Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 21
Eyþór ArnAlds og Sjálfstæðis- flokkurinn voru klárir sigurvegarar sveitarstjórnakosninganna í Árborg. Flokkurinn bætti þar við sig miklu fylgi og náði inn nýjum manni. Þannig felldi flokkurinn meirihlutann og hefur sjálfur hreinan meirihluta. Þetta er lítið kraftaverk Að undanförnu hefur Morgun- blaðið fjallað í fjölmörgum grein- um um ferðir landsmanna um há- lendið. Annars vegar virðast vera hópar sem kalla sig náttúruvernd- ara og landverndarfólk og hins veg- ar talsmenn ýmissa hópa sem af fyrrnefndu hópunum eru nánast flokkaðir sem skemmdarverkafólk í óbyggðum landsins. Þar má nefna jeppafólk, mótorhjólafólk, hesta- fólk, og nánast alla þá sem ferðast vilja um landið sitt öðruvísi skætt en berfætt eða aðeins á góðum ull- arsokkum. Ullarfólkið vill loka sem allra flestum ökuleiðum. Ekki er hægt að skilja málflutning „verndar- fólksins” á annan veg en að hann sé öfgafullur og taki ekkert tillit til þess að rétt og eðlilegt sé að sem flest- ar þekktar leiðir um hálendið sem þegar hafa verið riðnar eða ekn- ar um áratugi megi og eigi að vera áfram opnar öllum vegfarendum sem hingað til hafa nýtt sér þær til yndis og gleði, hvort sem ferðast er gangandi, akandi eða ríðandi. Sé farið að óskum ull- arfólksins verður gengið gróflega á rétt landsmanna til frjálsra ferða um landið sitt. Engin ung hjón með smábörn fara í langar gönguleið- ir í óbyggðum. Engir fatlaðir ganga langar leiðir. Fá gamalmenni hafa afl í erfiðar göngur. Jafnvel fullfrískt fólk vill gjarnan nota vélknúið öku- tæki til þess að komast í nánd við fagra staði hálendisins og ganga þá jafnvel smá spöl til þess að njóta dýrðarinnar. Ullarfólkið, starfslið umhverfis- ráðuneytis og annað öfgalið, ætti að gæta þessara hópa sem að ofan eru nefndir. Svandís Svavarsdóttir, sem vegna stöðu sinnar er í fararbroddi öfga- liðsins, mætti íhuga vandlega hve- nær hún vegna aldurs, veikinda eða annarrar hömlunar gæti ekki ferð- ast á ullarsokkum um landið okkar. Hver verða aldursmörk ferðafólks um hálendið ef öfgarnar fá að ráða? Ég hef nokkuð lengi mátt við veikt hjarta búa. Á bílum hefi ég þó ekið um hálendið mér til mikillar ánægju og gleði. Á eins drifs húsbíl (sendi- bíl af Mazda gerð) og á fólksbíl eins drifs Peugeot 406. Sem dæmi hefi ég ekið á Fjörðu, í Flateyjardal, um Sprengisand og þá yfir að Laugafelli og síðan niður í Bárðardal. Einnig upp í Öskju um Herðubreiðarlindir og þaðan yfir Krepputungu og upp undir Hvannalindir. Niður þaðan í Möðrudal. Frá Möðrudal upp að Kárahnjúkum og frá Sænautaseli í Kárahnjúka. Frá Eskifirði í Vöðla- vík. Frá Mjóafirði út að Dalatanga. Frá Snæbýli upp um Álftakróka að Álftavatni. Um Eldgjá í Landmanna- laugar. Einnig að Langasjó og inn í Veiðivötn. Ekki skal gleyma Lakag- ígasvæðinu. Og þá bæði Dómadals- leið frá Landmannalaugum og eins þaðan um Hraunið niður að Sig- öldu. Þá má nefna Kaldadal og inn að Surtshelli. Þessi upptalning þjónar aðeins þeim tilgangi að benda á að margar leiðir má fara á venjulegum bílum, sé gætni höfð og hugað að veðri. Ef síðan væri bætt við öllum þeim leiðum sem færar eru á jeppum og auk þess sem færar eru á breytt- um jeppum eða hópferðabílum, þá yrði upptalning löng. Ítreka vil ég að þess verði gætt af öllum mætti að öfgafólk um lokun hálendisins fái ekki ráðið. Það yrði mikil ógæfa. Lokun vega með öfgafullum hætti býður heim styrjöld á hálend- inu. Enginn vafi getur leikið á að öfgar ullarsokkaliðsins kalla á öfgar hinna, þeirra sem vilja sem frjálsast- ar ferðir um landið okkar allra. Þeir gætu hugsanlega sumir tekið til öfga um akstur utan vega verði öfgum beitt um lokun vega og slóða sem um áratugi hafa verið eknir. Mik- il væri ógæfa ullarliðsins ef öfgar þeirra um lokun hálendisins leiddi til styrjaldar til fjalla. Óvelkomin í eigin landi umræða 31. maí 2010 mánudagur 21 1 Eurovision sigurvEgari striplaðist í sápuópEru Hin 19 ára gamla söngkona Lena Meyer- Landrut  kom fram nakin í ástarsenu. 2 Hin Hliðin á Jóni gnarr: vill láta gott af sér lEiða Jón Gnarr var yfirheyrður í helgarblaði DV. 3 „KlárlEga Hagsmunir í Húfi“Útgerðarfyrirtækið Álfsfell á Ísafirði skuldar um tvo milljarða króna vegna kvótakaupa. 4 „mussuKErlingar“ vilJa bæta HEiminn Sveinn Andri Sveinsson vill lokað réttarhald yfir mönnunum sem eru ákærðir fyrir vændiskaup. 5 bEsti floKKurinn lætur EKKi þvinga sig Frambjóðendur Besta flokksins ætla að gefa sér tíma til að fara yfir stöðuna. 6Jónas KristJánsson: ragna fasisti og ríKisstJórnin óHæf Jónas Kristjánsson fyrrum ritstjóri fer ófögrum orðum um ríkisstjórnina á bloggsíðu sinni. 7 rapparinn bEnt áKærður fyrir árás Rapparinn Ágúst Bent Sigurbertsson hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. mest lesið á dv.is myndin Hver er maðurinn? „Eyþór Arnalds.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er alinn upp í Reykjavík á veturna en á sumrin var ég í Flóanum.“ Hvað drífur þig áfram? „Að gera eitthvað nýtt, skapa eitthvað og lifa lífinu því það má ekki fara til spillis.“ Með hverjum heldurðu í enska? „Ætli ég verði ekki að segja Man. United.“ Hvað svafstu mikið á kosninganótt? „Ég svaf nú alveg fjóra tíma sem var nú meira en næturnar á undan.“ Hvað var það fyrsta sem þú hugsað- ir í morgun? „Hvað þetta væri yndislegur dagur.“ Hver eru þín fyrstu viðbrögð við úrslitunum í Árborg? „Þetta er lítið fallegt kraftaverk og við ætlum okkur að fara vel með það traust sem okkur er veitt. Við ætlum að vinna náið með okkar samstarfsfólki, hinum bæjarfulltrúunum og síðast ekki síst fólkinu í bæjarfélaginu.“ Gastu ímyndað þér svona góða kosningu? „Já. Við fundum fyrir sterkri bylgju sem fór um allt og við vorum alveg vissir um að fá betri kosningu en síðast. Við erum að fá 25 prósent fleiri atkvæði en fyrir fjórum árum.“ Er þetta ekki stórsigur fyrir þig og flokkinn? „Ég myndi ekki segja það. Þetta er stór- sigur fyrir íbúana og sveitarfélagið en þannig lítum við á það. Við viljum ekki horfa á þetta út frá of þröngu sjónar- horni. Þetta er stórsigur fyrir þennan hóp okkar og íbúana í sveitarfélaginu.“ þýðir þetta ekki að fólkið vill breytingar í Árborg? „Jú, það er nákvæmlega það sem þetta er. Við fáum þennan stuðning af því við unnum málefnin með íbúum bæjarsins. Við vorum með íbúafundi á Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka.“ Hvað er brýnast að gera í sveitarfé- laginu? „Brýnast er að standa saman og hafa gaman af því sem við erum að gera og auðvitað sýna gott fordæmi.“ maður dagsins kjallari „Já, að sjálfsögðu.“ siGurður KÁri KristjÁnsson 37 ÁRA ÞinGMAðUR „Já, ég held það verði skemmtilegt að fylgjast með því.“ Guðrún Pétursdóttir 21 ÁRS StöðUVöRðUR „Já, auðvitað.“ AlExAndEr þórsson 16 ÁRA StARFSMAðUR HJÁ REyKJAVÍKURBoRG „Já, það ætla ég að gera.“ rutH EinArsdóttir 38 ÁRA VERSLUnARStJóRi „nei, mér finnst fótbolti leiðinlegur.“ HErdís stEfÁnsdóttir 22 ÁRA StöðUVöRðUR ætlarðu að fylgJast mEð Hm í fótbolta í sumar? dómstóll götunnar skrifar Kristinn snælAnd „Lokun vega með öfgafullum hætti býður heim styr- jöld á hálendinu.“ Húsbíllinn í Veiðivötnum. fólksbíllinn við Álftavatn í Álftakrókum. uppgufun Það var kyrrð yfir Elliðaárdalnum um klukkan tvö á kosninganótt þegar Róbert Reynisson, ljósmyndara DV, bar að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.