Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Page 22
22 MÁNUDAGUR 15. febrúar 2010 FRÉTTIR Auðvitað var það ákveðið áfall þegar okkur var greint frá fötluninni.  Við þekktum eng- an með Downs og vissum ekki við hverju ætti að búast. En hvenær veit maður það svo sem? Lífið hélt áfram og í okkar hugum var hún frá fyrstu stund bara litla stelpan okkar,“ seg- ir Þorbjörg Róbertsdóttir, móðir Sig- rúnar Berglindar, 7 ára stelpu með Downs-heilkennið. Vantar markvissa talþjálfun Sigrún fæddist með hjartagalla og fór fimm mánaða í hjartaaðgerð í Boston, sem heppnaðist vel. Hún var talsvert veik fyrstu árin, en hef- ur braggast vel og er í dag hraust og lífsglöð stúlka. Um 40% barna með Downs-heilkenni fæðast með hjarta- galla en Þorbjörg leggur áherslu á að þeir hjartagallar sem almennt greinast hjá þessum börnum séu alls ekki þeir alvarlegustu sem upp koma. Hún bendir á að það séu ekki nema um 20 ár síðan farið var að gera hjartaaðgerðir á börnum með Downs. Það skýri að hluta þann heil- brigðisvanda sem margir eldri ein- staklingar með Downs eigi við að etja og gefi um leið ranga mynd af lífshorfum þeirra barna sem fæðast með Downs í dag. Sigrún Berglind á tvo bræður, 11 og tæpra 4 ára. Aðspurð segir Þor- björg að þeim komi að öllu jöfnu vel saman og þyki vænt hverju um ann- að. „Það er eins með þau og önnur systkini, það er gaman eina stund- ina en kannski aðeins minna gam- an þá næstu,“ segir mamma þeirra og bætir við að Sigrún sé í almennum grunnskóla þar sem vel sé staðið að stuðningi við hana. „Við foreldrarnir söknum mest að ekki sé markviss tal- þjálfun fyrir hendi innan skólans, en slíkt ætti að okkar mati tvímælalaust að vera regla þegar börn með mál- hömlun eiga hlut að máli. Sigrún er dugleg og áhugasöm og lærir að lesa, skrifa og reikna rétt eins og önnur börn, bara á sínum hraða. Hún tek- ur þátt í öllu daglegu starfi bekkjarins og þeim uppákomum sem honum tengjast. Því miður gengur verr að viðhalda félagatengslum þegar kom- ið er út fyrir þann ramma, en hún hefur afar gaman af að vera samvist- um við önnur börn.“ Siðferðislegum spurningum ósvarað Þorbjörg hefur ákveðnar skoðan- ir á því að skimað sé sérstaklega eftir Downs-heilkenni. „Sjálf hef ég aldrei farið í hnakkaþykktar- mælingu.  Ég held hún hafi hrein- lega ekki verið í boði á fyrstu með- göngunni og á þeim síðari sáum við hjónin enga ástæðu til að fara í slíkt. Það er einkamál hvers og eins hvort hann fari í hnakkaþykktar- mælingu eða ekki, en þegar kemur að fósturskimun finnst mér klárlega mörgum siðferðislegum spurning- um ósvarað. Að öllu jöfnu ber lög- um samkvæmt að framkvæma fóst- ureyðingu fyrir 12. viku meðgöngu og aldrei eftir 16. viku nema lífi og heilsu konunnar stafi hætta af eða ef það eru miklar líkur á vansköp- un fósturs. Ég skil ekki hvað rétt- lætir að skimað sé sérstaklega eftir Downs-heilkenni á fósturskeiði og fóstureyðingar heimilaðar eftir 16. viku komi slík frávik í ljós,“ segir Þor- björg en kveðst sjá rökin fyrir fóst- urrannsóknum sem miði að því að finna frávik sem ekki eru lífvænleg eða sem nauðsynlegt sé að bregð- ast við strax við fæðingu svo barni verði hugað líf. „Í slíkum tilvikum tel ég eðlilegt að fólk hafi val um fram- haldið. Ég sé hins vegar ekki hvað réttlætir markvissa leit að fóstrum sem eru með lífvænlega litninga- galla, það er þar sem börnin eiga möguleika á að lifa innihaldsríku lífi með fötlun sína. Þó að tæknin sé fyrir hendi megum við ekki bara láta hana teyma okkur á asnaeyrun- um. Við hljótum að þurfa að setjast niður og velta fyrir okkur siðferðis- legum forsendum. Hvaða skilaboð eru það til verðandi foreldra að lögð sé svo rík áhersla á að nýta þessa tækni? Hvaða skilaboð eru það til einstaklinga með umrædda fötlun? Viljum við búa í einsleitu samfélagi eða bera virðingu fyrir margbreyti- leika mannlífsins?“ indiana@dv.is Vantar meiri fræðslu Um það bil eitt af hverjum 800 börnum sem fæðast hefur Downs-heilkenni en heilkennið er litningafrávik sem veldur þroskahömlun. DV ræddi við fimm mæður barna með Downs sem allar hafa sterkar skoðanir á hnakkaþykktarmælingu og fósturskimun. Allar eru þær himinlifandi með börnin sín og segja fötlunina ekki aftra börnunum frá því að veita þeim og fjölskyldum þeirra ómælda ánægju. AUKIN FRÆÐSLA NAUÐSYNLEG Tæknin teymir á asnaeyrunum Við vissum ekki að hann væri með Downs-heilkenni fyrr en hann fæddist. Sem bet- ur fer, segi ég núna, því ég held að ég hafi ekki haft nægilegan þroska til að taka ákvörðun varðandi framhaldið. Annars held ég að ég hefði ekki farið í fóstureyðingu og kannski hefði verið ágætt að vita að ég ætti von á barni með fötlun,“ segir Sigrún Þórarinsdóttir, fjög- urra barna móðir í Mosfellsbæ. Með krökkunum í hverfinu Ásmundur, sjö ára sonur Sigrún- ar, er með Downs-heilkennið og gengur í sama skóla og bræður hans. Mamma hans segir að nám- ið gangi ágætlega og að hann sé ánægður í skólanum, sem skipti mestu. „Ég er ánægð með að hann geti verið með krökkunum í hverf- inu í skóla því þá kynnist hann krökkunum og er með sterkar fyrirmyndir í kringum sig,“ segir Sigrún sem viðurkennir að fötlun Ásmundar hafi verið talsvert áfall fyrir þau foreldrana. „Í rauninni finnst mér ekki eðlilegt hvað sjokkið var mikið en það er kannski eðlilegt út frá því hvað samfélagið kennir manni. Það vantar nauðsynlega fræðslu um Downs svo fólk getið tekið ákvörðun á eigin forsendum en ekki vegna þeirra hugmynda sem samfélagið heldur að okkur. Auð- vitað krefst meiri þolinmæði og vinnu að eiga barn með Downs en að sama skapi fær maður svo mik- ið til baka. Það er ekki hollt fyrir samfélagið að allir séu eins.“ Ekki á móti fósturskimun Sigrún segist ekki vera á móti fóst- urskimun en henni finnst ekki rétt að hún sé gerð til að útrýma ákveðnum tegundum fötlunar og að þeim hugmyndum sé kom- ið inn hjá fólki að það sé sjálfsagt. Hún vill einnig sjá meiri fræðslu og breyttan hugsunarhátt gagn- vart Downs-heilkenninu. „Orðið litningagalli er til dæmis afar gild- ishlaðið orð. Ég vildi frekar nota orðið litningafrávik því orðið galli segir manni að einstaklingurinn sé gallaður. Ég hefði ekki viljað missa af því að eignast Ásmund og hef aldrei heyrt af neinu for- eldri barns með Downs sem hugs- ar þannig. Ég sé hann fyrir mér ganga menntaveginn í framtíðinni á sínum forsendum og ég vona að hann eigi eftir að verða sjálfstæð- ur. Auðvitað mun hann alltaf þurfa á einhvers konar aðstoð að halda en það þurfa margir, þótt þeir séu ekki með fötlun.“ indiana@dv.is Gildishlaðið orð Sigrún Þórarinsdóttir segir orðið litningagalli gildishlaðið orð og vildi frekar nota orðið litningafrávik. Hún segist ekki vita um neina foreldra Downs-barns sem hefðu viljað missa af því að eignast barn sitt. Litla stelpan þeirra Þorbjörg segir að Sigrún Berglind hafi einfaldlega verið litla stelpan þeirra frá fyrstu stund. Hún segir að systkinunum þyki vænt hvoru um annað en að sjálfsögðu slettist stundum upp á vinskapinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.