflokksins og eig-
endahóps Glitnis fléttuðust saman
víðar en hér greinir.
Einar Örn Ólafsson, núverandi
forstjóri Skeljungs, hýsti stuðnings-
mannafélag Bjarna Benediktsson-
ar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að
Einimel 18 í Reykjavík langt fram yfir
prófkjör og síðar þingkosningarnar
2007. Einar Örn og Bjarni eru tengdir
í gegnum Ingimund Sveinsson arki-
tekt, föðurbróður Bjarna. Reyndar
var Einar Örn eitt sinn stjórnarmað-
ur í SUS, Sambandi ungra sjálfstæð-
ismanna, 1999 til 2001.
Einar Örn var yfirmaður fyrir-
tækjasviðs gamla Glitnis og síðar Ís-
landsbanka. Hann var á sínum tíma
lykilmaður við sölu á Skeljungi úr
höndum Pálma Haraldssonar til nú-
verandi eigenda, Birgis Bieltvedts og
Guðmundar Arnar Þórðarsonar, en
Glitnir hafði sölutryggt eign Pálma í
Skeljungi.
Einar Örn var einnig lykilmað-
ur í Glitni við sölu á Árvakri, útgáfu
Morgunblaðsins, til Þórsmerkur ehf.,
en eigendur þess eru nánast allir inn-
vígðir sjálfstæðismenn.
Í júní í fyrra greindi DV frá laxveiði-
ferðum í Ponoi-ána í Rússlandi í boði
Glitnis sumarið 2007. Með í slíkri ferð
var Gísli Marteinn Baldursson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Heim-
ildarmenn DV töldu hann hafa verið
með í för vegna vinatengsla sinna við
Einar Örn, framkvæmdastjóra fyrir-
tækjasviðs Glitnis á þeim tíma.
Í apríl í fyrra var Einari Erni vik-
ið úr Íslandsbanka vegna trúnað-
arbrests og tók skömmu síðar við
forstjórastöðu hjá Skeljungi. Aðaleig-
endur Árvakurs eru nú meðal þeirra
sem gera tilboð í 49 prósenta hlut Ís-
landsbanka í Skeljungi, en það er fé-
lag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur
í Vestmannaeyjum.
DV sagði frá því seint í maí í
fyrra að trúnaðarbrestur Einars
Arnar við yfirstjórn Íslandsbanka
hafi átt rætur til tölvupósta sem
innra eftirlit bankans skoðaði í fór-
um hans.
...þegar óveðurs-ský höfðu hrann-
ast upp á alþjóðlegum
lánsfjármörkuðum, áttu
þrír valdamikiklir menn
viðskiptalífsins fund
með Geir H. Haarde, for-
sætisráðherra.
Þorsteinn M. Jónsson Þorsteinn sat
í stjórn FL-Group þegar ákveðið var að
veita Sjálfstæðisflokknum 30 milljóna
króna styrk. Það gerði einnig Kristinn
Björnsson og Magnús Kristinsson var í
varastjórn.
Einar Örn Ólafsson Einar Örn fór
fyrirvaralítið úr Íslandsbanka í fyrra til
Skeljungs. Þræðir eigenda Glitnis og Byrs
lágu saman með margvíslegum hætti
þegar hann var yfirmaður fyrirtækja-
sviðs.