Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 3
fréttir 31. maí 2010 mánudagur 3 Flokkarnir liFa á landsbyggðinni SeltjarnarneS Sjálfstæðisflokk- urinn heldur sínum fimm fulltrúum og fær hreinan meirihluta. moSfellSbær Meirihluti Sjálf- stæðisflokks og vinstri-grænna heldur. Sjálfstæðismenn bæta við sig manni og eru með fimm fulltrúa. garðabær Sjálfstæðisflokkurinn bætir fimmta fulltrúanum við sig og heldur hreinum meirihluta. reykjaneSbær Sjálfstæðisflokk- urinn heldur sínum sjö fulltrúum og hreinum meirihluta. Skagafjörður Meirihluti Framsóknarflokks og Samfylkingar heldur velli þar sem Framsókn hefur fjóra fulltrúa en Samfylking einn. ÍSafjörður Meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks heldur með fimm fulltrúa kjörna. Hornafjörður Framsóknarflokk- urinn bætir við sig manni og er nú með fjóra menn kjörna og hreinan meiri- hluta. Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks heldur. Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fimmta manninum og heldur hreinum meirihluta. borgarbyggð Framsóknarflokk- urinn tapar manni og er nú með tvo menn kjörna. Meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks heldur þó með fimm menn kjörna. dalvÍkurbyggð Framboðslisti óháðra bætir við sig fjórða manninum á kostnað samstarfsflokks síns, Framsóknarflokksins. Meirihutinn stendur en Framboðslisti óháðra er nú með hreinan meirihluta. fjallabyggð Meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks heldur en sjálfstæðismenn tapa manni og eru nú með þrjá fulltrúa kjörna en Framsóknarflokkurinn tvo. bolungarvÍk Meirihluti Sjálf- stæðisflokks heldur velli þar sem hann er með fjóra menn kjörna og hreinan meirihluta. fjarðabyggð Meirihluti Fjarðalista og Framsóknarflokks heldur meirihluta sínum en Fjarðalistinn tapar manni og er með þrjá menn kjörna. veStmannaeyjar Sjálfstæð- isflokkurinn heldur sínum fjórum fulltrúum og hreinum meirihluta. norðurþing Meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Framsóknar heldur með sex menn kjörna en Sjálfstæðisflokkur tapar einum manni yfir til framsóknar- manna. SnæfellSbær Sjálfstæðisflokkur heldur hreinum meirihluta með fjóra fulltrúa kjörna. StærStu Sigrarnir reykjavÍk Meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks geldur afhroð. Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm menn kjörna og Framsókn deyr út. Besti flokkurinn fær sex menn kjörna. akureyri L-listi fólksins vinnur stórsigur og fær sex menn kjörna og hreinan meirihluta. Sjálfstæðisflokk- urinn tapar þremur fulltrúum og Samfylking tveimur. kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni og fær fjóra kjörna. Meiri- hluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks fellur. Nýju framboðin, Næstbesti flokkurinn og Listi Kópavogsbúa, fá tvo bæjarfulltrúa. Hafnarfjörður Samfylkingin tapar tveimur fulltrúum yfir til Sjálf- stæðisflokksins og þar með hreinum meirihluta. grindavÍk Framsóknarflokkur bætir við sig manni á kostnað Sjálfstæðis- flokks. Vinstri-grænir ná ekki inn manni og meirihlutinn því fallinn. akraneS Sjálfstæðisflokkurinn tapar þremur fulltrúum yfir til Samfylkingar og Framsóknarflokks og þar með hreinum meirihluta. Samfylking hefur fjóra menn kjörna. árborg Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum fulltrúa yfir til Fram- sóknarflokksins og þar með hreinum meirihluta en er eftir sem áður stærstur með fjóra fulltrúa. fljótSdalSHérað Sjálfstæðis- flokkur tapar tveimur fulltrúum og er með einn mann kjörinn og þar með meirihluta við L-lista. Framsóknarflokk- ur heldur sínum þremur fulltrúum og er stærstur. ölfuS Sjálfstæðisflokkur tapar tveimur fulltrúum yfir til nýs framboðs, Fyrir okkur öll, og þar með hreinum meirihluta. veSturbyggð Sjálfstæðisflokkur tapar einum manni og þar með hreinum meirihluta. SeyðiSfjörður Sjálfstæðisflokk- urinn tapar einum fulltrúa og þar með hreinum meirihluta. StærStu óSigrarnir „Ég varð afslappaðri eftir skoðana- könnunina og fór þá virkilega að trúa að okkur myndi ganga vel. Ef ég hefði hins vegar verið spurður í vet- ur hefði ég sagst verða ánægður með þrjá menn inn. Ævintýrin gerast svo sannarlega enn,“ segir L-listamaður- inn Oddur Helgi Halldórsson en list- inn fékk hreinan meirihluta í kosn- ingunum á Akureyri á laugardag. Aldrei áður í sögu Akureyrarbæjar hefur einn flokkur náð slíkum ár- angri en Oddur Helgi segir ástæður velgengninnar margþættar. „Ástandið í þjóðfélaginu og okkar góða fólk skiptir þar mestu. Akureyr- ingar eru vanafastir og L-listinn hef- ur starfað frá árinu 1998 og alltaf ver- ið laus við þessa bæjarstjórasýki sem allir eru að sverja af sér núna. Við erum óháð og ekki undir handbendi miðstjórnarflokkana og setjum Akur- eyri fyrst og flokkinn svo,“ segir hann og bætir við að meirihlutaflokkarn- ir hafi skort tengingu við bæjarbúa. „Það sést best á því hvernig þau átt- uðu sig ekki á því að bæjarbúar vilja ekki þetta miðbæjarskipulag þeirra auk þess sem ég tel að allt hringlið með bæjarstjórastólinn hafi reynst þeim dýrkeypt. Fólk vissi sjaldnast hver var bæjarstjóri. Að skiptast á á vel við úti á róluvelli, svona þegar rólurnar eru færri en krakkarnir, en á ekki við í bæjarstjórn. Að okkar mati á bæjarstjórinn að vera sameining- artákn fyrir bæði meirihluta, minni- hluta og almenning.“ Oddur Helgi hefur verið í for- svari fyrir L-listann í tólf ár en var nú í þriðja sæti listans á eftir þeim Geir Kristni Aðalsteinssyni og Höllu Björk Reynisdóttur. „Mig langaði til að leggja störf mín í dóm kjós- enda og ákvað að fá hæfa einstakl- inga fyrir framan mig. Ef illa gengi og fólk vildi mig ekki væru þau alla- vega inni,“ segir hann en bætir við að hann hafi vonast eftir fersku fólki sem kæmi honum inn úr þriðja sæt- inu. „Þetta er glæsilegt fólk og ég er alls ekkert viss um að sigurinn hefði verið svona stór ef ég hefði ver- ið fremstur.“ Oddur Helgi sér ekki ástæðu til að fá bæjarfulltrúa hinna flokkanna með í meirihluta. „Við erum með hreinan meirihluta en munum við reyna að virkja alla bæj- arfulltrúana með okkur. Við erum í þessu til að gera bæinn okkar enn betri en ekki fyrir völdin.“ Aðspurður hvort L-listinn hafi augastað á ákveðnum einstaklingum í sæti bæjarstjóra segir hann starf- ið verða auglýst. „Við ætlum að gera stjórnsýsluna opnari, viljum allt upp á borðið og niður með klíkuskap og því verður ráðning hins ópólitíska bæjarstjóra frammi fyrir allra aug- um,“ segir hann og bætir við að hann eigi ekki von á því að Akureyringar sjái fram á miklar breytingar fyrst um sinn. „Fyrsta breytingin er að eignast bæjarstjóra sem allir bæjarbúar geta flykkt sér á bak við en annars ætlum við ekki með hausinn á undan okk- ur inn í Ráðhúsið. Þetta er fjögurra ára ferðalag sem við erum að leggja í. Það kann enginn að vera með hrein- an meirihluta, hvorki við, embætt- ismenn né fólkið í bænum og því ætlum við að skoða málin hægt og rólega og án þess að sparka til stól- um.“ indiana@dv.is Oddur Helgi Halldórsson, L-listanum á Akureyri: Kunnum ekki á hreinan meirihluta Sér ekki eftir að hafa vikið Oddur hefur leitt L-listann í tólf ár en ákvað að fá hæfa einstaklinga í efstu sætin að þessu sinni. Hann sér ekki eftir þeirri ákvörðun og efast um að flokknum hefði gengið jafn vel með hann fremstan. 2. sæti Einar Örn Benediktsson Fæddur árið 1962. Útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og nam fjölmiðlafræði í Lundúnum. Er þekktur fyrir störf sín í tónlistarbransanum og þá sérstaklega setu sína í Sykurmol- unum, KUKL og Ghostigital. Í dag er hann einn af eigendum plötufyrirtækisins Grapewire og er framkvæmdastjóri þess auk þess að sitja í stjórn Smekkleysu. 3. sæti Óttar Proppé Óttari Proppé er lýst sem afskaplega ljúfum dreng. Hann hefur starfað lengi við bóksölu hjá Máli og menningu og Pennanum. Hann er að sögn víðlesinn og bráðgáfaður. Óttar hefur einnig getið sér gott orð fyrir störf sín í tónlistarbransanum og ber þar einna helst að nefna fornfrægu hljómsveitina HAM. Þar þandi hann raddböndin ásamt Sigurjóni Kjartanssyni. 4. sæti Elsa Hrafnhildur Yeoman Elsu Hrafnhildi er lýst sem ofsalega sterkri og öflugri konu. Elsa er lærður smiður og er sjálfstætt starfandi. Henni er lýst sem hugmyndaríkum þús- undþjalasmið. Hún opnaði pítsustað þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul og bjó um tíma í Iowa í Bandaríkjunum. 5. sæti Karl Sigurðsson Karli Sigurðssyni er líst sem algjöru séntilmenni með hljómfagra söngrödd sem hafi einnig sínar hrjúfu hliðar. Karl er tölvunarfræðingur og þekkir hvern krók og kima internetsins samkvæmt þeim sem til hans þekkja. Hann stundar venjulega vinnu frá klukkan níu til fimm. En hann er einnig listrænn og klár músíkant. Þekktastur er hann fyrir störf sín í hljómsveitinni Baggalúti. 6. sæti Eva Einarsdóttir Eva Einarsdóttir er reyndur tómstunda- fræðingur, menntaður í Gautaborg í Svíþjóð. Hún hefur unnið hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar og er kynnt til sögunnar sem félagsmálafrömuður. Henni er lýst sem hvetjandi og röskri konu en hún á von á sínu öðru barni í sumar. Eva hefur verið kölluð Palestínu-Eva. fólkið Sem bylti borginni Heiða aðstoðar Jón Jón Gnarr hefur beðið Heiðu Krist- ínu Helgadóttir, kosningastjóra Besta flokksins, um að verða aðstoð- armaður sinn fari svo að hann verði borgar- stjóri eins og allt bendi til. Heiða Kristín var sæl og glöð með ótrú- legan árangur Besta flokksins. Engu að síður var hún líka þreytt eftir erfiða törn, en á meðan á kosningabaráttunni stóð hófust dagarnir gjarna klukkan átta á morgnana og stóðu fram á miðja nótt. Það gafst þó ekki mikill tími til að hvílast svona rétt eftir kosningar enda næg vinna fyrir höndum hjá Besta flokknum við að koma mynd á borgarstjórnarsamstarfið í Reykja- vík næstu fjögur árin. Heiða Kristín hefur ekki tekið þátt í pólitísku starfi áður en hún er fædd árið 1983, er stjórnmálafræðingur að mennt og almannatengill Vitvélastofnunar. Skilaboð frá hægri vængnum Þessi garpur tók sér stöðu fyrir utan kosn- ingakaffi vinstri-grænna við Suðurgötu í Reykjavík þar sem hann taldi sig vera að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri. Hann sneri sér síðan að umferðarstjórnun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.