Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Page 7
fréttir 9. júní 2010 miðvikudagur 7
Björn L. Bergsson, settur ríkissak-
sóknari í málum tengdum banka-
hruninu, sem komst að þeirri nið-
urstöðu í vikunni að ekki ætti að
hefja sakarannsókn á þætti þriggja
fyrrverandi seðlabankastjóra í
hruninu segir seðlabankastjórana
fyrrverandi þó ekki hafa fengið
syndaaflausn. Í samtali við blaða-
mann DV segir Björn: „Það er ekki
verið að gefa út neina allsherjar-
kvittun. Það er bara vísað til atriða
sem tiltekin eru í þessari skýrslu.“
Björn bendir á að hann hafi bara
haft fjögur mál til afgreiðslu. Þrjú
mál tengd bankastjórunum þrem-
ur og eitt er varðaði Jónas Fr. Jóns-
son, fyrrverandi forstjóra FME.
„Ef eitthvað kemur upp úr dúrn-
um hjá sérstökum saksóknara, ef í
ljós kemur að einhver önnur emb-
ættisfærsla sýnir merki um van-
rækslu er ekkert því til fyrirstöðu
að það verði rannsakað,“ segir
Björn og tekur fram fjórmenning-
arnir hafi ekki fengið neinn „fríp-
assa“ í málum sem sérstakur sak-
sóknari gæti fundið við rannsókn
sína. „Þessir einstaklingar hafa
ekki fengið neina syndaaflausn.“
Ekki sammála
rannsóknarnefndinni
Málin sem Björn segist hafa haft
til skoðunar snúa að vanrækslu
fyrrverandi seðlabankastjóranna
Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðna-
sonar og Ingimundar Friðrikssonar
í starfi. Í skýrslu rannsóknarnefnd-
ar Alþingis um bankahrunið og að-
draganda þess er komist að þeirri
niðurstöðu að bankastjórarnir fyrr-
verandi hafi sýnt af sér vanrækslu í
starfi. Vanrækslan sneri meðal ann-
ars að því að seðlabankastjórarn-
ir fyrrverandi höfðu ekki kannað til
hlítar stöðu Landsbankans eftir að
hann óskaði aðstoðar Seðlabank-
ans við að færa Icesave-reikning-
ana yfir í dótturfélag. Einnig höfðu
þeir ekki rannsakað nægilega stöðu
Glitnis þegar bankinn bað Seðla-
bankann um lán í september. Þing-
mannanefnd sem fjallar um skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis sendi
mál fjórmenninganna til Björns.
Björn segir að hann hafi aug-
ljóslega ekki viljað tjá sig um hvort
honum hafi þótt erfitt að geta
ekki rannsakað mál fjórmenning-
anna frekar.
Kom að Baugsmálinu
Björn var skipaður af Rögnu Árna-
dóttur, dómsmála- og mann-
réttindaráðherra, til að fara með
hlutverk og valdheimildir ríkissak-
sóknara gagnvart embætti sérstaks
saksóknara. Björn var skipaður
vegna vanhæfis Valtýs Sigurðssonar
ríkissaksóknara, en sonur hans var
forstjóri Exista, sem var stór eigandi
í Kaupþingi banka.
Björn er fæddur 4. mars 1964 og
lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands
árið 1990. Hann hlaut héraðsdóms-
réttindi árið 1992 og varð hæsta-
réttarlögmaður árið 1999. Á tíma
var hann einn lögmanna Neyðar-
móttöku vegna nauðgana. Björn
hefur starfað sem stundakennari
við lagadeild Háskólans í Reykjavík
á sviði opinbers réttarfars. Í dag á
hann ásamt fleirum lögmannsstof-
una Mandat.
Athygli vekur að Björn var að-
stoðarmaður ríkissaksóknara í
Baugsmálinu. Því máli hefur oft
verið stillt upp sem valdabaráttu
Baugsfeðga gegn Davíð Oddssyni.
Hann var einnig í forsvari fyrir kæru-
nefnd jafnréttismála sem komst að
þeirri niðurstöðu að Björn Bjarna-
son, fyrrverandi dómsmálaráðherra
hefði brotið jafnréttislög þegar hann
skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson sem
hæstaréttardómara.
Árið 2005 vann svo Björn ásamt
Sif Konráðsdóttur lögfræðiálit fyr-
ir þáverandi stjórnarandstöðu, um
hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess
að fjalla um sölu á hlut ríkisins í
Búnaðarbankanum til S-hópsins.
Á mánudag komst Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum tengdum bankahruninu, að þeirri
niðurstöðu að ekki ætti að höfða mál á hendur fyrrverandi seðlabankastjórum og fyrrverandi forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins fyrir vanrækslu í starfi. Björn segist ekki hafa veitt fjórmenningunum neina syndaaflausn.
Hann segir þá ekki hafa neinn „frípassa“ gagnvart rannsókn sérstaks saksóknara.
„HAFA EKKi FENGiÐ
NEiNA SYNDAAFLAUSN“
aðaLstEinn Kjartansson
blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is Ef í ljós kemur að einhver önn-
ur embættisfærsla sýnir
merki um vanrækslu er
ekkert því til fyrirstöðu
að það verði rannsakað.
Björn L. Bergsson
„Þessir einstaklingar
hafa ekki fengið neina
syndaaflausn.“
Getur brosað Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, þarf ekki að verjast
málsókn eftir ákvörðun Björns. Hann er þó ekki endanlega sloppinn.
Gylfi Magnússon, efnahags- og við-
skiptaráðherra, segir vexti á inn-
lánsreikningum viðskiptabank-
anna í flestum tilfellum vera lága.
Þeir séu flestir óverðtryggðir og
ekki kostakjör fyrir fólk og fyrirtæki
í ljósi verðbólgustigsins.
Í riti Seðlabanka Íslands yfir fjár-
málastöðugleika er þess getið að fé
hafi safnast upp hjá viðskiptabönk-
unum vegna mikillar útlánaáhættu.
Innlán þeirra hjá Seðlabanka Ís-
lands nema 160 milljörðum króna.
Þar fá þeir sjö prósenta vexti, en
vextir á almennum reikningum eru
á bilinu 0,25 til fimm prósent. Að-
spurður hvort þessi vaxtamunur
sendi ekki almenningi slæm skila-
boð segir Gylfi álitamál hvort mun-
urinn sé meiri en æskilegt sé. Í riti
Seðlabanka Íslands segir að lækkun
vaxta hjá viðskiptabönkunum hafi
leitt til meiri vaxtamunar en ella.
„Hann hlýtur alltaf að vera einhver.
Ég hef ekki lagst yfir það hver hann
er í nágrannalöndunum, en þar er
það líka vandamál að bankar taka
við fé og setja inn í seðlabanka frek-
ar en að lána það út og gera það þá
með einhverjum vaxtamun. Inni-
stæður banka í seðlabönkum eru
greinilega öruggar að mati banka.
Þetta endurspeglar áhættufælni á
öllum mörkuðum,“ segir Gylfi.
Aðspurður hvort staða bank-
anna feli í sér svigrúm til þess að
lána út peninga segir Gylfi frek-
ar vanta upp á eftirspurn eftir fé
en framboð á lánamörkuðum og
að fólk sé tilbúið til að koma fram
með góðar viðskiptahugmyndir
og hætta sínu eigin fé til að hrinda
þeim í framkvæmd með fjármögn-
un frá bankakerfinu að auki. Að-
spurður hvort hann telji bankana
geta í auknum mæli komið til móts
við fólk í greiðsluerfiðleikum, seg-
ist Gylfi vonast til þess að þeir geri
sem mest. „Þeir eru að gera ým-
islegt en ég veit ekki hvort það sé
von á einhverjum miklum nýmæl-
um umfram það sem þegar hefur
verið kynnt.“ Talið er að fjórðung-
ur heimila muni lenda í greiðslu-
erfiðleikum samkvæmt mati Seðla-
banka Íslands.
rhb@dv.is
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra:
Vonast til að bankarnir geri sem mest
Gylfi Magnússon Segir vexti bankanna
lága.
Rannsókn lokið á myndatökum í búningsklefum Völsungs:
Klám til saksóknara