Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 22
Hvað veistu?
1. Hvað eru margir ákærðir fyrir kaup á vændi af Catalinu Ncogo og
vændiskonum á hennar vegum?
2. Tilkynnt var fyrir helgi hvar úrslitakeppni EM í knattspyrnu karla verður
haldin. Hvaða land hreppti hnossið?
3. Oddvitar stjórnmálaflokkanna í borginni svöruðu persónulegum
spurningum í nýjasta helgarblaði DV. Hversu margir þeirra hafa reykt hass?
á mánudegi
22 mánudagur 31. maí 2010 fókus
sjö lög í
úrslitum
Dómnefnd hefur nú valið sjö lög
sem keppa til úrslita í Sjómanna-
lagakeppni Rásar 2 og Hátíðar
hafsins árið 2010. Frá 31. maí til 4.
júní verða úrslitalögin sjö spiluð frá
morgni til kvölds á Rás 2. Lands-
menn geta líka hlustað á lögin á ruv.
is/poppland og kosið sitt uppá-
haldslag. Kosningin stendur yfir
til klukkan 15 næsta föstudag og
skömmu síðar verða úrslitin kunn-
gjörð í Popplandi. Sigurlagið verður
svo flutt á Hátíð hafsins á Granda-
garði um næstu helgi, sjómanna-
dagshelgina. Höfundar sigurlagsins
fá að launum 100 þúsund kr. úttekt í
Krónunni, hvalaskoðun og ýmislegt
fleira.
jóHann g.
blúsar
Blústónleikar fara fram í Salnum
næsta föstudagskvöld í tengslum
við Jazz- og blúshátíð Kópavogs.
Aðalgesturinn er bassaleikarinn,
söngvarinn, tónskáldið og mynd-
listarmaðurinn Jóhann G. Jóhanns-
son. Jóhann fer þar yfir feril sinn
allt frá því hann söng Cream-lögin
Sunshine of Your Love, White Room
og þar til hann samdi Don´t Try to
Fool Me. Með honum verður öflug
hljómsveit, Joe´s band, ásamt tveim-
ur ungum söngvurum, þeim Degi
Sigurðssyni og Thor Kristinssyni frá
Kanada. Fjöldi annarra hljóðfæra-
leikara kemur einnig fram. Miðaverð
2900 krónur, miðasala á salurinn.is.
Svör: 1. Ellefu 2. Frakkland 3. Fjórir
gáskafull
veisla
Gáskafull leikhús- og
tónlistarveisla fyrir alla
fjölskylduna var frumsýnd í Kúlu
Þjóðleikhússins á laugardaginn.
Sýningin heitir Herra Pottur og
ungfrú Lok og er hluti af dagskrá
Listahátíðar í Reykjavík. Um er
að ræða bræðing tónlistar eftir
Bohuslav Martinu frá 1927 og
sögu Christh ophe Garda frá 2007
en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.
Tónævintýrið um herra Pott
og ungfrú Lok er draumur lítils
drengs um að áhöldin í eldhúsinu
lifni við. Sögumaður og leikari er
Sólveig Simha. Næstu sýningar
eru á fimmtudaginn, en sú sýning
verður á frönsku, og svo næsta
laugardag og sunnudag klukkan
13 og 15. Nánar á listahatid.is.
Nick Twisp (Michael Cera) er hug-
ljúfur, dagfarsprúður og kurteis
piltur sem gerir ekki flugu mein.
Þegar móðir hans sem helst illa á
karlmönnum neyðist til að elta einn
aumingjann í hjólhýsagarð kynn-
ist Nick þar draumaprinsessunni,
Sheeni Saunders (Portia Doubled-
ay). Ástin blómstrar um sumarið
en þegar komið er að heimför getur
Nick ekki sagt skilið við Sheeni.
Hann kemur því föður sínum í
vinnu rétt hjá hjólhýsagarðinum og
til þess að fá sjálfur að búa þar verð-
ur hann að gerast óþekkur unglingur,
eitthvað sem hann kann ekki. Hann
býr því til karakterinn Francois Dill-
inger sem elskar ekkert meira en að
synda á móti straumnum. Hann fer
þó langt yfir strikið í krossför sinni að
endurnýja kynnin við Sheeni og er
lögreglan því á hælunum á honum á
meðan hann eltir uppi ástina, sama
hvað það kostar.
Eins og allar Michael Cera-mynd-
ir snúast þær meira og minna um
hann og hvernig fólk tekur þessum
sama karakter sem hann leikur í öll-
um myndum. Fyrir mína parta hef
ég elskað og dáð piltinn allt frá dög-
um hans í Arrested Development
og fæ ekki nóg af þessum karakter
sem þorir aldrei neitt að segja nema
í hljóði en er samt meinfyndinn og
alltaf svolítið hissa. Í þessari mynd
finnur hann þó nýja vídd að mér
finnst og er uppreisnarseggurinn
Francois Dillinger æðislegt mótvægi
við aumingjagangi Michaels Cera.
Cera fer einfaldlega á kostum í þess-
ari mynd en þeir sem ekki þola Cera
verða eflaust mjög mótfallnir dómn-
um, í það minnsta stjörnugjöfinni.
Annar hlutur sem gerir myndina
svo góða eru aukaleikararnir. Twisp
vingast við Veejay sem leikinn er af
Adhir Kalyan úr Rules of Engage-
ment. Það er vægt til orða tekið þeg-
ar sagt er að Adhir sýnir mun meiri
fjölhæfni í þessari mynd og er þarna
á ferðinni virkilega frambærilegur
ungur leikari. Móðir Twisp er líka
yndislega mikil eilífðargella sem er
í raun nokkuð sama undir hverjum
hún liggur á meðan hún getur séð
fyrir sér og sínum. Þá eiga Zach Gal-
iafianakis og Steve Buscemi flotta
spretti í myndinni ásamt Justin Long
sem virðist geta neglt ótrúlegustu
hlutverk.
Youth in Revolt er heilt yfir voða
einföld en ágætlega skrifuð mynd.
Hún er keyrð áfram af stjörnuleik
Michaels Cera og sterkum aukaleik-
urum. Myndin er alveg meinfyndin
og oft á tíðum er húmorinn kolsvart-
ur sem hefur aldrei skaðað neinn.
Þetta er einfaldlega klassa gaman-
mynd sem allir ættu að hafa gaman
af og rúmlega það.
Tómas Þór Þórðarson
micHael cera er
tr stur se eik
youth in revolt
Leikstjóri: Miguel Arteta
Aðalhlutverk: Michael Cera, Portia
Doubleday, Jean Smart, Zach
Galifianakis, Adhir Kalyan, Steve
Buscemi.
kvikmyndir
Traustur félagi í gríni Adhir Kalyan
kemur sterkur inn og sýnir að það er
ýmislegt spunnið í hann.
Frelsið er yndislegt
Tölvuleikjaunnendur hafa beðið eftir
Red Dead Redemption með öndina
í hálsinum – og það ekki að ástæðu-
lausu. Framleiðandi leiksins er
Rockstar Games sem á heiðurinn af
einhverri bestu leikjaröð tölvuleikja-
sögunnar, Grand Theft Auto.
Við erum stödd í suðurríkjum
Bandaríkjanna og árið er 1911. Við
erum í hlutverki Johns Marston, fyrr-
verandi útlaga, sem kallar ekki allt
ömmu sína. Gjörspilltir útsendarar
yfirvalda hafa eiginkonu og son hans
í haldi og á meðan Marston reynir að
hafa upp á þeim eltir hann svikula
fyrrverandi félaga sína og drepur þá,
einn af öðrum.
Uppbygging Red Dead Redemp-
tion minnir óneitanlega á GTA-leik-
ina; þú ræður ferðinni og leysir þau
verkefni sem þú vilt. Í stað þess að aka
um stórborg á bíl flakkarðu milli smá-
bæja á hesti. Þar komum við í raun að
fyrsta galla leiksins. Þó að útlit leiks-
ins sé óaðfinnanlegt er það þreyt-
andi að flakka á milli sömu bæjanna
á hesti - mörgum sinnum í gegnum
leikinn. Þá eru sum hliðarverkefnin,
eins og að elta uppi smákrimma og
koma þeim til yfirvalda, lífs eða liðn-
um, mörg hver of lík og þreytandi til
lengdar. Þá er netspilunin ekkert til
að hrópa húrra yfir.
Útlit leiksins er óaðfinnanlegt og
spilunin helsjúk á köflum. Hversu
geðveikt er það að hakka sig í gegn-
um hóp krimma, vopnaður þungri
vélbyssu með endalausum skotum?
Æðislegt. Dead Eye-augnablikin svo-
kölluðu, þegar þú getur merkt nokkra
krimma í einu og skotið þá svo alla
í spað á nokkrum sekúndubrotum,
eru líka brjálæðislega svöl. Þegar
þú vilt svo slappa af er lag að fara á
næsta bar, fá þér skot og setjast svo
við næsta pókerborð og hafa peninga
af ómerkilegum sveitalubbum.
Þegar allt kemur til alls er Red
Dead Redemption frábær og öðruvísi
skemmtun. Þú ert ekki fastur í ein-
hverjum fyrirfram mótuðum skorð-
um og gerir það sem þú vilt, þegar þú
vilt. Frelsið er yndislegt.
Einar Þór Sigurðsson
red dead redemption
Útgefandi: Rockstar Games
Tegund: Hasarleikur
Spilast á: Playstation 3
tölvuleikir