Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 15. febrúar 2010 FRÉTTIR Enn eitt kynlífshneykslið virðist hafa skollið á ríkisstjórn Silvios Berlusc- oni, forsætisráðherra Ítalíu. Berlusc- oni hefur þó að öllum líkindum ver- ið fjarri góðu gamni hvað það varðar, en hægri hönd hans í ríkisstjórninni, Guido Bertolaso, hefur verið vændur um að hafa verið boðinn í kynlífsteiti, af „stjarnfræðilegri“ stærðargráðu, í skiptum fyrir verkefni á vegum hins opinbera. Guido Bertolaso, yfirmaður al- mannavörnum landsins, varð hetja á síðasta ári þegar hann hafði yfirum- sjón með björgunaraðgerðum í kjölfar jarðskjálftans í Abruzzo. Nú hefur hann tvívegis boðist til að segja af sér eftir að saksóknarar upplýstu um að hann sætti rannsókn vegna meintra kynlífsveislna og mútuþægni vegna opinberra verk- efna. „Hræðilegar og ærumeiðandi“ Guido Bertolaso, sem er kvæntur tveggja barna faðir, vefur vísað ásök- ununum á bug og þvertekur fyrir aðild að umræddu kynlífshneyksli. Að hans sögn hefur hann ekki heldur tengst nokkru sem varðar spillingu. Bertolaso sagði hinar „hræðilegu og ærumeið- andi“ ásakanir á hendur sér vera „stór- felldan misskilning“. Saksóknarar í Flórens fyllyrða að þeir hafi undir höndum símtalsupptök- ur þar sem Bertolaso segist „ekki aðeins njóta nudds heldur einnig kynferðis- legrar þjónustu“ í Salaria Sport Village- heilsuklúbbnum í Róm. Vildi „góða yfirhalningu“ Guido Bertolaso hefur viðurkennt að hafa sótt heilsuklúbbinn heim en eingöngu með það fyrir augum að fá sjúkranudd. Hann segist aldrei hafa svikið ítölsku þjóðina og beri enga sök í málum sem varða ólöglega veitta fram- kvæmdasamninga. Samkvæmt þeim símtölum sem sak- sóknarar segjast hafa undir höndum, og birt hefur verið úr í ítölskum fjöl- miðlum, hafði framkvæmdastjóri Sal- aria Sport Village samband við Bert- olaso og sagðist vera að skipuleggja „stjarnfræðilega“ einkateiti fyrir hann. Tveimur mánuðum síðar hringdi Bert- olaso í framkvæmdastjórann og spurði hvort „Francesca, sú sama og vanalega“ væri á lausu því hann myndi „elska að fá góða yfirhalningu“. Tveimur mán-uðum síðar hringdi Bertolaso í fram- kvæmdastjórann og spurði hvort „Francesca, sú sama og vanalega“ væri á lausu því hann myndi „elska að fá góða yfirhalningu“. KYNLÍF FYRIR VERKSAMNINGA Nýtt kynlífshneyksli virðist vera í uppsiglingu á Ítalíu. Forsætisráðherra landsins, Silvio Berlusconi, virðist ekki tengjast því heldur hægri hönd hans, Guido Bertolaso. Bertolaso hafði yfirumsjón með aðgerðum í Abruzzo og naut mikillar hylli í kjölfarið. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Það hefur verið hart í ári hjá ljónum og hýenum í Kenía vegna fæðuskorts og því hafa yfirvöld brugðið á það ráð að ferja þúsundir sebrahesta og anti- lópa til þjóðgarðs í suðurhluta lands- ins. Með þeim hætti hyggjast stjórn- völd lægja óánægjuöldur á meðal íbúa svæðisins sem hafa misst bú- fénað sinn í gin soltinna ljóna og hý- ena, og hótað að drepa ljón og hýen- ur sem sitja um búfénaðinn. „Það eru aðeins um tvö þúsund ljón eftir í landinu og það er áhyggju- efni að fjöldinn fer minnkandi,“ sagði Kentice Tikolo, talsmaður nátt- uruverndarstofnunar landsins. Að hennar sögn eru íbúar svæðisins orðnir argir og hafa hótað að drepa ljónin. „Átök mannsins við náttúr- una eru að fara úr böndunum,“ sagði Kentice Tikolo. Ætlunin er að flytja um fjögur þúsund sebrahesta og þrjú þúsund antilópur til Amboseli-þjóðgarðsins sem er í Rift-dalnum í Kenía. Sebra- hestarnir verða fluttir fyrst og síðan kemur röðin að antilópunum þeg- ar burði lýkur. Ætlunin er þó ekki að kasta dýrunum fyrir fætur ljónanna og hýenanna heldur standa vonir til að sebrahestarnir og antilópurnar fjölgi sér og myndi fæðustofn fyrir ljónin til lengri tíma litið. Að sögn Tikolo mun kostnað- ur af þessum flutningum frá vernd- arsvæðinu Soysambu í Nakuru, og þremur öðrum stöðum, verða um 1,4 milljónir bandaríkjadala, sem sam- svara rúmlega 180 milljónum króna. Ferðamennska er önnur mesta gjaldeyristekjulind Kenía og um tut- tugu prósent tekna þjóðarinnar má rekja til ferðaútvegs og þar vegur Am- boseli-þjóðgarðurinn þungt og eru ljón á meðal þeirra fimm tegunda sem hvað mest aðdráttarafl hafa. Stórfelldur flutningur á sebrahestum og antilópum í Kenía: Fæðuskortur hjá ljónum Sebrahestar bíða flutnings 4.000 sebrahestar og 3.000 antilópur eiga að mynda fæðustofn ljóna. MYND AFP Leitar stuðnings meðal araba Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sækir Katar og Sádi- Arabíu heim í vikunni og að sögn bandarískra embættismanna hyggst hún leitast við að fá fleiri arabaríki til að beita diplómatískum þrýstingi gegn Íran, til að hamla gegn fyrirætl- unum þeirra í kjarnorkumálum. Hillary Clinton vonast aukin- heldur til þess að fá meiri stuðning á meðal araba til að blása nýju lífi í friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna, en þær hafa legið niðri í meira en ár. Lýðræðissinna sleppt úr haldi Yfirvöld á Mjanmar hafa sleppt úr haldi Tin Oo, háttsettum leiðtoga úr flokki Aung San Suu Kyi leiðtoga lýðræðissinna í landinu. Tin Oo var sleppt úr haldi á laugardagskvöld og lauk þar með sex ára stofufangelsi hans. Tin Oo, sem er varaformað- ur flokks Aung San Suu Kyi, sagði fréttamönnum fyrir utan heimili sitt að hann myndi snúa til vinnu undir eins á mánudag. Í síðasta mánuði tilkynnti Muang Oo hershöfðingi að Aung San Suu Kyi yrði sleppt í nóvember þegar hennar stofufangelsun lýkur. Hald lagt á ólögleg- ar eftirlíkingar Lögreglan á Ítalíu hefur haldlagt mikið magn ólöglegra efirlíkinga sem fannst í átta iðnaðarskemmum austur af Rómaborg. Á meðal þess sem lögreglan komst yfir var leður- fatnaður, sem að sögn lögreglunnar var ótrúleg gæðavara, og annar fatn- aður ýmiss konar, skór, leðurvörur og aukahlutir. Lögreglan telur ekki útilokað að vörurnar séu upprunn- ar í Asíu. Það er talið nokkuð víst að varn- ingurinn hefði endað hjá götusöl- um og á mörkuðum á Ítalíu og ver- ið seldur undir merkjum þekktra hönnuða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.