Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Qupperneq 20
20 Úttekt 25. júní 2010 föstudagur Hrafnhildur var átján ára þegar áreitnin hófst. „Allt í einu var hann bara þarna. Ég veit ekkert hvernig það gerðist eða af hverju. Áður en ég vissi af var hann farinn að hringja á sama sekúndubroti og ég kom heim úr skólanum. Hann vissi alltaf nákvæmlega hvenær ég kom heim og þá var alveg sama þótt ég kæmi óvænt snemma heim.“ Ef Hrafn- hildur svaraði ekki reyndi hann aft- ur tveimur mínútum seinna og hélt því áfram þar til hún tók upp tólið. Eftir smá tíma tók hann upp á því að koma heim til Hrafnhildar ef hún svaraði ekki símanum. Þá var betra að svara bara og kveðja fljótlega. „Ef ég svaraði ekki kom hann bara og dinglaði dyrabjöll- unni. Svo stóð hann bara á tröpp- unum: „Uuu, hæ. Hvað segir þú?“ Hann hafði ekkert við mig að segja. Ég hleypti honum heldur aldrei inn því að þetta er ekki maður sem þú vilt fá inn á heimilið. Hann gaf frá sér undarlega strauma.“ Hrafnhildur gafst upp á þess- um heimsóknum og hætti að svara þegar hann dinglaði. Við hliðina á útidyrahurðinni var gluggi og ef Hrafnhildur stóð á ákveðnum stað inni í íbúðinni gat hún séð mann- inn án þess að hann sæi hana. Svo hún stóð þar og beið þess að hann færi. „Hann stóð bara þarna á tröppunum og oft lengi. Næst þeg- ar ég talaði við hann þurfti ég alltaf að svara fyrir það af hverju bíllinn minn var heima en ég kom ekki til dyra. Ég þurfti alltaf að vera að ljúga mig út úr þessu. Þetta var alveg plága.“ Kom með gjafir Næsta skref hjá manninum var að koma alltaf á kvöldin líka. Þá voru foreldrar Hrafnhildar yfirleitt heima og hún óttaðist að lenda í vandræð- um. „Svo fór hann að koma með gjafir handa mér. Geisladiska, blóm og alls konar, oft undir því yfir- skyni að hann hefði átt aukaeintak handa mér. Mér var farið að þykja þetta mjög skrýtið og óþægilegt. Í fyrstu hélt ég að hann hefði áhuga á að kynnast mér en svo vissi ég ekki hvernig ég ætti að taka þessu. Ég trúði því ekki að hann væri hrif- inn af mér, ég hélt að hann hlyti að fatta það að þetta væri ekki að virka, en það varð ekki. Þetta varð aldrei skárra, þetta ágerðist bara og hætti aldrei.“ Fjölskyldan varð vör við áhug- ann sem maðurinn sýndi Hrafn- hildi og gerði góðlátlegt grín að því. Vinir hennar líka, þeir hlógu og sögðu að maðurinn væri greinilega skotinn í henni. „Það tók enginn þessu alvarlega. Það gerðu allir grín að þessu og gerðu lítið úr þessu. En mér fannst þetta mjög óþægilegt. Ég hætti líka að tala um þetta við aðra því mér fannst óþægilegt að aðrir vissu hvað þetta var rosalegt. Ég hlífði honum og ásakaði sjálfa mig.“ Bankaði á gluggann Einu sinni kom maðurinn óboð- inn í partí heima hjá henni og sat eftir þegar gestirnir fóru. Í annað skipti var Hrafnhildur að hafa það huggulegt yfir sjónvarpinu þegar hún heyrði að bankað var á stofu- gluggann. Þetta var seint um kvöld og foreldrar hennar voru farnir að sofa. Glugginn var þannig staðsett- ur að það þurfti að ganga inn í garð- inn, klifra yfir blómabeð og stíga upp á stein til þess að sjá inn. „Þá hafði hann séð að það var einhver að horfa á sjónvarpið og ákveðið að ganga í gegnum garðinn og gá hvort það væri ég. Þegar hann bankaði á gluggann fraus ég. Mér brá svo við bankið. Síðan sneri ég mér við og sá hvar hann stóð fyrir utan. Ég var bara: Sjitt, hvað er maðurinn að gera? Hann er ekki í lagi. Fram að þessu hafði ég verið pirruð yfir áreitninni en þarna varð ég hrædd. Þetta var of langt gengið og ég hugsaði: Hing- að og ekki lengra. Ég áttaði mig á því að það var eitthvað meira en lít- ið að þessum manni.“ Ótti, óöryggi og sjálfsásakanir Áreitnin fólst ekki bara í heim- sóknum og símhringingum. Maðurinn dúkkaði upp alls staðar þar sem Hrafnhildur var. Hún fór að djamma og hann var þar. Hún fór í bíó og hann var þar. Hún fór í Kringluna og hann var þar. Maður- inn var bara alls staðar. Alltaf. „Eins og hann væri að elta mig. Það var allavega meira en lítið undarlegt hvernig hann vissi alltaf hvar ég væri.“ Auðvitað hafði þessi stöð- uga áreitni áhrif á tilfinningalífið. Hrafnhildur, sem er frekar kæru- laus að eðlisfari og getur yfirleitt sagt bara „fokk it“ og ýtt öllum óþægindum frá sér, upplifði ótta og óöryggi. Þá hafði ástandið áhrif á sjálfsvirðingu hennar og hún ásak- aði sjálfa sig. Á sama tíma og hún velti því fyrir sér hvort hún hefði kallað þetta yfir sig með því að vera of góð og vinaleg skammaðist hún út í sjálfa sig fyrir að vera vond við manninn og leiðinleg með því að ýta honum alltaf frá sér. Ímyndaður vinskapur Eitt af því sem maðurinn gerði var að vingast við vini og kunningja Hrafnhildar. Síðan ræddi hann við þá um hana og lét eins og þau væru bestu vinir. Maðurinn tók tarnir og mynstrið breyttist. Stund- um hringdi hann bara, stundum hringdi hann og dúkkaði svo upp. Áreitnin var mismunandi eftir tímabilum en stóð yfir í tæp tvö ár, eða þar til Hrafnhildur flutti í annað bæjarfélag. Þá vissi maðurinn ekki hvar hún var niðurkomin og komst ekki að henni. En þessi reynsla sat djúpt í henni og setti mark sitt á sálarlífið. „Það sem var svo klikkað var að hann þekkti mig. Ég þekkti hann ekki neitt. Í hans heimi vorum við vin- ir. Það kom líka fram í því hvernig hann talaði um mig við aðra. Það voru allir að spyrja mig hvort við værum vinir, því honum fannst hann þekkja mig og vissi geðveikt mikið um mig. Þá kom það út eins og við værum perluvinir. En eina ástæðan fyrir því að hann vissi svona mikið var að hann hafði fylgst svo vel með mér.“ Óx ásmegin Sex árum síðar kom Hrafnhildur aftur heim. Þá tók það manninn svolítinn tíma að átta sig á því að hún væri komin aftur. Ótrúlegt en satt var hann ekki kominn yfir hana. „Allt í einu tók ég eftir því að hann fór að birtast þar sem ég var. Aftur. Það tók hann nokkrar vikur að læra inn á mitt mynstur.“ Hún þakkar fyrir það að vera hvergi skráð, hvorki með heimilis- fang né síma. „Þá væri hann alltaf að koma og alltaf að hringja.“ Stundum hefur hún staðið hann að verki við að elta sig. „Ég hef til dæmis falið mig í húsasundi og séð hann koma á eftir mér og leita að mér. Þetta hljómar eins og í skáld- sögu. Hann hefur líka reynt að búa til aðstæður þannig að við séum bara tvö ein. Hann hefur séð að ég þarf að komast eitthvert og reynt að skutla mér. Í gamla daga elti hann mig heim. Þegar ég var að reyna að opna dyrnar reyndi hann að komast inn. Ég þurfti að ýta hon- um frá svo hann færi ekki bara inn, hann var bara á leiðinni inn og ég var bara: „Nei, heyrðu vinur, núna verður þú bara að fara heim.“ Hann var bara: „Nei, eigum við ekki að tala aðeins saman?“ „Nei.“ En hann gerir aldrei neitt með látum, hann gerir bara svona hluti eins og ekkert sé eðlilegra. Það er ekkert smá krípí. Núna hefur hann aldrei náð að elta mig heim svo ég viti til en ég hef líka oft þurft að stinga hann af.“ Vantraust og vanlíðan Eftir allt sem á undan er gengið á Hrafnhildur erfitt með að treysta fólki. Hún er reyndar lokuð og var- kár að eðlisfari. „En enn þann dag í dag finn ég fyrir því sem hann hef- ur gert. Eins og í vetur þegar það var dimmt úti leið mér illa hér heima af því að ég var ekki búin að setja upp gardínur. Ég var alltaf hrædd um að hann væri búinn að klifra upp í tré og sæti úti að horfa á mig. Mér leið mjög illa því mér fannst alltaf eins og hann væri að horfa á mig. Það var mjög óþægilegt.“ Fékk ógnvekjandi bréf Um daginn fékk hún svo bréf frá honum. Hann sendi það um miðj- an dag og ástæðurnar fyrir send- ingunni voru óljósar. Þá var áreitn- in komin á annað og alvarlegra stig. Hrafnhildi stóð ekki lengur á sama og leitaði til lögreglunnar. „Ég tók það ekki nærri mér sem hann sagði um mig en ég tók það nærri mér að hann hefði fundið sig knúinn til þess að skrifa þetta bréf. Hann var að toppa bilunina í sér. Fyrst fór ég bara að hlæja. Síðan áttaði ég mig á því að það myndi enginn eðlilegur maður skrifa svona bréf. Ég var með það á heilanum í smá tíma. Líka vegna þess hvern- ig hann skrifaði bréfið. Það var svo margt í því sem ég kannaðist ekki við. Eins og að hann væri búinn að ræða mál við mig sem ég man ekkert eftir að hafa rætt við hann. Hvernig ég dirfðist að láta svona, því hann vildi meina að hann hefði átt séns í mig. Hann var búinn að búa til miklu meiri og dýpri sam- skipti á milli okkar en höfðu nokkru sinni átt sér stað.“ Leitaði til lögreglu Í kjölfarið sendi Hrafnhildur bréfið á lögfræðing sem sendi það áfram á lögregluna og fékk sálfræðing til að lesa það. Sálfræðingurinn sagði að það væri greinilegt að maður- inn vissi ekkert hvað væri rétt eða rangt, satt eða logið. „Í bréfinu var engin bein hótun en það var samt ákveðinn tónn í því og undirliggj- andi hótun. Hann niðurlægir mig til dæmis þrisvar eða fjórum sinn- um í bréfinu. Ég tók ekki eftir því en aðrir sem lásu bréfið sáu það strax. Hann kallar mig illum nöfn- um. Og svo sagði hann eitthvað á þessa leið: „Ertu svona hrædd við mig?“ Það er ekki hótun en er það ekki skrýtið? Eins og ég eigi að vera hrædd við hann.“ Hrædd um að reita hann til reiði Lögreglan ráðlagði henni að segja fólki frá þessu, vera varkár og fylgj- ast vel með framhaldinu. Lögreglan bauðst líka til þess að eiga við hann orð og reyna að tala hann ofan af þessari hegðun. „Það hefur oft reynst vel þegar lögreglan talar við þessa menn. En ég lagði ekki í það, ég þorði það ekki. Ég var hrædd um að reita hann til reiði og gera allt vit- laust. Þetta gæti kannski versnað. Af því að hann hringir hvorki í mig né kemur heim til mín er lítið annað hægt að gera. En eina ástæð- an fyrir því að hann hvorki hringir né kemur er sú að hann veit ekki hvar ég er. Hann yrði að elta mig heim til að komast að því og ég held að hann hafi aldrei náð því. Senni- lega hefði verið hægt að beita nálg- unarbanni í gamla daga þegar hann var alltaf að hringja því þá var áreit- ið svo mikið. Hann hringdi upp undir fimm sinnum á klukkutíma.“ Þrátt fyrir allt hefur Hrafnhild- ur aldrei óttast það að maðurinn vinni henni mein. „Ég hef alltaf haldið að hann væri nokkuð mein- laus og að hann myndi aldrei ráð- ast á mig, allavega hingað til. En ég veit ekkert hvað hann segir um mig við annað fólk, hvernig það lítur út heima hjá honum eða hvar hann er þegar ég sé hann ekki. Síðan hann sendi bréfið hefur ekkert gerst ann- að en að ég sé hann oft í kringum mig. En það er enn svo stutt síð- an þetta var að ég veit ekki hvað verður. Ég er hrædd um að þetta muni ágerast eða hann missi vitið. Kannski erum við að fara inn í nýtt tímabil núna.“ Kona á þrítugsaldri hefur þurft að þola áreitni frá sama manninum frá átján ára aldri, með hléum. Hann er eldri en úr sama hverfi og allt í einu tók hann upp á því að fara að hringja í hana. Svo fór hann að koma heim til hennar, stundum með gjafir, og gægjast á glugga. Hann eltir hana um allan bæ og um daginn fékk hún frá honum bréf með undirliggjandi hótunum. Í hans heimi vorum við vinir Sviðsett mynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.