Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 6
6 mánudagur 31. maí 2010 fréttir
Afganski flóttamaðurinn Wali Safi,
sem beðið hefur eftir því að fá hæl-
isvist á Íslandi í tæp tvö ár, hefur
loksins fengið dvalarleyfi í eitt ár af
mannúðarástæðum. Wali segist vera
hæstánægður með að geta loksins
lifað lífinu eftir mikla óvissu síðustu
ár. Hann er þakklátur Íslendingum
fyrir mikinn stuðning sem hann hef-
ur fundið fyrir í baráttu sinni.
„Á fimmtudagsmorgun fór ég
með félagsráðgjafa mínum á Útlend-
ingastofnun. Þeir veittu mér leyfi
í eitt ár út frá mannréttindasjón-
armiðum,“ segir Wali. Aðspurður
hvaða áhrif þessi niðurstaða hafi fyr-
ir hann, svarar Wali: „Þetta þýðir að
ég er ekki draugur lengur. Ég er ekki
bara tala á blaði lengur og nú hef ég
öðlast rétt til að taka þátt í samfélag-
inu sem manneskja. Ég hef öðlast
rétt til að lifa eins og venjuleg mann-
eskja.“
Glímir við streituröskun
Hann segir síðustu mánuði hafa verið
sér mjög erfiða. „Ég á við heilsufars-
vandamál að stríða. Ég hef glímt við
streituröskun. Síðustu mánuði hafa
veikindi mín versnað og ég hef lagst
nokkrum sinnum inn á sjúkrahús. Ég
tek lyf við veikindum mínum og ég
hef fengið mikla hjálp frá yfirvöldum,
frá félagsráðgjafanum mínum, fólk-
inu í Reykjanesbæ, Rauða krossinum
og dómsmálaráðuneytinu; það hafa
allir verið mjög hjálplegir.“
Hann segist líka vera ánægður
með hvað mál hans fékk skjóta með-
ferð hjá Útlendingastofnun. „Það tók
aðeins tvær vikur að fá niðurstöðu
Útlendingastofnunar og ég er mjög
þakklátur fyrir það,“ segir Wali.
Ætlar að sækja um kennitölu
Hann segist vera mjög glaður að þeirri
óvissu sem hann hefur lifað við svo
lengi, sé loksins lokið. „Ég sá loksins
ljósið við enda ganganna og það er
virkilega gott að geta nú horft til fram-
tíðar.“
Hann segir að næstu daga muni
hann vinna að því að koma sér inn í
kerfið hér á landi. „Félagsráðgjafinn
minn er búinn að ráðleggja mér að
sækja um kennitölu, því það er mikil-
vægt að fá skilríki. Ég mun síðan ein-
beita mér að því að finna mér starf hér
á landi. Ef ég næ mér hratt af veikdin-
um mínum mun ég skrá mig í háskól-
ann í haust. Það eru 13 ár síðan ég yf-
irgaf fólkið mitt í Afganistan. Þá var ég
á öðru ári í hagfræði í háskóla. Loks-
ins hef ég tækifæri til að að fara aftur í
háskóla. Mín heitasta ósk er að halda
áfram með háskólanámið mitt. Á Ís-
landi finn ég öryggistilfnningu, loks-
ins er ég öruggur. Það þarf góða heilsu
og hugarró til þess að læra.“
Mikill stuðningur
Hann segist hlakka til þess að taka
þátt í íslensku samfélagi eins og
venjulegur borgari en ekki eins og
flóttamaður sem bíður eftir úrlausn
sinna mála. Á þeim tveimur árum
sem hann hefur verið hér, hefur
hann aldrei fengið vinnu, þar sem
hann hefur ekki haft atvinnuleyfi.
„Núna hef ég tækifæri til að gera allt
sem venjulegt fólk gerir. Nú get ég
loksins sótt um ökuskírteini og svo
vonast ég til þess að giftast,“ segir
Wali og hlær um stund. Honum er
augljóslega mjög létt. „Ég bý hér með
fjölskyldunni minni og hún er mjög
hamingjusöm fyrir mína hönd og nú
er planið að halda fjölskyldunni okk-
ar saman. “
Hann segist að endingu vera ótrú-
lega þakklátur íslensku þjóðinni fyr-
ir sýndan stuðning. „Það hafa nærri
því 1.300 manns skráð sig á á stuðn-
ingssíðuna mína á Facebook og ég vil
þakka þeim sérstaklega fyrir.“
valGeir örn raGnarsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
„LOKSINS ER
G RUGGUR“
Þetta þýðir að ég er ekki draugur
lengur. Ég er ekki bara
tala á blaði lengur og nú
hef ég öðlast rétt til að
taka þátt í samfélaginu
sem manneskja.
Afganski flóttamaðurinn Wali safi hefur fengið hælisvist á Íslandi eftir tveggja ára bar-
áttu. Hann hlakkar til að halda áfram í hagfræðinámi í háskóla og að sækja um íslenska
kennitölu. Hann ætlar að giftast sambýliskonu sinni og vonast til að ná sér fljótlega af
veikindum sínum. „Núna hef ég tækifæri til að gera allt sem venjulegt fólk gerir.“
Fjölskyldan Wali Safi segist
hlakka til að gifta sig. „Ég hef
öðlast rétt til að lifa eins og
venjuleg manneskja“
Hannes Hall sá fyrir úrslitin í Reykjavík og fékk iPod í verðlaun frá DV:
Vill fá ísbjörn í Laugardalinn
,,Skoðanakannanir gáfu þetta til
kynna og ég fór eftir þeim. Fram-
sókn var ósýnileg í kosningunum
og þess vegna spáði þeim út. Vinstri
grænir eru flokkur skattahækk-
ana og þess vegna var þeim refs-
að,“ segir Hannes Hall, starfsmaður
Olís í Álfheimum og nemandi í við-
skiptafræði við Háskólann í Reykja-
vík, sem gat sér nákvæmlega til um
kosningaúrslitin í Reykjavík.
Hann var einn þeirrra rúmlega
300 einstaklinga sem tóku þátt í get-
raun DV.is um það hvernig kosn-
ingar færu. Leikurinn gekk út á það
að lesendur skráðu ágiskanir sínar
inn á athugasemdakerfi DV.is sem
tengt er Facebook. Spár um úrslit-
in lágu allavega. Þótt flestir spáðu
Besta flokknum 5 til 7 borgarfull-
trúum var dæmi um að honum væri
spáð 12 fulltrúum. Fáir trúðu því
að framboð Ólafs F. Magnússonar
næði inn manni en margir voru á
því að Framsóknarflokkurinn næði
inn manni. Um 20 manns gátu sér
til um rétt úrslit. Nafn Hannesar var
dregið úr þeim hópi. Hann fékk því
að launum iPod Nano, 8 GB, frá DV.
Hannes kaus sjálfur í gær. Sjálfur
vill hann af fjölskylduástæðum lít-
ið tjá sig um það við hvaða framboð
hann merkti.
,,Ég vil sjá ísbjörn í Húsdýragarð-
inum,“ er það eina sem Hannes vill
láta hafa eftir sér.
Pennaglaðir sjálf-
stæðismenn
Um fjórðungur kjósenda Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík gerði breyting-
ar á kjörseðlum þeirra þar sem þeir
strikuðu út eða endurröðuðu fram-
bjóðendum listans, eða um 4.500
manns. Að sama skapi gerðu 900
manns breytingar á kjörseðlunum
hjá Samfylkingunni og Besta flokkn-
um. Hjá vinstri-grænum gerðu 475
athugasemdir við uppsetningu list-
ans.
Endalok
fjórflokkanna
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra telur úrslit sveitarstjórnakosn-
inganna vera upphafið að endalok-
um fjórflokkakerfisins. Hún telur
úrslitin vera áfall og skell fyrir allan
fjórflokkinn. „Ég held að við séum
að uppflifa mikil kaflaskil í íslenskri
pólitík sem mun hafa mikil áhrif á
hið pólitíska landslag inn í framtíð-
ina og mér segir svo hugur að þetta
sé upphafið að endalokum fjór-
flokksins,“ sagði hún í fréttum RÚV á
sunnudag. Hún telur einnig að Sam-
fylkingin verði að skoða stöðu sína í
ljósi þessara niðurstaðna.
Jónsi forsetaefni
Besta flokksins
Samkvæmt Einari Erni Benedikts-
syni, nýkjörnum borgarfulltrúa
Besta flokksins, er komið fram for-
setaefni fyrir flokkinn. Mun það
vera Jónsi, söngvari hljómsveitar-
innar Sigur Rósar. Hann segir það
þó óákveðið hvort Besti flokkurinn
blandi sér inn á fleiri svið stjórn-
málanna. Þetta sagði hann í kvöld-
fréttum Stöðvar tvö. Einnig sagði
hann flokkinn hafa starfað heið-
arlega og gagnsætt frá byrjun og
myndi halda því áfram.
Kallar dómsmála-
ráðherra fasista
Jónas Kristjánsson, fyrrverandi rit-
stjóri, fór ófögrum orðum um rík-
isstjórnina á bloggsíðu sinni í gær.
Þar sagði hann helming hennar vera
óhæfan og Jóhanna og Steingrímur
þurfi að fara að skilja það. Í pistl-
inum kallar hann meðal annars
Rögnu Árnadóttur dómsmálaráð-
herra óhæfan fasista sem hafi stór-
skaðað ríkisstjórnina. Einnig segir
hann Katrínu Jakobsdóttur og Össur
Skarphéðinsson vera týnd en óþarft
sé að lýsa eftir þeim síðarnefnda, því
enginn sakni hans. Hann endar svo
pistilinn á að biðja þau um að skipta
út ruslinu strax eða hætta öll.
Með ipod Hannes Hall tekur
við nýjum iPod úr hendi Reynis
Traustasonar ritstjóra DV. Oliver
Tumi Oliversson fylgist með.