Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Page 26
Besti flokkurinn er sem ferskur vindur í íslenskum stjórnmálum. Almenningur hafnar gamla fjórflokknum
og vill fá eitthvað nýtt. Mælikvarðinn
er ekki lengur hægri eða vinstri,
heldur hvort stjórnmálamenn séu
heiðarlegir eða ekki. Og Jón Gnarr
var heiðarlegur.
Yfirlýst takmark Jóns Gnarr með því að bjóða fram Besta flokkinn var að útvega honum góða og vel laun-
aða vinnu. Þetta kom skýrt fram í
fréttatilkynningunni um framboð
flokksins: „Besti flokkurinn er pólit-
ískur stjórnmálaflokkur sem hefur
eitt markmið - að koma Jóni Gnarr
formanni flokksins í vel launað og
þægilegt embætti þar sem hann fær
aðstoðarmann og völd til að hjálpa
vinum sínum, fjölskyldu og stuðn-
ingsfólki. Til þess að ná markmiði
sínu beitir flokkurinn blekkingum
og innihaldslausum loforðum.
Flokkurinn ætlar þó ekki að standa
við neitt af þessum loforðum.“
Besti flokkurinn lofaði því líka að launa vinum sínum greiðann: „Allir sem styðja flokkinn munu fá það laun-
að beint og óbeint,“ sagði í tilkynn-
ingunni.
Haraldur Flosi Tryggvason, yfirlögfræðingur Lýsingar, var
einn helsti stuðnings maður
Besta flokksins. Hann var
líka vinur frambjóðendanna
og fyrrverandi skólabróðir
sumra þeirra úr MH, eins og
hann útskýrði í samtali við
DV á miðviku-
dag. „Síðan
þekki ég vini
mína í Besta
flokknum frá
því í gamla
daga, margir
þeirra eru vinir
mínir frá fornu
fari, frá því að
ég var að spila í
hljómsveitum.“
Vinir Har-
aldar í Besta
flokknum
gerðu hann að
stjórnarfor-
manni Orku-
veitu Reykja-
víkur.
Davíð Oddsson var frægur fyrir að vera góður við vini sína. Áður en fólk vissi af voru hans helstu banda-
menn, ættingjar og vinir komnir í
alls konar stöður á vegum hins opin-
bera. Að vera „besti vinur aðal“ var
eftirsóknarvert hlutskipti. En Besti
flokkurinn er ekki eins
og Davíð Oddsson.
Annars héti hann ekki
Besti flokkurinn, ho,
ho!
Svarthöfði var einn þeirra sem kusu Besta flokkinn. Hann
stendur frammi fyrir
því að alls konar fólk
verður ráðið í embætti
sem almúginn borgar,
bara út af því að það
er vinir fólks í Besta flokknum eða
styður flokkinn opinberlega. Það
mun ekki henta hagsmunum Svart-
höfða að lýsa andstöðu sinni við
Besta flokkinn, því þá minnka veru-
lega líkurnar á að hann fái almenni-
lega vinnu hjá borginni. Svarthöfði
ætlar að verða Hannes Hólmsteinn
Jóns Gnarr. Lifi Nýja Reykjavík!
BESTI VINUR BESTA „...mín skoðun er sú að Hjörvar,
Pétur og Auðunn eru þeir
bestu.“
n Þorsteinn J um það afhverju fleiri konur séu
ekki í HM-þætti hans á RÚV. Þorsteinn segist
bara vilja allra bestu sérfræðingana og hann
telji sig vera með þá í þættinum.-Visir.is
„...forði fé sínu í öruggt skjól.“
n Yfirlýsing frá samtökum lánþega um að
fólk eigi að taka allt fé sitt út úr bönkunum
vegna orða Gylfa Magnússonar efnahags- og
viðskiptaráðherra um að bankarnir þoli ekki
afleiðingar eigin lögbrota. – DV.is
„705 mannsnöfn sem krefjast
þess að verða ákærð.“
n Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, fyrrverandi
þulur og móðir eins af hinum ákærðu
níumenningum, um undirskrift allra þeirra
einstaklinga sem óska þess einnig að vera
ákærðir fyrir aðför að sjálfræði Alþingis líkt og
nímenningarnir svokölluðu. – DV.is
„Þeir gengu alveg fram af mér.“
n Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um
fund sem hann sat með forsvarsmönnum helstu
fjármálafyrirtækjanna í efnahags- og
skattanefnd og viðskiptanefnd Alþingis. Hann
sagði skýrt að fyrirtækin ætluðu að beita öllum
leiðum til þess að komast hjá því að réttlæti
gagnvart almenningi fengi fram að ganga. –
visir.is
„Þingmenn hlusta bara á
bankstera, ekki á fólk.“
n Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri um
að bankamenn berjist gegn styttingu á
fyrningar tíma skulda og að þingmenn hlusti á
þá en ekki almenning. – jonas.is
Sanngirni Gylfa
Gylfi Magnússon viðskiptaráð-herra ætti að njóta trúverðug-leika. Hann var einna fyrstur til að spá hruni bankanna, meðan
bankarnir og stjórnmálamennirnir lugu
hver um annan þveran. Þar með sýndi Gylfi
fram á tvennt. Hann hafði þekkingu og
hann hafði þor.
Gylfi hefur nú aftur stigið fram með um-
deildan boðskap sem fæstum fellur í geð.
Hann segir að bankarnir muni ekki ráða
við leiðréttingu erlendra lána. Á sama tíma
senda bankarnir frá sér yfirlýsingar um að
þeir muni, þrátt fyrir allt, ráða við leiðrétt-
inguna.
Það hefur lítið að segja að bankinn segist
geta borgað. Bankar segjast alltaf geta borg-
að. Annars er gert áhlaup á þá. Allir muna
ósannar, uppblásnar yfirlýsingar banka-
stjóranna um styrk þeirra rétt fyrir hrun.
Gylfi hefur unnið sér inn trúverðugleika,
en bankarnir hafa afsalað sér honum. Á
endanum vitum við hins vegar ekki fyrir
víst hvor hefur rétt fyrir sér. Við vitum bara
að einhver virðist segja ósatt. Líklegt er að
bankarnir segi eitt opinberlega en annað
á leynifundum. Spurningin er hvort Gylfi
hafi verið ginntur eða hvort hann hafi rétt
fyrir sér.
Vandræði Gylfa felast í því að Hæstirétt-
ur hefur úrskurðað. Vanalega lítur ríkis-
stjórnin svo á að það sé endanlegur dómur,
en núna efast Gylfi. Og ástæðan er sann-
girnin. „Ég ætla ekki að deila við Hæstarétt,“
sagði Gylfi á þingi og útskýrði andstöðu
sína. „En þarna hefur Hæstiréttur dæmt út
frá formi en ekki sanngirnis rökum.“
Það er ekki sanngjarnt að fólk sem tók
erlend lán borgi lægri vexti en allir aðr-
ir. En það er ekki heldur sanngjarnt að
bankarnir, sem ollu verðbólgunni, græði
á henni vegna verðtryggingarinnar. Og
ekki er sanngjarnt að almennur borgari á
Íslandi greiði Icesave-skuld Landsbank-
ans. Það er enn síður sanngjarnt að skuld-
arar hafi verið látnir taka skellinn af falli
bankanna, en fjármagnseigendum og inni-
stæðum þeirra hafi verið bjargað á kostn-
að skuldaranna. Lítil sanngirni felst í því
að starfsmenn bankanna sleppi við kúlu-
lánin sem þeir tóku þegar þeir svindluðu
upp gengi hlutabréfa bankanna í von um
milljarðagróða. Þetta er ekki sanngjarnt,
en svona er þetta, hefur viðkvæðið verið.
Við fyrstu sýn hefur leiðrétting erlendra
lána bein, jákvæð áhrif á fólk og fyrirtæki.
Hún hefur margfeldisáhrif í hagkerfinu.
Fólk getur eytt meira og fyrirtæki geta ráðið
fleiri starfsmenn, því þeir þurfa ekki að lifa
við stökkbreyttar afborganir til banka sem
eru mestmegnis í erlendri eigu. Sá tími er
liðinn að öflugasti vinnuveitandinn eigi að
vera bankinn sem lifir á því að skuldsetja
samfélagið. Bankarnir eru ekki forsenda
fólks og fyrirtækja, heldur öfugt.
Hinir raunverulegu skaparar vel-
megunar eru hins vegar ekki í fyrirrúmi hjá
ríkisstjórninni. Hún er enn í björgunarleið-
angri fyrir bankana, með réttu eða röngu.
Að svo stöddu ætti hún hins vegar að forðast
að tala um sanngirni. Hún hefur ekki efni
á því.
JóN TRAUSTI REyNISSoN RITSTJóRI SkRIfAR Spurningin er hvort Gylfi hafi verið ginntur eða hvort hann hafi rétt fyrir sér.
leiðari
svarthöfði
bókstaflega
Glösuð eða rídd
Á17. júní stóð ég hjá ungum hjón-
um við Austurvöll, í barnavagni
þeirra voru þrír hvítvoðungar:
stúlka og tveir drengir. Stúlku-
hnokki, líklega á 7. ári kom þar
að, benti á börnin og spurði: -Voru
þau glösuð eða rídd?
Faðirinn, sem ekki áttaði sig á
spurningunni, sagðist ekki vita. En
móðirin starði á stelpukjánann og
spurði á móti: -Er þetta ekki dóna-
lega spurt?
Sú stutta svaraði að bragði: -Ka
eretta mar, verum glöð. Sérðekki
að þa er 17. júní –þjófhátíðardag-
ur Íslands?
Ég brosti og hélt mína leið,
gekk í átt að Alþingishúsinu
og hugsaði með mér: Víst stát-
ar þjóð mín af þeim munaði að
hér fær fólk að misskilja allt milli
himins og jarðar. Hér fá kjaftaskar
að nöldra heilu og hálfu árin um
blessaðan karlinn hann Æseif og
svo njótum við þeirra forréttinda
að geta greitt rugludöllum fúlgur
fjár fyrir það eitt að draga ekki
ályktanir af niður stöðum dóms-
mála sem varða alla einstaklinga
sem hérna búa.
Uppvakningar Æseifs fá nú
flugþol enn á ný og aumkunar-
verð hjörð gáfnaljósa lofar eigin
athafnaskort og loforðasvik. En á
sama tíma er besta fólk án atvinnu,
það hverfur úr landi eða stytt-
ir sér jafnvel aldur vegna ömur-
legra skilyrða í samfélagi sem lofar
lygara og stundar óarðbæra þjófa-
vernd. Sundurlyndir smákóngar,
loddarar og hræsnarar boða betri
tíð.
Já, þjófhátíð var það heillin.
Auðvitað getum við staðið sam-
an á 17. júní, við skjólgóðan vegg,
yppt öxlum og látið einsog það
séu engir blábjánar á okkar snær-
um. Við getum trúað því að hér sé
allt í hinu altumlykjandi lukkunn-
ar velstandi. Ef við brosum bara
nógu lengi þá halda allir að brosið
sé ekta – vegna þess að það er ekki
um annað fas að ræða.
Á þjófhátíðardaginn hefðum
við líka getað boðið hinu svo-
kallaða áhrifafólki að flytja okkur
kjarnyrta ádrepu og ömurlegar
sögur úr samfélagi sannleikans.
Okkar tyllidagatottarar hefðu ekk-
ert þurft að láta fúkyrðaflaum ráða
stefnu, nóg hefði verið að benda á
fáeinar staðreyndir og flest hefð-
um við fattað hið sanna og rétta.
Við hefðum áttað okkur á því að
hér er bara ekkert allt í lagi. Hérna
er allt að fara til andskotans.
Þjóðin flýtur brosandi að fögrum
feigðarósi.
Frónbúunum fjölga má
og fátt skal til þess spara
en svo er rétt að syrgja þá
sem sjálfviljugir fara.
kristján hreinsson
skáld skrifar
„Sundurlyndir
smákóngar, lodd-
ara og hræsnara
boða betri tíð.“
skáldið skrifar
26 umræða 25. júní 2010 föstudagur
Leigupenni Björg-
óLfa enn á ferðinni
n Helsti áróðurs- og leigupenni
Björg ólfsfeðga, Björn jón Bragason,
hefur nú aftur komið þeim feðgum til
varnar á prenti. Í þetta skiptið er það
Björgólfur thor sem fær varnar- og
samúðarræðu frá Birni Jóni. Björn Jón
ritar grein um fall Straums-Burðaráss
í nýjasta hefti Þjóðmála þar sem reynt
er að sýna fram á
að íslensk stjórn-
völd hafi ekki viljað
bjarga fjárfestingar-
bankanum frá hruni
þar sem Björgólfur
Thor hafi verið stór
hluthafi í honum.
Ályktunin sem
lesandi hlýtur að
draga er að hægt hefði verið að bjarga
Straumi en að íslensk stjórnvöld hafi
ekki viljað það vegna þess að þeim sé
illa við Björgólf Thor. Fjárfestirinn er
því fórnarlamb stjórnvalda samkvæmt
þessu. Björn Jón hefur áður tekið
upp hanskann fyrir feðgana en hann
skrifaði alræmda bók um Hafskips-
málið fyrir nokkru að beiðni Björgólfs
Guðmundssonar og félaga hans hjá
Hafskip og þáði fyrir það ríkuleg laun
frá þeim um tveggja ára skeið. Niður-
stöður Björns Jóns voru eftir þessu.
Svo segja sumir að ekki sé allt falt fyrir
peninga og allra síst sál manna.
frá icesave tiL
smáLána
n Nú heyrist því fleygt að fyrrverandi
starfsmaður Björgólfs thors í Lands-
bankanum, sigurjón árnason, sé
á bak við annað af tveimur þeirra
smálánafyrirtækja sem rutt hafa sér
til rúms hér á landi upp á síðkastið.
Sigur jón kemur hvergi fyrir í opin-
berum upplýsingum um þessi fyrir-
tæki en sterkur orðrómur er um þetta
í fjármálalífinu. Nær öruggt þykir að
dugnaðarforkurinn Sigurjón sé að
vinna í einhvers konar gróðabralli hér
á landi enda er bankastjórinn fyrrver-
andi afar sjóaður í því að finna snilld-
ar viðskiptatækifæri líkt og Icesave-
reikningarnir sýna fram á. Sigurjón
hefur til dæmis einnig verið bendlaður
við ráðgjafafyrirtækið Arctica Finance
sem nokkrir félagar hans úr Lands-
bankanum stofnuðu en það félag hefur
makað krókinn með vinnu fyrir ýmis
stórfyrirtæki frá hruni. Svo vill reynd-
ar til að hinn fyrrverandi bankastjóri
Landsbankans, halldór kristjánsson,
stundar smálánastarfsemi í Kanada
þar sem hann er búsettur.
ÆtLar sér ekki að
verða sendiherra
n Hávær orðrómur hefur verið um
það að steinunn Valdís Óskars dóttir,
fyrrverandi þingkona Samfylkingar ,
ætli sér að sækjast eftir sendiherra-
stöðu í náinni framtíð. Sendiherra-
stöður eru einn vinsæl asti starfs-
vettvangur fyrrverandi þingmanna
enda mun starfið víst vera þægileg og
fín innivinna þar sem lítið mæðir á
fólki. Auðvelt gæti verið Steinunni að
koma sér að í utanríkisþjónustunni
þar sem samflokks maður hennar
Össur skarphéðinsson ræður ríkjum
í utanríkisráðuneytinu. Þetta mun þó
ekki vera svo og herma heimildir DV
að eitt hið síðasta sem þingkonan ætli
sér að gera sé að sækjast eftir sendi-
herrastöðu þrátt fyrir að hún gæti
örugglega komið sér í slíka stöðu út af
flokkstengslum.
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
framkvæmdaStjóri:
Bogi örn emilsson
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.