Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Blaðsíða 15
Spurning: Hvernig er best að halda húsfund svo ákvarðanir sem eru teknar á honum verði bindandi og ekki dregnar í efa? AÐALFUNDIR HÚSFÉLAGA SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON, formaður húseigendafélagsins svarar fyrirspurnum lesenda. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is NEYTENDUR 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 15 31 PRÓSENTS VERÐMUNUR Bjórinn er líka misjafnlega dýr eftir því á hvaða menningarstað fólk er statt. Þannig er hægt að fá hann á 650 krónur hjá Leikfélagi Akureyrar en dýrastur er hann í Borgarleikhúsinu og Þjóðleik- húsinu í Reykjavík. Þar kostar hann 850 krónur og er því 31 prósent dýrari en norðan heiða. Nissa súkkulaði er hins vegar alls staðar á sama verði, 250 krónur, og Ópal/Tópas er á 250 krónur alls staðar nema í Sinfóníunni þar sem pakkinn fæst á 200 krónur. Rauðvínsglasið er á 900 til 1.000 krónur en glösin misjafnlega stór og gæðin kannski ólík. DÝR GOSFLASKA Gosflaskan kostar allt að 400 krónur á menning- arviðburðum samkvæmt nýrri verðkönnun Neytendasamtakanna. Það er verðið sem sett er á flöskuna í Borgarleikhúsinu, Sinfónían og Leik- félag Akureyrar bjóða gosflöskuna hins vegar ódýrasta, á 250 krónur. Flaskan er því 60 prósent dýrari í Borgarleikhúsinu en á tveimur síðar- nefndu stöðunum. Verðið var kannað hjá stóru leikhúsunum í Reykja- vík, Háskólabíói vegna Sinfóníutónleika, Íslensku óperunni og Leikfélagi Akureyrar. Salurinn í Kópavogi átti að vera með en svaraði ekki. „Þetta eru rúnstykki sem eru bökuð á staðnum og Myllan útvegar okkur efni í þetta. Svo er þetta bakað hér og hækkunin er bara svo gífurleg frá þeim,“ segir Ragnhildur Vilhjálms- dóttir, verslunarstjóri Samkaupa á Selfossi. Hvernig getur þetta staðist? Magnúsi Hlyn Hreiðarssyni, frétta- manni Ríkisútvarpsins á Selfossi, brá í brún þegar hann mætti síðast- liðinn föstudag og keypti tvö osta- rúnstykki - eins og hann gerir flesta föstudaga. „Málið er að ég hef farið á hverjum einasta morgni á föstu- dögum síðustu mánuði í verslunina og keypt mér tvö ostarúnstykki. Ég hef í hvert skipti borgað 208 krón- ur fyrir þessi tvö stykki en nú brá svo við síðasta föstudag að ég var látin borga 338 krónur fyrir stykk- in tvö. Þau höfðu sem sagt hækk- að um 130 krónur á viku eða hvort rúnstykki um 65 krónur, fer úr 104 krónum í 169 krónur. Hvernig getur þetta staðist spyr ég,“ segir Magnús Hlynur. Græðum ekki á tá og fingri „Þetta er alveg rétt og við erum að skoða hvað við getum gert í þessu máli. Þetta er ekki þannig að við séum að græða á tá á fingri fyrir hvert selt rúnstykki. Við erum að fá 12 krónur fyrir hvert selt rúnstykki - það er nú allur gróðinn hjá okkur,“ segir Ragnhildur en Samkaup sel- ur ekki mörg rúnstykki á dag, ekki meðan verðið er svona hátt. Ragnhildur segir að lífið í Sam- kaupum á Selfossi sé alltaf skemmti- legt og það sé yfirleitt nóg að gera. „Við erum á lífi - góðu lífi. Öll verslun fer í mikla ládeyðu í janúar og febrú- ar. Þá er fólk að jafna sig eftir jólin og borðar allt úr kistunni sem það hefur safnað í gegnum tíðina. En það rætist úr þessu núna í kringum sprengidag og bolludag. Við búumst við að selja mikið af saltkjöti - þetta rennur út eins og heitar lummur. Þetta var ekkert í tísku fyrir tveimur árum en allt í einu, dag- inn sem kreppan kom, datt fólk úr pitsum og tilbúnum mat og fór að sjóða slátur og elda lambakjöt - varð Íslendingar á ný.“ benni@dv.is Magnús Hlynur Hreiðarsson, frétta- maðurinn góðkunni á Selfossi, er ósáttur við að ostarúnstykki sem hann hefur keypt á hverjum föstudegi í Sam- kaupum á Selfossi hafi hækkað úr 104 krónum í 169 krónum. 62,5% HÆKKUN Á RÚNSTYKKJUM Magnús Hlynur Ósáttur við að þurfa borga 169 krónur fyrir ostarúnstykki. Rúnstykkin tvö Kostuðu saman 208 kr en kosta í dag 338 kr MYND MAGNÚS HLYNUR Úr Samkaupum Allt hefur hækkað í verði, meira að segja rúnstykki. Allar ákvarðanir sem máli skipta í fjöleignarhúsum verður að taka á húsfundum. Það er forsenda fyr- ir lögmæti ákvörðunar að hún hafi verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn. Húsfundir eru tvenns konar. Annars vegar aðal- fundir, sem halda skal einu sinni á ári, og hins vegar almennir fund- ir. Í grundvallaratriðum gilda sömu reglur og sjónarmið um aðalfundi og aðra húsfundi. Munurinn er sá að aðalfundur hefur tiltekin lög- boðin verkefni. Aðalfundi skal halda ár hvert fyrir lok aprílmán- aðar og þá ber að boða skriflega og með sannanlegum hætti með minnst 8 daga fyrirvara. Almennir fundir eru haldnir eftir þörfum og skal boða þá með minnst 4 daga fyrirvara. Í báðum tilvikum er 20 daga hámarks boðunarfrestur. Á aðalfundum eru teknar ákvarðanir um mikla hagsmuni, framkvæmdir og fjárútlát. Ákvarðanataka Megintilgangur húsfélags er að viðhalda verðmæti og notagildi hússins. Í því skyni getur húsfund- ur yfirleitt, án tillits til þess hversu margir sækja fund, tekið bindandi ákvarðanir með einföldum meiri- hluta fundarmanna. Þegar ákvarð- anir lúta að umtalsverðum end- urbótum og breytingum er krafist aukins meirihluta og til verulegra breytinga er krafist samþykkis allra. Vegna þessa og grundvallarþýðing- ar samráðs við töku sameiginlegra ákvarðana eru í lögum gerðar ríkar kröfur til húsfunda Undirbúningur - sönnunarbyrði Fundur verður að vera boðaður og haldinn í samræmi við fyrirmæli fjöleignarhúsalaga. Nauðsynlegt er að vanda fund- arboð og greina í því meginefni til- lagna. Annars getur ákvörðun verið ólögleg. Sú skylda hvílir á stjórn- inni að undirbúa fund af kostgæfni, fundarboðið, tillögur, dagskrá, um- gjörð og stjórn fundarins, þannig að hann verði löglegur, markviss og málefnalegur. Stjórn húsfélags ber sönnunarbyrðina fyrir því að fund- ur hafi verðið löglega boðaður og haldinn. Mörg dæmi eru um húsfé- lög og stjórnarmenn sem hafa orð- ið fyrir tjóni og skakkaföllum vegna mistaka við undirbúning og fram- kvæmd húsfunda. Stjórn og framkvæmd funda Mikilvægt er að fundum sé stýrt af kunnáttu og röggsemi af fund- arstjóra sem veit sínu viti í fund- arsköpum og málefnum fjöleign- arhúsa en yfirleitt er fundum stjórnað af formanni húsfélagsins. Stjórn er þó heimilt að fá ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga við aðal- fundi (undirbúning, boðun, fund- arstjórn og fundargerð). Í mörgum tilvikum er það nauðsynlegt til að rjúfa sjálfheldu vegna deilna í hús- félaginu. Oft er formaður deiluaðili eða blandast í mál með þeim hætti að brigður verði bornar á fund- arstjórn hans. Það er mjög mikil- vægt að húsnæði fundar sé boðlegt til funda. Yfirleitt er best að halda húsfundi annars staðar en í við- komandi húsi. Það er ekki boðlegt að halda fundi við bágar aðstæður í sameign, í stigagangi, þvottahúsi eða geymslum. Sama er að segja um fundi í íbúðum. Þeir verða yf- irleitt langir, ómarkvissir og ómál- efnalegir. Í umræðum er brýnt að menn séu gagnorðir og málefna- legir svo fundartíma sé ekki só- lundað í aukaatriði. Það er for- senda árangursríkra fundarstarfa að friður ríki á fundi og menn fái gott hljóð til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Rita skal fundar- gerð um meginatriði mála og allar ákvarðanir og hvernig atkvæði hafa fallið. Hún verður að vera áreið- anleg og nákvæm án þess að að- alatriði séu kaffærð í smáatriðum. Fundargerðir eiga að vera aðgengi- legar eigendum. Húsfundaþjónusta Húseigendafélagið býður upp á vandaða húsfundaþjónustu. Sér- fróðir lögfræðingar aðstoða við und- irbúning funda, ráð, tillögur og fleira. Fundarstjóri er lögmaður með sér- þekkingu í fundarstjórn og fjöleign- arhúsamálum. Ritun fundargerðar er í höndum laganema. Fundur sem er vel undirbúinn og stýrt af kunn- áttu verður vitaskuld markvissari, málefnalegri og árangursríkari en ella. Með því að nýta sér húsfunda- þjónustuna geta húsfélög, eigendur og viðsemjendur húsfélaga tryggt að fundur sé lögmætur og ákvarðanir séu teknar með réttum hætti. Vald stjórnar Stjórn húsfélags framkvæmir fyrst og fremst ákvarðanir húsfunda en henni er líka innan þröngra marka heimilt að taka ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu. Hún getur á eig- in spýtur látið framkvæma minni háttar viðhald og viðgerðir og gert brýnar ráðstafanir sem ekki þola bið. Um allt sem lengra gengur er henni almennt skylt að leita fyrst samþykkis húsfundar. Á það for- takslaust við um allar ráðstafanir og framkvæmdir sem eru verulegar hvað kostnað, umfang og óþægindi varðar. Stjórn getur keypt fundar- aðstoð og ráðgjöf og aflað upplýs- inga og gagna til að tryggja lögmæti funda og ákvarðana. Undirbúningur framkvæmda Verk eru mismunandi og aðstæð- ur sömuleiðis. Í fjöleignarhúsum þarf að liggja fyrir lögleg ákvörð- un. Í framhaldi af því er fenginn hæfur sérfræðingur til að meta ástand hússins og viðgerðarþörf. Sé um minni verk að ræða er hægt að óska eftir tilboðum frá verktaka eða verktökum. Við stærri verk er ráðgjafinn yfirleitt fenginn til að út- búa útboðsgögn og sjá um útboð. Forðast ber eins og heitan eldinn að eiga viðskipti við aðila sem ekki hafa fullnægjandi menntun, þekk- ingu, reynslu og fagréttindi. Á það bæði við um ráðgjafa og verktaka. Mikilvægt er að gæta þess að viður- kenndir meistarar standi fyrir verk- inu. Verksamningur - eftirlit - úttekt - uppgjör Alls ekki er víst að lægsta tilboð- ið sé það hagstæðasta. Meta verð- ur tilboðin heildstætt og skoða verður alla þætti sem þýðingu geta haft en einblína ekki bara á tilboðsfjárhæðina. Það er hæg- urinn fyrir ábyrgðarlausa fúskara að bjóða lágt og lofa miklu þeg- ar ekki er ætlunin að standa við neitt. Þegar ákveðið hefur verið hvaða tilboði skal tekið er geng- ið til samninga. Verður seint nóg- samlega prédikað mikilvægi þess að gera skriflegan samn- ing, hvort sem er um lítil eða stór verk að ræða. Eftirlit þarf að vera í höndum hæfs og sjálfstæðs að- ila. Lokauppgjör fer fram að verki loknu og mikilvægt er að taka verkið út formlega áður. Svartir sauðir - svört vinna Í viðgerðageiranum eru á sveimi svartir sauðir sem hafa enga eða takmarkaða fagþekkingu en bjóða kraftaverk og töfralausn- ir. Húsfélög þurfa að varast slíka kauða. Yfirleitt stenst fátt, enginn verksamningur er gerður og jafn- vel samið um svarta vinnu, sem er ólöglegt og stórvarasamt. Því mið- ur eru töluverð brögð að reiknings- lausum viðskiptum og telja sum- ir sig græða á því. Yfirleitt ofmetur verkkaupi hag sinn af slíku og átt- ar sig ekki á bágri réttarstöðu sinni ef út af bregður. Hann situr gjarnan eftir með sárt ennið og ónýtt verk og er rétt- og úrræðalaus gagnvart verktaka. Mikilvægt er að muna að virðisaukaskattur fæst því aðeins endurgreiddur af vinnu við hús að fullnægjandi reikningur sé til stað- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.