Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 15. febrúar 2010 FRÉTTIR Spaugstofumenn fengu fund með Páli Magnússyni útvarpsstjóra til að fá framtíð þáttarins á hreint. Niðurstaðan varð sú að veturinn sem nú er að líða er að öllum líkindum sá síðasti sem Spaugstofan verður á dagskrá Sjónvarpsins. Heldur sínu striki fram á vor, segir Páll Magnússon en tjáir sig ekki um framtíðina. SPAUGSTOFAN FLAUTUÐ AF Samkvæmt heimildum blaðsins verður Spaugstofan slegin af í Sjónvarpinu þegar útsendingum lýkur í vor. Spaugstofumenn funduðu með Páli Magnússyni útvarpsstjóra síðasta föstudag og þar var þeim tjáð að þátt- urinn yrði ekki á dagskrá næsta vetur, að óbreyttu. Páll Magnússon útvarpsstjóri vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að þáttur- inn héldi sínu striki fram á vor eins og reikn- að var með. „Annað er ekki komið í ljós frekar en annað. Við erum ekki farin að leggja drög að dagskrá næsta veturs,“ segir Páll. Allt tekur enda Spaugstofumaðurinn Karl Ágúst Úlfsson staðfestir fundinn og segir þá félaga hafa ósk- að eftir fundi til að ræða stöðu þáttarins. „Við óskuðum eftir einhverjum upplýsingum um hvað yfirstjórnin hefði hugsað sér um okkar framhald því eins og við vit- um öll er strangt aðhald í fjármálum ríkisins. Svör- in sem við fengum eru ekki afdráttarlaus en þó þannig að við þor- um ekki að gera ráð fyrir öðru en að við séum á lokasprettin- um. Ég held að það verði skaði að missa þetta málgagn fólksins en þessar hörmungar sem eru að dynja yfir okkur eru eins og nátt- úruöfl og það er erfitt að eiga við þau,“ segir Karl Ágúst. Pálmi Gestsson segist ekki hafa heyrt að slá ætti þáttinn af en að það sé ljóst að í ár- ferði sem þessu sé allt í heiminum hverfult. „Við höfum verið að hætta í 21 ár svo þessar fréttir koma mér svo sem ekki á óvart. Á tím- um sem þessum er svona sýn á samtímann að mínu mati nauðsynleg en að sama skapi gerir maður sér grein fyrir að allt tekur enda. Það er bara spurning hvenær og af hverju ekki núna eins og einhvern tímann seinna?“ segir Pálmi og bætir við að þeir hafi alltaf ver- ið til viðræðu um framhald svo lengi sem þeir finni að fólk hafi gaman af og vilji horfa. Þáttur númer 375 Spaugstofan hefur skemmt Íslendingum í 21 ár en upphaflegu meðlimir hennar voru Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson, Karl Ág- úst Úlfsson, Randver Þorláksson og Þórhall- ur Sigurðsson. Þegar Laddi yfirgaf þá félaga kom Pálmi Gestsson í hans stað. Árið 2007 var Randver látinn taka pokann sinn. Brott- reksturinn olli miklu fjaðrafoki og sitt sýndist hverjum. Þátturinn hefur verið á meðal alvinsæl- astu sjónvarpsþátta í íslensku sjónvarpi en eftir að áhorfskannanir voru teknar upp hef- ur það mælst mest sem þáttur af þessu tagi hefur hlotið. Þátturinn hefur þannig verið vikulegur hluti af heimilislífi og samfélags- umræðu Íslendinga í tvo áratugi og þannig matreitt íslenskan veruleika og sér í lagi sam- félagsmálin ofan í landsmenn. Eftir hvern þátt loga bloggheimar en Pálmi segir netið ekki endilega gefa rétta sýn á skoðun lands- manna. „Þetta net er ólíkindatól. Ef einhverj- um þar mislíkar eitthvað hellir hann úr skál- um reiðar sinnar á blogg sitt á meðan hinn þögli meirihluti, sem er ekki í bloggheimum, lætur minna fyrir sér fara. Í gegnum tíðina höfum við fundið fyrir alls kyns viðbrögðum, allt frá því að vera rifnir í tætlur, því sumum er óneitanlega uppsigað við okkur, og í hina áttina. Við erum búnir að skrifa 375 þætti og það væri skrítið ef skoðanir fólks væru ekki skiptar.“ Guðlast og yfirheyrsla Flestir muna líklega eftir þættinum þegar veikindi borgarfulltrúans Ólafs F. Magnús- sonar voru tekin fyrir. Mörgum þótti allt of langt gengið en Pálmi segir þá félaga aldrei ætla að ráðast á fólk persónulega. „Ég hermi ekki eftir forsetanum af því að mér er illa við hann eða beri ekki virðingu fyrir hon- um. Ólafur var opinber persóna og hann og hans veikindi voru í öllum fjölmiðlum og við drógum dám af þeirri umfjöllun,“ segir Pálmi og bætir við að umtalaðasti Spaug- stofuþátturinn hljóti hins vegar að vera páskaþátturinn árið 1997 þegar þeir gerðu grín að síðustu kvöldmáltíðinni. Í kjölfar- ið hafi allt ætlað um koll að keyra sem hafi endað með því að fimmmenningarnir voru yfirheyrðir af Rannsóknarlögreglu ríkis- ins og sakaðir um guðlast. Pálmi segir eng- an ákveðinn Spaugstofumann vilja ganga lengra en hina. Þeir séu oftast nær samtaka í efnistökum sínum. „Eins ólíkir karakter- ar og við erum þá erum við einkennilega samstiga og þess vegna hefur þetta kannski gengið svona vel. Við erum ólíkir menn með ólíkar skoðanir en finnst nauðsynlegt að tala tæpitungulaust um málin. Við erum oft- ast sammála hversu langt má ganga og vilj- um ekki vera ósmekklegir, ódrengilegir né sparka í liggjandi fólk.“ Vináttan mest virði Spaugstofan mun eiga 25 ára afmæli í haust. Karl Ágúst segir óskandi að þeir félagar geti haldið upp á áfangann í sjónvarpinu. „Það er freistandi að ljúka þessum aldarfjórðungi með hvelli og ef það verður ekki þar sem við byrjuðum, í sjónvarpinu, þá verður það ann- ars staðar og með öðrum hætti. Það er sárt að hugsa til endaloka þessa þáttar enda sér- stakt að kveðja fyrirbæri sem hefur stjórnað lífi okkar í svona langan tíma. Okkar samstarf á vafalaust eftir að halda áfram en það er samstarfið við starfsfólkið í sjónvarpinu sem maður á eftir að sakna,“ segir Karl Ágúst og bætir við að það hefði aldrei hvarlað að hon- um árið 1985 að 25 árum síðar væru þeir enn að skemmta fólki með samfélagsgríni sínu. Pálmi tekur í sama streng. „Það sem átti að vera fjórir prufuþættir er allt í einu orð- ið að ævistarfi og því hlýtur maður að leiða hugann að því hvað þetta hefur verið far- sælt samstarf. Það er hreint ótrúlegt hvað við erum góðir vinir og mér er fyrirmunað að skilja hvernig svona náið samstarf hefur get- að gengið. Himintunglin hljóta að hafa hjálp- að okkur að hitta á töfrastund þegar hópur- inn var samansettur. Þetta er búið að vera magnað og mikil forréttindi sem hafa falist í því að geta sest niður með vinum sínum á morgnana og rætt um það sem er að gerast í samfélaginu okkar. Ég held að ég geti tal- að fyrir hönd okkar allra þegar ég segi að við erum mjög stoltir af þessu fyrirbæri sem hef- ur unnið sér svipaðan sess og veðurfréttirnar í sjónvarpinu. Við félagarnir erum allir góð- ir vinir og þótt við hittumst ekki mikið utan vinnutíma erum við í miklu sambandi. Það er margt sem stendur upp úr eftir þennan tíma en fyrst og síðast er það þessi vinátta og samstarf okkar sem er manni mest virði.“ indiana@dv.is Við þorum ekki að gera ráð fyrir öðru en að við séum á lokasprettinum. Síðasti veturinn Spaugstofan hefur enn meira en helmingsáhorf en það virðist ekki duga til þegar kemur að ákvörðunum um niðurskurð. MYND BRAGI ÞÓR Í fótspor Randvers Umdeilt var þegar Randveri var sagt upp 2007. Nú fer restin af Spaugstofunni sömu leið, samkvæmt heimildum blaðsins. Pálmi Gestsson Þrátt fyrir miklar vinsældir hefur Spaugstofan stundum gengið of langt að margra mati. Eftirmál vegna páskaþáttarins ársins 1997 enduðu á borði Rannsóknarlögreglu ríkisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.