Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 11
fréttir 31. maí 2010 mánudagur 11 „Við viljum að  Ísland gangi í ESB. Við lítum á  Ísland sem meðlim í evrópsku fjölskyldunni. Við getum lært margt af Íslendingum og þeir geta lært margt af okkur,“ segir Írinn Pat „The Cope“ Gallagher, þing- maður á Evrópuþinginu. „Ég vona að Íslendingar kjósi að ganga í ESB. Ég bið þá líka að loka ekki augunum áður en þeir sjá hvað er á borðinu,“ segir írski þingmaðurinn.  Við hittum Gallagher í húsa- kynnum Evrópuþingsins í síðustu viku og ræddum við hann um að- ildarumsókn Íslands að Evrópu- sambandinu og reynslu Íra af því. „Við“ erum hópur íslenskra blaða- manna, frá mismunandi fjölmiðl- um, sem stækkunardeild fram- kvæmdastjórnar ESB hefur boðið í námsferð til höfuðborgar Belgíu og Evrópu. Nú þegar aðildarviðræður Ís- lands og ESB eru rétt handan við hornið mælist stuðningur við að- ild lítill í skoðanakönnunum en á sama tíma hefur umræðan um Evr- ópumálin orðið nokkuð lágvær. Og á meðan spáir hag- og sagnfræð- ingurinn Niall Ferguson ragnarök- um evrunnar vegna skuldakrepp- unnar í Grikklandi. Ísland góðar fréttir „Evrópusambandið fagnaði aðild- arumsókn Íslands á sínum tíma, því  það  þótti hafa staðið sig illa í kreppunni og þurfti sárlega á góð- um fréttum að halda. Umsókn Ís- lands átti að sanna að ESB væri ennþá vinsælt og eftirsótt,“ seg- ir breskur blaðamaður okkur þar sem við sitjum á írskum pöbb sem er í húsi beint á móti höfuðstöðv- um framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, Berlaymont-bygg- ingunni í Brussel, þar sem Jose Manuel Barroso forseti situr á þrettándu hæð. Við hlustum með áhuga á nokkra evrópska starfs- bræður okkar á pöbbnum, sem vinna meðal annars fyrir stórblöð- in Frankfurt Allgemeine Zeitung og Times í London og virðast vita sínu viti um starfsemina í Brussel.  Þeir segja okkur líka hvernig lífi frétta- rritarans í Brussel er háttað, hvern- ig heimilda sé aflað. Þeir segja að blaðamenn frá litlum lönd- um miðli gjarnan upplýsingum til blaðamanna frá öðrum löndum, á meðan samkeppnin sé harðari hjá blaðamönnum frá stærri löndum sem miðli sjaldan til starfsbræðra sinna. Þjónar Ísland tilgangi? Rétt áður en blaðamaður lagði af stað  til Brussel las hann grein sænska tónlistargagnrýnandans Fredrik Strage, sem gagnrýndi ákvörðunina um að  veita Björk Guðmundsdóttur hin virtu sænsku tónlistarverðlaun Polar-verðlaun- in: „Með því að styðja einu súper- stjörnu Íslands gefur kviðdómur- inn ekki bara Björk eina milljón sænskar krónur heldur fá lands- menn hennar í þokkabót einn skammt af sjálfstrausti. Frá því að íslensku bankarnir hrundu og Eyjafjallajökull gaus hafa margir Evrópubúar spurt sig hvort Ísland þjóni nokkrum tilgangi. Með því að veita Íslendingum Polar-verð- launin er erfiðara að afgreiða íbúa landsins sem seinþroska rass- álfa sem éta rotinn hákarl,“ skrifar Strage, er auðvitað að grínast, en veltir engu að síður fyrir sér þeirri skondnu staðalímynd sem virðist hafa myndast að undanförnu um okkur Íslendinga. ESB virðist þó ekki telja að  Ís- lendingar séu eintómir rassálfar því  töluverður áhugi virðist ríkja á  meðal embættismanna í  Brussel á málefnum Íslands og aðildarum- sókninni.  Embættismaður sem vinnur fyr- ir ráðherraráðið sagði að Svíar, sem fóru þá með stjórn í ráðinu, hafi hvatt mikið til að aðildarumsókn Ís- lands yrði samþykkt um leið og hún barst því Ísland væri órjúfanlegur hluti Evrópu. Icesave ekki hindrun Embættismenn í Brussel hafa sagt okkur að  grænt ljós logi í  Brus- sel fyrir aðild Íslands og aðildar- viðræðurnar gætu gengið  nokk- uð  snurðulaust fyrir sig, sér  í  lagi vegna allra þeirra reglugerða sem Ísland hefur þegar samþykkt með EES. Fullyrt er að Icesave-mál- ið muni ekki hindra ferlið og að það sé mál sem Ísland, Holland og Bretland þurfi að leysa sín á milli. Þó hefur verið nefnt að skip- anir dómara og ýmsir hagsmuna- árekstrar (sem til dæmis hafi verið rætt um í skýrslu rannsókn- arnefndarinnar) samræmist ekki vinnubrögðum í ESB. Eins og fram kom í  upphafi greinar segir írski þingmaður- inn Pat Gallagher að  vilji sé til þess að  Íslendingar gangi í ESB og að sambandið geti grætt á því, hafi hagsmuni af aðild Íslands. Hann segir að Íslendingar geti miðlað  af reynslu sinni af fiskveiðum og land- búnaði. „Það hefur líka verið gott að versla við Íslendinga í gegnum EES og við viljum enn meira sam- starf við ykkur.” ESB ekki matseðill Flestir í Brussel vita að sjávarútvegs- málin hafa fælt marga Íslendinga frá  stuðningi við  „ESB ER EKKI MAT- SEÐILL“  aðild að  ESB. Við  hittum menn frá framkvæmdastjórn fisk- veiða hjá sambandinu. Þeir sögðu að Íslendingar gætu ekki einfaldlega einblínt á sjávarútveginn, geirann sem þeir væru sterkastir í og sagt að þeir vildu ekki taka þátt í sameigin- legri fiskveiðistefnu ESB.  „ESB er ekki matseðill þar sem hægt er að benda á það sem menn vilja. ESB snýst um heimspekilega og pól- itíska hugsjón um að við Evrópu- menn stöndum saman eins og ein stór fjölskylda og Íslendingar verða að átta sig á því,” sagði einn embætt- ismaðurinn. Nefnt var þó að reglu- gerðir ESB um hlutfallslegan stöð- ugleika í sjávarútvegi myndu þýða að sögulegar veiðiheimildir myndu skera úr um í kvótaúthlutun, eða með öðrum orðum að Íslendingum, sem hafa veitt einir þjóða á miðum landsins í áratugi, myndi verða út- hlutað kvótanum. Sömu embættis- menn sögðu alveg öruggt að Íslend- ingar þyrftu að hætta hvalveiðum gengju þeir í ESB.  Annar embættismaður stakk upp á að Íslendingur myndi gegna, fljótlega eftir inngöngu í ESB, embætti fulltrúa sjávarútvegs- mála framkvæmdastjórnarinnar (Commissioner for Maritime Af- fairs and Fisheries), sem er valda- mesta embætti geirans í Brussel. Hann nefndi að fordæmi séu fyr- ir að ríki fái við inngöngu úthlut- að embættum sem snúa að þeim málaflokkum sem hafi verið um- deildir og erfiðir í landinu. Nú- verandi fulltrúi eða fiskistjóri er Grikkinn Maria Damanaki. Ákveðið 17. júní Ísland er ekki enn komið  á dag- skrá leiðtogaráðs ESB, sem mun funda í júní. Leiðtogaráðið  þarf að samþykkja umsókn Íslands svo að- ildarviðræður geti hafist. Talið er nokkuð öruggt að aðildarumsókn Íslands verði sett á dagskrá í næsta mánuði og fjallað um hana hinn 17. júní. „ESB ER EKKI MATSEÐILL“ Á sama tíma og ESB titrar vegna erfiðleikanna í Grikklandi er hópi íslenskra blaðamanna boðið til Bruss- el til að glöggva sig á Evrópumálunum og kynna sér aðildarumsóknarferli Íslands sem senn fer af stað. Er einhver með hugann við okkur? Blaðamaður ræddi við fólk í Brussel. Ég bið þá líka að loka ekki aug- unum áður en þeir sjá hvað er á borðinu. hElgI hrafn guðmundSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is framkvæmdastjórn ESB Rætt er um að embættismenn hafi gefið afdráttarlaust grænt ljós á aðild Íslands. Evrópuþingið Írski þingmaðurinn Pat Gallagher telur að ESB geti hagnast á inngöngu Íslands. Brussel Skuldakreppan í Grikklandi hefur valdið miklum titringi í Evrópusam- bandinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.