Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Side 19
kap lýkur. Ungur maður á þrítugs-
aldri lýsti því til dæmis hvernig
ból félagi hans varð ástsjúkur og
hringdi í tíma og ótíma. Konan elti
hann á milli skemmtistaða og beið á
tröppunum hjá honum þegar hann
kom heim. Ef hann gat ekki gist hjá
henni átti hún það til að gera ein-
hverjar gloríur. Eitt sinni kom hann
seint heim úr vinnu, var þreyttur
og farinn að sofa þegar hún byrj-
aði að hringja. Hún hringdi nokkr-
um sinnum og las svo inn á talhólf-
ið hjá honum. Þegar hann hlustaði
á skilaboðin gat hann ekki betur
heyrt en að hún væri í hættu stödd,
hún kallaði bara óttaslegin: Hættu,
hættu, móð og másandi. Maðurinn
reif sig á fætur, greip hamar og hélt
út í nóttina að leita að henni. Hann
fann hana síðan sallarólega heima
hjá sér. Hún vildi aldrei ræða þetta
og reyndi að eyða öllum umræðum
um atburðinn. Þannig að hann gat
ekki betur séð en að þetta væri allt
uppspuni og enn eitt ráðið til þess
að fá hann til sín.
Sjá ekki vandann
Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur
heldur úti meðferðarúrræðinu
Karlar til ábyrgðar ásamt Andrési
Ragnarssyni sálfræðingi. Úrræðið
er ætlað mönnum sem beita ofbeldi
og sækja sér sjálfviljugir hjálp. Af því
að mennirnir verða að koma sjálf-
viljugir til þeirra sjá þeir ekki verstu
tilfellin, þar sem menn eru svo sið-
blindir að þeir sjá ekkert athugavert
við hegðun sína. Það er ekki algengt
að þeir sem til þeirra leiti séu elti-
hrellar en Einar kannast þó við að
sumir þeirra hafi gengið ansi langt
í því að gera upp málin við fyrrver-
andi maka sinn. „Þegar menn eru
afskaplega uppteknir af maka sín-
um hafa þeir gert margt sem við
höfum þurft að vinna með hérna.
Þá erum við að tala um ítrekuð sím-
töl, SMS-skilaboð, njósnir og það
að þeir tékki sérstaklega á því hvort
og hvenær fyrrverandi makinn er
heima, til dæmis með því að keyra
reglulega fram hjá heimili hans. En
það er ekki oft, ég veit um eitt eða
tvö tilvik þar sem þetta gekk svo
langt að lögreglan þurfti að hafa af-
skipti af því. Makinn mat það rétti-
lega þannig að þeir væru ógnandi
og leitaði til lögreglu en þeir töldu
sig bara vera að reyna að ræða mál-
in. Oft sjá þessir menn ekki hvaða
áhrif hegðun þeirra hefur á ann-
að fólk. Við erum að vinna í því hér
að hjálpa þeim að öðlast innsæi og
hjálpa þeim að sjá það.“
Þráhyggjan stigmagnast
Oft hefst áreitnin frekar fínlega en
færist smátt og smátt í aukana. Þrá-
in til þess að láta til sín taka verður
alltaf sterkari og þráhyggjan eykst.
Eltihrellirinn fer að dúkka upp
hér og þar. Áreitnin felst yfirleitt í
sýnileika ofbeldismannsins. Hann
birtist hvar og hvenær sem er. Send-
ir bréf, tölvupósta, SMS og hringir.
Skilaboðin skipta oft hundruðum.
„Stundum byrjar þetta rólega en
er orðið óskiljanlegt í lokin,“ segir
Björgvin. Áreitnin hefst kannski
með því að eltihrellirinn keyr-
ir fram hjá heimili þolandans þeg-
ar hann er að koma heim og sýn-
ir sig bara eitt augnablik. Svo fer
þetta stigvaxandi. „Heiftúðin verð-
ur meiri og hann fer að senda bréf,
tölvupósta og skilaboð. Þá er orðin
ástæða til að velta því alvarlega fyrir
sér hvort það sé ekki ástæða til að
láta aðra vita af málinu, leita jafn-
vel til lögreglu. En yfirleitt eru þetta
nú ekki mjög hugrakkir menn, svo
það stafar ekki alltaf hætta af þeim,
en maður veit aldrei hvað býr að
baki. Þetta er þráhyggja og geðveiki
sem gæti versnað þannig að það er
ástæða til að taka svona þróun al-
varlega. Við þekkjum nokkur mál
sem hafa tekið breytingum með
tímanum og orðið mjög alvarleg.“
Þrá eftir ást
Einar tekur undir það sem Björgvin
segir. Það sé gjarna þannig að of-
beldið magnist við skilnað. Í þeim
tilfellum þar sem hann þekkir til hafi
skilnaðurinn tekið mjög á mennina
andlega en þetta hafi verið frekar
stutt tímabil. „Það sem drífur þessa
menn áfram er afbrýðisemi og ótti.
Þeir eru ósáttir við sambandsslit-
in. Sumir halda áfram í veikri von
um að vinna makann aftur. Þessir
menn hafa ekki og myndu ekki fá á
sig dóm fyrir þessa hegðun.“
Það fer eftir því hvernig týpa
ofbeldismaðurinn er hvort hann
sjái sjálfur eitthvað athugavert við
hegðun sína eða ekki. Þeir sem leita
sér sjálfviljugir aðstoðar gera það
yfirleitt. „Þessir karlar sjá auðvit-
að að þeir eru að gera eitthvað sem
þeir eiga ekki að vera að gera en
ráða ekki við sig. Þeir ganga kannski
um gólf heilt kvöld, alveg brjálaðir
yfir því að vita ekki hvar fyrrverandi
kona þeirra er og hún svarar hvorki
síma né SMS-um. Svo kvelja þeir
sig með alls konar hugmyndum um
það hvar hún gæti verið. Þeir kvelj-
ast af afbrýðisemi. Sumir neita að
sinna börnunum um helgar vegna
þess að þeir vilja ekki að konan geti
verið frjáls og þá mögulega farið og
hitt annan mann. Markalaus stjórn-
un og kúgun getur brotist svona út.
Það eru til dæmi um að líf kvenna
hafi verið undirlagt af skelfingu
vegna ógnana ofbeldismanna. Oft
eru þetta barnsmæður þeirra. Það
er jafnvel til í dæminu að konur hafi
þurft að flýja land og skipta um íd-
entítet. Þetta geta verið alveg skelfi-
leg mál,“ segir Einar.
Misheppnuð flóttatilraun
Hvorki lögregla né ríkissaksóknari
þekkti til mála þar sem konur flúðu
undan ofbeldismanni á milli landa
og skiptu um kennitölu. „Auðvitað
veit ég að konur eru að flýja menn-
ina sína,“ segir Hulda Elsa samt.
„Þeir elta þær um hér innanlands.
Ég man til dæmis eftir einni sem
skildi við manninn sinn og flúði
hann. Hann elti hann út um allt og
sat meðal annars fyrir henni þegar
hún fór í kirkju. Þegar hún kom út
beið fyrrverandi maðurinn hennar
úti og barði hana.
Ég var réttargæslumaðurinn
hennar og gerði kröfu um nálgunar-
bann. Það þurfti mikið til þegar það
var loksins farið af stað með það.
Það er oft eins og það þurfi að vera
sönnun fyrir brotunum til að hægt
sé að fá nálgunarbann en það er
ekki hugsunin með nálgunarbanni.
Í þessu máli var maðurinn búinn að
áreita konuna í langan tíma. Hún
var búin að skipta um síma, íbúð
og fara á milli staða hér innanlands.
En hún var alltaf á sama bíl og hann
vissi hvar hún var að vinna. Það er
ekki auðvelt að fela sig í svona litlu
samfélagi ef þú ætlar á annað borð
að taka þátt í því.“
Faldi sig í sumarbústað
Önnur kona sem Hulda Elsa man
eftir flúði upp í sumarbústað þar
sem hún faldi sig í nokkurn tíma,
eða þar til maðurinn var sakfelld-
ur fyrir brot gegn henni, nauðgun,
frelsissviptingu og barsmíðar, og
hún gat andað léttar. Hann var allt-
af á hælunum á henni. Áður en hún
flúði þurfti hún að þola sex og hálfa
klukkustund af hrottafengnu of-
beldi auk þess sem hann nauðgaði
henni þrisvar og stal öllu steini létt-
ara. Seinna hótaði hann að drepa
hana ef hún drægi kæruna ekki til
baka. „Ég var réttargæslumaðurinn
hennar og gleymi því aldrei þegar
hún kom fyrst til mín. Hún var með
risastór sólgleraugu og þegar hún
tók þau niður var hún með stærstu
glóðaraugu sem ég hef á ævi minni
séð.“
Konan hélt áfram að vera í
samskiptum við manninn eftir
nauðgun ina en það hafði ekki áhrif
á gang málsins í réttarkerfinu. „Hún
vildi heldur ekki draga það til baka.
Hún vildi draga hann til ábyrgðar
fyrir það sem hann hafði gert. Hún
var mjög töff að því leyti. En þetta
var mjög erfitt og flókið mál, alveg
hræðilegt. Hann var búinn að brjóta
þessa stelpu alveg niður.“
Árásir á ástvini
Í langflestum tilfellum verða kon-
ur fyrir þessum ofsóknum. Stund-
um áreita ofbeldismennirnir fleiri
einstaklinga í kringum þolandann,
fjölskyldu eða vini þolandans. Af
41 máli sem héraðsdómur tók fyrir
á árunum 2000-2008 voru þolend-
urnir 38 konur, 10 karlar, 2 börn og
einn starfsmaður vistheimilis.
Einn eltihrellirinn tók gjarna
myndir af fyrrverandi konunni
sinni án hennar vitundar, þar sem
hún var ein eða með öðrum manni
og gaf börnunum þeirra. En gróf-
asta og alvarlegasta dæmið var þeg-
ar ofbeldismaður sem hafði áreitt
fyrrverandi kærustu sína eftir að
hún kærði hann fyrir nauðgun, sem
náðist upp á myndband, réðst á vin-
konu hennar og stakk hana. Hún lét
lífið af því að hann kenndi henni
um ákvörðun vinkonu sinnar.
Sjálfsásakanir algengar
Áreitnin getur staðið mánuðum
saman, jafnvel árum, og þá oftast
með hléum. Það er undir því komið
hvað þolandinn er tilbúinn til þess
að þola þetta lengi. Yfirleitt hættir
eltihrellirinn nefnilega þegar lög-
reglan er kölluð til. Áhrifin eru mik-
il og þau eru slæm. Áreitnin skap-
ar hræðslu og ótta og sjálfsvirðing
þolandans minnkar. Björgvin segir
að sjálfsásakanir séu algengar, sér-
staklega á meðal ungra kvenna sem
ásaka sjálfar sig fyrir að hafa ekki
haft kjark til þess að koma fram og
segja frá áreitninni eða halda að
eitthvað í eigin hegðun ýti undir
hana. „Þær gáfu kannski meira af
sér þegar þær kynntust manninum
en þær hefðu viljað gera og ásaka
sig fyrir að hafa gefið höggstað á sér.
Stundum hafa eltihrellarnir ekki
verið í neinu sambandi við þær og
þekkja þær ekki neitt. Fá bara helj-
arinnar áhuga á þeim. En það er
mjög sjaldgæft að það séu engin
tengsl á milli þolandans og gerand-
ans áður en ofsóknirnar hefjast. Það
er samt til að menn fái bara svona
svakalega ást á konu að þeir geti
ekki hamið sig. Þeir halda að með
því að sýna konunni svona svaka-
lega hrifningu taki hún að lokum á
móti þeim,“ segir hann.
Erfitt að fá nálgunarbann
Aldrei nokkurn tímann hefur það
komið fyrir hér á landi að einhver
ljúgi til um slíkar ofsóknir við lög-
regluna á höfuðborgarsvæðinu.
Engu að síður er erfitt og flókið ferli
að fá nálgunarbann. Eins og Björg-
vin bendir á er þetta þekkt vanda-
mál út um allan heim. „Þessir menn
hafa látið til skarar skríða af því að
þeir komast upp með það. Ég tel að
það væri hægt að styrkja úrræðin
sem við höfum. Tækin eru til staðar
en þau eru þung í vöfum og oft er erf-
itt að beita þeim. Til dæmis er sjald-
an hægt að beita nálgunarbanni.
Eins og lögin eru núna þarf úrskurð
dómara til þess að hægt sé að beita
nálgunarbanni. Ég teldi eðlilegra að
lögreglan gæti beitt nálgunarbanni
strax og þá gæti gerandinn áfrýj-
að úrskurðinum til dómsvaldsins.
Þá gæti lögreglan brugðist hraðar
við og þetta myndi gerast strax. En
eins og þetta er núna hefur lögregl-
an aðeins þrjá daga til þess að setja
fram kröfu um nálgunarbann eftir
að eitthvað gerist en dómari getur
hangið á málinu í marga daga, jafn-
vel vikur. Á meðan bíðum við eftir
að eitthvað gerist. Og svo er kröf-
unni stundum hafnað. Þetta hefur
orðið til þess að lögreglan fer ekki
eins oft fram með kröfu um nálg-
unarbann og hún myndi annars
gera og þessu úrræði er síður beitt.“
Eins og þegar Héraðsdómur Norð-
urlands hafnaði kröfu um nálg-
unarbann og bann við símhring-
ingum og SMS-sendingum á þeim
forsendum að 729 SMS-sendingar
á ári frá eltihrellinum, 55 hringingar
einn daginn og 57 hringingar annan
væri ekki óeðlilegt þar sem málsað-
ilar áttu barn saman.
Mismunandi afstaða dómara
Ef mennirnir eru andlega vanheil-
ir eru fleiri úrræði í boði og auð-
veldara að eiga við þá. Ekki það að
nálgunarbann sé einhver töfralausn
heldur, það dugar ekki alltaf til. En
þá er hægt að hneppa manninn í
gæsluvarðhald, eins og gert var við
manninn sem sat fyrir réttarlækni
og fjölskyldu hans. Þá hafði maður-
inn fengi aðra niðurstöðu í faðern-
ismáli en hann óskaði sér og fékk
þráhyggju gagnvart lækninum, sat
fyrir honum, hótaði honum og fjöl-
skyldunni ítrekað og réðst á hann.
Fjölskyldan var öll óttaslegin og
þegar maðurinn hékk stöðugt fyr-
ir utan heimilið var hann að lokum
færður í gæsluvarðhald og dæmdur.
Og þrátt fyrir að þetta sé ekki
töfralausn segir Hulda Elsa að í
gegnum tíðina hafi lögregla get-
að gert kröfu um nálgunarbann.
„Oft er skortur á því að þessu úr-
ræði sé beitt. Það hefur verið talað
um að það þyrfti að liðka fyrir regl-
unum og mín persónulega skoðun
er sú að það ætti að skoða það. Svo
virðist það fara eftir persónulegum
skoðunum fólks gagnvart nálgun-
arbanni, lögreglustjóra og dómara,
hvort því sé beitt. Eins og í málinu
þar sem maður var dæmdur í átta
ára fangelsi fyrir að beita konuna
sína hrottalegu ofbeldi. Áður hafði
tvisvar verið sótt um nálgunar-
bann. Í fyrra skiptið voru tveir dóm-
arar samþykkir því, en einn skilaði
sératkvæði. Í seinna skiptið þeg-
ar óskað var eftir framlengingu á
nálgunarbann kom nýr dómari að
málinu og þá voru tveir dómarar á
móti því að veita nálgunarbann því
þeir töldu að skilyrði fyrir nálgunar-
banni væru ekki uppfyllt og sá sem
var hlynntur nálgunarbanni skil-
aði sératkvæði. Þeir voru greinilega
með skiptar skoðanir á þessu.“
Ekki skortur á frelsi
Og í hinu málinu gat konan gat ekki
sýnt fram á að maðurinn væri að of-
sækja hana en henni stóð stuggur
af manninum eftir allt sem á und-
an var gengið. „Þetta voru náttúr-
lega gríðarlega alvarlegar ásakanir
sem hún setti fram. Ég velti því fyr-
ir mér hvort kona sem setur fram
svona alvarlegar ásakanir eigi ekki
bara rétt á skilyrðislausu nálgunar-
banni á meðan rannsókn málsins
stendur yfir. Sumir hafa talað um að
nálgunarbann sé svo mikil skerð-
ing á frelsi þess sem fyrir því verður.
En ég er alls ekki sammála því. Það
er ekki hægt að líkja þessu við það
að vera settur í farbann eða gæslu-
varðhald. Þú ert frjáls ferða þinna
að öðru leyti en því að þú mátt ekki
verra nærri fólki sem þú hefur verið
að áreita.“
Þegar farið er fram á nálgunar-
bann eru brotin yfirleitt ítrekuð
og langvarandi og jafnvel gagn-
vart börnum þolandans líka. „Þess
vegna verður regluverkið að vera
þannig að það sé hægt að grípa inn
í,“ segir Hulda Elsa. „Nálgunarbann
verður að vera úrræði sem hægt er
að beita, úrræði sem er til staðar og
hægt er að nota. Og þegar brotið er
gegn því verður að færa manninn í
gæsluvarðhald ef talið er að hætta
stafi af manninum. Við verðum að
nota þau úrræði sem til eru.“
föstudagur 25. júní 2010 Úttekt 19
Sjúkleg þrá eftir áSt
Stundum byrjar þetta rólega en
er orðið óskiljanlegt í
lokin.
Þeir ganga kannski um gólf
heilt kvöld, alveg brjál-
aðir yfir því að vita ekki
hvar fyrrverandi kona
þeirra er og hún svarar
hvorki síma né SMS-um.
Svo kvelja þeir sig með
alls konar hugmyndum
um það hvar hún gæti
verið.
áfall. Mannskepnan er ekki öll þar
sem hún er séð. Þetta býr í mann-
skepnunni, heift, hatur, öfund og
afbrýðisemi,“ segir Björgvin. „Fáir
dómar hafa fallið í þessum mál-
um. Oft eru menn að ógna konunni
frekar en að beita hana ofbeldi. Ef
þeir hafa áður beitt konuna sína of-
beldi er ógnin meiri. Eltihrellirinn
notfærir sér það. Oftar en ekki er
þetta úthugsað hjá honum. Það veit
til dæmis enginn í kringum hann
hvað hann er að gera, því hann fel-
ur hegðun sína fyrir öðrum.
Annars eru málin mjög marg-
breytileg, en allir eiga þessir menn
það sameiginlegt að vera helteknir
af þeirri manneskju sem þeir eru
með í sigtinu. Afbrýðisemi er drif-
krafturinn, svona svakalega brjál-
æðisleg afbrýðisemi. Menn sem
gera svona eru ekki alveg heilir.“
Þóttist vera í hættu
Þá er það þekkt að fólk missi sig
tímabundið í ástsýki eftir að ást-
arsamböndum eða kynferðisvins-