Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Qupperneq 17
GreiðsluaðlöGun einstaklinGa Ætlað þeim sem eru í verulegum greiðsluerfið leikum til að jafna út skuldir og greiðslugetu. Umboðsmaður skuldara skipar hverjum um- sækjanda umsjónarmann. Kröfuhafar eru síðan kallaðir saman og gerð tillaga að því hvað skuldarinn geti greitt af sínum lánum og lausaskuld- um næstu eitt til þrjú árin. Eftir að tímabilinu lýkur er tekið tillit til þess hvort afskrifa þurfi einhverjar af þeim kröfum sem standa eft- ir. Draga á úr biðtíma þeirra sem óska greiðsluaðlögunar. GreiðsluaðlöGun fasteiGnaveðkrafna í íbúðarhúsnæði Lækkuð greiðslubyrði um tímabundið skeið til allt að fimm ára. Mánaðarleg greiðsla á tímabilinu má vera allt niður í sextíu prósent af hæfilegri húsaleigu. Að loknu tímabilinu er hægt að afskrifa allt það sem er yfir hundrað prósentum af mark- aðsvirði eignarinnar. Stendur til boða nái skuldarar ekki frjálsum samningum við kröfuhafa. tímabundið úrræði fyrir þá sem eiGa tvær fasteiGnir Ætlað þeim sem keyptu húsnæði en gátu ekki selt húsnæðið sem þeir voru í áður. Þeir geta því látið kröfuhafa eftir aðra eignina. Henni fylgir hundrað prósenta veðsetning. umboðsmaður skuldara Ný stofnun sett á laggirnar sem skal gæta hagsmuna og réttinda skuldara. Á að hafa víðtækar heimildir til að taka á deilumálum milli skuldara og lánastofnana. Eitt af meginhlutverkum hennar er að taka á greiðsluaðlögun einstaklinga. Byggð á grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna en tekur afstöðu með skuldaranum. Kostnað- ur við starfsemina er alfarið greiddur af lánastofnunum. ÞETTA ER HEIMILISPAKKINN Alþingi samþykkti á fimmtudag að setja á fót embætti Umboðsmanns skuldara. Mun hann taka til starfa hinn 1. ágúst. Starfsemi embætt- isins mun breyta miklu í meðferð þeirra mála sem snúa að greiðslu- vanda einstaklinga. Embættinu er ætlað að standa vörð um hagsmuni skuldara og opnar fyrir möguleikann á frjálsum samningum milli skuldara og kröfuhafa til að leysa úr greiðslu- erfiðleikum. Embættið hefur mun víðtækari heimildir til að taka á mál- efnum skuldara en Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna. Talið er að þetta muni flýta málsmeðferðinni og minnka álag á dómstólum, þar sem hluti verkefna þeirra flyst yfir til Um- boðsmanns skuldara. auðveldar greiðsluaðlögun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, segir mikilvægasta inntak þessara nýju laga vera að fólki sé auðveldað að sækja um greiðsluaðlögun með frjálsum samningum þar sem það njóti skilyrðislausrar aðstoðar Um- boðsmanns skuldara. Hámarkstími greiðsluaðlögunar hafi einnig verið styttur verulega, úr fimm árum í þrjú. Sigríður segir að þetta sé afdráttar- laus yfirlýsing um að endir sé bund- inn á þá hryllilegu stöðu sem margt fólk sé komið í. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, gagn- rýndi á fimmtudag hversu lítinn tíma félagsmálanefnd hefði haft til að fjalla um frumvörpin. Hún sagði Alþingi allt of veikburða gagnvart framkvæmdavaldinu og að setja þyrfti skorður við því hversu mörgum frumvörpum væri hægt að koma inn á síðustu metrunum. Óvissa um gengistryggð lán Þrátt fyrir að lögin hafi verið sam- þykkt ríkir enn mikil óvissa um hvernig tekið verði á gengistryggð- um lánum sem Hæstiréttur dæmdi ólögleg í síðustu viku. Frumvarp sem Árni Páll Árnason, félags- og trygg- ingamálaráðherra, lagði fram um leiðréttingu bílalána hefur nú misst gildi sitt og hefur ekki verið afgreitt. Þar var gert ráð fyrir því að lántak- endum yrði boðið upp á að breyta lánum sínum yfir í óverðtryggð eða verðtryggð krónulán. Gengistrygging lána var rædd á Alþingi á fimmtudag. Þar hefur verið deilt um hvort samnings- vextir gengis tryggðu lánanna skulu standa, en þeir hafa verið lægri en á hefðbundnum íslenskum lánum. Þar sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætis ráðherra að ríkisstjórnin myndi ekki hlutast til um þessa niður stöðu Hæstaréttar. Árni Páll segir dómstóla verða að skera úr um hvaða vextir skulu liggja til grund- vallar þessum lánum. Unnur Brá Konráðsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, vill að þverpólitískur hópur komi saman í sumar til að kanna hvort svigrúm sé fyrir frekari afskriftum skulda og móti síðan tillögur um hvernig það verði gert. „Það er sama hverrar skoðunar við erum. Þetta verkefni er það stórt að við verðum að koma okkur saman um að gera það almennilega,“ segir Unnur Brá. föstudagur 25. júní 2010 fréttir 17 lísa ingólfsdóttir segir mjög erfitt að eiga við skilanefnd Spron: „eins og maður sé að taka af þeim hausinn“ „Ég gat staðið í skilum þar til í október á síðasta ári. Þá hætti ég að borga. Það var ekki af því að ég fór í greiðsluverkfall, ég var komin í þá stöðu að missa vinnu út af kreppu og bankahruninu og ég varð að velja á milli þess hvort ég vildi borga eða borða,“ segir Lísa Ingólfsdóttir, 43 ára atvinnulaus viðskiptafræðingur og móðir tveggja barna. „Ef þú ert með 140 þúsund krónur á mánuði þá hefur þú val um að borða eða borga. Það eru 40 prósent heimila í mjög slæmri stöðu og þessi staða versnar gífurlega. Þessi úrræði sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á eru aðeins fyrir fólk sem getur borgað,“ segir Lísa. „Ég á bíl en er ekki með gengis- tryggð lán. Ég var með ósköp venju- legt gamalt lán sem var ekki einu sinni rosalega hátt, en samt nógu hátt. Ég meina, kaupmáttar rýrnun er gífurleg og allt hefur hækkað. Ef maður rétt náði endum saman þegar maður var með laun upp á 300 þúsund krónur og þurfti að borga leikskólagjöld fyrir börnin og allan pakkann, þá getur þú rétt ímyndað þér hvað breytist þegar maður fer niður í 140 þúsund krónur á mánuði.“ Lísa segir að í fyrstu eftir að hún lenti í greiðsluerfiðleikum hafi bankinn verið sveigjanlegur. „Ég var hjá Spron áður en hann fór á haus- inn. Þeir voru sveigjanlegir en nú er Spron komið yfir í skilanefnd Spron og þar er eitthvað sem heitir fryst- ing lána hægara sagt en gert. Það er eins og maður sé að taka af þeim hausinn. Þeir benda á ráðgjafarstofu heimilanna þar sem maður þarf að fara í gegnum eitthvert rosalega langt ferli,“ segir hún. Spurð hvort það þýði ekki að her lögfræðinga sé á eftir henni, nú þeg- ar hún er hætt að borga, svarar Lísa því að svo sé ekki enn: „Ég bara get ekki borgað. Við verðum að borða, ég og fjölskyldan mín. Ég er hins vegar búin að vera mjög dugleg að tala við mína lánveitendur og út- skýra stöðu mína og hef ekkert látið mig hverfa.“ valgeir@dv.is Embætti Umboðsmanns skuldara hefur störf í haust: GreiðsluaðlöGun skal auðvelda rÓbert hlynur baldursson blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Óvissa um gengistryggð lán Þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt heimilispakkann svokallaða er óvíst hvernig tekið verður á málum þeirra sem hafa gengistryggð lán.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.