Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 26. apríl 2010 STÓRSIGUR CHELSEA Chelsea ætlar sér að landa enska titlinum en það sann- aði liðið svo um munaði þegar það niðurlægði Stoke, 7-0, á sunnudaginn. Chelsea þurfti sigur til að komast aftur upp fyrir Manchester United og gerði það með stæl. Salomon Kal- ou skoraði þrennu fyrir Chelsea, Frank Lampard tvö, Florent Malouda eitt og Daniel Sturridge eitt mark. United-menn höfðu vonast eftir smá hjálp frá liði Stoke sem vanalega leikur sterkan varnarleik. Hjálpin var þó engin enda átti Stoke aldrei möguleika í frábært Chelsea-lið sem gjörsamlega valtaði yfir gestina. Stórsigurinn gerir líka mikið fyrir markatölu Chelsea sem hefur nú það „aukastig“ í hendi á Manchester United í baráttunni um titilinn. ENSKA ÚRVALSDEILDIN MAN. UNITED - TOTTENHAM 3-1 1-0 Ryan Giggs (58. víti), 1-1 Ledley King (70.), 2-1 Nani (81.), 3-1 Ryan Giggs (86. víti). BOLTON - PORTSMOUTH 2-2 1-0 Ivan Klasnic (26.), 2-0 Kevin Davies (28), 2-1 Aruna Dindane (54.), 2-2 Aruna Dindane (68.). HULL - SUNDERLAND 0-1 0-1 Darren Bent (7.). WEST HAM - WIGAN 3-2 0-1 Jonathan Spector (4. sm), 1-1 Ilan (31.), 2-1 Radoslav Kovac (44.), 2-2 Hugo Rodallega (52.), 3-2 Scott Parker (77.). ÚLFARNIR - BLACKBURN 1-1 0-1 Ryan Nelsen (28.), 1-1 Sylvain Ebanks-Blake (81.). ARSENAL - MANCHESTER CITY 0-0 ASTON VILLA - BIRMINGHAM 1-0 1-0 James Milner (83. víti) BURNLEY - LIVERPOOL 0-4 0-1 Steven Gerrard (52.), 0-2 Steven Gerrard (59.), 0-3 Maxi Rodriguez (74.), 0-4 Ryan Babel (90.). EVERTON - FULHAM 2-1 0-1 Erik Nevland (36.), 1-1 Chris Smalling (50.), 2-1 Mikel Arteta (90.). CHELSEA - STOKE 7-0 1-0 Salomon Kalou (24.), 2-0 Salomon Kalou (31.), Frank Lampard (44. víti), 4-0 Salomon Kalou (68.), 5-0 Frank Lampard (81.), 6-0 Daniel Sturridge (87.), 7-0 Florent Malouda (89.). STAÐAN Lið L U J T M St 1. Chelsea 36 25 5 6 93:32 80 2. Man. Utd 36 25 4 7 81:28 79 3. Arsenal 36 22 6 8 78:39 72 4. Tottenham 35 19 7 9 63:37 64 5. Aston Villa 36 17 13 6 51:35 64 6. Man. City 35 17 12 6 69:42 63 7. Liverpool 36 18 8 10 61:33 62 8. Everton 36 15 12 9 59:49 57 9. Birmingham 36 12 11 13 35:44 47 10. Sunderland 36 11 11 14 47:53 44 11. Blackburn 36 11 11 14 38:54 44 12. Fulham 35 11 10 14 36:39 43 13. Stoke City 35 10 13 12 33:44 43 14. Bolton 36 9 9 18 40:65 36 15. Wolves 36 8 11 17 29:52 35 16. Wigan 36 9 8 19 35:69 35 17. West Ham 36 8 10 18 44:62 34 18. Hull 36 6 10 20 32:73 28 19. Burnley 36 7 6 23 37:78 27 20. Portsmouth 36 6 7 23 31:64 16 CHAMPIONSHIP BARNSLEY - QPR 0-1 BRISTON - DERBY 2-1 CARDIFF - SHEFF. WED 3-2 DONCASTER - SCUNTHORPE 4-3 M.BORO - COVENTRY 1-1 Aron Einar Gunnarsson var að vanda í byrjunarliði Coventry og skoraði jöfnunarmarkið á 58. mínútu. Hann spilaði allan leikinn. NEWCASTLE - IPSWICH 2-2 NOTT. FOREST - PLYMOUTH 3-0 Kári Árnason var í byrjunarliði Plymouth en var tekinn af velli á 84. mínútu. PETERBOROUGH - BLACKPOOL 0-1 PRESTON - LEICESTER 0-1 SHEFF. UTD - SWANSEA 2-0 WATFORD - READING 3-0 Heiðar Helguson var í byrjunarliði Watford og skoraði annað mark liðsins. Gylfi Sigurðsson var í byrjunarliði Reading og lék allan leikinn en Brynjar Björn Gunnarsson var ónotaður varamaður í liði Reading. STAÐAN Lið L U J T M St 1. Newcastle 45 29 12 4 89:35 99 2. WBA 44 26 11 7 87:46 89 3. Nott. Forest 45 22 12 11 63:38 78 4. Cardiff 45 22 10 13 73:52 76 5. Leicester 45 20 13 12 59:45 73 6. Blackpool 45 19 12 14 73:57 69 7. Swansea 45 17 17 11 40:37 68 8. Middlesbro 45 16 14 15 58:48 62 9. Sheff. Utd 45 16 14 15 59:54 62 10. Bristol City 45 15 17 13 55:64 62 11. Reading 45 16 12 17 64:62 60 12. Doncaster 45 15 14 16 59:58 59 13. QPR 45 14 15 16 58:64 57 14. Ipswich 45 12 20 13 50:58 56 15. Preston 45 13 15 17 57:69 54 16. Coventry 45 13 15 17 47:60 54 17. Derby 45 14 11 20 51:63 53 18. Barnsley 45 14 11 20 52:68 53 19. Watford 45 13 12 20 57:68 51 20. Scunthorpe 45 14 9 22 60:82 51 21. C. Palace 44 14 15 15 47:50 47 22. Sheff. Wed. 45 11 13 21 47:67 46 23. Plymouth 45 11 8 26 41:66 41 24. Peterborough 45 7 10 28 44:79 31 ENSKI BOLTINN Hull er 99,99% fallið úr ensku úr- valsdeildinni. Til þess að halda sér uppi verður Hull að vinna næstu tvo leiki á meðan West Ham tapar báðum sínum og auk þess þarf Hull að vinna upp 23 mörk á West Ham. Slíkt gerist ekki og er því morgunljóst að Hull kveður deildina eftir tveggja ára veru á meðal þeirra bestu. Liðið tapaði um helgina heimaleik gegn Sunderland, 1-0, á meðan West Ham gerði það sem það þurfti og lagði Wigan að velli. Þar með voru örlög Hull ráðin. Stjórn Hull við- urkennir fúslega góðærishugsun- arhátt sinn og er félagið skuldum vafið. Hull verður að skera niður launakostnað strax, stærstu leik- mennirnir fara og notast verð- ur við unga leikmenn til þess að koma liðinu upp aftur sem fyrst. Verðum að halda stoltinu Iain Dowie var fenginn til að stýra Hull í síðustu níu leikjum tímabilsins eftir að Phil Brown, maðurinn sem kom liðinu upp á meðal þeirra bestu, var rek- inn. Honum tókst ekki ætlunar- verk sitt enda liðið í vondum mál- um þegar hann tók við því. „Ég er virkilega vonsvikinn, sérstaklega með hvernig við töpuðum. Þetta er samt allra verst fyrir stuðnings- mennina. Þeir studdu okkur allan tímann og klöppuðu fyrir strákun- um eftir leikinn. Þeir vissu að all- ir hérna lögðu allt sitt í verkefnið,“ sagði Dowie súr í bragði við BBC eftir leikinn. Í stöðunni 1-0 skaut Jimmy Bullard í stöngina úr vítaspyrnu. „Kevin Kilbane klúðraði dauða- færi í miðri viku gegn Aston Villa og svo skaut Bullard í stöngina í dag. Þegar heppnin er ekki með manni er hún svo sannarlega ekki með manni. Það er alltaf hægt að fara í leikinn ef og hefði en stað- reyndin er bara svona fyrir okkur. Það var hungur og áræðni í leik- mönnum í dag en því miður var það bara ekki nóg,“ sagði hann. Hull á nú tvo leiki eftir en það endar tímabilið heima gegn Liverpool. „Ég hef verið í þessari stöðu áður þannig að ég nýtti bara svekkelsið inni í klefa áðan til þess að passa að þetta komi ekki fyrir menn aftur. Þá langar ekki að líða svona í bráð. Nú þurfum við bara að enda tímabilið almennilega og spila fyrir stoltið í síðustu tveim- ur leikjunum. Hvað mig varðar veit ég ekki hvort ég haldi áfram. Ef ég verð beðinn er ég alltaf til í erfið verkefni, þú sérð nú hvar ég er núna,“ sagði Iain Dowie. Mikill fjármálavandi Úrvalsdeildin hefur tekið sinn toll hjá Hull en félagið hefur eytt mikl- um peningum í leikmenn þó megi alveg skeggræða gæði margra þeirra. Leikmannakaup og launa- greiðslur eru að gera út af við fé- lagið sem er ekki langt frá því að fara í greiðslustöðvun. Stjórnar- formaður félagsins, Adam Pear- son, ætlar að stýra félaginu frá gjaldþroti en til þess þarf að skera niður mikinn kostnað. „Við þurfum að lækka allan kostnað og það strax. Reksturinn er mjög erfiður fjárhagslega en ég get ekki sagt of mikið um það núna. Eitt er víst að við þurfum að lækka launakostnað undir eins og skera niður í fleiri kostnaðarliðum. En við tökumst á við þetta stjórn- armennirnir, til þess erum við nú,“ sagði Pearson við BBC eftir tapið gegn Sunderland. „Þetta er bara ákall um vakn- ingu til okkar allra sem stýrum fé- laginu. Það er mikið af skuldum sem við þurfum nú að hagræða hvernig við borgum. Nú förum við að hlúa meira að unglingstarfinu sem er gott hérna. Okkar feitustu bitar sem fá mest í laun verða seld- ir sem fyrst. Við verðum að vera snjallir næstu mánuðina. Næstu þrír mánuðir skipta félagið sköpum og allar ákvarðanir verða að vera hárréttar. Við ætlum okkur upp aft- ur sem fyrst til að nýta björgunar- greiðslunar sem við fáum sem best. Ég mun standa vaktina áfram því þetta er mitt félag og ég vil því allt hið besta,“ sagði Adam Pearson. GAMANIÐ BÚIÐ HJÁ HULL Ekkert nema sameinað kraftaverk allra guða sem til eru á skrá getur bjargað Hull frá falli úr ensku úrvalsdeild- inni. Til að bæta gráu ofan á svart er fjárhagsstaða liðsins hrikaleg og verður að skera niður allan launakostnað eins fljótt og hægt er. Sterkustu leikmenn liðsins verða seldir hið snarasta. UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is LIÐIÐ TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Við þurfum að lækka allan kostnað og það strax. Reksturinn er mjög erfiður fjárhagslega en ég get ekki sagt of mikið um það núna. HETJAN OG SKÚRKURINN Phil Brown kom liðinu upp en á síðan mesta sök á að það sé komið niður aftur. MYND AFP SKAMMARRÆÐAN FRÆGA Phil Brown skammaði sína menn fyrir framan stuðn- ingsmennina á fyrsta tímabili liðsins. Það eyðilagði móralinn í liðinu sem vann ekki leik eftir það. Jimmy Bullard gerði síðan grín að atvikinu í ár en nú er grínið búið því Bullard er félaginu dýr og verður seldur eins fljótt og hægt er. MYND AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.