Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Side 27
„Finnst þau mjög asnaleg.“
Sindri MagnúSSon,
20 ára tónlistarmaður
„mér finnst alveg eðlilegt að hann fái
laun fyrir starfið, þetta er örugglega
mjög erfitt starf.“
Björgvin KriStjánSSon Spoon,
54 ára tréskéri
„Eru þetta ekki kjánalega há laun?“
Hlynur gíSlaSon,
18 ára skáld
„mér finnst þau alveg skandall.“
KriStjana Zoega,
17 ára starFar í ísbúð
„Okay, if he earned it.“
SetH randall SHarp,
25 ára söngvari
Hvað finnst þér um launakjör starfandi stjórnarformanns or?
guðMundur andri SKúlaSon
talsmaður lánsþega er einn þeirra sem
barist hafa fyrir rétti þeirra sem hafa
verið grátt leiknir vegna lána eftir
hrun. guðmundur ráðleggur öllum
með gengistryggð lán að hætta
greiðslum af lánum þar til fjármála-
fyrirtæki hafa leiðrétt þau til
samræmis við dóm hæstaréttar.
Ekki borga
Eftir að það hagkerfi sem óheft
frjálshyggja bjó til hrundi til grunna
bjuggust margir við mikilli vinstri-
sveiflu, ekki bara hérlendis heldur
víða annars staðar einnig. Vissulega
var hér kosin fyrsta vinstristjórnin í
sögu lýðveldisins, en svo virðist sem
það hafi fyrst og fremst verið vegna
óþols á hinni gömlu frekar en að all-
ir hafi snúist til vinstri. Hvað veldur?
Að hluta til er það vinstri mönnum
sjálfum að kenna. Undanfarna ára-
tugi snérust margir vinstriflokkar til
Blair-isma, nokkurs konar útvatn-
aðrar nýfrjálshyggju. Þeir gátu unnið
kosningar, en voru ekki raunveru-
legur valkostur hugmyndafræði-
lega. Þetta á að mörgu leyti við um
Samfylkinguna hér. En hvers vegna
hafa vinstrigrænir, sem ekki fóru
sömu leið, samt ekki notið meiri vin-
sælda en raun ber vitni?
Átökin á milli hægri og vinstri
eru hugmyndafræðileg, þau snúast
ekki aðeins um hvernig við viljum
að samfélagið verði í framtíðinni,
heldur einnig um hvernig við skilj-
um það samfélag sem við búum við
í dag.
útópíur og raunveruleiki
Sýn hægrimanna á samfélagið er
eitthvað á þessa leið: Allir fá það
sem þeir eiga skilið, þeir sem eru
ríkir eru einfaldlega duglegri en
aðrir og stjórnmálamenn eru lands-
feður sem bæði vita og vilja það sem
er þjóð þeirra fyrir bestu. Þetta er
falleg sýn og um leið einfeldnings-
leg, enda hefur hún beðið mikinn
hnekki í Hruninu. Þar kom í ljós að
ráðamenn höfðu litla hugmynd um
hvað var best fyrir þjóðina, eða, það
sem verra er, voru of uppteknir við
að skara eld að eigin köku til að gefa
því mikinn gaum. Vinstrimenn telja
hins vegar að samfélagið sé valda-
strúktúr þar sem ákveðnir hópar
efnast á kostnað annarra. Einmitt
þess vegna leggja þeir svona mikið
upp úr því að vernda þá sem minna
mega sín.
Það má einnig lýsa þessum átök-
um á annan hátt. Hægrimenn hafa
gjarnan viðurkennt að vinstrimenn
séu meiri tilfinningaverur, en að
þeir séu þó skynsamari. Og þegar
upp er staðið viljum við jú frek-
ar að samfélaginu sé stjórnað af
skynsemismönnum en tilfinninga-
verum. Þessu má allt eins snúa á
haus. Á tímum góðærisins var það
ein tilfinning, og ekki einu sinni
góð, græðgin, sem hafði völdin. Hún
leiddi til mikillar óskynsemi í rekstri
ríkis, sveitarfélaga og heimila, stans-
lausrar skuldasöfnunar. Því hefur
lengi verið haldið fram að hægri-
menn fari betur með peninga, en í
raun er það svo að þeir eru aðeins
duglegri að eyða þeim. Fólk telur
þann jú vera mikinn peningamann
sem er stöðugt með kreditkortið á
lofti, án þess þó að hafa endilega
yfirlit yfir skuldastöðu hans.
einstaklingshyggja og frelsi
Vinstristjórn tók við tómu búi og hefur
reynt að efla efnahaginn eftir bestu
getu. Þetta hefur gengið bærilega, en
verkefnið er erfitt. Við hljótum því að
komast að þeirri niðurstöðu að hægri-
menn bjóði upp á fallega samfélags-
sýn sem á sér litla stoð í raunveruleik-
anum, en vinstrimönnum er betur
treystandi fyrir peningunum okkar.
Það sama á við um einstaklings-
hyggju og frelsi. Líklega hafa Íslend-
ingar sjaldnast verið jafn litlir ein-
staklingshyggjusinnar og á tímum
nýfrjálshyggjunnar, þegar allir gerðu
eins og allir aðrir og aðrar skoðanir
heyrðust lítt sem ekkert. Og hug-
myndin um viðskiptafrelsi leiðir að-
eins til þess að einstaka fyrirtæki
verður það stórt að allt þjóðfélagið er
háð því, og þarf að borga skuldir þess
ef það fer á hausinn. Þannig er lítið
frelsi í frjálsum markaði, nema sam-
keppni sé tryggð.
ný von úr skrýtinni átt?
Ef vinstrimönnum tekst ekki að
endurheimta hugmyndirnar um
skynsamlega efnahagsstjórnun og
frelsi einstaklinga í frjálsu sam-
félagi (óháð stórfyrirtækjum) úr
höndum nýfrjálshyggjumanna og
auðmanna, er hætt við að þeir eigi
seint greiða leið að hjörtum fólks.
Öll ný framboð, bæði Borgara-
hreyfing og Besti flokkur, hafa
það á stefnuskrá sinni að búa til
réttlátara þjóðfélag. Eru þau því
eðli málsins samkvæmt frekar
vinstra megin, á meðan þeir sem
vilja halda öllu í föstum skorðum
hafa sinn Sjálfstæðisflokk. En það
er einmitt með því að stíga upp
úr þessum skotgröfum hægri og
vinstri (sem eru oft byggðar á mis-
skilningi) að þessum nýju fram-
boðum tekst stundum betur að ná
til fólks. Kannski liggur því vonin
einmitt þar.
Vandi vinstrimanna
myndin
Hver er maðurinn?
„guðmundur andri skúlason, talsmaður
samtaka lánþega.“
Hvað drífur þig áfram?
„réttlætiskenndin.“
Hvar ertu uppalinn?
„borgarfirði.“
uppáhaldsmatur?
„lamb að sjálfsögðu. a la mamma.“
Hvaða liði heldur þú með á HM?
„argentínu.“
Kom staðfesting hæstaréttar á dómi
héraðsdóms varðandi gengistrygg-
ingu þér á óvart?
„nei, í raun og veru ekki.“
Hvað þýðir þetta í stuttu máli fyrir
fólk með erlend lán?
„Þetta þýðir að lánin lækka um ríflega
helming og greiðslubyrði um eitthvað
svipað.“
er eitthvað sem þú ráðleggur fólki
að gera?
„bíða með allar greiðslur þangað til lána-
fyrirtæki hafa leiðrétt lánin til samræmis
við dóm hæstaréttar.“
Hvað finnst þér um viðbrögð
stjórnvalda og þingheims almennt?
„almennt finnst mér þau vera til
skammar með undantekningu einstakra
þingmanna.“
en um viðbrögð fjölmiðla?
„mér finnst þau hafa verið góð. Þeir hafa
gert þessu ágæt skil.“
er baráttan unnin eða rétt að byrja?
„Hún er rétt að byrja.“
maður dagsins
dómstóll götunnar
kjallari
föstudagur 25. júní 2010 umræða 27
valur gunnarSSon
rithöfundur skrifar
„Vinstrimenn telja hins
vegar að samfélagið
sé valdastrúktúr þar
sem ákveðnir hópar
efnast á kostnað
annarra.”
Fjör á alþingi Það voru þreytulegir þingmenn sem hlustuðu á ræðu bjarna benediktssonar, formanns sjálfstæðisflokksins, á alþingi á fimmtudag. sumir virtust vera komnir
með hugann við langþráð sumarfrí eftir langan og annasaman vetur. Mynd Hörður SveinSSon