Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Page 30
Á meðan meðlimir Sigur Rósar slaka á í barneignarleyfi styttist í fyrstu sólóskífu Jónsa sem ber nafnið Go. Jónsi mun ferðast víða um Bandaríkin til að kynna gripinn og byrjar í Seattle þann 9. apríl. Þaðan heldur hann til Kaliforníu, svo Kansas og hann verður í Pantage-leikhúsinu í Minneapolis 24. og 25. apríl og kostar 32 dollara inn á tónleik- ana eða rúmlega fjögur þúsund krónur. Jónsi endar svo í New York 5. mars. „Þetta er í startholunum,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður en hann er að semja óperu og ætl- ar að gefa sér tvö ár í það verkefni. „Ég hef nú ekki alltaf haft áhuga á klassískri tónlist – það hefur komið meira á seinni árum,“ segir Gunnar en hann vill ekki gefa upp um hvað óperan muni fjalla. „Ég vil ekki segja það strax en þetta er alvarlegt efni.“ Gunnar frumsýndi um helgina sýninguna Gunni Þórðar – Lífið og lögin í Landnámssetrinu í Borgar- nesi. Í sýningunni rekur hann lífs- hlaup sitt alveg frá því að hann var smágutti á Hólmavík og segir hann að þetta sé nokkurs konar ævisaga í tali og tónum. Hann talar um popp- ið og spilar lög þessara tíma en lög Gunnars kunna flestir Íslendingar. „Þetta er nútímasaga en ég tek líka nokkur lög. Þetta er frá því ég byrja sem lítill strákur á Hólmavík, kem til Keflavíkur og flyt svo til Reykjavíkur og í raun allt þar á milli. Þetta er meiri saga en ég hef verið með á konsert- unum mínum þar sem ég hef meira verið að flytja bara lögin.“ benni@dv.is SEMUR ÓPERU LAGASMIÐURINN GUNNAR ÞÓRÐARSON Á NÝJUM SLÓÐUM: MORFÍSLIÐAR: 30 MÁNUDAGUR 15. febrúar 2010 FÓLKIÐ Gunnar Þórðarson og frú Gunnar frumsýndi Gunna Þórðar - Lífið og lögin í Landnámssetrinu í Borgarnesi um helgina. MYND BJÖRN BLÖNDAL JÓNSI Á FERÐ OG FLUGI „Ég er ekki með sjónvarp og ekki með netið heldur. Ég er í þessum fjórum prósentum hér á Íslandi sem eru ekki með netið,“ segir Guðmundur Óskarsson sem ný- verið hlaut Íslensku bókmennta- verðlaunin í flokki fagurbók- mennta fyrir bókina Bankster. Guðmundur hefur unnið í Landsbankanum samhliða rit- störfum undanfarin ár og segir að það sé gott að vinna í banka og sem rithöfundur. „Skrifstofu- starfið er í föstum skorðum, ég er búinn hér um fimm. Þá er maður með kvöldin og helgarn- ar til að skrifa. Maður passar sig að vera ekki með sjónvarp, þá er maður með fínan frið heima. Svo setur maður bara símann á silent og þá er maður bara nán- ast kominn upp í sveit.“ EKKI MEÐ SJÓNVARP OG NET Gylfi Magnússon, efnahags- og við- skiptaráðherra, líkti í helgarblaði DV Alþingi Íslendinga við ræðu- keppni framhaldsskólanna. Fram- kvæmdastjóri keppninnar, Bergur Theódórsson, segir ræðumenn hennar rökfastari en þingmenn. Hann segir einnig að margir þing- menn mættu taka sér Morfísliða til fyrirmyndar. Formaður Morfís lítur á ummælin sem hrós. RÖKFASTARI EN ÞINGMENN Ég myndi klárlega segja að Morfísliðar væru rökfastari en alþingismenn,“ seg-ir Bergur Theódórsson, framkvæmda- stjóri Morfís, ræðukeppni framhaldsskól- anna, um samanburð á ræðumönnum keppninnar og alþingismönnum. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra og fyrrverandi Morfískeppandi, líkti í helgar- blaði DV umræðunum á Alþingi Íslendinga við Morfískeppni og sagði þær oft minna á súrrealískt leikrit. „Satt best að segja finnst mér ég oft vera staddur í súrrealísku leikriti þegar maður er að fylgjast með umræðum í þinginu. Mér finnst stundum eins og ég sé dottinn aftur inn í Morfís sem ég tók nú þátt í á menntaskólaár- unum. Það eru oft ekki mikið gáfulegri hlutir sem fara fram í þinginu en voru þar. Ég hafði gaman af því að taka þátt í Morfís á tvítugs- aldri en mér finnst heldur asnalegt að vera kominn í Morfís aftur á fimmtugsaldri,“ sagði Gylfi meðal annars. Bergur telur Morfísliða ekki aðeins rök- fastari en þingmenn. „Þeir mættu líka marg- ir hverjir taka Morfískeppendur sér til fyrir- myndar allavega miðað við störf sumra þeirra undanfarið.“ Bergur segist þó að vissu leyti harma ummæli Gylfa. „Mér finnst nú svolít- ið leiðinlegt að hann sé að rakka keppnina svona niður. Mér finnst Morfís ekki vera eitt- hvað sem eigi bara heima í framhaldsskólun- um eða eigi einungis við þann tiltekna aldur. Góð ræðumennska er mikilvæg og á alltaf við og Morfís er ekkert nema góður undirbún- ingur fyrir verðandi þingmenn.“ Arnþór Axelsson, formaður Morfís, seg- ir stjórn Morfís samt ekki líta ummæli Gylfa hornauga. „Þvert á móti teljum við þetta ágætan vitnisburð um það starf sem Morfís miðar meðal annars að. Að þjálfa góða ræðu- menn sem kunna að færa rök fyrir máli sínu.“ Þó nokkrir þjóðþekktir einstaklingar hafa gert það gott í Morfís í gegnum tíðina og má þar til dæmis nefna Helga Hjörvar, þingmann Samfylkingarinnar. Gísli Marteinn Baldurs- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók einnig þátt í keppninni og sömu sögu er að segja um fjölmiðlafólkið Sigmar Guðmunds- son og Ingu Lind Karlsdóttur. asgeir@dv.is Bergur Theódórsson Framkvæmdastjóri Morfís. Gylfi Magnússon Seg- ir umræðuna á Alþingi oft á tíðum undarlega. MYND RAKEL ÓSK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.