Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Page 11
FRÉTTIR 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR 11
„Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur
menntamálaráðherra til laga um
fjölmiðla er stórhættulegt. Það ber
allt yfirbragð þess að ríkið ætli sér
með beinum og óbeinum hætti
að stýra fjölmiðlum eða hafa áhrif
á efnistök þeirra,“ segir Óli Björn
Kárason, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins.
Hann tók nýverið sæti Þorgerð-
ar Katrínar Gunnarsdóttur í Suð-
vesturkjördæmi eftir að hún sagði
af sér varaformennsku í Sjálfstæð-
isflokknum og vék af þingi, að
minnsta kosti tímabundið.
Markmið laganna er að stuðla
að tjáningarfrelsi, rétti til upplýs-
inga, fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og
fjölræði í fjölmiðlun sem og að efla
vernd neytenda. Þá er einnig ætl-
unin að samræma og hafa ein lög
um fjölmiðla óháð tegund miðlun-
ar. Sérstök eftirlitsstofnun - Fjöl-
miðlastofa - verður sett á fót. Yfir
henni verður þriggja manna stjórn
sem skipuð verður fulltrúa frá há-
skólasamfélaginu, menntamála-
ráðherra og Hæstarétti.
Ráðinn verður framkvæmda-
stjóri yfir Fjölmiðlastofu sem ætlað
er að annast framkvæmd laganna
ekki síst með hag fjölmiðlanotenda
í huga.
Brugðist við gagnrýni
„Mér sýnist frumvarpið að nokkru
koma til móts við gagnrýni sem sett
er fram í skýrslu rannsóknarnefnd-
ar Alþingis um fjölmiðla,“ segir
Katrín Jakobsdóttir menntamála-
ráðherra.
„Frumvarpið leysir útvarpsrétt-
arnefnd af hólmi og felur í sér inn-
leiðingu tilskipunar ESB um fjöl-
miðla. En þar fyrir utan hefur verið
gagnrýnt að ekki hefur verið vett-
vangur til faglegrar gagnrýni á störf
fjölmiðla. Við ættum ekki að mála
skrattan á vegginn fyrirfram. Þarna
er líka tekið á gagnsæi varðandi
eignarhald á fjölmiðlum. Vitanlega
má deila um eftirlit,“ segir Katrín
en bendir meðal annars á hvernig í
frumvarpinu er tekið er á hatursá-
róðri í fjölmiðlum.
Stjórnlyndi og ríkisafskipti
„Hugmyndin að stofnun Fjöl-
miðlastofu er enn hættulegri en
ella vegna þess hve einstök ákvæði
í frumvarpinu eru óljós og opin fyr-
ir túlkun hinnar opinberu eftirlits-
stofnunar.
Verði frumvarpið að lögum er
ljóst að greið leið verður fyrir rík-
isvaldið að skipta sér með bein-
um hætti af efni og efnistökum
fjölmiðla. Í lýðræðisríki verður að
berjast af hörku gegn öllu slíku.
Ég hélt raunar að við hefðum lært
okkar lexíu í þessum efnum.“ Óli
Björn segir að nú sé sérstakt and-
rúm í þjóðfélaginu sem myndað
hafi jarðveg fyrir hugmyndir stjórn-
lyndra stjórnmálamanna. „Þetta
hefur þýtt að almenningur virðist
vera hættur að velta fyrir sér hlut-
verki ríkisins, hann sættir sig við að
allt eftirlit sé aukið, nýjar stofnanir
séu settar á fót og áhrif stjórnmála-
manna og embættismanna á allt
daglegt líf stóraukið. Verst finnst
mér að fjölmiðlar virðast ætla að
láta þetta yfir sig ganga án þess að
spyrna við fótum,“ segir Óli Björn
og bætir við að ekki sé allt alslæmt í
lagafrumvarpinu.
Hvar liggur ábyrgð?
Í greinargerð með frumvarpinu
segir meðal annars að nauðsyn-
legt hafi verið að víkka sjóndeildar-
hringinn verulega frá gildandi út-
varpslögum og prentlögum.
„Þetta felst meðal annars í til-
lögum um gagnsæi eignarhalds
á fjölmiðlum, reglum um aðgang
efnisveitna að ólíkum dreifiveitum
og flutningsrétt dreifiveitna á efni,
auk grundvallarbreytinga á stjórn-
sýslu á þessu sviði,“ segir í greinar-
gerð með lögunum.
Í furmvarpinu eru ábyrgðar-
reglur samræmdar þannig að ekki
gildi mismunandi ábyrgð um mis-
munandi fjölmiðla. Þannig er til
dæmis gert ráð fyrir að ábyrgð rit-
stjórna eða einstakra blaðamanna
gagnvart viðmælendum verði sam-
ræmd. Vísa má til þess að dómar
hafa fallið sem varpa ábyrgð á um-
mælum viðmælenda prentmiðla
yfir á viðkomandi ritstjórn eða
blaðamann.
Ísland og Lúxemborg
Í greinargerð frumvarpsins er vísað
til þess að fjölmiðlatilskipun ESB
varðandi hljóð- og myndmiðla geri
ráð fyrir sjálfstæðum eftirlitsaðila
sem framfylgi ákvæðum hennar. Í
öðru lagi felur lögleiðing ákvæða
tilskipunarinnar í sér brýna þörf
á tilkomu slíks eftirlitsaðila með
hliðsjón af hinu rýmkaða gildis-
sviði og umfangi þeirra verkefna
sem af tilskipuninni leiðir. Þess er
getið að öll aðildarríki EES-samn-
ingsins að Íslandi og Lúxemborg
undanskildum hafi nú þegar kom-
ið á fót eftirliti í anda tilskipunar-
innar. „Eigi Ísland ekki að drag-
ast enn frekar aftur úr í alþjóðlegu
samstarfi á þessum vettvangi er
nauðsynlegt að ákvæði frumvarps
þessa um stofnun Fjölmiðlastofu
og breytta stjórnsýslu verði í lög
leidd.“
Starfsemi Fjölmiðlastofu og
hlutverk hennar verður breytt frá
því sem nú gildir um útvarpsrétt-
arnefnd ekki síst af þeirri ástæðu
að henni er nú ætlað að ná utan
um alla fjölmiðla í landinu, hverju
nafni sem þeir nefnast.
Eignarhald upplýst
Í greinargerðinni er lagt til að öll
fjölmiðlaþjónusta, sem heyrir
undir lögsögu íslenska ríkisins, sé
skráningarskyld til Fjölmiðlastofu
í því skyni að auðvelda henni að
rækja starf sitt. Skráningarskylda
fjölmiðla hefur til þessa einkum
tengst úthlutun tíðnisviðs fyrir út-
varp og sjónvarp og hefur verið í
höndum útvarpsréttarnefndar.
Það nýmæli er tekið upp sam-
kvæmt lögunum að fjölmiðlum
verður skylt að gefa tæmandi upp-
lýsingar um eignarhald. „Er með
því lagt til að leidd verði í lög sú
tillaga síðari fjölmiðlanefndar að
upplýsingar um eignarhald fjöl-
miðlafyrirtækja á hverjum tíma
séu almenningi ávallt aðgengileg-
ar.“ Með síðari fjölmiðlanefnd er átt
við þá nefnd sem Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, þáverandi mennta-
málaráðherra, setti á fót eftir að
umdeild lög um eignarhald á fjöl-
miðlum höfðu verið afnumin á
sumarþingi árið 2004 í kjölfar þess
að forseti Íslands beitti málskots-
rétti sínum gagnvart lögunum.
Óli Björn Kárason, nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir frumvarp um fjölmiðla harðlega og
segir það fela í sér óeðlileg ríkisafskipti af efni og efnistökum fjölmiðla. Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra segir óþarft að mála skrattann á vegginn.
RÍKIÐ
VILL RITSTÝRA
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Verst finnst mér að fjölmiðlar
virðast ætla að láta
þetta yfir sig ganga
án þess að spyrna við
fótum.
Fjölmiðlar í ríkisforsjá Óli Björn Kára-
son, Sjálfstæðisflokki, segir hugmynda-
fræði ríkisforsjár einkenna frumvarp
menntamálaráðherra um fjölmiðla.
Deila má um eftirlit Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra segir ástæðulaust að
mála skrattann á vegginn.
Um 36. grein í frumvarpi til laga um fjölmiðla:
„Aðili sem telur að lögmætir hagsmunir hans, einkum æra hans eða orðspor,
hafi beðið tjón af því að rangt hafi verið farið með staðreyndir í fjölmiðli hefur
rétt til andsvara í viðkomandi miðli eða til annarra jafngildra úrræða. Andsvör
skulu birt eða þeim miðlað þegar eftir að rök hafa verið færð fyrir beiðni þar
um.
Þegar um prentmiðil eða rafrænan ritmiðil er að ræða skal birta andsvör með
sama hætti og annað efni viðkomandi miðils og á þeim stað að eftir verði
tekið og þegar um hljóð- eða myndmiðil er að ræða skal andsvörum miðlað
á þeim tíma þegar hlustun eða áhorf er mest og með þeim hætti sem best
hæfir miðlun þess efnis er beiðnin tekur til. Fjölmiðlaþjónustuveitanda er
óheimilt að óska eftir greiðslu fyrir birtingu eða miðlun andsvars. “
n Fjölmiðill getur synjað beiðni um andsvar við ýmsar aðstæður sem
tilgreindar eru í frumvarpinu.
n Synjun skal tilkynnt hlutaðeigandi innan þriggja sólarhringa frá því að
beiðni um andsvar er sett fram.
n Synji fjölmiðill beiðni um andsvar eða bregðist hann ekki við beiðni aðila
innan þeirra tímamarka sem þar eru tilgreind getur hlutaðeigandi beint erindi
sínu til Fjölmiðlastofu sem tekur ákvörðun um hvort viðkomandi eigi rétt á
að koma andsvörum á framfæri. Ákvörðun skal tekin innan viku frá því að
Fjölmiðlastofu berst erindi þar um og skal stofnunin leggja fyrir viðkomandi
fjölmiðlaþjónustuveitanda að miðla andsvari án tafar þegar við á.
n Samkvæmt 36. greininni skulu fjölmiðlar hafa aðgengilegt á heimasíðu
sinni, eða með öðrum opinberum hætti, hvert aðili geti leitað telji hann að
lögmætir hagsmunir sínir hafi beðið tjón.
Atriði úr frumvarpinu