Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Síða 14
SEKTAÐIR FYRIR
BLEKKINGAR
BYKO þarf að greiða tíu milljón-
ir króna í sekt fyrir að brjóta lög
og reglur um útsölur með vill-
andi auglýsingum. Sektin er sú
hæsta sem Neytendastofa getur
lagt á fyrirtæki að greiða enda
brotið talið mjög alvarlegt.
BYKO auglýsti síðasta sumar 20
prósent afslátt af allri útimáln-
ingu og viðarvörn. Í sömu aug-
lýsingu voru kynntar nokkrar
tegundir af slíkri málningu.
Það sem Neytendastofa gerði
athugasemd við er að vörurn-
ar sem voru auglýstar sam-
hliða tilboðinu voru ekki með
afslætti.
n Lastið fær Hagkaup í
Garðabæ fyrir lélegar
verðmerkingar í
bökunardeildinni.
Kona ætlaði að kaupa
suðusúkkulaði en
þurfti að taka með sér
nokkrar tegundir á kassann til að
fá upplýsingar um verð. Ekki
mjög skemmtilegt fyrir
viðskiptavini.
n Lofið fær starfsstúlka í World Class
Laugum fyrir að benda á gott tilboð.
Kona ætlaði að kaupa kort og benti
starfsstúlkan á hagstæðari
samning sem fól í sér tvöfalt
lengri tíma fyrir sama verð.
Veitir ekki af á svona dýrum
líkamsræktarstöðvum nú til
dags.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
DÍSILOLÍA
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 199,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,9 kr.
Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 197,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 195,3 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 199,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,9 kr.
BENSÍN
Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 197,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 195,2 kr.
Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 197,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 195,3 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 199,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,9 kr.
UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is
el
d
sn
ey
ti
14 MÁNUDAGUR 15. febrúar 2010 NEYTENDUR
25 PRÓSENTA
VERÐMUNUR
Tuttugu og fimm prósenta verð-
munur er á lyfinu Decortin H í
dýrasta og ódýrasta apótekinu
samkvæmt verðkönnun DV.
Verð var kannað á pakkningu
með 100 fimm milligramma
töflum. Hringt var í níu apótek á
höfuðborgarsvæðinu og verðið
borið saman. Ódýrast var lyfið
í Rimaapóteki í Grafarvogi. Þar
kostaði pakkningin 1.709 krón-
ur. Sama pakkning var hins
vegar fjórðungi dýrari í Lyfjum
og heilsu í Mjódd, þar kostaði
hún 2.137 krónur.
Decortin H, 100 5 mg töflur
Lyf og heilsa í Mjódd 2.137
Lyfja Smáralind 2.125
Apótekarinn Mjódd 2.102
Árbæjarapótek 2.047
Skipholtsapótek 1.959
Lyfjaver 1.954
Apótekið Spönginni 1.952
Laugarnesapótek 1.923
Rimaapótek 1.709
Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir SMS-lán Kredia ehf. bjóða hættunni heim
og vill að stjórnvöld setji lánunum skorður. Lánin séu það lág og greiða þurfi þau til
baka á stuttum tíma svo tilgangur þeirra sé óljós. Framkvæmdastjóri Kredia skilur
áhyggjurnar en segir gagnrýnina byggða á misskilningi.
SKULDAGILDRA EÐA
NEYÐARREDDING?
„Svona lán eru alltaf mjög slæm í
sjálfu sér. Þetta eru lág lán til 15 daga
og því sér maður ekki hvernig þau
eigi að bjarga einhverju. Tilgangur-
inn er því óljós, nema til að nota pen-
ingana í skemmtanir, fatakaup eða
annað slíkt,“ segir Hildigunnur Haf-
steinsdóttir, lögfræðingur Neytenda-
samtakanna, um svokölluð SMS-lán
Kredia en félagsmálaráðherra hefur
einnig gagnrýnt lánin harkalega.
Hildigunnur segir reynslu Norð-
urlanda af slíkum lánum neikvæða.
„Viðskiptavinir eru upp til hópa ungt
fólk sem hefur ekki kost á hagstæð-
ari bankalánum og hefur lítið á milli
handanna. Kostnaðurinn er gríðar-
lega mikill og við höfum heyrt sög-
ur af Íslendingum sem eru að fara
illa út úr þessu. Til dæmis ungt par
þar sem hún tók lán til að borga
upp hans lán og hann tók lán til að
borga upp hennar lán og þannig koll
af kolli. Þannig verður þetta að bolta
sem byrjar að rúlla. Okkur þykir mjög
mikilvægt að stjórnvöld setji þessi
mál í ákveðnar skorður. Þótt Kredia
fari eftir ákveðnum reglum í dag geta
hlutirnir breyst og eins óttumst við
að önnur fyrirtæki fari að bjóða upp
á lán með jafnvel enn hærri vöxtum
og verri skilmálum,“ segir Hildigunn-
ur.
Veldur ekki skuldafeni
„Ég tel að þessi gagnrýni sé byggð á
misskilningi og þessi neikvæða um-
ræða vekur með mér furðu og sér í
lagi þar sem allur kostnaður er gegn-
sær og verðin ekki hærri en það sem
gengur og gerist hjá öðrum lána-
stofnunum,“ segir Leifur Haraldsson,
framkvæmdastjóri Kredia.
Leifur hefur óskað eftir fundi með
félagsmálaráðherra en hefur ekki
fengið svar. Í október hafi hann átt
fund með Neytendastofu og Fjár-
málaeftirlitinu þar sem hann hafi lýst
yfir áhyggjum sínum um að reglu-
verkið væri ekki nógu sterkt. „Við höf-
um sýnt vilja til að vinna með Fjár-
málaeftirlitinu því við viljum bjóða
upp á ábyrga lánastarfsemi og mun
ábyrgari en gengur og gerist á hin-
um Norðurlöndunum. Við notum
til dæmis ekki sænska módelið en í
Svíþjóð er hægt að fá tugi þúsunda
króna í lán og lán til að greiða niður
lán. Okkar viðskiptavinir fá mest 10
þúsund krónur og ekki meira nema
að hafa greitt fyrsta lánið niður. Eftir
það geta þeir fengið 20 þúsund krón-
ur og svo koll af kolli en mesta mögu-
lega skuldin er 49.250 krónur. En
ef fólk dregur að borga lánin lendir
það að sjálfsögðu í auknum kostnaði
samkvæmt íslenskum lögum. Ég skil
ekki að einhver sökkvi í skuldafen
vegna 50 þúsund króna.“
Leifur segir SMS-lánin mjög vin-
sæl og að viðskiptavinir Kredia séu á
öllum aldri. Hann neitar því að lánin
séu sérstaklega stíluð inn á ungt fólk
sem eigi jafnvel við greiðsluerfiðleika
að etja. „Við erum með afar breiðan
viðskiptamannahóp sem kann vel
að meta þessa þjónustu. Þeir sem
eru í greiðsluvandræðum geta yfir-
leitt ekki fengið meira en 10 þúsund
krónur svo okkar kúnnar eru þeir
sem standa í skilum. Einn þriðji við-
skiptamannahóps okkar er á aldrin-
um 18-27 ára, annar hluti á aldrinum
27-35 ára og restin eldri en 35 ára.
Nýfjárráða einstaklingar, á aldrinum
18-20 ára, eru aðeins 0,5 % af þeim
hópi sem dregið hefur að borga.
Hins vegar hefur ekki einn einasti
viðskiptavinur okkar gefið tilefni til
að máli hans sé vísað til lögfræðings.“
Með góða samvisku
Aspurður segist Leifur þó skilja
áhyggjur manna. Á tímum sem þess-
um sé flest gert tortryggilegt en að
hann sé með góða samvisku. „Ég skil
hins vegar ekki af hverju Neytenda-
samtökin og þeir ráðherrar sem hafa
lýst yfir áhyggjum hafa ekki samband
við okkur og kynna sér starfsemina.
Við erum félag sem er byggt á hug-
búnaðarkerfi til að miðla lánum fljótt og örugglega. Lánin eru hugsuð sem
neyðarredding og gott dæmi um
notkun er maður sem var ekki með
inneign á kortinu sínu á bensínstöð.
Hann fékk strax lánið og reddaði
þannig málinu. Auðvitað er ódýrara
að stofna til bankaviðskipta og setja
upp launareikning en okkar þjón-
usta felst í fljótri og snarri afgreiðslu
þar sem nýjasta tæknin er notuð og
auðvitað kostar að reka þannig þjón-
ustu.“
Eftir það geta þeir fengið 20
þúsund krónur og svo
koll af kolli en mesta
mögulega skuldin er
49.250 krónur en ef
fólk dregur að borga
lánin lendir það að
sjálfsögðu í auknum
kostnaði samkvæmt ís-
lenskum lögum. Ég skil
ekki að einhver sökkvi
í skuldafen vegna 50
þúsund króna.“
Varar við SMS-lánum Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur Neytendasamtak-
anna, segir reynslu Norðurlandanna af slíkum smálánum afar neikvæða.
n „Sonur minn er einn af þeim sem freistast hafa til að taka þessi lán, enda
tekjulaus, nýbúinn að klára nám, hefur ekki fengið vinnu og fær ekki bætur fyrr en
í mars. Þetta er orðinn snjóbolti sem hleður endalaust utan á sig. Ég hef sjaldan
orðið eins reið og þegar ég skoðaði heimasíðu þessarar okurlánastarfsemi, er
þetta virkilega löglegt? Þvílíkt siðferði. Hann er að borga 550% vexti/kostnað (á
ársgrundvelli) af þessu láni sem hann fékk núna síðast. Ég er bara orðlaus.“
Heimild: ns.is
Reynslusaga frá Neytendasamtökunum
n 10.000 kr. lán í 15 daga kostar
2.500 kr.
n 20.000 kr. lán í 15 daga kostar
4.750 kr.
n 30.000 kr. lán í 15 daga kostar
7.000 kr.
n 40.000 kr. lán í 15 daga kostar
9.250 kr.
n Kostnaðurinn við lægsta lánið er
því 25% sem svarar til 600% kostnað-
ar á ársgrundvelli.
n Hvert lán sem þú tekur veitir þér
rétt til hærra láns.
SMS-lánin
Framkvæmdastjóri Kredia Leifur
Haraldsson, framkvæmdastjóri Kredia,
skilur áhyggjur Neytendasamtakanna
og ráðherra en segir þær byggðar á
misskilningi. Samviska hans sé hrein.