Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Qupperneq 12
Eignarhaldsfélagið Vafningur tók 2,4
milljónir evra, rúmar 320 milljón-
ir króna, út úr Milestone, í þremur
millifærslum í lok maí og júní 2008.
Engir lánasamningar voru gerðir
þegar fjármunirnir voru teknir út úr
félaginu. Lánasamningurinn vegna
greiðslnanna þriggja var gerður rúm-
um þremur mánuðum síðar, þann 19.
september, um tíu dögum fyrir upphaf
íslenska efnahagshrunsins. DV hefur
lánasamninginn undir höndum.
Undir lánasamninginn skrifuðu
Guðmundur Ólason, forstjóri Miles-
tone, fyrir hönd Milestone, og Einar
Sveinsson, einn hluthafa Vafnings,
fyrir hönd þess félags
Fullyrða má að lánveitingarnar
tengist á einn eða annan hátt endur-
fjármögnun á hlutabréfum sem dótt-
urfélag Milestone, Sjóvá, og bræð-
urnir Einar og Benedikt Sveinssynir
áttu saman í Glitni í gegnum eignar-
haldsfélagið Þátt International.
Vafningur átti að greiða lánið til
baka í lok árs 2008. Fullyrða má að
þetta hafi ekki verið gert vegna þess
að íslenska efnhagshrunið skall á.
Einn tilgangur
Líkt og komið hefur fram í DV var
Vafningur stofnaður af eigendum
Þáttar International til að taka við
eignum frá Sjóvá, gegn skuldaviður-
kenningu, sem síðar voru veðsettar
Glitni. DV hefur sagt frá því að það
var Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sem fékk um-
boð frá tveimur eigendum Vafnings,
föður sínum og föðubróður, Einari
Sveinssyni, til að veðsetja hlutabréfin
í félaginu fyrir láninu frá Glitni þann
8. febrúar 2008. Bjarni veitti sjálf-
um sér sömuleiðis umboð fyrir hönd
annars hluthafa í Vafningi, BNT, til að
veðsetja hlutabréf félagsins í Vafningi.
Bjarni var stjórnarformaður BNT á
þessum tíma.
Markmiðið með Vafningsviðskipt-
unum var að safna fjármunum úr ís-
lenska fjármálakerfinu - frá Glitni og
Kaupþingi auk eigna Sjóvár - fyrir eig-
endur Sjóvár og Þáttar International
til að endurfjármagna hlutabréfakaup
í Glitni og sænska fjármálafyrirtækinu
Invik. Endurfjármögnunin þurfti
að eiga sér stað til að hægt
væri að bjarga hlutabréf-
um Þáttar International
í Glitni frá veðkalli fjár-
festingabankans Morg-
an Stanley með því að
greiða bankanum rúm-
lega 160 milljóna evra
skuld. Morgan hafði
veitt Þætti Internation-
al lán til að kaupa bréfin í
Glitni og var veðið í bréf-
unum sjálfum.
Pressa frá Morgan Stanley
Gögn sem DV hefur undir höndum
sýna fram á hversu skamman tíma
eigendur Þáttar International höfðu
til að bjarga fimm prósenta hlut sín-
um í Glitni frá veðkalli Morgan Stan-
ley. Þeir voru komnir upp að vegg
og urðu að finna sér fjármagn til að
standa í skilum við Morgan.
Þann 28. janúar 2008 sendi Morg-
an Stanley Þætti International bréf þar
sem eigendur félagsins - Karl
og Steingrímur Wern-
erssynir og Ein-
ar og Benedikt
Sveinssynir -
fengu að vita
að bankinn
hefði sagt lána-
samningnum
frá því í febrúar árið áður upp. Ástæð-
an var sú að gengi bréfanna var kom-
ið niður fyrir 20,175 og hafði bank-
inn því leyfi til að segja samningnum
upp samkvæmt samkomulagi sem
gert hafði verið við Morgan Stanley.
Í bréfinu kom fram að eigendur Þátt-
ar International ættu að greiða Morg-
an Stanley 160 milljóna evra skuldina
þann 4. febrúar.
Eigendur Þáttar náðu ekki að
verða sér úti um þessa fjármuni fyrir
4. febrúar og því sendi Morgan Stan-
ley þeim annað bréf þann 5. febrúar
þar sem beiðni bankans var ítrekuð
og hótað var að ganga að þeim veð-
um sem lögð höfðu verið fram til að
tryggja lánveitinguna frá Morgan
Stanley, það er að segja bréfunum í
Glitni.
Því þurftu eigendur Þáttar að láta
hendur standa fram úr ermum og
voru Vafningsviðskiptin keyrð í gegn
á nokkrum dögum til að koma í veg
fyrir veðkall Morgan Stanley. Áður
hefur verið greint frá því í DV hvers
eðlis Vafningsviðskiptin voru.
Tengdist viðskiptunum
8. febrúar
Fullyrða má að lánveitingarnar til
Vafnings, sem endurskírður var
Földungur, hafi tengst þeim viðskipt-
um sem áttu sér stað hjá félaginu 8.
febrúar. Hugsanlegt er að lánin hafi
verið veitt til að borga upp í skuld-
ir félagsins við Glitni en lánið sem
bankinn veitti Vafningi var skamm-
tímalán sem var á gjalddaga í maí
2008. Sumarið 2008 byrjaði Glitnir að
senda Milestone bréf þar sem krafist
var endurgreiðslna á lánum sem fé-
lög í samstæðunni höfðu fengið.
Líta má á öll viðskipti sem áttu sér
stað hjá eignarhaldsfélaginu Vafn-
ingi sem viðbrögð við þeim erfiðleik-
um sem íslenska efnahagskerfið var
komið í á þessum tíma. Viðskipti fé-
lagsins, líkt og björgun hlutabréfa
Þáttar International í Glitni, voru
skammtíma- en ekki langtímalausn-
ir sem miðuðu að því að bjarga hlut-
unum fyrir horn tímabundið.
850 milljónir út úr Vafningi
Á sama hátt má líta á 4,4 milljóna
punda, rúmlega 850 milljóna króna,
lán út úr Vafningi og til dótturfélags
þess, KCAJ, í nóvember 2008. Þetta
var um mánuði eftir íslenska efna-
hagshrunið. KCAJ var dótturfélag
Sjóvár sem fært var inn í Vafning til
að búa til veðhæfi vegna lánsins frá
Glitni. KCAJ átti að borga lánið í lok
árs 2008. DV hefur þann lánasamn-
ing undir höndum. Undir hann skrif-
uðu Guðmundur Ólason fyrir hönd
Vafnings og Jón Scheving Thor-
12 MÁNUDAGUR 15. febrúar 2010 FRÉTTIR
SJÓVÁ
ALMENNAR
VAFNINGUR
ehf
RACON
AB
Endur-
greiðsla á
217 millj-
ónum evra
til Morgan
Stanley
Upphaflega:
52 milljónir evra
Endurgreiðsla:
30 milljónir
Lánið: 22 milljónir evra
INVIK & CO
AB
16 milljónir
evra (lán)
12 milljónir
evra (lán)
30 milljónir evra (lán)
70 milljónir evra (lán)
67 milljónir evra (lán)
SVARTHÁFUR
Upphaflega: 41 milljón evra
Endurgreiðsla: 30 milljónir
Lán: 11 milljónir evra
16 milljónir evra (skuldabréf )
70,7 milljónir
evra (lán)
119,4 milljónir
evra (lán)
56 milljónir reiðufé
106 milljónir
SPA/Lán: KACJ/Makaó
Upphaflega:
50 milljónir evra
Endurgreiðsla:
30 milljónir (frá Svartháfi)
Lán: 20 milljónir evra
11 milljónir evra
(skuldabréf )
GLITNIR BANKI
Upphaflega: 103,7
milljónir evra
Endurgreiðsla: 50 milljónir
(frá Svartháfi)
Lán: 53,7 milljónir evra
Werner
Rasmusson
eigandi
Svartháfs
MILESTONE
Karl og Steingrímur Wern-
erssynir, eigendur Milestone,
Sjóvá, Racon, Invik, Vafnings og
Þáttar International
TÓKU MILLJARÐ ÁN SAMNINGA
Vafningur fékk rúmar 320 milljónir lánaðar frá Milestone án lánasamninga. Einn lána-
samningur var gerður rúmum þremur mánuðum eftir að lánin voru veitt. Eigendur
Þáttar International höfðu aðeins nokkra daga til að keyra Vafningsviðskiptin í gegn,
slík var harka Morgan Stanley. Vafningur lánaði 853 milljónir án lánasamninga.
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Skrifaði undir
Vafningslánið Ein-
ar Sveinsson, einn af
hluthöfum Vafnings
og stjórnarmaður í
félaginu, skrifaði
undir.
Lögmaður sem DV ræddi við um lánveitingarnar til og frá Vafningi segir að ekki sé
ólöglegt í sjálfu sér að lána peninga út úr félagi og gera lánasamningana síðar.
n „Ef menn gera þetta í góðri trú og telja að hagsmunir félagsins séu ekki í hættu
er þetta lagi. En um leið og þetta er gert þannig að menn eru skeytingarlausir
um hvort og hvernig peningarnir skila sér til baka geta þeir verið bótaábyrgir
gagnvart félaginu ef þeir valda félaginu tjóni með því að fresta skjalagerðinni,“
segir lögmaðurinn.
n Hann segir að slík vinnubrögð séu vanræksla á skjalagerð og utanumhaldi fyrir
félag. „Þetta er ekki í samræmi við góð viðmið um gott utanumhald, skjalagerð
og hagsmunagæslu fyrir félagið og er í raun vanræksla í starfi,“ segir lögmaðurinn.
Ekki ólöglegt en vafasamt
Borgað fyrst -
samið svo Tveir
lánasamningar Vafn-
ings frá árinu 2008
sýna hvernig hundruð
milljóna runnu inn
og út úr félaginu án
lánasamninga. Karl
Wernersson var stærsti
hluthafi Vafnings og
Guðmundur Ólason
stýrði félaginu.