Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Page 25
16 liða úrslit enska bikarsins fóru fram um helgina og er Chelsea nán- ast komið með aðra höndina á bik- arinn - enda eina stóra liðið sem er eftir. Liðið rústaði Cardiff 4-1 á Stamford Bridge. Didier Drogba, Michael Ballack, Daniel Sturridge og Salomon Kalou skoruðu mörkin fyrir þá bláklæddu. Fulham sigraði Notts County ör- ugglega 4-0 og Aston Villa gerði að- eins jafntefli við Crystal Palace 2-2 og voru heppnir. Þá var boðið uppá Íslendingaslag á Reebook vellinum í Bolton þegar Grétar Rafn Steins- son fékk Eið Smára og samherja hans í Tottenham í heimsókn. Lið- in urðu að sættast á 1-1 jafntefli og þurfa að mætast á ný. Grétar var í byrjunarliði Bolton og spilaði allan leikinn en var söku- dólgurinn í markinu sem Totten- ham skoraði. Eiður sat allan tímann á varamannabekk Tottenham. Her- mann Hreiðarsson spilaði nánast allan leikinn fyrir Portsmouth sem lagði Southampton 1-4 á útivelli en þetta var fyrsti útisigur liðsins á ná- grönnum sínum á suðurstöndinni í 22 ár. Hermann fór af velli á 92. mínútu. Birmingham gerði góða ferð á Pride Park þar sem þeir mættu Derby County og unnu 2-1. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson spiluðu allan leikinn fyrir Reading þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn West Bromwich. Þá gerðu Manchester City aðeins jafn- tefli við Stoke 1-1 þar sem Shaun Wright Phillips skoraði eitthvað skondnasta mark síðari ára. benni@dv.is 16 liða úrslit enska bikarsins spiluð um helgina. Ólíkt hlutskipti Íslendinganna PIERCE Í FÓTSPOR BIRDS Paul Pierce vann þriggja stiga keppnina sem haldin er í tengslum við stjörnuleik NBA. Þetta er í fyrsta sinn sem leikmaður frá Boston Celtic vinnur þessa keppni frá því sjálfur Larry Bird gerði það 1988, hann reyndar vann fyrstu þrjú skiptin sem keppnin var haldin. Pierce var með 20 stig í lokaumferðinni, nýliðinn Stephen Curry hjá Golden State varð annar með 17 stig og Chauncey Billups hjá Denver varð þriðji. Nate Robinson, leikmaður New York, vann troðslukeppnina í þriðja sinn, en enginn hefur unnið hana jafnoft. Robinson vann DeMar DeRozan leikmann Toronto í úrslitum. Kevin Durant frá Oklohoma vann asnakeppnina en þetta er í annað sinn sem keppt er í slíkum leik, sem þekkist best á skólavöllum. Þá fór Dirk Nowitzki fyrir liði Texas sem vann stjörnukeppnina sem samanstendur af einni NBA-stjörnu, einni fyrrverand NBA-stjörnu og einni WNBA-stjörnu. GUÐNI BERGS TJÁIR SIG UM EIÐ Guðni Bergs- son er í stóru viðtali við Bolton News en tilefnið var bikarleikur Bolton og Tottenham en Guðni lék við góðan orðstír með báðum félögum. Þar ræðir hann meðal annars um vistaskipti Eiðs Smára til Tottenham. „Hann var á góðum samning hjá Mónakó og ég þori að veðja að veðrið er betra þar en í London, en hann fór til Tottenham eingöngu út af fót- boltalegum ástæðum. Það er ekkert annað á bak við þessi félagaskipti. Þetta er frábært tækifæri fyrir hann, hann þekkir borgina vel og hann mun vilja standa sig vel í búningi Tottenham.“ SPORT 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 25 GEIR Á PERSÓNULEGU NÓTUNUM n Ársþing KSÍ var haldið um helgina. Þar hélt Geir Þorsteins- son, formaður KSÍ, ræðu en hann hefur gengið í gegnum hræringar í einkalífinu og er skilinn við eiginkonu sína. Hann fékk einnig nokkra gagn- rýni vegna kampavíns- málsins svo- kallaða og ekki er langt síðan upp kom mál þar sem Geir hafði átt að kvarta yfir lélegu fjögurra stjörnu hót- eli í London þar sem hann var á vegum UEFA. Geir var á per- sónulegu nótunum í ræðu sinni. „Á persónulegum nótum vil ég segja ykkur að síðustu mánuð- ir hafa verið mér erfiðir en ég vil fullvissa ykkur um að ást mín á íslenskri knattspyrnu stendur óhögguð. Það er bara einu sinni svo að líf mitt hefur frá unga aldri að stórum hluta snúist um störf fyrir okkar hreyf- ingu – ég þekki ekki annað.Ég hef alla tíð unnið af heilindum fyrir íslenska knattspyrnu og mun gera svo áfram.“ DRAUMUR HJÖRVARS RÆTTIST n Fótboltaspekingurinn Hjörvar Hafliðason brosir væntanlega í kampinn eftir að samþykkt var að færa bikarúrslitaleikinn framar í dagatalinu. Hjörvar viðraði þessa hugmynd fyrir nokkrum árum - enda kominn með nóg að því að sjá stærsta leik íslenska fótboltans fara fram í snjó og vondu veðri. 9 af 12 félögum í efstu deild karla studdu tillöguna um að færa bik- arúrslitaleik karla frá október fram í ágúst, sama dag og Menningar- nótt Reykjavíkur fer fram. ÞRÍR ÍSLENDINGAR Á STJÖRNULEIK n Hannes Jón Jónsson, formað- ur KKÍ, Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, ásamt syni Friðriks héldu út til Ameríku til að vera viðstadd- ir stjörnuleik NBA deildar- innar í boði NBA. KKÍ hef- ur alltaf feng- ið sérstaka meðhöndlun hjá NBA-deildinni en Pétur Guðmundsson var fyrsti Evrópumaðurinn til að leika í deildinni. Síðast þegar Hannes fór sat hann og spjallaði við Michael Jordan meðal annars um Ísland. Hannes lofaði að fara með mynda- vél í þessa ferð. Leikurinn fór fram á hinum glæsilega Cowboys Sta- dium og voru 90 þúsund manns í stúkunni. GUÐNI AFTUR TIL HÚSAVÍKUR n Guðni Rúnar Helgason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Völsungi. Guðni Rúnar hef- ur undanfarið tvö ár leikið með Stjörnunni en hann neyddist til að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla í desember síðastliðnum. Hann mun aðstoða Jóhann Krist- in Gunnarsson, þjálfara Völsungs, en Húsvíkingar leika að nýju í annarri deildinni í sumar eftir að þeir unnu þriðju deildina í fyrra með yfirburðum. Guðni Rúnar er uppalinn á Húsavík en lék síðast í græna búningnum árið 1998. MOLAR hafa það. Ákvörðunin vakti undrun margra enda Rio ekki beint þekktur fyrir að vera engill utan vallar. Hann hefur meðal annars verið dæmdur í langt keppnisbann fyrir að gleyma lyfjaprófi. Enska pressan hefur nátt- úrlega verið í bullandi ham að und- anförnu og tók vel á móti Ferdinand sem fyrirliða. Enska pressasn greindi frá því um helgina að ísraelsk fyrirsæta hafi átt vingott við Ferdinand í Tel Aviv nokkrum vikum áður en hann gekk að eiga kærustu sína til sjö ára. Parið hittist á næturklúbbi en vinir Rios voru að steggja hann í borg- inni. Bresk blöð munu hafa boð- ið stúlkunni, Tsil Sela, meira en 20 þúsund pund fyrir að segja sögu sína en hún á að hafa verið með Ferdinand á meðan kærasta hans var heima í Bretlandi með son- um þeirra. Sela segist ekki hafa haft hugmynd um að Rio ætti börn og kærustu heima fyrir og fékk víst áfall þegar hún frétti að hann væri ekki einn á báti. Umboðsmaður hennar hefur verið að reyna að selja söguna og fullyrðir hann að ekki hafi aðeins verið um einnar nætur gaman að ræða hjá parinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ferdinand er í ruglinu utan vallar. Þegar hann, Frank Lampard og Ki- eron Dyer voru ungir menn og kom- ust ekki í lokahópinn fyrir EM árið 2000 skelltu þremeningarnir sér til Kýpur. Þar fóru þeir í mikla kynlífs- orgíu með fjórum þarlendum kon- um og skiptust á að halda á kvik- myndavél - tóku allt upp. LOSAÐI UM SPENNU RÉTT FYRIR LANDSLEIK Þessir miklu meistarar er þó ekki þeir einu sem hafa komið sér í klandur utan vallar. Ashley Young, leikmaður Aston Villa, hefur ver- ið viðloðandi enska landsliðið og gæti komist í lokahópinn fyrir HM í sumar skaut heldur betur yfir mark- ið árið 2008. Þegar hann átti að vera undirbúa sig fyrir sinn fyrsta alvöru landsleik gegn Rússlandi, skellti Yo- ung sér á netið, vippaði sér úr bux- unum og fór að klæmast við enska sómastúlku sem, eins og allar aðrar sómastúlkur myndu gera, lét blöð- in vita og það sem meira er hún tók skjáskot af bibbaling Young. Hver getur síðan gleymt ástaræv- intýri Davids Beckham við Rebeccu Loos árið 2004 og ekki má gleyma skoti Waynes Rooney, sama ár, á hóruhúsi í Liverpool þar sem hann átti huggulegt kvöld með einni 52 ára. Það er því ekki auðvelt fyrir Fab- io Capello að velja sér fyrirliða og fyrirmynd enskra barna. ENSKA LANDSLIÐIÐ Í RUGLINU JOHN TERRY Reynir að bjarga hjóna bandinu eftir enn eitt framhjáhaldið. DAVID BECKHAM Hélt við Rebeccu Loos árið 2004. HAUSVERKUR Fabio Capello er væntanlega ekki hlæjandi yfir heimskupörum leikmanna sinna. Drátturinn: n Portsmouth - Birmingham n Reading eða West Brom - Crystal Palace eða Aston Villa n Fulham - Bolton eða Tottenham n Chelsea - Manchester City eða Stoke City Átta liða úrslit Sigurstranglegasta liðið Chelsea er eina stóra liðið eftir í enska bikarnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.