Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 8
8 mánudagur 31. maí 2010 fréttir Nokkrar nýjar tegundir skordýra hafa tekið sér bólfestu á Íslandi undanfarin ár. Sum þeirra má með sanni kalla meindýr en önnur eru með öllu meinlaus. Að sögn Er- lends Ólafssonar dýrafræðings eru sum þessara skordýra hættulegri en önnur. Nýju meindýrin sem ber helst að óttast eru Skógarmít- ill, Spánarsnigill og Folafluga. Þessi meindýr hafa áhrif ýmist á gróður eða heilsu fólks. Aðrir nýir land- nemar eru velkomnari og hafa ekki slæm áhrif, hvorki fyrir gróður né menn. Erlingur segir þó töluvert hafa verið um það að fólk sé hrætt við þessar nýju skordýrategundir því það þekki þær ekki. Skógarmítill Fannst hér fyrst á landi 1967 á þúfu- tittlingi sem skotinn var í Surtsey. Fannst svo ekki aftur fyrr en árið 1998 svo staðfest sé. Frá því hefur hann fundist reglulega og í öllum landshlutum. Langflest tilvik þó á Suðvesturhorninu. Skógarmítlar tókust að finnast á fólki og hundum eftir útivist í íslenskri náttúru. Skóg- armítill er blóðsuga á spendýrum og hann heldur til í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann vant- ar blóð skríður hann upp í gróð- urinn og krækir sig við blóðgjafa á leið um hann. Lífshættir þeirra á Ís- landi eru ókannaðir en flestir hafa fundist á mönnum og hundum. Skógarmítill er mjög varasamur því hann getur borið með sér alvarlega sýkla með hann smitar fórnarlömb sín með. Til dæmi bakteríuna Bor- relia sem getur valdið alvarlegum skaða á taugakerfi. DV sagði í fyrra frá íslenskum manni sem smitað- ist af þessum sýkli af skógarmítli. Sá maður varð óvinnufær á um þremur árum og er 100% öryrki í dag. Hann sagði frá því að erfitt væri að halda einkennum sjúkdómsins niðri og sagði að hann væri jafnvel verri en AIDS. Vitað er um nokkur slík dæmi á Íslandi og því svo sannarlega um varasamt meindýr að ræða. Rauðhumla Fannst fyrst hér á landi árið 2008 en síðasta sumar varð fólk töluvert vart við hana. Hún er af humlaætt og er ekki ógn við menn. Hún er ólík öðrum humlaflugum í útliti en þær sem við þekkjum eru býflugur. Þær eru svartar og gular, með rend- ur en rauðhumlan er ólík þeim því hún er ekki röndótt heldur svört með rauðum blett á baki. Einnig er hún minni en hinar hefðbundnu býflugur.Hún er algjörlega hættu- laus en hjálpar mikið til í görðum þar sem hún flytur frjókorn milli blóma. Spánarsnigill Er talinn vera eitt skaðlegasta mein- dýr sem borist hefur til landsins. Fannst fyrst hér á landi árið 2003 og hefur síðan þá fjölgað sér hratt og í dag finnst hann nánast um allt land. Hann dreifist af mannavöld- um. Hann er mikil skaðræðisvera því hann étur allt sem hann kemst í, svo lengi sem það er lífrænt. Þeir eru um 15 sentímetra langir og éta um hálfa þyngd sína á dag. Spánarsnig- illinn hefur sérstakt dálæti á skraut- jurtum og matjurtum og sækir mikið í lyktarsterkar plöntur eins og krydd- jurtir, lauka og flauelsblóm. Þeir láta sér ekki blómin nægja því þeir éta líka hræ, hundaskít og aðra snigla. Þeir dreifa sér á ógnarhraða við góð- ar aðstæður, það er, nóg fæðufram- boð og góðan raka. Þeir geta fjölgað sér án þess að makast og verpa um 400 eggjum. Á Norðurlöndunum ótt- ast menn að spánarsnigillinn sé far- inn að makast við svartasnigilinn. Þá verður til eins konar ofursnigill með frjósemi spánarsnigilsins og aðlög- un Svartsnigilsins að kaldara lofts- lagi. Líklegt þykir að þeir blandist hér á landi. Spánarsnigillinn er rauður eða rauðbrúnn og líkist ekki nein- um öðrum íslenskum snigli nema þá helst garðsnigli sem er þó miklu minni. Varmasmiður Nú pöddutegund sem veiðir önn- ur smádýr sér til matar, til dæmis snigla, maðka og skordýr. Athafn- ar sig að nóttu til. Hann fannst fyrst hér á landi um 1990 en svo varð ekki aftur vart við hann fyrr en tæplega áratug seinna. Hann virðist vera bú- inn að taka sér bólfestu hér í dag. Hann hefur fundist á nokkrum stöð- um aðallega í Hveragerði, Garðabæ, Hafnarfirði, Keflavík og nokkrum öðrum stöðum á landinu. Varma- smiðirnir líkjast kakkalökkum í útliti og hafa því vakið óhug ef þeir hafa slæðst inn í hús hjá fólki. Við fyrstu sýn virka þeir ógnvekjandi því þetta eru stærri pöddur en fólk á að venj- ast hér á landi. Það er þó óþarfi að óttast þá því þeir eru taldir hafa góð áhrif í görðum, til dæmis eru þeir öflugir í baráttunni við óvelkomna snigla. Varmasmiðurinn er með frekar slétt yfirborð, hálfgljándi og liturinn á honum er breytilegur eft- ir því hvernig ljósið fellur á. Hann getur verið bronsleitur, brassgrænn eða fjólurauður. Fullvaxin lirfa er um þrír sentimetrar á lengd. Loðsveifla Fannst fyrst hér á landi 1971 og hefur fundist víða um land eftir það. Hún er áberandi á góðviðrisdögum og vekur oft hræðslu hjá fólki því hún þykir lík býflugum í útliti. Hún er stór og loð- in. Karlkyns loðsveiflur leggja undir sig svæði í görðum og verja þau fyr- ir kynbræðrum sínum. Þeir standa vaktina kyrrir í loftinu og skjótast snögglega burt ef styggð kemur að þeim og birtast þá á ný, á nýjum stað, kyrrstæðir í loftinu. Þessi hegðun þeirra þykir mörgum ógnandi og fólk hræðist þær vegna þessa. Það er þó algjörlega að óþörfu því þessi tegund er með öllu meinlaus. Folafluga Fannst fyrst hér árið 2001 en fólk hafði orðið vart við hana fyrr. Hún finnst aðallega í Hveragerði og Ölf- usi. Þetta er mikill skaðvaldur sem mikil hætta stafar af. Sérstaklega þar sem margar lirfur eru saman. Hún étur grös, skrautjurtir, græn- meti og rótarávexti. Hún er líka sólg- in í græðlinga trjáa og runna. Það er þekkt vandamál erlendis að lirfurnar nagi börk græðlinga í ræktunarreit- um niðri við rót þannig þeim blæðir út og falla svo. Henni er því ekki fagn- að hér á landi því hún getur valdið töluverðum skaða á stuttum tíma. viktoria@dv.is Nokkrar nýjar tegundir skordýra hafa fundist á Íslandi á undanförnum árum. Sum hafa engin áhrif, hvorki á gróður né menn, en önnur geta haft mjög skaðleg áhrif. Sum geta jafnvel verið banvæn. Ef spánarsnig- illinn makast við svartasnigilinn verður til einskonar ofursnigill sem sameinar eiginleika beggja snigla. Þeir eru um 15 sentímetra langir og éta um hálfa þyngd sína á dag. Ný skordýr Nema laNd ViktoRía heRmannSdóttiR blaðamaður skrifar: viktoria@dv.is Varmasmiður Ný pöddutegund sem veiðir önnur smádýr sér til matar, til dæmis snigla, maðka og skordýr. myndiR eRLing óLaFSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.