Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Qupperneq 23
úttekt 9. júní 2010 miðvikudagur 23
Ég vissi voðalega lítið um sjúkdóminn og skildi ekki hvernig mér gæti liðið svona illa þegar ég var ný-búin að eignast svona yndislegt barn,“ segir Hafdís
Priscilla Magnúsdóttir sem fékk fæðingarþunglyndi eftir
að hafa eignast sitt fyrsta barn þegar hún var að verða tví-
tug. Hafdís segist hafa mætt litlum skilningi í samfélaginu
gagnvart sjúkdómnum. „Fólk áttaði sig ekki á því hvað var
í gangi og vissi ekki hvernig ætti að höndla þetta. Ég ákvað
að vera opin með þetta og sagði fólki frá sjúkdómnum og
ég gleymi ekki augnaráðinu sem ég fékk t.d. í mömmu-
klúbbnum. Hinar mömmurnar horfðu hneykslaðar á mig
og vildu helst ekkert ræða þessi mál. Í dag er þetta breytt,
sem betur fer.“
Nokkrum mánuðum eftir að fyrsta barn Hafdísar
fæddist ræddi hún vanlíðan sína við mömmu sína og fór
að lokum til læknis.
„Hann skrifaði upp á þunglyndislyf en ég leysti þau
aldrei út. Það var nóg fyrir mig að ræða við einhvern.
Þegar annað barn mitt kom í heiminn fékk ég líka vott af
þunglyndi en ég var dugleg að ræða líðan mína og náði að
vinna mig strax út úr þeim tilfinningum. Núna er yngsta
barnið að verða eins árs og ég segi reglulega við mann-
inn minn að ég sé enn að bíða eftir þunglyndinu. Þetta var
erfið fæðing og meðganga og stelpan kom fyrir tímann en
það sem hefur bjargað mér, held ég, er hversu dugleg ég
var að ræða málin og láta vita þegar mér leið illa.“
Er bara mannleg
Hafdís segir fæðingarþunglyndið hafa lýst sér í mikilli
vanlíðan. „Ég grét mikið og þjáðist af samviskubiti vegna
hugsana minna og fékk enn meira samviskubit yfir því
hversu illa mér leið. Þetta gekk svo langt að ég var farin
að horfa til sjávar og far-
in að hugsa um hvort
barnið væri kannski bet-
ur komið án mín,“ segir
hún og bætir við að það
sé afar slæm tilfinning
að finnast maður vera
vond mamma.
„Ég var ekki beint
með neikvæðar hugs-
anir gagnvart barninu
en þegar álagið var mik-
ið og barnið kannski
með kveisu átti ég erf-
itt, var pirruð og langaði
oft að öskra. Maður er
hins vegar bara mann-
legur og getur ekki ráð-
ið við allt og ég held að
við mömmur verðum
að vera duglegri við að
biðja um hjálp.“
Hafdís segir meiri
skilning gagnvart sjúkdómnum í dag en þeg-
ar hún eignaðist sitt fyrsta barn árið 2003. „Í dag hefur
umræðan aðeins opnast en þó ekki nóg. Stór hluti þjóð-
arinnar hefur fengið þunglyndi og það er ekkert til að
skammast sín fyrir. Við mömmur eigum að vera algjörar
súpermömmur og geta séð um allt og alla en stundum er
bara ekki hægt að bíta á jaxlinn. Fæðingarþunglyndi getur
lagst á hvern sem er og ég mæli með að konur ræði málin
við sína nánustu. Það bjargaði mér allavega.“
Aðstæður mínar voru mjög góðar. Við vorum búin að koma okkur fyrir í góðri íbúð og það var ekkert sem átti að geta
valdið mér áhyggjum eða þunglyndi auk þess
sem ég hafði alltaf verið kát og lífsglöð stúlka,“
segir Þórhildur Sif Þórmundsdóttir nemi í
lögfræði sem fékk slæmt fæðingarþunglyndi
þegar hennar fyrsta barn fæddist. „Ég fékk að
komast að inni á geðdeild og dvaldi þar í tvær
vikur með barnið með mér og tók svo lyf þar
til barnið var orðið fimm mánaða. Þá fór ég að
vinna og allt gekk vel. Sjö árum seinna eign-
aðist ég annað barn og allt gekk vel en skell-
urinn kom árið 2004 þegar ég eignaðist mitt
þriðja barn.“
Þórhildur segir að þá hafi hún fundið á sér
að ekki væri allt með felldu. „Ég spjallaði við
ljósmóður sem sagði að það væri eðlilegt að
mæður væri niðurdregnar eftir fæðingu en ég
vissi að þetta væri eitthvað meira en það. Ég
beið samt í mánuð eins og hún hafði ráðlagt
mér en fór þá inn á geðdeild og bað um hjálp
sem ég fékk,“ segir hún en Þórhildur var í eitt ár
á göngudeild. „Eftir það varð ég að standa á eig-
in fótum og það var erfitt því geðlæknirinn sem
hafði séð um mig hætti og enginn hefur viljað
taka við mér eftir það. Það er rosalega erfitt að
vera veikur og þurfa að sækja alla hjálp sjálf-
ur, sérstaklega þegar það að taka upp símtólið
virðist jafnerfitt og að hlaupa heilt maraþon.“
Flosnaði upp úr námi
Þórhildur segist hafa mætt afar litlum skiln-
ingi vegna veikindanna. Hún hafi meðal ann-
ars flosnað upp úr námi þar sem hún hafi verið
skikkuð í fjarnám og að kennararnir hafi tekið
lítið sem ekkert tillit til sjúkdómsins. „Ég leit-
aði til kennaranna í von um að fá enn meiri að-
gang að þeim vegna veikindanna en fékk engan
skilning. Einn þeirra svaraði aldrei tölvupóst-
unum mínum og felldi mig og annar hleypti
mér í gegn með 5. Kennararnir voru engan
veginn með mér í liði og það er alveg ótrúlega
óþægileg tilfinning. Mér leið ekki sem þriðja
flokks einstaklingi heldur fimmta flokks. Ég var
með jafngóðan grunn fyrir þetta nám eins og
hver annar en þurfti bara að fá góðan aðgang
að kennurunum en það gekk ekki svo ég fann
mér annað nám sem hentaði mér betur.“
Annað barn ekki möguleiki
Þórhildur Sif hefur það gott í dag og hún þakkar
það stuðningi vina, fjölskyldu og eiginmanns.
„Ég nýt skilnings alls staðar í kringum mig í dag
og það heldur mér nokkuð góðri. Ég var lengi
með samviskubit gagnvart börnunum og þurfi
meðvitað að breyta hugsanagangi mínum og
gera sjálfri mér grein fyrir að ég hafi ekki beð-
ið um að verða veik. Ég var bara óheppin að
lenda í þessu,“ segir hún og bætir við að hún
hafi alltaf verið skipulögð og dugleg og með allt
sitt á hreinu. „Þegar ég gat svo ekki staðið við
allt það sem ég var vön að sjá um olli það mik-
illi vanlíðan. Mér fannst eins og ég væri minni
manneskja en ég hafði verið og á mig leituðu
alls kyns slæmar hugsanir. Þó aldrei alvarlegar
sjálfsvígshugsanir, þótt slíkt hafi alveg hvarflað
að mér.“
Aðspurð segist Þórhildur ekki viss um hvort
hún ætli að eignast fleiri börn. „Þegar ég var
yngri gat ég hugsað mér að eignast mörg börn
en í dag, þegar maður er eldri, er málið ekki
jafn einfalt. Eins og staðan er í dag þá ætlum
við hjónin ekki að taka ákvörðun um að eign-
ast annað barn. Það væri gaman að hafa þann
möguleika en á meðan ég fæ engan geðlækni
höfum við hann ekki.“
indiana@dv.is
Vanlíðan á hamingjutímum
Bað ekki um
að verða veik
Þórhildur Sif Þórmundsdóttir var lengi með sam-
viskubit gagnvart börnunum sínum eftir að hafa
fengið slæmt fæðingarþunglyndi.
Hafdís Priscilla mætti litlum skilningi gagnvart sjúkdómi sínum.
Ekkert til að skammast sín fyrir
Hafdís Priscilla Hafdís segir að sú
tilfinning að vera ekki nógu góð
mamma sé ekki skemmtileg.
myndir Hörður SvEinSSon
Fimmta flokks Þórhildur Sif segist ekki hafa mætt neinum skilningi í skólanum svo hún hafi upplifað sig
sem fimmta flokks manneskju. myndir Hörður SvEinSSon