Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Side 4
Starfsmaður hljómsveitarinnar Ingó og Veðurguðanna er sakaður um að hafa látið ófriðlega gagnvart ball- gestum í Sjallanum um síðustu helgi. Stúlkur sem voru á ballinu segjast vera með marbletti eftir að rótarinn hafi ýmist hrint þeim eða tekið háls- taki. Það var aðfaranótt laugardagsins 19. júní sem dansleikurinn fór fram í Sjallanum og þegar leið á kvöldið er starfsmaðurinn sagður hafa gengið harkalega fram gegn gestum á dans- gólfi staðarins. Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó forsprakki Veðurguðanna, bendir á að það sé hlutverk starfsmannsins að halda ball- gestum frá hljómsveitarmeðlimum. Hafi viðkomandi gert það of harka- lega biðjist hann velvirðingar. „Eftir ballið komu starfsmenn staðarins og kvörtuðu yfir honum. Það hefur greinilega verið eitthvert vesen. Sjálfur sá ég ekki hvað gerðist og veit lítið um málið. Ég þekki nú viðkom- andi og trúi því ekki að hann sé að ráðast á fólk að ástæðulausu. Vonandi hefur hann ekki verið með nein leið- indi við fólk, hann er ekki vanur því og því hlýtur þetta að hafa verið sérstakt tilfelli ef rétt reynist,“ segir Ingólfur. Vissulega brugðið Júlía Björk Kristmundsdóttir, einn ballgesta umrætt kvöld, fullyrðir að starfsmaður hljómsveitarinnar hafi látið ófriðlega gagnvart gestum Sjall- ans. Aðspurð segist hún ekki hafa átt nein samskipti við rótarann fyrr en lætin byrjuðu. „Við vinkonurn- ar vorum bara á dansgólfinu, eins og flestir aðrir, þegar ég var allt í einu tekin hálstaki aftan frá og vinkon- um mínum var hrint í gólfið. Skyndi- lega komu dyraverðir staðarins að og allir voru dregnir í burtu. Við fengum engar skýringar á þessari hegðun,“ segir Júlía Björk. „Við höfðum ekki átt nein sam- skipti við viðkomandi fyrr en þetta gerðist. Þó að ég hafi verið vel við skál var mér vissulega brugðið og vin- konur mínar eru með marbletti eftir þetta. Við erum ósáttar en ég á nú ekki von á því að við kærum. En við óskuð- um viðbragða hljómsveitarinnar á vefsíðu þeirra en athugasemdinni var eytt út. Við vildum að minnsta kosti fá afsökunarbeiðni frá hljómsveitinni.“ Biðst velvirðingar Björgvin Sigvaldason, umboðsmaður hljómsveitarinnar, segir starfsmann- inn hafa áralanga reynslu í starfi sínu. „Ég er búinn að heyra frásagnir frá kvöldinu og ætla ekki að rengja neinn. Sjálfur sá ég ekki hvað gerðist en veit að viðkomandi er með 14 ára reynslu af því sem hann gerir. Ég mun að sjálf- sögðu setja mig inn í hvað gerðist því það er leiðinlegt ef rétt reynist. Ég er búinn að heyra í stelpunum og afsök- unarbeiðni hefur verið komið form- lega á framfæri,“ segir Björgvin. Ingólfur tekur í sama streng og biðst velvirðingar á atburðinum. „Svona frásögn tökum við að sjálf- sögðu alvarlega og þurfum að tékka á þessu betur. Hlutverk viðkomandi er meðal annars að koma í veg fyrir að fólk fari upp á svið en það þarf að gera það á diplómatískan hátt. Kannski hefur hann gert það með fullharðri hendi. Ef einhver hefur meiðst af völdum bandsins þá bið ég gesti inni- lega afsökunar. Mér þykir það mjög leiðinlegt.“ Viðbúnaður gegn uppþotum n Ráðherrar, þeirra á meðal Gylfi Magnússon, hafa gefið í skyn að ekki hafi komið til álita að setja lög til bjargar fjármála- fyrirtækjum í kjölfar Hæsta- réttardómsins gegn gengis- tryggingu bíla- lána. Heimildir eru þó fyrir því að einmitt slík lagasetning hafi verið rædd strax eftir dómsupp- kvaðningu á fundi með fulltrúum ráðuneyta, banka og skilanefnda, en ákveðið að gera ekkert í bili. Kannski eins gott, því ekki er víst að almenn- ingur hefði tekið því þegjandi á Austurvelli 17. júní. Glöggir menn sjá merki þess að lögreglan hafi einmitt haft veður af mögulegri lagasetningu og búist við aðsúgi gegn valdastétt- inni, jafnvel við sjálfa Dómkirkjuna á helgum þjóðhátíðardeginum. Vanir menn n Eftir helgina ætlar stjórn RÚV ohf. að ræða þá ákvörðun Páls Magnús- sonar útvarpsstjóra að ráða Sig- rúnu Stefánsdóttur dagskrárstjóra Sjónvarpsins án auglýsingar. Ari Skúlason, stjórnar maður í RÚV, gaf til kynna fyrir helgi að hann myndi beita sér fyrir því að staðan yrði auglýst. Rifjast þá upp að Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi bankastjóri  NBI, réði Ara forstöðumann Landsvaka, verð- bréfasviðs NBI banka, án auglýsing- ar í fyrra. Fjármálaeftirlitið snupraði bankamennina fyrir tiltækið; Ari varð meira að segja að setjast á skólabekk í verðbréfamiðlun og tók ekki við starfinu fyrr en 1. júní síð- astliðinn.   Áhugalausir sjallar n Taugastrekkingur ríkir fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag, föstudag. Marg- ir málsmetandi sjálfstæðismenn telja ólöglega boðað til fund- arins, meðal annars vegna þess að ekki er auglýst kjör til miðstjórnar svo sem kveðið er á um í lögum flokksins. Frést hefur að meirihluti miðstjórnar hafi sam- þykkt um daginn að miðstjórnin skyldi sitja áfram. Þessu líkja sumir við að þingmenn kæmu sér saman um að halda engar þingkosningar meir því ágætt sé að sitja á þingi. Aðrir kalla þetta valdarán eða lögleysu. Mestar eru þó áhyggjur Bjarna Benediktssonar og annarra forkólfa flokksins af tómlæti flokks- manna gagnvart fundinum. hirtur Á rotary-fundi n Ýmsir löglærðir menn hafa látið ljós sitt skína að undanförnu í kjöl- far dóms Hæstaréttar um gengis- tryggðu bílalán- in. Einn þeirra er Hróbjartur Jón- atansson hæsta- réttarlögmaður, sem tjáði sig um málið á Rotary- fundi í Garða- bæ í vikunni. Mun hann hafa tekið afstöðu með bönkunum og fært rök fyrir því að þeim bæri að fá sanngjarna vexti eða verðtryggingu á móti niðurfellingu gengistrygg- ingarinnar. Stóð þá upp Jónas A. Aðalsteinsson, kunnur og reyndur hæstaréttarlögmaður, og kvaðst ekki þurfa neina túlkun á  afdráttarlaus- um og skýrum dómi Hæstaréttar. Allra síst frá Hróbjarti Jónatanssyni. - Og settist svo. sandkorn 4 fréttir 25. júní 2010 föstudagur Rótari hljómsveitarinnar Veðurguðanna er sakaður um að hafa látið ófriðlega gagn- vart ballgestum í Sjallanum um síðustu helgi. Forsprakki hljómsveitarinnar, Ingólfur Þórarinsson, segir það hlutverk rótarans að halda fólki frá sviðinu og vonast til að hann hafi ekki gert það of harkalega. kvartað út af rótara ingós trAuStI HAfSteInSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ef einhver hefur meiðst af völdum bandsins þá bið ég gesti innilega afsökunar. Mér þykir það mjög leiðinlegt. Afar leitt Ingólfifinnstleittef starfsmaðurhljómsveitarinnar hefurgengiðofharkalegafram gegnballgestumSjallansum síðustuhelgi. Mynd krIStInn MAGnúSSon kvörtuðu StarfsmennSjallanskvörtuðuundanstarfsmanniVeðurguðannaenhann ersagðurhafalátiðófriðlegaástaðnum. Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur, OR, vill ekki tjá sig um bifreiðahlunnindi sín eða annarra starfsmanna fyrirtækisins. Að minnsta kosti ekki við DV. Fjórir af æðstu stjórnendum OR eru með jeppa til afnota kostaða af borgarbúum. Verðmæti bílanna glæsilegu er ekki undir þrjátíu millj- ónum íslenskra króna og nýjasti jeppinn bættist í safnið á dögun- um, eins og DV greindi fyrst frá. Það er glæsileg Mercedes Benz ML 350 jeppabifreið hennar Önnu. Þrír aðrir yfirmenn eru með jeppa frá fyrirtækinu: Nissan Pathfinder árgerð 2006, Toyota Landcruiser ár- gerð 2008 og Toyota Landcruiser ár- gerð 2009. Líklegt verður að teljast að forstjóri fyrirtækisins, Hjörleif- ur Kvaran, sé með einn bílanna og tveir framkvæmdastjórar fyrirtækis- ins með hina tvo. Eftir því sem DV kemst næst er verðmæti jeppanna fjögurra yfir þrjátíu milljónir króna. Áætlað verðmæti Nissan-bílsins er 6 milljónir, Toyota-bílanna 8 og 10 milljónir og Benzins 8 milljónir. Það gera 32 milljónir króna samanlagt fyrir toppana fjóra. Hjörleifur Kvaran hefur sagst ætla að endurskoða bifreiðahlunnindin í ljósi umræðunnar síðustu daga og mikillar gagnrýni. Hlunnindin hafa verið í ráðningarsamningum fram- kvæmdastjóranna. DV leitaði viðbragða hjá Önnu um bílahlunnindi sín en þau vildi hún ekki ræða. Hún benti á forstjór- ann til svara. „Ég hef ekkert um málið að segja við DV,“ segir Anna. trausti@dv.is Anna Skúladóttir, fjármálastjóri OR, um bílahlunnindi stjórnenda: RæðirekkiviðDV flottur Benz Annafékkádögunum glæsileganBenzML350bíltilafnota fráOrkuveituReykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.