Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Page 18
Þegar farþegaskip sökkva er forgangsröðunin skýr. Kon-um og börnum er fyrst bjarg-að. Svo koma karlmenn og
skipverjar. Síðastur kemur skipstjór-
inn. Þegar íslenska þjóðarskútan sökk
var forgangsröðunin líka skýr. Fyrst
var þeim allra ríkustu, sem áttu fúlg-
ur á bankareikningum og í peninga-
markaðssjóðum, komið á þurrt land.
Síðan hentu björgunarmennirnir út
flotholtum fyrir almúgann með bíla-
og húsnæðislán. Svo fóru þeir að
sinna öðru, til dæmis að færa þeim
ríkustu alls kyns kræsingar í eftir-
hrunsveislu þar sem auðæfum þjóð-
arinnar var útdeilt upp á nýtt.
Flotholtin hafa tryggt að þorri fólks er hvorki sokkinn né hólpinn. Fólk marar í kafi bíðandi þess að drukkna eða
verða bjargað almennilega. Flotholtin
bera ýmis nöfn, eins og greiðslujöfn-
un, lánafrysting og skuldaaðlögun,
svo eitthvað sé nefnt. Þau eiga það
sammerkt að vera full af lofti en rýr af
raunverulegu efnisinnihaldi.
Svarthöfði gleðst yfir því að úr-ræðin séu yfir höfuð til. Hann getur ímyndað sér að önnur ríkisstjórn hefði bundið í lög
að almenningur ætti þegar í stað að
afhenda yfirveðsettar fasteignir sínar
bönkunum og að auki yrði tekið veð í
væntum framtíðartekjum frumburðar
fjölskyldunnar. En það er samt eitt-
hvað herfilega rangt við forgangsröð-
un ríkisins.
Í fyrsta lagi hafa nú verið dregnir fyrir dóm níu mótmælendur, sem þóttu ganga of langt í Búsáhalda-byltingunni. Það er undarlegt að
menn séu áður komnir fyrir dóm fyrir
viðbrögð sín vegna hrunsins, heldur
en vegna hrunsins sjálfs. Því viðbrögð-
in eru alltaf aftar í tímaröðinni. Auk
þess er það þannig að tilefni viðbragð-
anna getur verið hinum ákærðu til
málsbóta og því veltur sanngjörn nið-
urstaða dómsins á því hvernig hrun-
ið atvikaðist og hverjir bera hvaða
ábyrgð á því.
Nú er ríkið að vesenast í að hóta brasilískri fjölskyldu-móður í Bolungarvík skóg-gangi og fjörbaugsgarði,
vegna þess að eiginmaður hennar
aflar ekki nægra tekna. Og enn fær
eiginkona Björgólfs Guðmundsson-
ar að vera innanlands, þótt hann sé
101 milljarð í mínus. Þó það nú væri.
Allir hinir auðmennirnir eru að fá af-
skrifaðar skuldir og afhentar eignirnar
sínar aftur.
Það er þó ekki þannig að bein-línis ekkert hafi verið gert til að bregðast við meint-um glæpum og misgjörðum
valdamanna. Eignir Jóns Þorsteins
Jónssonar, sem meðal annars veðsetti
börnin sín fyrir stofnfé í BYR, hafa
verið frystar. Eitthvað hefur þó þiðnað,
því seinast fréttist af honum í Leifsstöð
á leið úr landi með milljónir í reiðufé í
farangrinum!
Eignir forspáa ráðuneytis-stjórans og stórfjárfestisins Baldurs Guðlaugssonar, sem Morgunblað Davíðs Odds-
sonar, vinar hans, kallar „sómakæran
embættismann“, hafa líka verið frystar.
Munurinn er sá að eignir almennings
hafa ekki bara verið frystar. Þær hafa
verið teknar. Í það minnsta þeirra sem
lögðu sparnaðinn í fasteign. Peningar
þeirra eru komnir í „peningahimna-
ríkið“ sem Björgólfur Thor segir að
sé til. Eins og hvolpar sem fóru „í
sveitina“ en var í rauninni lógað. Þetta
venjulega, algenga fólk hefði betur
lagt peningana sína inn á bankabók
eða skuldabréfasjóð, þar sem Geir
Haarde hefði notað almannafé í að
bjarga þeim.
Það er sama hvaða líkingar eru notaðar um hrunið á Íslandi. Þær verða aldrei jafnskrítnar og veruleikinn:
Brennuvargur hefur kveikt í fjölbýlishúsi. Slökkviliðs-menn mæta á svæðið, bjarga auðmönnunum úr penth-
ouse-íbúðunum og bera út rándýra
húsmunina þeirra. Aðrir íbúar ná
að hlaupa klæðalitlir og allslausir út
undan eldinum. Lögreglan mætir á
svæðið og sér brennuvarginn hlaupa
á brott. Hún byrjar á því að handtaka
íbúana fyrir nekt á almannafæri.
Venjulegt fólk situr á veit-ingastað og borðar pasta. Á næsta borði situr auðmanna-fjölskylda í loðfeldum með
perlufestar um hálsinn og borðar heil-
steikt kobe-naut með sáldruðu gulli
yfir og svolgrar í sig hundrað ára gam-
alt rauðvín. Auðmennirnir ákveða að
hlaupa út án þess að borga. Þjóninn
útskýrir fyrir öðrum á staðnum að
reglurnar séu að ef einhver stingi af
dreifist reikningurinn á alla hina. Fólk
verði að standa saman! Þannig varð
til hundrað þúsund króna pasta. Í ljós
kemur svo að auðmennirnir eiga veit-
ingastaðinn. En reglur eru reglur.
SKRÝTIÐ LAND
SPURNINGIN
„Jú, vitanlega, enda
sagði Lúther að við
myndum réttlætast
fyrir trú!“ segir Guðni
Már Harðarson,
prestur við
Lindakirkju. Hann
og Árni Svanur
Daníelsson prestur
fjölluðu um trú og kirkju í Simpsons,
Family Guy og Futurama á fræðslu-
kvöldi í Lindakirkju á dögunum.
ER ÞETTA EKKI BARA
RÉTTLÆTING Á TEIKNI-
MYNDAGLÁPI FULLORÐ-
INNA MANNA?
„Mér finnst
heldur asnalegt
að vera kominn í
Morfís aftur á fimmtugs-
aldri.“
n Gylfi Magnússon, efnahags- og
viðskiptaráðherra, um veruna á Alþingi. Hann
segir umræðurnar þar oft minna á súrrealískt
leikrit og þykir karpið þar skrítið. - DV
„Ég hefði ekki
nennt að vera
kennarinn
minn.“
n Helgi Seljan sem segist hafa verið kjaftfor og
oft óforskammaður krakki. Hann hafi verið með
andlegar unglingabólur fram eftir öllu. - DV
„Eitthvað svaka-
legt að hérna.“
n Bandaríkjamaðurinn Jón
Grímsson. Hann á andvirði
tveggja milljóna króna á
gjaldeyrisreikningi í Íslandsbanka en getur ekki
millifært peningana á reikning í sínu heimalandi.
Hann hefur þurft að koma hingað fjórum sinnum
til þess að nálgast peningana. - DV
„... svipað og að
sigra Real
Madrid.“
n Guðmundur Óskarsson um
að fá Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki
fagurbókmennta fyrir bókina Bankster frekar en
Gyrðir Elíasson sem hann hefur tekið sér mikið til
fyrirmyndar. - DV
„Ég var sko
ekkert dónaleg
við hann.“
n Arnþrúður Karlsdóttir,
útvarpsstjóri Útvarps Sögu, en hagfræðiprófess-
orinn Þórólfur Matthíasson gekk út úr viðtali hjá
henni eftir að hún krafði hann svara varðandi
Icesave. - Visir.is
Dómari gegn drápsklyfjum
LEIÐARI
Þúsundir Íslendinga glíma við skuld-ir sem aldrei var samið um. Mynt-körfulán sem stofnað var til á vafa-sömum forsendum eru að sliga
fleiri í kreppunni en nokkurt eitt annað. Sof-
andi ríkissstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
hefur ekki að neinu marki komið til hjálpar
því fólki sem á um sárast að binda og getur
ekki lengur borgað af himinháum skuldum
vegna bíla eða húsnæðis. Þegar ríkisstjórn
Geirs Haarde setti neyðarlög haustið 2008
var lagt upp í björgunarleiðangur fyrir banka
og sparifjáreigendur. Í hruninu var tekin sú
ákvörðun með einu pennastriki að leggja
hundruð milljarða króna umfram laga-
skyldu til að enginn tapaði innlánum sínum.
Skuldarar áttu að standa undir endurreisn-
inni með í sumum tilvikum margföldun
upphaflegra lána. Síðan hefur hálfkák átt
sér stað við að bjarga venjulegu, heiðarlegu
fólki frá gjaldþroti. Úrræðin hafa þó öll verið
í skötulíki og einungis til þess fallin að veita
gálgafrest.
Einn ljósgeisli í svartnætti skuldanna
braust fram í síðustu viku þegar héraðsdóm-
arinn Áslaug Björgvinsdóttir dæmdi mynt-
körfulán ólögleg. Skuldari var hundeltur af
fyrirtækinu Lýsingu til greiðslu á okurláni
sem til varð með vístölutengingu við erlenda
gjaldmiðla. Fæstir átti von á því að dómstólar
myndu láta skuldara njóta réttlætis og sann-
girni. En það ótrúlega gerðist og skuldarinn
vann mál bílalánaníðinganna. Dómarinn
gerði það sem ríkisstjórnin átti að vera búin
að gera og dæmdi drápsklyfjarnar ólöglegar.
Lýsing hefur nú ákveðið að fara með málið
fyrir Hæstarétt. Þar kemur væntanlega í ljós
hvort spilaborg myntkörfulánanna hrynur.
Nú er ráð fyrir forsætisráðherra að reka
af sér slyðruorðið og tryggja lög til verndar
skuldurum. Fólkið sem býr við þau lífskjör
að laun standa í stað og allur kostnaður hef-
ur hækkað á ekki að þurfa að búa við þann
skepnuskap að vera rekið í gjaldþrot vegna
hluta sem aldrei var samið um. Ríkisstjórn-
inni er óhætt að gera sér grein fyrir því strax
að þegar greiðsluvilji tugþúsunda Íslendinga
hverfur er annað hrun sjálfgefið. Og þá verð-
ur ekki hægt að bjarga fjármagnseigendum
eða bönkum. Þá hrynur illræmt lánakerfi til
grunna án þess að hægt verði að ganga í vasa
almennings. Þess vegna er ástæða til að setja
lög til verndar fólki sem ofsótt er af bönkum
og lánafyrirtækjum. Þannig yrðu höfuðstól-
ar lækkaðir með handafli í þeirri von að hinn
breiði massi skuldara rísi undir greiðslum.
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Skuldarinn vann mál bílalánaníðinganna.
BÓKSTAFLEGA
18 MÁNUDAGUR 15. febrúar 2010 UMRÆÐA
SANDKORN
n Þúsundþjalasmiðurinn og
fréttamaðurinn Gísli Einars-
son er með mörg járn í eldin-
um. Hann stýrir svæðisútvarpi
Vesturlands auk þess að vera
með harð-
ar fréttir á
landsvísu.
Þá hefur
hann drjúga
aukagetu af
því að vera
veislustjóri
um allar
koppa-
grundir. Einhverjir supu
hveljur þegar þeir lásu á DV.is
að hann hefði verið veislustjóri
í montpartíi Icelandic. Kast-
ljósið hefur undanfarið flett
ofan af stórfelldum afskriftum
Landsbankans í þágu fyrirtæk-
isins og forstjórans, Finnboga
Baldvinssonar, prívat. Spurn-
ingin er hvað Icelandic vilji fá í
staðinn fyrir veislustjórann.
n Þremenningarnir í rannsókn-
arnefnd Alþingis eru þegar
farin að finna smjörþefinn af
því hvað kostar að greina sakir
Davíðs Oddssonar, fyrrverandi
seðlabankastjóra, og hirð-
manna hans. Þegar er hafin
ófrægingarherðferð á hendur
þeim. Þannig skrifaði sá inn-
vígði Gísli Valdórsson um það
í Viðskiptablaðið að Sigríður
Benediktsdóttir nefndarmaður
sé hugsanlega vanhæf. Sama
er sett fram varðandi Tryggva
Gunnarsson í ljósi þess að
tengdadóttir hans var lögfræð-
ingur hjá Fjármálaeftirlitinu.
Augljóst er að skilaboðin hafa
verið send út.
n Páll Hreinsson, formað-
ur Sannleiksnefndarinnar,
sleppur ekki við herferð ná-
hirðarinnar. Á vefnum AMX,
sem haldið er fram að Björn
Bjarnason, fyrrverandi ráð-
herra, skrifi að hluta, er lýst
furðu á að Páll, sem skrifaði
978 blaðsíðna doktorsritgerð
um stjórnsýslulög, skuli láta
það viðgangast að Sigríður
Benediktsdóttir sitji í nefnd-
inni. Varð einhverjum á orði að
draugalestin væri komin á fulla
ferð gegn Sannleiksnefndinni.
n Úttekt DV á því hvaða tólf-
menningar fengu bréf frá
Sannleiks-
efndinni
vakti mikla
athygli,
enda má allt
eins búast
við því að
hluti þess-
ara einstakl-
inga verði
fundnir sekir um andvaraleysi
eða eitthvað verra í aðdrag-
anda hrunsins. Mesta athygli
vakti að í þessum hópi er Ás-
laug Árnadóttir, sem var svo
óheppin að verða ráðuneytis-
stjóri í viðskiptaráðuneytinu í
aðdraganda hrunsins á með-
an Jónína S. Lárusdóttir var í
fæðingarorlofi. Áslaug er dóttir
þess kunna hæstaréttardómara
Árna Kolbeinssonar. Hún er
að sjálfsögðu saklaus uns sekt
sannast eins og hinir tólfmenn-
ingarnir.
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.