Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 25
úttekt 31. maí 2010 mánudagur 25 Minni hrukkur ef þú hættir Áhrif reykinga Á meðgöngu n Minnkar frjósemi. n Eykur hættu á utanlegsfóstri. n Eykur hættu á fósturláti. n Eykur hættu á fylgjulosi. n Eykur hættu á fyrirsætri fylgu. n Minnkar hættu á meðgöngueitrun. n Eykur líkur á að barnið verði léttburi. n Eykur hættu á fyrirburafæðingum. n Eykur hættu á fósturdauða. n Hækkar burðarmálsdauða. n Eykur hættu á því að barnið fæðist með kolfna vör og/eða góm. reykingar og brjóstagjöf n Nikótín fer mjög greiðlega út í brjóstamjólkina, en frásogast ekki vel frá meltingarvegi barnsis. n Reykingar minnka mjólkurmyndun. n Eitrunareinkennum lýst hjá börnum mæðra sem reykja meira en 1 pakka á dag. n Einkenni: Óværð, svefnleysi, uppköst, niðurgangur, hraður hjartsláttur, linka og fölvi. byggt Á fyrirlestri Þórðar Þórkelssonar læknis áhrif reykinga á meðgöngu Flestir sem hringja í Reyksímann hafa reynt allt. Ráðþrota reykingafólk hringir inn „Við fáum símtöl frá öllum skalanum en upp á síðkastið hefur aukist að ungt fólk er að hringja inn og leita sér hjálpar,“ segir Ágústa Tryggvadóttir, verkefnisstjóri Reyksímans. Ágústa og félagar eru ekki með neitt eitt ráð handa þeim sem vilja hætta. „Við spjöllum við fólk og fáum að vita hvað það hefur reykt lengi. Þjónusta okkar er einstaklingsmiðuð og við reynum að finna réttu leiðina handa hverjum og einum,“ segir hún og bætir við að þau bjóðist til að hringja aftur í viðkomandi til að fylgjast með og að flestir nýti sér þá þjónustu. Ágústa segir flestum þykja erfitt að hætta að reykja en að það sé þó afar einstaklingsbundið. „Sumum finnst þetta minna mál en öðrum en þeir sem hringja í okkur eru flestir búnir að reyna allt til að hætta. Við reynum að leggja þetta þannig upp að fólk líti á það að hætta með jákvæðum augum. Til dæmis að gleðjast ef þér tekst að reykja tíu sígarettur á dag í stað 15. Við verðum að fagna öllum litlu sigrunum og þótt þú fallir skaltu bara passa þig betur næst og halda ótrauð/ur áfram.“ Símanúmer Reyksímans er 8006030.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.