Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 24
24 mánudagur 31. maí 2010 úttekt „Eftir að ég hætti að vinna úti jukust reykingar mínar ansi mikið því þá var enginn til að banna mér að reykja. Þegar ég fór að finna fyrir mæði fór ég til læknis sem tókst að hræða úr mér tóruna með því að segja að ég yrði að ganga með súrefniskút ef ég héldi þessu áfram,“ segir Guðrún Helga- dóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður. Guðrún byrjaði að reykja þegar hún var 17 ára og hafði reykt í rúm 50 ár þegar hún hætti. „Að kvöldi 15. október 2008 ákvað ég að hætta og hef ekki síðan sett upp í mig sígarettu,“ segir Guðrún sem notaði engin hjálpartæki við að hætta. „Þrátt fyrir að ég hafi verið að úða í mig eitri í gegnum sígarettur öll þessi ár er ég afskaplega hrædd við lyf og hef kom- ist í gegnum lífið án lyfja. Ég þorði því ekki fyrir mitt litla líf að nota plástur eða tyggjó og fannst ég ekki þurfa á því að halda.“ Ekki erfitt að hætta Guðrún viðurkennir að löngunin í sígarettu komi annað slagið upp. „Ég ýti henni samt bara frá mér og tel mig ekki í mikilli hættu á að falla. Hins vegar kom mér á óvart hversu lítið lík- amlegt ástand mitt hefur breyst við að hætta því maður hafði heyrt alls kyns hryllingssögur um að fólk breyttist sjúklinga í heilt ár við að hætta. Ég sef alveg eins og borða alveg eins. Mér líður bara betur fyrir vikið og súrefn- ismettunin er miklu betri en annars hefur þetta ekki haft afgerandi áhrif. Dætur mínar segja að það hafi slést úr hrukkunum framan í mér og það þykja mér góðar fréttir.“ Guðrún er ánægð með að vera hætt og segir það alls ekki jafnerfitt og flestir haldi fram. „Mér fannst af- skaplega gott að reykja og stefndi að því um tíma að byrja aftur um 85 ára aldurinn en í dag held ég að ég sé ekk- ert á þeim buxunum. Að það sé svo erfitt að hætta er bara útblásin della sem tóbaksframleiðendur standa fyr- ir. Þótt ég hefði reykt í svona langan tíma fannst mér það auðveldara en ég hafði átt von á. En ég held að ég sé leiðinlegri en ég var á góðum stund- um.“ indiana@dv.is Minni hrukkur ef þú hættir Guðrúnu Helgadóttur, rithöfundi og fyrrverandi alþingismanni, fannst lítið mál að hætta að reykja en Guðrún hafði reykt í rúm 50 ár. 28. maí var alþjóðlegur dagur án tóbaks en þema dagsins í ár eru konur og reykingar. Mér fannst af-skaplega gott að reykja og stefndi að því um tíma að byrja aftur um 85 ára aldurinn en í dag held ég að ég sé ekkert á þeim buxunum. Hætti eftir 50 ár Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingiskona, ákvað eitt kvöldið að hætta að reykja og hefur ekki sett sígarettu upp í sig síðan. Mynd RóbERt REynisson Ágústa tryggvadóttir Ágústa segir þjónustu Reyksímans einstaklingsmiðaða. 1 ForíhugunVill ekki hætta að reykja innan 6 mánaða Fólk í þessu þrepi ætlar ekki að hætta að reykja á næstunni. Kannski veit það ekki um afleiðingar reykinga eða vanmetur hætturnar sem felast í því að reykja. Bæði þeir sem hafa ekki fengið fræðslu um skaðsemi reykinga og þeir sem hafa fengið ófullnægjandi fræðslu hafa tilhneigingu til að forðast að lesa, ræða eða hugsa um skaðsemi reykinga. Einnig er hugsanlegt að þetta fólk hafi oft reynt að hætta að reykja en mistekist og hafi misst trúna á að það geti hætt að reykja. Hvatning og aukin þekking á hættunni sem reykingar valda er heppilegasta leiðin til að fólk í þessu þrepi byrji að íhuga það að hætta að reykja. HlutvERk vinaR: Vera til staðar til að ræða málin, hvetur og fræðir, eftir því sem færi gefst. 2 íhugunVill hætta að reykja innan 1 til 6 mánaða Á þessu stigi er fólk sem ætlar að hætta að reykja - en ekki alveg strax. Fólk veit um ókosti þess að reykja en sér jafnframt kosti þess að reykja. Togstreitan milli kosta og ókosta gerir það oft að verkum að fólk verður tvíbent í afstöðu sinni til reykinga, sem getur orðið til þess að fólk festist lengi á þessu þrepi. Á þessu stigi erum við ekki mjög móttækileg fyrir ábendingum um að hætta að reykja, enda ekki alveg sannfærð um nauðsyn þess. Til að fólk á þessu stigi taki ákvörðun og hætti að reykja þarf það að sjá hversu margt kostirnir við að hætta hafa fram yfir ókostina. HlutvERk vinaR: Tala um ástæður fyrir reykingum og kostina við að hætta að reykja. 3 undirbúningurætlar að hætta að reykja innan mánaðar  Í þessu þrepi eru þeir staddir sem ætla að hætta að reykja í nánustu framtíð eða innan mánaðar. Oft hafa þeir gert tilraun til að hætta á síðastliðnu ári. Undirbúningsvinnan er oft hafin og þeir eru senni- lega búnir að ákveða daginn sem þeir ætla að hætta að reykja. Þessir einstaklingar eru líklegir til að ræða við heilbrigðisstarfsfólk um þá ætlun sína að hætta að reykja og/eða hafa skráð sig á námskeið til að hætta að reykja. Hér er fólk tilbúið til að taka við ábendingum og fræðslu um að hætta að reykja. HlutvERk vinaR: Benda á leiðir sem gagnast við að hætta að reykja, bjóða aðstoð sína og hrósa fyrir ákvörðunina. 4 Framkvæmder hætt/hættur að reykja, skemur en í 6 mánuði Á þessu stigi hefur fólk mikið fyrir því að reykja ekki - enda er hættan á bakslagi mikil. Hér vitum við að kostirnir við það að hætta að reykja eru meiri en ókostirnir. Mikilvægt er að forðast freist- andi aðstæður sem auka á hættuna á að fara að reykja aftur (svo sem barir, kaffihús) og leggja áherslu á hegðun sem styrkir í ákvörðuninni að reykja ekki (aukin hreyfing, holl fæða og önnur heilsuefling). HlutvERk vinaR: Hrósa, styðja og benda á leiðir til að lágmarka/koma í veg fyrir bakslag. 5 viðhalder hætt/hættur að reykja lengur en í 6 mánuði Eins og í framkvæmdaþrepinu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir bakslag en hér eru einstaklingarnir orðnir mun sjálfsöruggari. Hér hugsum við mun minna um reykingar en í hinum þrepunum. Sumir líta á þetta þrep sem lokasigur en samkvæmt öðrum er reykingastopp lífslöng barátta einstaklingsins, sem getur orðið auðveldari eða ágerst, allt eftir umhverfi og hugarástandi hans hverju sinni. HlutvERk vinaR: Hrósa, styðja og benda á hættur í umhverfinu (sem leiða til reykinga) og hvernig hugarástand getur aukið líkurnar á bakslagi. Fimm hegðunarþrep HEiMild: www.lydHEilsustod.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.