Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 31. maí 2010 FRÉTTIR
Forseti Afríkuríkisins Malaví hefur
náðað tvo samkynhneigða karlmenn
og skipað yfirvöldum að láta þá lausa
úr fangelsi eftir að þeir voru á dögun-
um dæmdir í fjórtán ára fangelsi fyrir
„ónáttúru“ eftir að upp komst að þeir
hefðu gift sig á laun. Samkynhneigð
er ólögleg í Malaví, sem og 36 öðrum
Afríkuríkjum.
Bingu wa Mutharika, forseti Mal-
aví, hélt blaðamannafund um helg-
ina þar sem hann lýsti þessu yfir en
aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban
Ki-moon, var viðstaddur fundinn í
höfuðborg landsins Lilongwe.
Dómurinn yfir Tiwonge Chimba-
langa og Steven Monjeza vakti hörð
viðbrögð víðs vegar um veröldina
og virðist forseti landsins hafa tek-
ið málin í sínar eigin hendur til að
beina kastljósi fjölmiðla af málinu.
Það var þó fyrir áhuga erlendra fjöl-
miðla og samtaka sem málið var tek-
ið fyrir enda hefur áður komið fram
að mennirnir nutu ekki jafnmikillar
samúðar í heimalandinu og erlendis.
Um helmingur Malavíbúa telst afar
íhaldssamur og kristinn og leggst
gegn hjónabandi samkynhneigðra.
Sá hópur studdi handtökuna og
dóminn yfir mönnunum.
Athygli vakti að þegar mennirnir
voru handteknir fyrir skömmu, voru
þeir úrskurðair í gæsluvarðhald og
áttu enga möguleika á því að losna úr
fangelsi gegn því að greiða tryggingu.
Á sama tíma fengu afbrotamenn sem
voru grunaðir um alvarlega glæpi að
ganga lausir á meðan þeir biðu dóms
og laga. Í upphafi neitaði dómari í
landinu hreinlega að taka málið fyrir
fyrir dómstólum.
Forseti Malaví hefur náðað tvo karla sem gengu í hjónaband:
Samkynhneigðir karlar náðaðir
Gular tennur -
slæmt hjarta
Fólk sem er latt við að bursta á sér
tennurnar er sjötíu prósent líklegra á
að glíma við hjartasjúkdóma heldur
en þeir sem bursta þær samvisku-
samlega tvisvar á dag samkvæmt
skoskri rannsókn. Segja skosku vís-
indamennirnir að bólgið tannhold,
sem fylgir slæmri tannumhirðu, geti
leitt til stíflaðra slagæða. Þeir taka
þó fram að hættan á því er ekki jafn
mikil og að reykja eða borða óholl-
an mat en engu að síður séu skýrar
vísbendingar um að slæm tannhirða
geti leitt til hjartasjúkdóma, auk
gulra tanna.
Heróín fyrir fíkla
Breskir læknar segja að heróín
sé besta lausnin fyrir heróínfíkla.
Breskir læknar rannsökuðu hegð-
an heróínfíkla sem voru í meðferð.
Þeim til mikillar undrunar náðu þeir
fíklar bestum árangri í meðferðinni
sem höfðu stolist til að nota heróín.
Náðu þeir að minnka neyslu sína til
muna og sumir náðu að komast yfir
fíknina þegar þeir fengu heróín ávís-
að af læknum. Þeir fíklar sem tóku
þátt í þessari rannsókn náðu sumir
að komast aftur út á vinnumarkað
eftir langa fjarveru og hófu að sjá um
sig sjálfir á ný.
Skrifar nýja Bond
Næsta ævintýri frægasta njósn-
ara hennar hátignar verður ritað af
bandarískum rithöfundi. Dánar-
bú Ian Flemming, skapara skáld-
sagnarpersónunnar James Bond,
hefur valið Jeffrey Deaver til að rita
næstu Bond-bókina. Deaver þessi
er hvað frægastur fyrir sögurnar um
rannsóknarlögreglumanninn Lincol
Rhyme og því eflaust vel til þess fall-
inn að skrifa sögu um njósnarann
ódauðlega. Bókin ber vinnuheitið
„Project X“ og verður gefin út í maí á
næsta ári og bíða aðdáendur Bonds
eflaust spenntir.
Svaf yfir sig og
kærir
Hin bandaríska Ginger McGuire
hefur ákveðið að kæra bandaríska
flugfélagið United Express fyrir að
vekja sig ekki eftir að flugvél félags-
ins hafði lent. Ginger vaknaði fjór-
um tímum eftir lendingu og var þá
ein í flugvélinni. Ræstingarfólk vakti
Ginger en henni var haldið í vélinni
af bandarísku alríkislögreglunni á
meðan gengið var úr skugga um að
hún væri ekki hryðjuverkamaður.
Ginger var að vonum afar ósátt með
þetta og hefur kært flugfélagið fyr-
ir að vekja sig ekki og yfirvöld fyrir
óréttmæta handtöku. Malaví Chimbalanga og Monjeza hafa dúsað í fangelsi frá því þeir voru gefnir saman
við hefðbundna athöfn. Þeir eru nú frjálsir ferða sinna.
SAMFEÐRA KÆRUSTUPAR
Írska kærustuparið, James og Maura,
urðu yfir sig ástfangin um leið og þau
hittust og eignuðust son tveimur árum
seinna. Fyrir stuttu komust þau að því að
þau eru samfeðra en þau ætla ekki að láta
skyldleikann stoppa sig í að eyða ævinni
saman og stefna á að gifta sig og eignast
fleiri börn saman. Parið ætlar í mál við
kerfið sem hélt uppruna James leyndum.
Ungt írskt par hefur sér til mikillar
skelfingar komist að því að þau eru
systkini. Parið, sem er á þrítugsaldri,
fór að vera saman eftir að hafa hist
á skemmtistað. Þau fóru fljótlega
að búa saman og eignuðust saman
barn. Þrátt fyrir að hafa fengið
skyldleikann sannaðan með DNA-
prófi ætla þau sér að vera áfram
saman og stefna að því að eignast
fleiri börn. Parið kennir kerfinu
um að hafa haldið uppruna hans
leyndum og ætla í mál við dómara
og barnasálfræðing sem komu að
fjölskyldumáli hans.
Parið hefur kosið nafnleysi vegna
sonarins sem þau vilja ekki að verða
fyrir einelti í skóla auk þess sem þau
vilja átta sig á eigin aðstæðum og
hafa beðið fjölmiðla um að kalla sig
James og Mauru, son þeirra Mark,
móðir James Carmel og stjúpföður
hans Vincent. Nafnið, Tom, fær
maðurinn sem er líffræðilegur faðir
þeirra beggja.
Eins og að einhver hefði dáið
„Við gerum okkur grein fyrir
hvað fólki hlýtur að finnast en
sannleikurinn er sá að hvorugt okkar
hefur átt við einhverja erfiðleika
að etja. Við erum venulegt fólk
í óeðlilegum aðstæðum. Ég veit
hvernig mér myndi líða að heyra
af svonalöguðu - mér þætti það
hreinlega viðbjóðslegt,“ sagði James
í viðtali við írska blaðið Mail on
Sunday. „Þegar við komumst að
því að við eigum sama föðurinn
brotnuðum við hreinlega niður.
Orð geta ekki lýst því hvernig mér
leið þegar ég fékk niðurstöðu DNA-
prófins. Það var eins og einhver
náinn mér hefði dáið. Ef við hefðum
ekki átt barn saman hefðum við
auðveldlega getað slitið sambandinu
en það er erfiðara þegar það er barn
í spilinu,“ sagði hann og bætti við að
áður en skyldleikinn hafi komið í ljós
hafi þau stefnt á frekari barneignir.
„Við ætluðum okkur að giftast og
eignast fleiri börn. Og við stefnum
enn á það.“
Ást við fyrstu sýn
James og Maura urðu yfir sig ástfangin
um leið og þau hittust. „Við vorum
svo lík og áttum svipuð áhugamál og
virtumst sammála um alla hluti. Ég
hafði verið í samböndum áður og fann
að í þetta skipti var allt breytt. Okkur
fannst eins og við hefðum þekkst alla
ævi,“ segja þau í viðtalinu og bæta
við að eftir tveggja ára samband hafi
Mark komið í heiminn. Á þeim tíma
hafi samband James við móður sína
verið lítið sem ekkert. Hann hafði
ekki séð Vincent, manninn sem
hann hafði kallað „pabba“ í æsku,
um árabil en Vincent hafði gengið út
frá fjölskyldunni þegar James var 10
ára. Þegar Maura hvatti hann til að
taka upp samband við móður sína
mætti hann í heimsókn ein jólin. „Ég
vildi segja henni frá kærustunni og
barninu okkar. Mamma varð forvitin
og fór að spurja mig út í fjölskyldu
Mauru. Þegar ég sagði henni hver
væri pabbi hennar brjálaðist hún,
hljóp öskrandi upp og skellti á eftir
sér. Ég reyndi að spyrja hvað væri
að en hún sagði mér bara að halda
mér frá Mauru,“ sagði James sem
yfirgaf móður sína í móðursýkiskasti.
Nokkrum dögum síðar fékk hann
símtal frá henni - þau Maura áttu
sama pabba. „Ég hélt hún hefði misst
vitið, að hún væri að segja þetta svo
hún gæti fengið mig frá Mauru til sín
því hún væri einmana. Innst inni vissi
ég samt að þetta væri satt. Vincent gat
ekki verið pabbi minn. Hann hafði
ekki verið vondur við mig en ekki
góður heldur.“
Vilja hitta dómarann
Til að vera viss ákváðu þau að
gangast undir DNA-próf sem
reyndist jákvætt. Söguna fengu þau
frá Carmel. Hún hafði hitt Tom úti
INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: indiana@dv.is
Þegar ég sagði henni hver væri
pabbi hennar brjálaðist
hún, hljóp öskrandi upp
og skellti á eftir sér. Ég
reyndi að spyrja hvað
væri að en hún sagði
mér bara að halda mér
frá Mauru.