Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Side 22
22 MÁNUDAGUR 26. apríl 2010 ÚTTEKT Afbrýðisemi getur haft mikil og neikvæð áhrif á tilfinninga- og kynferðislegt samband para, sérstaklega þegar um gift hjón er að ræða. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem gerð var af sálfræðideild háskólans í Iowa. „Þeg- ar pör ganga í það heilaga eykst sameiginlega ábyrgðin. Fólk eignast börn, eignir og samein- ar fjölskyldur sínar,“ segir höfundur rannsókn- arinnar, sálfræðingurinn Anthony Paik. Niður- stöður Paiks, sem birtust í tímaritinu Journal of Sex Research, gefa til kynna að þeir einstakl- ingar sem upplifa ekki afbrýðisemi eru mun hamingjusamari í hjónabandi sínu en þeir sem viðurkenna tilvist „græneygða skrímslisins“. Í ljós kom að afbrýðisemi hefur ekki jafnmik- il áhrif á hamingju ógiftra para. „Gift hjón hafa gert með sér mikinn samning og brot á honum hefði gífurlegar afleiðingar,“ segir Paik og annar sálfræðingur, Wendy M. Troxel í sálfræðideild háskólans í Pittsburgh, tekur undir: „Gift hjón hafa lagt allt undir svo áfallið þegar upp kemst um framhjáhald annars er mun meira en í sambandi kærustupara og sambýlinga.“ Ekki sáttakynlíf eftir hliðarspr Samkvæmt prófessornum Kenneth N. Levy, frá Pennsylvania-háskólanum, mæla niðurstöður Paiks gegn mýtunni um „sáttakynlíf“ því að „í rannsókninni kom í ljós að einstaklinga langar síður að elskast með maka sínum eftir að hafa heyrt af framhjáhaldi hans,“ segir Levy og bæt- ir við til sé fjöldi dæma um að afbrýðisemi hafi farið úr böndunum og endað með heimilisof- beldi og jafnvel morði. Sjálfur hefur Levy rannsakað afbrýði- semi en hans niðurstöður birtust í tímarit- inu Psychological Science. Þar kemur fram að gerð sambands skiptir mestu þegar kem- ur að afbrýðisemi en ekki kynið eins og lengi hefur verið haldið fram. „Margir félagsvís- indamenn telja að karlmenn líti alvarlegri augum á framhjáhald ef það felur í sér kynlíf á meðan konur líti alvarlegri augum á fram- hjáhald sem snýst um tilfinninganánd,“ seg- ir Levy og bætir við að sú kenning sé útskýrð á þann hátt að karlmenn lifi í sífelldum ótta um að afkvæmin séu í raun ekki þeirra og konur í ótta við að þurfa ala börnin upp ein- ar. Tilfinningalegt – líkamlegt Rannsókn Levys gefur til kynna að karlmönn- um líður í raun verr eftir að hafa haldið fram hjá líkamlega og að konum líði verr ef þær hafa haldið fram hjá tilfinningalega. Hins vegar, seg- ir Levy, fer þetta ekki algjörlega eftir kyni held- ur eru til konur sem telja verra að sofa hjá öðr- um en að tengjast tilfinningalega og öfugt. „Þess vegna hlýtur eitthvað annað að spila inn í,“ segir Levy sem ákvað að athuga málið. Hann flokkaði sambönd þátttakenda í „ótengd“ og „örugg“ og komst að því að „ótengdur“ einstaklingur sér ekki virði sam- bandsins og leggur meiri áherslu á einstakl- ingsfrelsi. Á hinn bóginn sjá þeir sem flokkast í „öruggu sambandi“ styrkinn í sambandinu og líður vel með samofin líf sín. „Mín skoðun er sú að þeir sem eiga í góðu sambandi líta al- varlegri augum á tilfinningalegt framhjáhald á meðan þeir sem séu ótengdir í sambandi líti alvarlegri augum á kynferðislegt framhjá- hald,“ segir Levy sem fékk 400 stúdenta til að láta reyna á kenninguna. Eftir að hafa skil- greint tegund ástarsambanda þátttakenda voru þeir beðnir um að segja hvort þeim þætti alvarlegra - tilfinningalegt eða líkamlegt fram- hjáhald. Niðurstöður gáfu kenningu Levys byr undir báða vængi: Karlmenn í „ótengdum“ samböndum telja að kynferðislegt framhjá- hald sé alvarlegra en tilfinningalegt á meðan karlmenn í „öruggum“ samböndum telja til- finningalegt framhjáhald verra. Og það sama var uppi á teningnum hjá konunum. Einhverjir myndu líklega halda fram að framhjáhald af hvoru tagi myndi ekki valda miklu hugarangri hjá einstaklingum í „ótengdu“ sambandi en Levy segir að um varnarviðbrögð sé að ræða. „Einstaklingar í samböndum þar sem innileika skortir af- tengja sig tilfinningalega af ótta við að vera særðir. Það að þeir óttist líkamlegt framhjá- hald sannar hins vegar að þeim er ekki sama,“ segir Levy. ÞJÁISTU AF AFBRÝÐISEMI? Lengi hafa vísindamenn talið að kynin taki mismunandi á hliðarsporum maka. Því hefur lengi verið haldið fram að karlmenn líti líkamlegt framhjáhald alvarlegri augum en tilfinningalegt framhjáhald og öfugt með konur. Nýleg rannsókn gefur til kynna að kynið skipti ekki mestu varðandi framhjáhald og afbrýðisemi heldur tegund sambandsins. Önnur rannsókn sýnir að giftir einstaklingar telja framhjáhald alvarlegra en þeir ógiftu. 10 ráð til að sigrast á afbrýðisemi 1. Spurðu sjálfa/n þig af hverju: Hvaðan er þessi óþægilega tilfinning sprottin? Af fyrri reynslu? Hélt fyrrverandi kærasti/kærasta þín fram hjá þér og ertu á tánum síðan? Af eigin reynslu? Ertu sjálf/ur ótrú/r og viss um að svoleiðis hagi sér allir? Ofnotarðu áfengi eða eiturlyf? Fíkn getur valdið paranoju. Hræðistu félagsskap? Ef þú ert ekki vanur/vön því að makinn sé ávallt umkringdur vinum gæti það kveikt á ótta við framhjáhald. Ertu óörugg/ur? Finnst þér þú ekki nógu góð/ur fyrir hann/hana og ertu að gera þig brjálaða/n af ótta að missa hana/hann? Ertu of neikvæð/ur? Ef þú ert viss um að allir góðir hlutir taki enda verður það þannig. Er hann/hún alltaf til í tuskið? Afbrýðisemi gæti sprottið af því að makinn virðist hafa endalausa kynlífslöngun. Hvað gerist ef þú ert ekki nálæg/ur? 2. Láttu makann apa eftir Það virkar fátt jafnvel til að gera sér grein fyrir eigin fáránleika og spegill. Ef þú hringir á klukkutíma fresti til að forvitnast um hennar/ hans ferðir láttu hana/hann gera það sama við þig. Eftir nokkra daga af pirrandi og óþarfa símtölum gerirðu þér grein fyrir að þú ert að gera illt verra og fattar að það er allt í lagi þótt þið séuð ekki saman 24/7. 3. Talaðu við fjölskyldu og vini Talaðu af hreinskilni við fólkið sem þekkir maka þinn best og láttu það sannfæra þig um að þú sért með gullmola í höndunum. Reyndu líka að kynnast hennar/hans vinum til að gera þér grein fyrir „heiminum án þín“. 4. Horfstu í augu við óttann Ef þú heldur að makinn sé á djamminu til að reyna við aðra farðu þá með honum út á lífið. Reyndu að kynnast öllum vinum makans, sér í lagi þeim sem eru af gagnstæðu kyni. Gallharðar sannanir bjarga þér frá fjörugu ímyndunaraflinu. 5. Spurðu Ef þú ert að farast úr afbrýðisemi er best að ræða við makann. Biddu hann um að hjálpa þér að komast yfir þessa óþægilegu tilfinningu með því að sýna þér skilning. 6. Skiptu abrýðiseminni út fyrir stolt Ef þú kemst ómögulega yfir afbrýðisemi reyndu þá að líta á hana öðrum augum. Næst þegar þig langar að öskra og berja þann sem leit tvisvar á elskuna þína, róaðu þig þá og taktu glápinu sem hóli. Mundu að það ert þú sem vaknar við hliðina á þessari fallegu mannesku sem aðrir geta ekki annað en horft á. 7. Rifjaðu upp hvernig er að vera á „markaðnum“ Manstu hvernig það er að vera einhleyp/ur og vera stanslaust hafnað? Manstu hvað það var skelfilegt þegar skotmark þitt sýndi þér giftingarhring? Hafðu þetta í huga. Þeir/þær sem gætu óvart reynt við maka þitt þurfa að takast á við höfnun vikulega, jafnvel daglega. Greyið þau. 8. Prófaðu makann Ef þú ert að fara yfir um verðurðu líklega að fá að vita í eitt skipti fyrir öll hvort makinn sé þér trúr eða ekki. Fáðu myndarlega konu/ karl til að reyna við hann. Ímyndunaraflið, sem sýnir þér elskuna þína uppi í rúmi með öðrum en þér, gæti horfið á augabragði þegar þú verður vitni að því þegar hún/hann hafnar jafnómótstæðilegu boði. 9. Ráddu einkaspæjara Kannski einum of bandarískt en þú gætir fengið vin eða kunningja til að fylgjast með honum/henni. Vonandi kemur í ljós að þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. 10. Leitaðu þér aðstoðar Ef allt annað bregst og þú þjáist af afbrýðisemi sem hefur slæm áhrif á samband ykkar þarftu á hjálp sérfræðings að halda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.