Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 30
Þeir Steindi Jr og Ágúst Bent sem eru mennirnir á bak við gaman- þættina Steindinn okkar léku vin sinn Halldór Halldórsson, betur þekktan sem Dóri DNA, heldur grátt. Í þeim atriðum í þáttun- um þar sem GSM-númeri hefur brugðið fyrir hafa þeir Steindi og Bent sett símanúmer Dóra á skjáinn. Til dæmis í einu atrið- anna með eltihrellinum Níelsi. Sökum þess hefur Dóri verið að fá símtöl á ýmsum tímum sól- arhrings og hefur hann litla þol- inmæði fyrir gríninu, þrátt fyrir að vera sjálfur með mikið og ríkt skopskyn. Þegar hefur verið stofnuð grúppa á samskiptavefnum Facebook í kringum ummæli Boga Ágústs- sonar úr kosningasjónvarpinu á laugardag. Of snemma var skipt inn í stúdíó á Boga og Þóru Arn- órsdóttur og heyrðist fréttamað- urinn reyndi þá segja línuna eftirminnilegu: „Þetta græna eplakjaftæði vil ég ekki sjá.“ „Já, er það!,“ segir Bogi og hlær þegar blaðamaður DV til- kynnir honum það að þegar hafi verið stofnuð Facebook-grúppa um ummæli hans. „Það var ekki lengi gert.“ En hvað er þetta græna eplakjaftæði? „Þannig var mál með vexti að ég hafði beð- ið sviðsstjórann um sódavatn og vildi ekki með eplabragði. Mér finnst það einfaldlega vont,“ seg- ir Bogi enn hálfhlæjandi útaf at- vikinu. „Málið var að vitlaus tíma- setning var á innslaginu og þetta átti auðvitað ekkert að heyrast. En það hefur nú margt verra en þetta verið sagt í beinni útsend- ingu sem ekki var ætlað fyrir eyru almennings.“ Bogi segist ekki muna eftir að hafa lent í þessu áður á löngum ferli sínum. Enda beri fréttamönnum að umgang- ast míkrafóna af varkárni og fag- mennsku. asgeir@dv.is Símtöl að næturlagi Valli Sport, umboðSmaður Heru: „Takk fyrir mig. Jii, það þarf greinilega ekki að eiga kærasta til að fá blóm!“ segir blaða- og sjónvarpskonan og nú rithöf- undurinn Þorbjörg Alda Marin- ósdóttir á Facebook-síðu sinni. Þorbjörg, eða Tobba eins og hún er jafnan kölluð, hélt á fimmtu- daginn í síðustu viku útgáfuteiti vegna fyrstu bókar sinnar, Maka- laus. Stefnumótasérfræðing- urinn, sem er enn á lausu, fékk haug af blómum í samkvæminu sem haldið var á skemmtistaðn- um Austur og var hin þakklát- asta fyrir. Enginn kæraSti, fullt af blómum 30 mánudagur 31. maí 2010 fólkið Ummæli Boga Ágústssonar Á rúV hafa Vakið mikla athygli: Eplakjaftæðið slær í gegn Bogi Ágústsson Finnst sódavatn með eplabragði einfaldlega vont. „Það fór ekki bent neitt úrskeiðis. Við bara fengum ekki eins mörg stig og spáð var,“ segir Valli Sport, um- boðsmaður Heru Bjarkar Þórhalls- dóttur, en framlag Íslands í Eurov- ision þetta árið, „Je Ne Sais Quoi“, í flutningi Heru endaði einungis í 19. sæti í keppninni. Laginu hafði verið spáð góðu gengi eftir undankeppn- ina sem fram fór á þriðjudaginn síð- asta. Þar lenti lagið í þriðja sæti og og úrslitin á laugardaginn því tölu- verð vonbrigði. „Þau stóðu sig eins vel og þau gátu. Þessi keppni er bara algjört ólíkindatól. Við vorum með gríðar- legan meðbyr svo einhvern veginn þarna á lokasprettinum, þarna síð- ustu tvo dagana fyrir keppnina tekur einhver annar ölduna og við sitjum eftir og við vitum ekkert af hverju. Fólk hrífst allt í einu af öðru atriði og við vitum ekkert af hverju,“ segir Valli og bætir við: „Við vorum ennþá með athyglina hjá blaðamönnum og við fengum langmestan stuðn- ing frá áhorfendum í höllinni,“ sagði Valli þegar blaðamaður náði tali af honum en þá var hann nýkominn til landsins frá Ósló. Um 20 þúsund áhorfendur voru í höllinni á úrslita- kvöldinu. Valli segir lítið hafa verið um fagnaðarlæti hjá íslenska hópnum í gær enda hafi þau ekki verið ánægð með að lenda svona neðarlega í keppninni, „Við áttum alls ekki von á að lenda í 19. sæti enda var búið að spá okkur að við værum eitt af þeim sex löndum sem væri líklegt til að vinna keppnina. En svona er þetta bara. Við fögnuðum ekki en þetta er atvinnufólk sem hefur lent í ýmsu og er ýmsu vant,“ seg- ir Valli og það vottar fyrir vonbrigðum í röddinni. „Maður heldur að eitt- hvað sé að fara að slá í gegn en það gerir það ekki og svo heldur mað- ur að eitthvað sé ekki að fara að slá í gegn en það gerir það.“ viktoria@dv.is VonBrigði Gengi Heru í Eurovison var töluvert slakara en búist var við. Vonbrigði að lenda í 19. sæti Valli Sport, umboðsmaður Heru Bjarkar, segir það vonbrigði að lenda í 19. sæti í Eurovision. Búið að var að spá Íslandi í eitt af sex efstu sætunum. umBoðSmaður Heru Er vonsvikinn með úrslitin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.