Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Side 25
föstudagur 25. júní 2010 erlent 25
Stórhöfða 25 • simi 569 3100
Opið virka daga frá kl. 9 -18
Nálastungudýnan
• Eykur orkuflæði og vellíðan
• Er slakandi og bætir svefn
• Notkun 10-20 mínútur í senn
Heilsusamlegar
vörur
Verð 9.750 kr.
Bakteygjubrettið
• Eykur sveigjanleika
• Linar bakverki
Verð 7.950 kr.
Stuðningshlífar
• Einstök hönnun og gæði
• Bak, úlnliðs, ökkla- og hnéhlífar
www.eirberg.is
Hælsærisplásturinn
• Verndar fætur og hindrar
blöðrumyndun
• Vatnsheldur
– vörn gegn bakteríum
• Dregur úr óþægindum
og sársauka
Fæst í
apótekum
Airfree lofthreinsitækið
• Betra loft - betri líðan!
• Eyðir örverum og ryki
Verð frá 33.950 kr.
Fall Kevins Rudd
Brotið Blað í Ástralíu
Höfuðborg Canberra
Stærsta borg Sydney
Opinbert tungumál Ekkert
Þjóðtunga Enska
Stjórnarfar Sambandslýðveldi og
þingbundin konungsstjórn
Þjóðarleiðtogi Elísabet II Englands-
drottning
Forsætisráðherra Julia Gillard
Aðstoðarforsætisráðherra Wayne
Swan
Sjálfstæði Frá Englandi. Eigin
stjórnarskrá tók gildi 1901
Stærð 7.617.930 ferkílómetrar
Íbúafjöldi 22.395.353 (áætlun 2010)
Manntal 2006 19.855.288
Verg landsframleiðsla 851.170
milljarðar Bandaríkjadala (áætlun
2009)
Framleiðsla á íbúa 38.910
Bandaríkjadalir (áætlun 2009)
Gjaldmiðill Ástralskur dalur
Ástralía
Ástralía
Í upphafi árs gáfu skoðanakannanir
til kynna að Kevin Rudd hefði treyst
sig í sessi sem vinsælasti forsætis-
ráðherra Ástralíu í þrjátíu ár, eða
allar götur síðan Bob Hawke var
og hét. Því er óhætt að fullyrða að
umsnúningurinn hafi verið óvenju
skjótur.
Ögurstund Rudds kom þegar
hann ákvað að fresta því málefni
sem var þungamiðja umhverfis-
stefnu hans; viðskiptum með
mengunarkvóta. Áherslur Rudds
í umhverfismálum áttu stóran
þátt í sigri hans árið 2007 en hann
sagði að loftslagsbreytingar væru
„stærsta áskorun okkar kynslóðar“.
Hann staðfesti Kyoto-sáttmálann
en tókst ekki að koma frumvarpi
um viðskipti með mengunarkvóta
í gegnum öldungadeildina. Rudd
sagði að ef hann ætti að efna eitt-
hvert eitt stefnumál sem væri mikil-
vægt til framtíðar litið væri það að
samþykkja áætlun til að draga úr
mengun.
Þegar Rudd frestaði áformum
ríkisstjórnarinnar um að draga úr
losun eiturefna til ársloka 2012
var hann sakaður um að svíkja
kosningaloforð sitt, auk þess sem
stjórnar andstaðan sakaði hann um
heigulshátt.
Síðan Rudd varð leiðtogi Verka-
mannaflokksins árið 2006 hefur
hann ávallt notið meiri vinsælda
hjá almenningi en hjá flokksfélög-
um sínum. En þegar hann fékk auð-
lindageirann upp á móti sér vegna
áforma um ofurskatt á ofurhagnað
fyrirtækja í þeim geira dvínuðu vin-
sældir hans.
Að lokum var svo komið að
þungavigtarmenn og klíkuleið-
togar innan flokksins töldu ríkis-
stjórnina betur setta í komandi
kosningum með Juliu Gillard við
stjórnvölinn.
Rudd komst við þegar hann
kvaddi á blaðamannafundi. Nokkr-
um sinnum þagnaði hann þeg-
ar tilfinningarnar virtust vera að
bera hann ofurliði. Engu að síð-
ur taldi hann upp það sem hann
hafði afrekað í sinni forsætisráð-
herratíð; breytingar á heilbrigðis-
kerfinu, afsökunarbeiðni til handa
„rændu kynslóð“ frumbyggja Ástr-
alíu og viðleitni ríkisstjórnar hans
í loftslagsmálum. Um það mál
sagði Rudd: „Afsökunarbeiðnin var
óklárað verk af hálfu þjóðarinnar.
Hún er til nýrra verka fyrir þjóðina.“
„Ég hef gefið allt sem ég get.
Ég var kjörinn forsætisráðherra
af áströlsku þjóðinni... til að færa
henni að nýju sanngjarnt tækifæri.“
„Ég er stoltur af árangri mínum
í að gera þetta land sanngjarnara,“
sagði Rudd, sem sló á léttari strengi
að lokum þegar hann sagði: „Það
sem ég er ekki jafn stoltur af er
sú staðreynd að ég hef verið að
kjökra.“ Síðan árið 1972 hefur
enginn verið jafn skamman tíma í
embætti forsætis ráðherra í Ástralíu
og Kevin Rudd.
Hann sagðist ekki hættur
afskiptum af stjórnmálum; hann
ætlaði að helga sig því að tryggja
Verkamannaflokknum endurkjör
og sagði í flokknum að finna „gott
lið undir forystu góðs forsætisráð-
herra“.
Fráfarandi forsætisráðherra
Kevin Rudd komst við þegar
hann flutti kveðjuorð á blaða-
mannafundi. Mynd AFP