Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Qupperneq 21
föstudagur 25. júní 2010 Úttekt 21 Maðurinn kemur ekki fram undir réttu nafni en við köllum hann Gunnar. Eftir tíu ára sambúð þar sem ástin brann upp á einu ári þráði Gunnar það afar heitt að eignast konu. Og fljótlega fann hann ást- ina í Erlu, konu sem varð á nokkr- um stefnumótum alveg ofsalega ástfangin af honum. Hann hugs- aði með sér að þarna væri komin kona sem elskaði hann meira en hann hana. „Ég var voðalega lengi að velta þessu fyrir mér, en ákvað svo bara að ég elskaði þessa konu. Það er gaman að fá ást. Ég er mað- ur sem þarf mikla hlýju en á með- an ég bjó með minni fyrrverandi vorum við bara í viðskiptafélagi. Ég var eins og maðurinn sem er rétt að komast yfir Sahara-eyðimörkina og var að fá fyrsta vatnssopann. Þess vegna var ég hálfblindur og gerði hræðileg mistök. Ég hefði átt að hlusta á innsæið.“ Einangraðist fljótt Á örskömmum tíma var hann kom- inn í alvarlegt samband með þess- ari konu, sem sýndi honum ofsa- lega mikla ást og hlýju. „Hún veitti mér mikla athygli og aðdáun sem var heljarinnar upplifun fyrir mig. Hún tók fjölskyldu minni vel og hóf son minn upp til skýjanna. Allt sem ég gerði fannst henni skemmtilegt að gera. Ég fór að hlaupa og hún hljóp. Ég hafði gaman af göngum og hún fór í göngur. Hún speglaði mitt líf fullkomlega. Sem var tómt feik frá upphafi til enda því hún hafði ekki áhuga á neinu sem ég gerði. Það tók hana svona tvö ár að leggja felulitina aðeins til hliðar.“ Mjög fljótlega einangraðist Gunnar í þessu sambandi. Kon- unni hans líkaði nefnilega ekkert sérstaklega vel við vini hans. Hann var til dæmis í hlaupahóp og þar var kona sem Erla var viss um að væri skotin í honum. Sú kona átti þó sinn eigin mann. „Svo átti ég góð- an vinahóp þar sem við hittumst reglulega og buðum hvert öðru í mat. Ég gat ekki boðið þeim heim því það olli henni kvíðaköstum. Ef maður þarf að taka heljarinnar slag heima hjá sér til að bjóða einhverj- um heim veigrar maður sér við því. Þannig að þetta dró þróttinn úr fé- lagslífinu. Við bjuggum á tveim- ur mismunandi stöðum og á báð- um stöðum voru allir nágrannarnir kolómögulegir. Það flutti kona inn í næstu íbúð við okkur og daginn sem hún flutti inn áttaði konan mín sig á því að hún væri heimsk, fölsk og vond manneskja. Bara með því að horfa í augun á henni. Kannski af því að hún var með flott brjóst.“ Afskrifaði fjölskyldumeðlimi Með tímanum byggði Gunnar upp kvíða og vanlíðan. „Ég hef ver- ið duglegur að ýta þessu til baka í myrkur fortíðarinnar. Á einhverjum tímapunkti rann það upp fyrir mér að ég var kominn í frekar vond mál. Því ég var meira að segja farinn að einangrast frá eigin fjölskyldu. Ég gat ekki talað við systur mína. Á einu augnabliki ákvað konan mín að systir mín samþykkti hana ekki sem hina réttu eiginkonu og þar með var hún afskrifuð. Þetta var þegar við vorum búin að búa sam- an í þrjú ár og enn voru tvö ár eftir af þessum búskap.“ Allt þetta þróaðist með tíman- um, smátt og smátt. Þau bjuggu saman í fimm ár og hún safnaði upp vandamálum á leiðinni. „Þeg- ar ég fór frá henni greindist hún með klínísk einkenni, þunglyndi og kvíðaraskanir, sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir að hún þjáðist af. Fyrir mér var það bara skrýtið þegar hún byrjaði að pikka út fólk- ið í kringum mig. Fyrst voru það vinirnir og fyrrverandi eiginkona mín og barnsmóðir. Systir mín og mamma. Svo var það þessi elsku- legi sonur minn sem hafði fyrst verið alveg guðdómlegur en var orðinn óþolandi, illa spilltur og illa uppalin frekjudós. Smátt og smátt bættust allir á þennan lista. Ég hefði kannski átt að átta mig á því að það væri eitthvað alvarlegt að.“ Sakaður um skilningsleysi Í huga hennar var grundvallar- reglan í hverju hjónabandi sú að hjón stæðu með hvort öðru, alltaf og sama hvað gerist. Og hún sak- aði Gunnar oft og reglulega um að standa ekki með sér, sýna sér ekki skilning og styðja hana ekki. En það var engin leið að henda reið- ur á því í hverju stuðningurinn átti að felast. „Ég prófaði margar að- ferðir. Þetta þurfti bara að fá að ganga sinn gang, hún þurfti að fá sitt hysteríukast, gráta og öskra þar til hún varð þreytt og datt aftur inn í eitthvað sem gat talist eðlilegt. Ef einhver kom í heimsókn á meðan á þessu stóð datt hún inn í annað mót og varð bara elskulegur gest- gjafi. En um leið og gesturinn fór byrjaði þetta allt aftur og það tók ekki nema nokkrar mínútur að ger- ast.“ Síðustu mánuði hjónabandsins þurfti lítið til að hún gengi af göfl- unum. Ef tilefnið var ekki til stað- ar bjó hún það til. Þegar líða fór að kvöldi vildi hún fara að ræða málin. „Það var mjög erfitt því ég þurfti á svefni að halda og gat ekki eytt nótt- inni í það. Þetta var alltaf margra klukkutíma dæmi. Ef okkur tókst að fara að sofa þá hrökk hún oft upp um miðja nótt. Var allt í einu glað- vakandi, datt eitthvað í hug og sá eitthvað mjög skýrt fyrir sér og vakti mig í einum grænum hvelli. Til dæmis hvernig systir mín væri. Svo vakti hún mig til að verja málstað- inn. Það skipti engu máli hvaða af- stöðu ég tók, hún færði sína afstöðu til þar til gjá hafði myndast á milli okkar. Þá spann hún sig upp í ein- hverja hysteríu. Þetta átti sér aldrei stoð í raunveruleikanum.“ Létti við sjálfsmorðshótun Oft reyndist Gunnari líka erfitt að fara í vinnuna, því hún þurfti alltaf að vera að ræða málin. „Þá hringdi hún í mig á leiðinni. Oft með hót- anir um að hún gæti þetta ekki og ætlaði að enda líf sitt. Fyrst hún fengi ekki stuðning ætlaði hún bara að fyrirfara sér. Ég reyndi að útskýra það fyrir henni að ég gæti ekki talað við hana og lagði á. Þá var ég farinn að leggja á hana. Þá hringdi hún bara í vinnuna og hélt því áfram þar til ég lagði aftur á.“ Hótanirnar voru ítrekaðar og Gunnar upplifði þær sem hluta af móðursýkisleik. Eina nóttina rauk hún út með yfirlýsingum um að hún ætlaði svipta sig lífi. „Ég verð að viðurkenna það að ég var eigin lega bara feginn. Ég trúði henni ekki enda kom hún inn tveimur mínút- um síðar en þótt hún hefði gert það hefði ég bara á þeirri stundu sagt: Jahá, þá er búið að leysa það. Ég var alveg búinn að fá nóg. Mér leið ekki vel.“ Óttaðist um eigið líf Í annað skipti stóðu þau inni í eld- húsi þegar hún rauk upp, greip stóran búrhníf og hótaði að drepa sig. „Það hvarflaði auðvitað að mér að þetta væri greinilega mann- eskja sem væri ekki heil á geði. Ég vissi ekki hversu óútreiknanleg hún væri. Það tekur náttúrulega bara eitt augnablik að drepa mann og ég óttaðist að hún myndi drepa mig. En í þessu tilviki gat ég talað yfir- vegað við hana og skipað henni að rétta mér hnífinn, hún hefði engan rétt á því að taka líf því Jesú leyfði henni það ekki. Hún var mjög trú- uð og ég vissi að þetta virkaði á hana. Að lokum fékk Gunnar nóg og sá að hann gat ekki haldið áfram að lifa við þetta. „Hún æpti á mig með brjálæðisglampann í augunum að ég yrði að velja á milli hennar og sonar míns. Og ég ætti að velja hana, hjón ættu alltaf að styðja hvort annað, sama hvað gerðist. Þá þekkti ég mynstrið og þetta var ágætistækifæri fyrir mig til að segja henni að þá ætlaði ég að velja. Hann.“ Flúði heimilið Þau voru í bíltúr og á heimleið. Um leið og hann hafði látið orðin falla varð ekki aftur snúið. Hún fékk al- gjört móðursýkiskast og þegar þau komu inn í forstofuna heima öskr- aði hún og lét öllum illum látum. Fór svo inn og hringdi í alla sem hún þekkti. Gunnar tók saman ein- hverjar nauðsynjar í hendingskasti og fór. Um nóttina sendi hún svo tölvu- póst á alla þar sem hún úthúðaði honum og óskaði eftir stuðningi. „Ekki nóg með það heldur gekk hún um allan bæinn og sagði öllum að ég hefði yfirgefið hana með til- heyrandi ærumeiðingum. Ég frétti af því að afgreiðslukonan í fata- búð þar sem við keyptum reglulega kjóla hefði fengið hana grátandi á öxlina á sér. Við erum að tala um bláókunnugt fólk.“ Skömmu síðar var konan lögð inn á geðdeild. Gunnar fór þá aftur heim til að sýna konu sinni stuðn- ing í veikindunum. „Ég tjónkaðist eitthvað við það. Hélt að hún væri þá bara lasin og þyrfti nokkrar pillur og kæmist svo í lag. Nokkrum dög- um síðar birtist hún svo bara allt í einu heima. Það liðu nokkrir dag- ar þar til allt fór í sama farið aftur. Þá sagði ég eitthvað við hana sem stuðaði hana. Í fyrstu brosti hún bara en svo kom þetta smám sam- an aftur. Ég væri „dirty old man“, fárveikur og þarfnaðist gríðarlega mikillar hjálpar. Ég væri vondur maður sem sýndi henni ekki skiln- ing. Ég þurfti ekki að fylgja því allt til enda til að vita hvað væri að ger- ast. Ég hringdi í son hennar, tíndi saman föggur mínar og kom mér þaðan út. Ég kom aldrei aftur, nema bara til að sækja dótið mitt. Ég flúði heimilið mitt.“ Stöðugt áreiti En þar með er ekki öll sagan sögð. Hún þurfti að sætta sig við skilnað- inn og það tók langan tíma. Á með- an þurfti Gunnar að þola stöðugt áreiti. „Hún hringdi í mig á öllum tímum, mögulegum og ómöguleg- um. Hún hringdi oft í mig í vinnuna af því að hún gat alltaf náð í mig þar. Það skipti hana engu máli þótt ég væri á fundi og segði henni að ég gæti ekki talað. Hún sagði bara: „Já, já, ég verð enga stund,“ og tal- aði áfram. Stundum tímamældi ég símtölin frá henni. Ef ég gaf henni lausan tauminn og leyfði henni að ljúka máli sínu þá tók það svona 45,50 mínútur. Hún var ekkert að ræða við mig heldur bara þylja upp einræður. Ef ég sagði við hana að ég gæti ekki talað við hana lengur og ég ætlaði að leggja á sagði hún bara: „Já... en,“ þannig að ég þurfti alltaf að skella á hana í miðri setn- ingu. Þá hringdi hún aftur. Ef ég svaraði endurtók leikurinn sig. Ef ég svaraði ekki fékk ég hvert SMS-ið á fætur öðru þar sem hún sagði bara eitthvert bull: „Ég hef gert hræðileg mistök sem ég iðrast mjög. Þú ert stóra ástin í mínu lífi og ég ætla að bæta ráð mitt. En þú verður líka að bæta ráð þitt því þú ert í hræðilega vondum málum. Og systir þín er al- veg hræðileg manneskja. Og sonur þinn yfirgefur þig því hann hugsar bara um sjálfan sig og um leið og þú hættir að láta hann fá peninga mun hann aldrei tala við þig aftur. Og þú verður að fara í þessa og hina meðferðina.“ Þetta voru bara lang- lokur um hennar hugaróra.“ Auk þess að hringja og senda SMS sendi hún bréf. Birtist á tröppunum Þetta tímabil stóð í nokkra mánuði en áreitið var mismikið og fór eftir líðan hennar. Stundum birtist hún á tröppunum hjá Gunnari og vildi fá að koma inn og ræða málin. Hann vildi sjaldnast hleypa henni inn af ótta við að hún myndi ekki fara út aftur með góðu. Þau bjuggu áfram í sama hverfi og stundum keyrði hún fram á hann í hverfinu. „Svo stopp- aði hún með brjálæðisglampann í augum og reyndi að fá mig inn í bíl- inn. Hún vildi ræða málin. Ég vildi aldrei fara upp í bíl með henni því ég vissi ekkert hvað tæki þá við eða til hvers hún væri vís. Ég veit ekki hvort hún var að elta mig eða hvort þetta var bara tilvilj- un. Við áttum þennan bíl náttúru- lega saman. Þegar hún fékk bílinn byrjaði hún alltaf á því að reikna út kílómetrana sem ég hafði keyrt til að átta sig á því hvað ég var búinn að vera að gera. Ef ég hafði keyrt mikið þurfti ég að svara fyrir það. Því þá var hún sannfærð um að ég hefði verið að hitta aðrar konur.“ Ásakaði sjálfan sig Gunnar fór til sálfræðings á með- an konan var á spítalanum. Hún var nefnilega búin að panta tíma hjá honum sem hjúskaparmiðlara en fyrst hún var á geðdeild ákvað Gunnar að nýta tímann. Þar tal- aði hann linnulaust í klukkutíma. „Ég fór tvisvar. Eftir fyrsta tímann sagði sálfræðingurinn að mið- að við þetta þætti honum ótrúlegt að þetta hjónaband ætti framtíð- ina fyrir sér. Svo spurði hann hvort mér þætti ég vera vondur mað- ur, sem ég viður kenndi fyrir hon- um. Ég ásakaði sjálfan mig. Mér fannst ég vera að svíkja hana, eins og ég væri að skilja eftir ósjálf- bjarga konu sem ég bæri einhverja ábyrgð á. En ég áttaði mig á því að ef ég ætlaði að gerast einhvers kon- ar lífsbjörgunarmaður fyrir hana myndi ég einangrast frá öllu sem ég þekkti, fjölskyldu minni, vinum og áhugamálum. Ég hefði þurft að gefa mína tilveru algjörlega upp á bátinn. Það er jafnvel spurning hvort ég hefði getað haldið áfram að vinna fulla vinnu. Og hún yrði alveg jafn óhamingjusöm eftir sem áður, það skipti ekki máli hvað ég gerði. Þannig að ég fór og eftir nokkra mánuði fjöruðu ofsóknirn- ar smám saman út.“ Maður á sextugsaldri þráði svo heitt að eignast ástríka konu að hann sá ekki að ástin og athyglin sem konan sýndi honum var óeðlileg. Konan speglaði allt hans líf og hóf fólkið hans upp til skýjanna. Þau gengu í hjónaband og það kom í ljós að þetta var allt feik. Konan var ekki heil á geði og ofsótti manninn innan hjónabandsins og utan. Oft með hótunum um að svipta sig lífi og þar sem hún stóð eitt sinn með búrhnífinn í höndunum áttaði maðurinn sig á því að hann gæti líka verið í hættu. Óttaðist að hún myndi drepa mig Eina nóttina rauk hún út með yfirlýsingum um að hún ætlaði svipta sig lífi. Ég verð að viðurkenna það að ég var eiginlega bara feginn. Sviðsett mynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.