Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 18
Dísilolía Algengt verð verð á lítra 200,2 kr. verð á lítra 200,2 kr. Skeifunni verð á lítra 200,3 kr. verð á lítra 197,3 kr. Algengt verð verð á lítra 203,2 kr. verð á lítra 200,2 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 199,4 kr. verð á lítra 196,4 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 197,1 kr. verð á lítra 197,1 kr. Algengt verð verð á lítra 203,2 kr. verð á lítra 200,2 kr. Umsjón: BaldUr GUðmUndsson, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti 18 mánuDAgur 31. maí 2010 StAFræn mynDAvél á 10.000 krónur Neytendasamtökin könnuðu fram- boð og verð á stafrænum myndavél- um um mánaðamótin apríl-maí og náði könnunin til þrettán seljenda. Kannað var verð á bæði vélum með fastri og skiptanlegri linsu, að því er fram kemur á vef samtakanna. 146 mismunandi vélar reyndist til með fastri linsu og 51 vél með skiptan- legri linsu. „Verðið er mjög mismunandi enda mismikið lagt í vélarnar af hálfu framleiðenda. Lægsta verð á vél með fastri linsu var 9.995 krónur og það hæsta 139.900 krónur. Lægsta verð á vél með skiptanlegri linsu var 49.900 krónur og það hæsta 990.000 krónur. Reyndar er í báðum tilvik- um hægt að kaupa dýrari vélar eða allt upp í 3,8 milljónir króna, en þar sem slíkar vélar eru fyrst og fremst ætlaðar atvinnumönnum eru þær ekki birtar hér,“ segir enn fremur um könnunina. Bílstjóri goða n „Ég þurfti að nauðhemla á stæð- inu við Holtagarða. Hann keyrði eins og vitleysingur,“ sagði neytandi sem vildi lasta ökumann bíls frá Goða. „Bílnúmerið var MR-eitthvað. Ég sá það ekki því hann sikk- sakkaði út um allt. Ég sá að tveir aðrir bílar urðu að nauðhemla til að forðast árekstur,“ sagði maðurinn. Þetta var á þriðjudegi í síðustu viku, laust fyrir klukkan þrjú. sEndIð loF Eða lasT Á nEYTEndUr@dV.Is til sjávar og sveita n Lofið að þessu sinni fær fisk- og kjötbúðin Til sjávar og sveita sem var opnuð nýlega í Ögurhvarfi í Kópa- vogi. Viðskiptavinur sem hafði samband við DV keypti sér þorsk og tók hann það sér- staklega fram að þjónustan hafi verið afar góð. Þá skemmdi ekki fyrir að úrvalið í versluninni var til fyrirmyndar og verðinu stillt í hóf. LOF&LAST Svona undirbýrðu ferðalagið Það er sannarlega að mörgu að hyggja þegar utanlandsferð er undirbúin. Þú þarft að at- huga með tryggingar, fullvissa þig um að vegabréfið gildi, koma farsímamálum á hreint, panta hótel, undirbúa ferðamáta og ganga frá heimili þínu á Íslandi, svo fátt eitt sé nefnt. Hér að neðan er leiðarvísir að því hvað þú þarft að gera áður en haldið er utan. NOTAðu NeTið n Einfaldast er að panta hótelgistingar fyrirfram á netinu. auðvelt er að finna lista yfir hótel í hverri borg þar sem ferðalangar geta fundið hótel sem er nákvæmlega sniðið að þeirra þörfum. Pantið með góðum fyrirvara. athugaðu að oft þarf að panta borð á góðum veitingahúsum með miklum fyrirvara, ef slíkt er á dagskrá. Gott er að gera það á netinu áður en í ferðina er haldið. að sama skapi getur verið nauðsynlegt að panta miða í leikhús eða á aðra viðburði með góðum fyrirvara. Ekki treysta á að það reddist þegar út verður komið. notið google til að finna upplýsingar fyrir ferðamenn. dæmi um góðar síður borga eru newyork.com og copenhagen.dk. VegAbréF Og SmáhLuTir n Vegabréfið þarf að skoða með fyrir- vara. athugið strax og ferðin er ákveðin hvort vegabréfið sé gilt. Þú kemst ekkert án fullgilds vegabréfs. Gerðu svo nákvæman lista yfir allt sem þú vilt hafa með þér í ferðalagið. Ef þetta er ekki gert eru líkur á að þú gleymir hlutum á síðustu metrunum þegar þú þarf að drífa þig út á flugvöll. Það er ekkert grín að gleyma kreditkortinu, vegabréfinu, farseðlum eða staðfestingu á hótelgistingunni. Geymdu listann í snyrtiveskinu þínu og bættu á listann því sem þér dettur meira í hug í aðdraganda ferðarinnar. Gleymdu ekki fylgihlutum eins og hleðslutækjum. Að pAkkA n Þegar kemur svo að því að pakka niður er gott að draga allt sem þú tekur með þér fram á gólf eða borð. skoðaðu farangurinn gaumgæfilega og spurðu þig hvort þú þurfir á þessu öllu að halda. Þarftu að taka hárblásarann með þér eða er hann til staðar á hótelinu? Ertu líklegur til að þurfa tvenn jakkaföt? settu lása á ferðatöskurnar og auðkenndu þær með einhverjum hætti, til dæmis skær- um borða þannig að þú þekkir töskurnar þínar úr fjarlægð. Hafðu með þér nauðsynleg heimilisföng og símanúmer sem þú kannt að þurfa að nota. LáTTu NágrANNA ViTA n láttu nágrannana vita af því að þú sért að fara og hversu lengi þú verður. Ekki setja tilkynningu um ferðatilhögun þína á Facebook, sérstaklega ekki ef þú ert með opinn „profile“. Biddu ættingja eða nágranna sem þú treystir að fylgjast með húsinu þínu, tæma pósthólfið og jafnvel draga frá gluggum á daginn. Þannig fælirðu innbrots- þjófa frá. annað ráð er að biðja einhvern nágranna að nota snúrurnar þínar eða bílastæðið, þannig að utan frá virðist einhver vera heima. TryggiNgAr n Farangurstryggingar eru ekki dýrar miðað við það tjón sem þær kynnu að þurfa að bæta, ef illa fer. Vertu viss um að vera slysatryggður og hvert þú átt að snúa þér ef þú lendir í tjóni. Það getur verið dýrt að leggjast inn á sjúkrahús erlendis. Hafðu þessa hluti á hreinu, áður en þú leggur af stað. gjALdeyrir n Hámarks gjaldeyrir sem taka má með sér úr landi er 300 þúsund krónur. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir frekari flutning peninga úr landi. Íhugaðu vel hvort þú þurfir á miklum peningum að halda - greiðslukort eru mun hentugri valkostur þar sem þú getur lokað kortinu ef það glatast. Finndu út hvaða númer þú þarft að hringja í ef þú týnir veskinu eða kortinu. Hafðu samt smáræði af gjaldeyri með í seðlum til að þurfa ekki að byrja á því að leita að hraðbanka þegar þú lendir á flugvellinum úti. Það er gott að hafa fé fyrir drykkjarföngum og snakki í flugvélinni og á flugvöllum auk þess sem þú þarft yfirleitt að greiða fyrir ferðina á milli flugvallar og hótels. LausLega byggt á bókinni 500 hoLLráð. „Við teljum einfaldlega að það sé pláss fyrir fleiri aðila. Það hefur ríkt ansi mikil fákeppni á þessum mark- aði í um fimmtán ár, þar sem tvö fyr- irtæki hafa skipt þessu á milli sín. Við ákváðum bara að láta á þetta reyna,“ segir Birgir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri Tékklands bifreiða- skoðunar. Tékkland býður aðalskoð- un fyrir fólksbíla á þúsund krónum lægra verði en samkeppnisaðilarnir. Skoðunin kostar 7.495 krónur en til samanburðar kostar 8.400 krónur hjá Frumherja og 8.490 krónur hjá Aðal- skoðun hf. Birgir segir að reglur um bif- reiðaskoðanir hafi breyst í fyrra þeg- ar skoðunaraðilum var ekki lengur gert að skoða allar gerðir farartækja, meðal annars rútur og vörubíla. Þá hafi þessi möguleiki opnast. „Áður þurfti að skoða alla bíla til að fá leyf- ið en við getum, eftir breytingarn- ar, einbeitt okkur að því að skoða minni bíla. Fyrir vikið þurfum við ekki að fjárfesta eins mikið, getum haft minni yfirbyggingu. Þannig skapast svigrúm til að hafa verð- ið lægra en hjá hinum,“ segir Birgir en hann segir að verðið á bifreiða- skoðunum hafi hækkað umfram al- mennar verðlagsbreytingar í land- inu undanfarin ár. „Það er viðbúið að samkeppnisaðilarnir lækki verð- ið hjá sér, og þá reynir á neytendur að standa við bakið á nýjum aðila sem er að leggja sitt af mörkum til að auka samkeppni og lækka verð,“ segir hann. Spurður hvort til standi að opna fleiri stöðvar segir Birgir að stefnt sé að því að opna aðra stöð við N1 í Holtagörðum eftir þrjár vikur og horft sé til þess að því að opna þriðju stöðina í Borgartúni í lok ársins en þess má geta að Tékkland hefur gert samstarfssamning við N1um leigu á húsnæði og því verði stöðvarnar við hlið bensínstöðvanna. Birgir segir aðspurður að skoðun- in hjá Tékklandi fari að öllu leyti eins fram og hjá stóru aðilunum, enda verði allir að fylgja stjórnvaldsreglum þegar kemur að því að skoða bifreið- ar. Munurinn fyrir eigendur fólksbíla felist því einungis í lægra verði og minni yfirbyggingu. Spurður hvaðan nafnið Tékkland sé komið segir Birg- ir að þeir hafi viljað finna ferskt og gott sem sé öðruvísi. „Við erum auð- vitað að „tékka“ á bílum og athuga hvort þeir séu í lagi. Þaðan er þetta komið,“ segir hann í léttum dúr. Tékkland er ný bifreiðaskoðun sem hefur opnað í Hafnarfirði: ódýrari bifreiðaskoðun Lækka verðið Birgir segir mikilvægt að neytendur styðji við nýja aðila á markaði, enda hafi fákeppni ríkt um langt skeið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.