Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Page 25
26. apríl 2010 MÁNUDAGUR 25 JIMMY BULLARD HULL n Maðurinn sem vanalega bjargar liðum frá falli skaut mikilvægri vítaspyrnu í stöngina og Hull féll. MARKVÖRÐUR n Joe Hart - Birmingham Tveir frábærir leikir í röð fyrir framan landsliðsþjálfarann. Hann er búinn að tryggja sér sæti á HM. Þannig er það bara. VARNARMENN n Patrice Evra - Manchester United Það hljóta að vera alveg tíu rokkstig að æla á völlinn en halda samt áfram og vera ógnandi. n Sol Campbell - Arsenal Traustur sem klettur gegn City. Langbesti leikmaður vallarins. n Kolo Toure - Manchester City Varnarmennirnir voru í aðalhlutverkum í leik Arsenal og City. Toure var manna skárstur hjá Bláum. MIÐJUMENN n Morten Gamst Pedersen - Blackburn Átti flottan leik í liði Blackburn. Dældi boltanum inn á teiginn og var mjög skapandi. n Steven Gerrard - Liverpool Fyrirliðinn með tvö mörk og gjörsamlega stjórnaði miðjunni gegn Burnley. n Scott Parker - West Ham Maður leiksins gegn Wigan. Skoraði glæsilegt mark sem hélt West Ham í deildinni. n Alberto Aquilani - Liverpool Hann getur þá eitthvað. Kannski 20 milljónirnar fari að borga sig að ári? SÓKNARMENN n Salomon Kalou - Chelsea Falda hetjan í liði Chelsea. n Nani - Manchester United Fiskaði víti og skoraði mark í mikilvægum leik. n Sylvan Ebanks-Blake - Úlfarnir Hans annað mark í deildinni tryggði Úlfunum áframhaldandi veru í deildinni. LIÐ HELGARINNAR UMDEILDA ATVIKIÐ SYLVAN EBANKS-BLAKE ÚLFARNIR n Ebanks-Blake hefur ekk- ert getað í ár. Hann skoraði aðeins sitt annað mark í úr- valsdeildinni gegn Black- burn en það tryggði Úlfun- um áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni. HETJAN SKÚRK- URINN VÍTIÐ Á BIRMINGHAM n Á 83. mínútu í borgarslag Aston Villa og Birm- ingham dæmdi Martin Atkinson víti þegar Roger Johnson felldi Gabriel Agbonlahor í teignum. Morgunljóst er að Johnson snerti boltann fyrst en var það nóg til að láta ekki dæma víti? Sol Campbell Morten Gamst Pedersen Joe Hart Salomon Kalou Alberto Aquilani Steven Gerrard Kolo TourePatrice Evra Nani Scott Parker Sylvan Ebanks-Blake JOE HART BIRMINGHAM n Aðra helgina í röð átti hinn ungi Joe Hart magnaða viðbragðs-markvörslu, beint fyrir framan landsliðsþjálfar- ann, Fabio Capello. MARK- VARSLAN BURNLEY n Ekkert óvænt hér. Þessu hafa all- ir beðið eftir síðan Brian Laws var ráðinn stjóri Burnley. Þetta annars ágæta lið með Jóa Kalla innanborðs kveður nú úrvalsdeildina, líklega í langan tíma. FALLIÐ SCOTT PARKER WEST HAM n Scott Parker hefur verið að eflast með hverjum leiknum eftir meiðsl- in. Hann skoraði magnað mark fyrir West Ham gegn Wigan, utanfótar snudda af 25 metra færi sem tryggði veru West Ham í deildinni. MARKIÐ ALAN HUTTON OG JOZI ALTIDORE n Je dúdda mía. Eftir smá stympingar við hliðarlínuna ákvað Alan Hutton að kasta boltanum í Altidore á meðan hann lá. Altidore réðst á Hutton sem lagðist vælandi í grasið. Altidore fékk rautt fyrir viðbrögðin og þegar Hutt- on var hættur að væla var hann líka rekinn af velli, réttilega! GUNNAR NIELSEN MANCHESTER CITY n Færeyingurinn Gunnar Nielsen varð um helgina annar Íslendingur- inn til að verja mark Manchester City á eftir Árna Gauti Arasyni. Hann er reyndar bara hálfur Íslendingur, móðir hans borin og barnfæddur Siglfirðing- ur. Hann stendur væntanlega vaktina út tímabilið þar sem Shay Given er frá vegna meiðsla. ÍSLENDINGURINN FÁVITARNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.