Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Qupperneq 24
Íslenski bardagaíþróttamaðurinn
Gunnar Nelson heldur áfram að
gera góða hluti í slagsmálaheimin-
um úti í hinum stóra heimi. Gunn-
ar barði Englendinginn Sam Els-
don rosalega í fyrstu lotu, kom
honum í gólfið og neyddi hann til
uppgjafar með hengingartaki eft-
ir aðeins tvær mínútur og 30 sek-
úndur. Við það gafst Elsdon upp og
Gunnar hrósaði sigri.
Keppnin var á vegum BAM-
MA, sem er breskt sérsamband
um blandaðar bardagalistir. Sam
Elsdon er með svart belti í júdó
og þykir höggþungur hnefaleikari
enda með tíu ára reynslu í taílensku
sparkboxi. Þetta var samt aðeins
þriðji bardaginn hans í blönduðum
bardagalistum.
„Ég var á þessum bardaga og
þetta var mjög skrýtið - það fagn-
aði honum enginn þegar hann
vann,“ segir einn kappi á spjall-
borði sherdog.net þar sem bar-
daginn er ræddur. Þar kemur einn-
ig fram gagnrýni á Gunnar um að
hann sé að berjast við litla óreynda
kettlinga. „Þetta var tilgangslaus
bardagi fyrir hann. Andstæðingur-
inn gat ekkert,“ segir einn og ann-
ar bætir við, „Gunnar er með 7-0 en
samt berst hann bara við einhverja
sem eru annaðhvort að byrja eða
eru lélegir. Hann verður að fara
keppa við alvörumenn.“
benni@dv.is
Gunnar Nelson barði nýliðann Sam Elsdon til óbóta í Englandi:
Hengdur eftir tvær og hálfa
UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is
24 MÁNUDAGUR 15. febrúar 2010
ARON GÓÐUR
Í TAPLEIK
n Aron Pálmarsson skoraði 7 af
mörkum þýska meistaraliðsins
Kiel þegar liðið tapaði á heima-
velli fyrir Barcelona í riðlakeppni
Meistaradeildar Evrópu, 30:32.
Þetta var fyrsti tapleikur Kiel í
Meistaradeildinni og með sigrin-
um komst Barcelona upp í efsta
sæti. Börsungar hafa 12 stig, Kiel
11 og Ademar Leon 9.
RONALDO
SAKNAR UNITED
n Portúgalski knattspyrnu-
kappinn Cristiano Ronaldo gæti
hugsanlega snúið aftur í her-
búðir enska úrvalsdeildarliðsins
Manchester
United. Hann
sagðist bera
miklar taug-
ar til liðsins
og fylgjast
vel með því.
Ronaldo fór
frá United til
Real Madrid
síðastliðið sumar og skrifaði und-
ir langtímasamning sem hann
segist ætla að uppfylla. En hann
tók þó fram að hann bæri mikla
virðingu fyrir Alex Ferguson,
knattspyrnustjóra United. „Ég
mun standa við samninginn við
Real en guð veit hvað gerist í fram-
tíðinni. Ég er ekki að segja að ég
sé óánægður hjá Real. Ég er mjög
ánægður hér og allir vita að Real er
mitt lið,“ sagði Ronaldo.
BENZEMA
ORÐINN GÓÐUR
n Samherji Ronaldos, Karim
Benzema, er orðinn heill heilsu og
gæti því spilað gegn sínum gömlu
félögum í Lyon þegar Meistara-
deildin fer aftur af stað í vikunni.
Benzema hefur verið meiddur í
nára síðustu vikur og var hann
ekki í hópi Real Madrid sem rúll-
aði yfir Xerez um helgina. Hann
er hins vegar í 19 manna hópi sem
ferðast til Frakklands þar sem Real
mætir Lyon. Pepe, Jerzy Dudek,
Christoph Metzelder, Guti og Raf-
ael van der Vaart eru allir meiddir.
CHELSEA VILL TAYLOR
n Chelsea vill kaupa varnarmann
Newcastle, Steven Taylor, til að
fylla upp í hinn svokallaða inn-
lenda kvóta sem UEFA og enska
knattspyrnusambandið settu
nýverið á
laggirnar. Er
Chelsea sagt
vera tilbúið
að borga níu
milljónir
punda fyrir
kappann en
fáir varnar-
menn New-
castle hafa þótt vera einhvers virði
í gegnum tíðina. Chelsea hefur
aðallega keypt útlendinga upp á
síðkastið og þurfa þeir enska leik-
menn til að fá keppnisleyfi. Átta
leikmenn í 25 manna hópi þurfa
að vera enskir eða uppaldir.
JÓHANN SETTI
STIGAMET
n Þessa dagana stendur yfir
spurningakeppni meðal liðanna í
Pepsi-deild karla í útvarpsþættin-
um Fótbolti.net á X-inu 97,7 og er
fyrstu umferð lokið. Keflvíking-
urinn Jóhann Birnir Guðmunds-
son setti stigamet þegar hann
sigraði Eyjamanninn Tryggva
Guðmundsson 27-14 um helgina.
Tryggvi kemst þó áfram sem stiga-
hæsti taparinn.
MOLAR
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, og
Wayne Rooney, leikmaður Manchest-
er United, eru í hópi með fjölmörgum
stjörnum frá Englandi sem eru flækt-
ar í svikamillu sem nú er til rannsókn-
ar. Þar áttu þeir að hafa dælt pen-
ingum í sjóð sem nýtti sér gloppu í
breskum lögum með því að fjárfesta
í kvikmyndaiðnaði sem er frádráttar-
bært frá skatti.
Upphæðirnar sem hver og einn
á að hafa greitt í sjóðinn á að hafa
numið frá 160.000 pundum í allt að 1,4
milljónum punda. Það er frá 35 millj-
ónum íslenskra króna til 283 milljóna
íslenskra króna. Skattyfirvöld hafa nú
þegar sent kröfur á nokkra af fjárfest-
unum.
Bresk lög kveða á að þeir sem fjár-
festa í breskum kvikmyndaiðnaði fái
það dregið frá skatti. En það er hins
vegar bannað að nýta sér það ein-
vörðungu til að komast hjá því að
greiða skatt. Er talið að um 75 milljón-
ir punda sem runnu í kvikmyndaiðn-
aðinn á þann veg hafi einungis verið
beint inn í iðnaðinn til að komast hjá
skatti.
BIBBALINGUR ASHLEY COLE
Segja má að Ashley Cole, bakvörður
Chelsea, hafi stolið senunni um helg-
ina en nektarmyndir af honum voru
sendar úr farsíma hans til nektarfyr-
irsætunnar Soniu Wild. Myndirnar
enduðu að sjálfsögðu inni á borði The
Sun. Cole heldur því fram að hann
hafi gefið félaga sínum símann sem
hann átti en hann segist hafa gleymt
að eyða út nektarmyndum af sjálfum
sér. „Ég trúi því ekki að ég hafi gefið
símann með fullt af dóti í minninu. Ég
hélt ég hefði eytt því öllu,“ viðurkennir
Cole í samtali við The Sun.
Þessi meinti vinur Cole tók síðan
upp á því að senda nektarfyrirsætu
myndirnar. Hún tók afar vel í send-
ingarnar og svaraði með því að senda
æsandi myndbönd af sjálfri sér til
baka. „Ég sendi síðan myndband af
símanum mínum af sjálfri mér naktri
að gera alls konar kynferðislega hluti.
Þetta var bara skemmtilegt,“ segir
Wild.
Komið hefur í ljós að Cole hefur
eitthvað verið einmana fyrir landsleik
Englands og Andorra í júní í fyrra og
smellti þá mynd af bibbaling.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Cole
hefur komið sér í vandræði.
Cole hélt framhjá konu sinni með
gengilbeinu, hann hefur verið hand-
tekinn fyrir að hrauna yfir lögreglu-
menn, hann missti bílprófið fyrir
skemmstu og þá hefur alltaf verið við-
loðandi sá orðrómur að hann sé sam-
kynhneigður. Cole er kvæntur kyn-
bombunni Cheryl Cole.
TERRY EKKI LENGI AÐ
LAGA HJÓNABANDIÐ
John Terry lék ekki með Chelsea um
helgina þar sem hann fékk frí til að
elta eiginkonu sína til Dubai. Þar ætl-
aði hann að reyna að laga hjónaband-
ið sem hefur staðið á brauðfótum, ef
það, eftir að upp komst um langvar-
andi framhjálhald kappans. Blaða-
menn og ljósmyndarar gulu pressun-
ar í Bretlandi gátu vart beðið og meðal
annars var hægt að veðja um hvort
eiginkona Terry myndi slá til kappans
þegar hann mætti. En nei.
Svo virðist sem Toni Poole, eigin-
kona Terrys, hafi tekið eiginmanninn
í sátt og sé bara alveg sama þótt hann
dúndri framhjá henni hvað eftir ann-
að. En ekki er allt sem sýnist.
Það er að minnsta kosti mat breska
almannatengslasérfræðingsins Max
Clifford sem telur að myndirnar séu
dæmi um ódýra og viðbjóðslega til-
raun Johns Terry til að líta vel út í aug-
um almennings, eða dæmigert „PR-
stunt“.
Clifford er að vísu ekki alveg hlut-
laus þar sem hann sá um almanna-
tengslin fyrir Vanessu Perroncel, fyrr-
verandi kærustu Bridge sem Terry á
að hafa haldið framhjá með. Clifford
er hinsvegar ekki einn um þessa skoð-
un og telja margir að eitthvað grugg-
ugt sé á seyði.
Myndirnar sem birtar hafa verið
sýna, svo ekki verður um villst, að
allt sé í stakasta lagi hjá hjónunum
sem vekur furðu margra, enda fram-
hjáhald almennt litið alvarlegum
augum, nema hjá eiginkonum fót-
boltamanna.
RIO HÉLT VIÐ FYRIRSÆTU
Eins og flestir vita tók landsliðsþjálf-
arinn Fabio Capello fyrirliðabandið
af John Terry og lét Rio Ferdinand
BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
ENSKA LANDSLIÐIÐ Í RUGLINU
WAYNE ROONEY Gamnaði sér á
hóruhúsi með einni 52 ára.
STEVEN GERRARD Flæktur í
svikamillu.
ASHLEY COLE Sendi myndir af litla
hershöfðingjanum til nektarfyrirsætu.
RIO FERDINAND Nýr landsliðs-
fyrirliði Englands hélt framhjá konunni
sinni þegar hann var steggjaður.
ASHLEY YOUNG Beraði sig á
veraldarvefnum.
Gunnar Nelson
Stóð sig vel í Bretlandi
um helgina og barði
nýliða til óbóta.
FJÖGUR LIÐ MUNU BERJAST Á TOPPNUM Sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu
eitt kappakastri, Michael Schumacher, segir að fjögur lið komi til með að berjast um heimsmeistaratitil
bílasmiða. Ferrari, McLaren, Mercedes og Red Bull. Schumacher var við æfingar í Jerez, þar sem hann
var með áttunda hraðasta tímann - ók alls 207 hringi. „Hin liðin eru samt að gera góða hluti og virðast
mjög áhugaverð. Sauber-liðið til dæmis, bíllinn þeirra er mjög góður og eins Renault. Góðu liðin eru öll
svipuð en það er margt sem á eftir að gerast og mörgum spurningum ósvarað.“ Schumacher vildi
lítið tala um sjálfan sig. „Við í Mercedes kláruðum allt sem við ætluðum okkur að gera. Við viljum
skilja bílinn betur og það tókst okkur.“ Schumacher sneri aftur í formúluna eftir veru á vara-
mannabekknum og samdi við Mercedes - ekki Ferrari sem hann ók áður fyrir.