Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 12
12 mánudagur 31. maí 2010 fréttir „Ég er anarkisti og trúi í rauninni ekki á stjórnmál. Ekki sem lausn á neinu og ég trúi ekki að hinn almenni stjórnmálamaður skili neinu af viti... Það eru eru frávik þegar stjórnmála- maður stígur fram og gerir eitthvað af viti, “ með þessum orðum lýsti Jón Gnarr íslenskum stjórnmálum í við- tali í DV um miðjan desember í fyrra, þegar hann steig fram með framboð sitt Besta flokkinn. Framboð sem var einhvers konar óræð blanda af al- vöru, ádeilu og gríni, sem Reykvíking- ar hafa smám saman verið að með- taka. Nú hálfu ári síðar er Jón Gnarr líklega valdamesti stjórnmálamað- ur augnabliksins. Hann gjörsigraði borgarstjórnarkosningarnar á laug- ardag og splundraði um leið upp gamla valdakerfinu í borginni, sem er nokkuð sem engum hefur áður tek- ist. Jón hefur öll spil á hendi sér um hvorn hinna rótgrónu stjórnmála- flokka, Samfylkingu eða Sjálfstæðis- flokk, hann vill leiða til valda með sér í Reykjavík næstu fjögur ár. Nær öruggt er talið að hann verði borgarstjóri á næstu dögum, enda veittu nákvæm- lega 20.666 Reykvíkingar honum um- boð sitt á laugardaginn. Hann hefur þegar hafið viðræður við Dag B. Egg- ertssson, oddvita Samfylkingarinnar, um samstarf. Hrópar ekki allt í lagi, allt í lagi. Benedikt Erlingsson leikari þekkir Jón vel. Þeir unnu meðal annars að gerð Fóstbræðraþáttanna. Þegar Benedikt er beðinn um að lýsa Jóni, segir hann: „Hann er mjög vitur manneskja og meðvitaður um það sem hann get- ur og getur ekki. Ég myndi segja að hann sé kjarkmikill og þori að ráð- ast í hluti sem hægt er að breyta. Svo myndi ég segja að hann væri ótta- laus og auðmjúkur gagnvart því sem er ómögulegt að breyta. Svo er hann oft svo vitur og áttar sig á því sem er hægt að breyta og ekki breyta. Hann hefur þessi þrjá eiginleika, kjark, visku og æðruleysi. Þetta er ekki frá honum, þetta hefur honum verið gefið.“ Benedikt segir að Jón muni standa sig óskaplega vel sem borgarstjóri. „Hirðfífl og trúður eins og Jón, hann þekkir andlit lyginnar og hann er sér- fræðingur í að skoða lygina. Það er hans vinna. Þannig leiðtoga þurfum við. Hann er svona maður sem kann að klifra upp í tré til að segja fólkinu niðri í frumskóginum hvort það sé að höggva sig í rétta átt. Hann er smali sem stuggar hjörðinni frá hömrunum en hleypur ekki glaður með í þokunni og hrópar allt í lagi, allt í lagi!“ Óttast pólitíska hefnd Jóns Benedikt segir stærsta kostinn þó að Jón sé ekki alinn upp í stjórnmála- flokki og að hann sé alveg jafnhæfur til þess að stýra borginni og hver ann- ar. „Allir þessir borgarfulltrúar Besta flokksins eru með meiri reynslu af ólíkustu þáttum lífsins en þessir litlu flokkshestar, kettir og kettlinga,“ segir Benedikt og heldur áfram: „Hann er með athyglisbrest og það er mjög gott að hafa þannig smala, þá er gaman í hjörðinni og annars er leiðinlegt og þá er alveg eins hægt að hlaupa fram af hömrunum.“ En mun athyglisbresturinn ekki erfiða Jóni starfið sem borgarstjóri, þar sem langir vinnudagar fara í að lesa pappíra? „Nei, enda verður hann með menn í því. Heldur þú að Villi hafi pælt mikið í pappírunum, hann las ekki smáaletrið sjálfur.“ Benedikt er tregur til þess að segja blaðamanni skemmtilega sögu af Jóni nú þegar hann er að verða borgar- stjóri. „Ég vil ekki eiga eitthvað und- ir því ég óttast pólitíska hefnd,“ segir Benedikt. Bensínstöðvardót í afmælisgjöf Jón er fæddur 2. janúar árið 1967 og er því 43 ára gamall. Þann dag ár hvert fara fram vörutalningar í mörg- um verslunum landsins og gerði Jón grín að því í uppistandinu Ég var einu sinni nörd, að hann hafi því yfirleitt fengið eitthvað dót sem fæst á bensín- stöðvum í afmælisgjöf, því allar aðrar verslanir voru lokaðar. Jón hefur komið víða við á ferl- inum. Hann gekk í Réttarholtsskóla þegar hann var unglingur og þar gerð- ist hann pönkari, einn þeirra fyrstu á landinu. Það gekk þó ekki átákalaust að vera brautryðjandi í pönkinu á Ís- landi. Í Réttó var hann að eigin sögn oft laminn í klessu. Ástæðurnar voru bæði að hann var pönkari og einnig vegna þess að hann var einfaldlega skrítinn. 14 ára gamall ákvað Jón að hætta að mæta í skólann, bæði út af bar- smíðum og vegna þess að hann átti við mikla námsörðugleika að stríða. Í stað þess að fara í skólann, fór Jón að venja komur sínar á Hlemm og varð þar hluti af pönkurunum á Hlemmi. Á þeim tíma gekk hann undir gælu- nafninu Jónsi pönk. Óregla fylgdi þó lífinu sem pönkari og þar sem hefð- bundin eiturlyf á borð við hass og amfetamín voru ekki á hverju strái þá, fóru pönkararnir á Hlemmi að taka inn sjóveikistöflur til að komast í vímu. Eitt skipti gleypti Jónsi pönk svo margar sjóveikistöflur að hann var lagður inn á spítala og var næstum því dáinn. Í síðasta helgarblaði DV viður- kenndi Jón líka að hafa prófað önnur fíkniefni eins og kókaín og hass. Lífið á Hlemmi varði þó ekki að eilífu og svo fór á endanum að hann var sendur á Núp í Dýrafirði. Þar voru rimlar fyrir gluggum og á kvöldin var öllum herbergjum og hurðum læst. Hann hefur þó sagt frá því að honum hafi líkað vistin á Núpi vel. Sjálfsprottinn með hug eins og flugvöll Í viðtali við götublaðið Reykjavík Grapevine um daginn, í þýðingu Ill- uga Jökulssonar á DV.is, lýsti Jón sér sem sjálfmenntuðum listamanni sem hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum í gegnum tíðina. „Ég hef leikið, skrifað, leikstýrt, unnið við auglýsingagerð og búið til gommu af gamanþáttum. Og ég hef leikið stór hlutverk í nokkrum bíó- myndum. Líklega lít ég á sjálfan mig sem eins konar hugmyndasmiðju. Ég hugsa mjög mikið. Hugur minn er eins og flugvöllur, eins og Heat- hrow. Þar er aldrei lokað; það er allt- af einhver að koma eða fara, en eng- inn stoppar, því ég er mjög gleyminn. Ég er sjálfsprottinn maður og ég hef aldrei farið troðnar slóðir að neinu marki - ég hef enga formlega mennt- un.“ í sama viðtali sagði Jón frá því að hann hafi alla tíð verið sjokkerandi persónuleiki og rifjar upp þegar hann var fjögurra ára gekk hann upp að fólki í strætó og spurði hvort það hefði verið að ríða: „Alltaf að ríða?“ Afleit framhaldsskólaganga Þegar Jón kom aftur í bæinn frá Núpi reyndi hann fyrir sér í nokkrum fram- haldsskólum en náði engum árangri þar. Hann fór í MH, Flensborgarskól- ann, FÁ, FB og MS en kláraði eig- inlega ekkert. Hann segir sjálfur að skólagangan hafi verið tilgangslaus fyrir hann þar sem hann það væri óhugsandi að hann myndi ljúka stúd- entsprófi. Verðandi borgarstjóri seg- ist vera algjörlega talnablindur, hann kunni plús og mínus en ekkert meira. Eftir hrikalega árangurslitla fram- haldsskólagöngu fékk hann vinnu hjá borginni áður en leið lá á geðdeildir Borgarspítalans, Landspítlans, Kleppi og einnig á Kópavogshæli, þar sem hann fékk vinnu. Þar fann hann sig vel og kynntist athyglisverðu fólki. Sjón- varpsþáttur sem gerist á geðdeild, með sömu mönnum í fararbroddi og gerðu Vakta-þættina, er sagður vera í bígerð. Þau áform hljóta þó að vera í uppnámi, þar sem Jón hefur sagt að hann ætli ekki að sinna tveimur störf- um á meðan hann er borgarstjóri. Eftir að hann hætti á Kleppi flutti hann til Svíþjóðar þar sem hann fékk vinnu í Volvo-verksmiðjunum. Jón hefur sagt að það hafi verið ánægulegt starf en þreytandi til lengdar. Hann varð hins vegar frægastur á miðjum 10. áratugnum sem annar helmingur Tvíhöfða ásamt Sigurjóni Kjartanssyni. Þátturinn hefur verið í loftinu á fjölmörgum útvarpsstöðv- um í gegnum tíðina, meðal annars á X-inu, Radíó, Radíó X, Kananum og Rás 2. Þá hefur hann getið sér gott orð fyrir hina goðsagnakenndu grínþætti Fóstbræður sem sýndir voru á Stöð 2 fyrir nokkrum árum. Hann hefur leik- ið í fjölmörgum auglýsingum og vakti óskipta athygli í auglýsingum Símans fyrir nokkrum árum þegar hann lék Júdas í sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á mörgum. „Besti borgarstjóri sem verið hefur“ Í viðtalinu við DV í desember þeg- ar stjórnmálaleiðtoginn Jón Gnarr var að fæðast, sagðist hann ekki hafa áhyggjur af því að kerfið myndi ná tökum á sér ef hann yrði kjörinn borg- arfulltrúi. „Ég hef engar áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif á mig. „SMALI SEM STUGGAR HJÖRÐINNI“ Jón Gnarr var kallaður Jónsi pönk og var næstum því dáinn eftir að hann tók of margar sjóveikistöflur inn. Hann kláraði ekki grunnskóla og er með athyglisbrest, en hefur fyrstur manna náð að splundra gamla valdakerfinu með ótrúlegum sigri í kosningunum á laugardag. Hann er trúður sem þekkir andlit lyginnar, að mati félaga hans. Mágur hans segir allt sem hann tekur sér fyrir hendur verða snilld. Vinnufélagi hans segir hann hafa leiðtogahæfileika. vAlGeir örn rAGnArSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Hirðfífl og trúður eins og Jón, hann þekkir andlit lyginnar og hann er sérfræðingur í að skoða lygina. Sigurvegari „Hann er maður fólksins, hvar sem hann er staddur, sérstaklega við tökur á Vöktunum, þá heldur hann öllu gangandi með jákvæðni og með því að taka þátt í lífi annarra.“ 20.666 atkvæði Besti flokkurinn vann stórsigur í kosningunum á laugardag og 20.666 manns kusu flokkinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.