Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 17 Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla banaði líffræðiprófess- orinn Amy Bishop, sem skaut þrjá vinnufélaga sína til bana í Alabama í Bandaríkjunum á föstudaginn, bróður sínum fyrir 24 árum. Samkvæmt upplýsingum frá núverandi lögreglustjóra í bænum Braintree í Massachusetts, þar sem atburðurinn átti sér stað árið 1986, skaut Amy bróður sinn í brjóstið með þeim afleiðingum að hann lést. Atvikið var úrskurðað slysaskot og kom Amy Bishop aldrei fyrir rétt vegna þess, sagði lögreglustjórinn í Braintree, Paul Frazier. Á föstudaginn gekk Amy Bi- shop, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum, berserksgang eftir að henni var neitað um fastráðningu við Alabama-háskólann í Hunts- ville, en lögreglan hefur ekki vilj- að tjá sig um ástæður þess að æði rann á Amy og haft var eftir tals- manni háskólans, Roy Garner, að tilefni fundarins hafi ekki ver- ið málefni sem vörðuðu fastráðn- ingu. Gögn týnd í meira en 20 ár Þeir sem Amy Bishop banaði á áð- urnefndum fundi voru yfirmaður líffræðideildarinnar og tveir aðr- ir prófessorar, og þrír særðust í skotárásinni og er ástand tveggja þeirra alvarlegt. Að sögn embættismanna á Amy Bishop yfir höfði sér dauða- refsingu ef hún verður sakfelld fyr- ir morð. Eiginmaður hennar hef- ur verið yfirheyrður vegna málsins en ekki liggur fyrir hver aðild hans kann að vera, ef einhver. Núverandi lögreglustjóri í Bra- intree hélt því sem fyrr segir fram að Amy Bishop hefði aldrei verið ákærð fyrir morðið á bróður henn- ar, og að talið hefði verið að um óhapp hefði verið að ræða. Fraz- ier sagði ennfremur að þeir sem komu að málinu á sínum tíma hefðu tjáð sér að Amy Bishop hefði skotið bróður sinn í kjölfar deilu, hefði síðan flúið af vettvangi og að lokum verið handtekin. Frazier gaf í skyn að John Pol- io, þáverandi lögreglustjóri í Brain- tree, eða einhver fyrir hans hönd, hefði fyrirskipað að Amy Bishop yrði sleppt, og bætti við að gögn um málið hefðu verið týnd og tröll- um gefin í yfir tuttugu ár. Polio vísar frásögn Fraziers á bug Einhver áhöld virðast vera um framvindu málsins í Braintree árið 1986 því John Polio vísar frásögn Fraziers á bug og fullyrðir að hann hafi aldrei fyrirskipað að Amy Bi- shop skyldi sleppt. Að auki neitar Polio að skýrslur viðkomandi mál- inu hafi týnst. „Enginn gerði tilraun til yfir- hylmingar. Við höfðum verk að vinna. Við unnum verkið, not- uðum eigin dómgreind við þær kringumstæður,“ er haft eftir Pol- io á vefsíðu BBC. Polio bætti því við að svæðissaksóknarinn á þeim tíma hefði ekki séð ástæðu til að leggja fram kvörtun. Yfirvöld í Massachusetts til- kynntu að þau hefðu sett sig í sam- band við lögregluna í Alabama vegna málsins frá 1986, en eng- in ákvörðun hefur verið tekin um hvort lögreglurannsókn þess tíma verði tekin upp að nýju. olaso í framkvæmdastjórann og spurði hvort „Francesca, sú sama og vanalega“ væri á lausu því hann myndi „elska að fá góða yfirhalningu“. Rógburður orðin þjóðaríþrótt Á meðal þeirra sem lögreglan hefur handtekið vegna málsins eru stofn- endur Salaria Sport Village-klúbbsins. Silvio Berlusconi er eðli málsins sam- kvæmt ekki skemmt enda talið að hann hafi horft til Bertolasos sem mögulegs eftirmanns. Silvio Berlusconi sagði vegna máls- ins að það að rægja skóinn af fólki sem ynni landinu gagn væri orðið að þjóð- aríþrótt og að horfa ætti framhjá „smá- vægilegum ójöfnum“ hjá þeim sem ynnu að almannaheill. Í Il Giornale, dagblaði í eigu fjöl- skyldu Berlusconi, sagði að það væri sorglegt að pólitísk réttsýni væri farin að skjóta rótum á Ítalíu, og að jafnvel ríkir og valdamiklir menn væru viðkvæmir og þyrftu kynferðislega huggun. KYNLÍF FYRIR VERKSAMNINGA Silvio Berlusconi og Guido Bertolaso Hægri hönd Berlusconis sætir rannsókn vegna kynlífshneykslis. MYND AFP MYRTI BRÓÐUR SINN Amy Bishop, sem skaut til bana þrjá starfsmenn háskóla í Huntsville í Alabama á föstudaginn, skaut fyrir tuttugu og fjórum árum bróður sinn til bana í Braintree í Massachusetts. Frásagnir af því atviki eru misvísandi. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Amy Bishop Líffræðiprófessor með fortíð. MYND AFP Dalai Lama, útlægur andlegur leið- togi Tíbeta, hvatti á sunnudaginn landa sína til að halda ekki Losar-há- tíðina, sem haldin er til að fagna nýju ári í Tíbet. Dalai Lama tók á móti þúsund- um Tíbeta í helsta Búdda-musterinu í Dharamsala í norðurhluta Indlands á sunnudaginn sem alla jafna hefði markað upphaf Losar-hátíðarinnar. „Við höfum heyrt raddir frá Tíbet sem segja að þeir muni ekki halda Losar-hátíðna. Við ættum að virða og bregðast við á sama hátt,“ sagði Dalai Lama. Að loknum bænum og trúarleg- um athöfnum öðrum sagði Dalai Lama að útlægir Tíbetar byggju við margs konar frelsi sem Tíbetar í Tí- bet nytu ekki. Þetta er annað árið í röð sem Tíb- etar í Dharamsala, höfuðstöðvum Dalai Lama, fagna ekki nýju ári með hefðbundnum hætti því síðastliðið ár ákváðu útlægir Tíbetar allir sem einn að gera slíkt hið sama vegna eftirmála þess þegar Kínverjar brutu á bak aftur róstur í Tíbet í mars 2008. Dalai Lama er væntanlegur til Bandaríkjanna eftir nokkra daga í mikla óþökk kínverskra stjórnvalda sem hvöttu bandarísk stjórnvöld á föstudaginn til að hætta við heim- sóknina. Bandarísk stjórnvöld segja að þau viðurkenni Tíbet sem hluta af Kína, en vilja að ráðamenn í Beij- ing tylli sér niður með Dalai Lama og ræði ágreining sem er um fram- tíð Tíbet. Útlægir Tíbetar sýna löndum sínum í Tíbet stuðning í verki: Enginn nýársfögnuður Tíbeta Losar-hátíðarhöld í Lachung á Indlandi Annað árið í röð hyggjast Tíbetar ekki fagna nýju ári. Amman hafði betur Sextug áströlsk amma hafði betur í baráttu upp á líf og dauða við hákarl undan ströndinni við Queensland í Ástralíu um helgina. Konan, Paddy Trumball, var að kafa með snorku í grennd við Whitsunday-eyju þegar hákarlinn réðist á hana. Þrátt fyrir að hafa misst, að sögn lækna, um 1,5 lítra af blóði og hafa fengið djúp bitsár tókst Paddy að sparka og slá hnefunum ítrekað í trjónu hákarlsins og verjast árásum hans þar til henni var bjargað um borð í bát sem átti leið hjá. Bréf prinsessu boðin upp Meira en þrjátíu bréf og kort skrif- uð af Díönu prinsessu voru boðin upp í Lundúnum á laugardaginn. Í bréfunum og kortunum koma í ljós ýmsar persónulegar upplýsingar og á meðal annars að henni líkaði að opna til dæmis afmælisgjafir sem henni bárust áður en afmælisdagur hennar rann upp, og einnig að hún átti erfitt með að þola áhuga fjöl- miðlanna. Á uppboðinu var einnig að finna þakkarbréf frá prinsunum Villhjálmi og Harry frá bernskuárum þeirra. Þau eru skrifuð á barnabréfsefni með rithönd barns. Þrjátíu ára dómur Juan Maria Bordaberry, fyrrverandi forseti Úrúgvaí, hefur verið dæmd- ur til þrjátíu ára fangelsisvistar fyrir valdarán sem tryggði honum völd í landinu árið 1973, og mannréttinda- brot. Juan Maria Bordaberry var dæmdur fyrir brot gegn stjórnarskrá landsins, níu tilvik þar sem um var að ræða „mannshvarf með valdi“, og tvö morð sem framin voru í pólitísk- um tilgangi. Bordaberry, sem er 81 árs, hefur verið í stofufangelsi vegna morð- anna tveggja síðan árið 2007. Bordaberry tók völdin í landinu með fulltingi hersins árið 1973, leysti upp þingið og lagði niður stjórnar- skrá landsins. Árið 1976 kom herinn honum frá völdum fyrir annan leið- toga sem hugnaðist hernum betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.