Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Side 32
32 viðtal 25. júní 2010 föstudagur
Ég var skipaður formaður Strætós fyrir hönd Reykjavíkurborgar og sú tilskipun lak í gegnum allt stjórnkerfið án þess að nokkur fetti fingur út í það. Svo kom það
upp úr dúrnum að ég væri ólöglegur í þetta starf
vegna þess að reglunum hefði verið breytt 2004
yfir í að það yrði að vera aðalmaður í borgarstjórn
í þessu „djobbi“. Það þurfti því að stoppa þetta af,“
segir Dr. Gunni þegar hann og blaðamaður eru
sestir niður heima hjá honum að Dunhaga í Vest-
urbænum.
Þegar viðtalið fór fram, síðastliðinn þriðjudag,
var ekki komin niðurstaða í það hvort Gunni yrði
næsti stjórnarformaður Strætós bs. eins og staðið
hafði til. Daginn eftir varð svo ljóst að stóll stjórn-
arformannsins yrði ekki hans.
Gunni segir meira en að segja það að breyta
umræddum lögum þar sem Strætó sé byggða-
samlag sem sjö sveitarfélög standa að. Samþykki
fimm þeirra þurfi til þess að fá lögum breytt.
„Ég sæki það ekki hart að þessu verði breytt
því þá verður svo auðvelt fyrir mótherja í pólitík
að nýta þetta sem dæmi um pólitíska spillingu,“
sagði Gunni daginn áður en niðurstaðan varð
ljós.
Eiginkonan nEyddi hann í bílprófið
Hefurðu velt málefnum strætisvagna höfuðborg-
arsvæðisins mikið fyrir þér í gegnum tíðina?
„Ég tók ekki bílpróf fyrr en ég var orðinn 38
ára þannig að ég var alltaf í strætó, leigubílum,
hjólandi eða sníkjandi far hjá fólki,“ segir Gunni
sem verður 45 ára í haust. „Svo er bara einn bíll
á heimilinu þannig að ég hef stundum þurft að
taka strætó síðan ég fékk ökuréttindin. Verst hefur
mér þótt að maður getur ekki bara hoppað upp
í strætó og borgað með kortinu sínu heldur þarf
maður að vera með 280 kall í klinki. En mér skilst
að þessu verði breytt í haust. Svo finnst mér dálít-
ið leiðinlegt að það sé sú stemning í þjóðfélaginu
að maður sé einhver lúser ef maður tekur strætó.
Það er náttúrlega enginn að pæla í því sem fer til
útlanda.“
Auðheyrt er að Gunni hefur ákveðnar skoð-
anir á ýmsu sem snýr að strætó. Hann bendir til
dæmis á sparnaðinn sem regluleg notkun á þess-
ari samgönguþjónustu hafi í för með sér.
„Rekstrarkostnaður á bíl er lágmark 100 þús-
und kall á mánuði. Munurinn á þeirri upphæð
og þeirri sem það kostar að vera í strætó á mán-
uði, og þó tekinn sé leigubíll í sumum tilvikum,
er auðvitað gígantískur. Ég geri mér þó grein fyrir
því að fyrir fjölskyldufólk með tvo eða þrjá krakka
sem þarf mikið að vera að skutla er svolítið óraun-
hæft að vera án bíls. En manni finnst að margir
ættu frekar að íhuga þennan möguleika. Það er
milljón kall þarna á milli í árlegum kostnaði.
Nokkuð meira spjall um mál sem snúa að
Strætó fór fram á milli blaðamanns og Gunna,
en í ljósi þess að varaborgarfulltrúinn fékk ekki
„djobbið“ verður hér látið gott heita um þau mál.
En blaðamaður vill hins vegar ólmur fá að vita
hvers vegna Gunni tók ekki bílprófið fyrr en nán-
ast rétt fyrir fertugsafmælið.
„Ég hafði engan áhuga á að taka bílpróf og það
kostaði slatta af peningum. Mér fannst þeim pen-
ingum betur varið í að gefa út plötur sem enginn
keypti eða fara til útlanda eða eitthvað. Ég komst
líka alveg af án bílprófsins. En eftir að ég gifti mig
og fyrsta barnið var á leiðinni neitaði konan mín
að þurfa að keyra sjálfa sig á upp á fæðingardeild
þannig að hún neyddi mig til þess að taka bílpróf,“
segir Gunni og hlær.
Hann bætir við að honum finnist reyndar mjög
gaman að keyra bíl. „Ég sé svolítið eftir þessum
tuttugu árum sem ég var ekki með bílpróf þótt ég
hefði getað það lögum samkvæmt. Ef ég gæti spól-
að til baka myndi ég taka bílprófið sautján ára.“
Slapp við Strætódjobbið
Gunni var í ellefta sæti Besta flokksins í borgar-
stjórnarkosningunum í maí. Hann segir líf sitt
ekkert hafa breyst í kjölfar hins glæsilega árang-
urs sökum þess hve neðarlega á listanum hann
var.
„Ég er svo aftarlega á merinni að ég fæ aldrei
að gera neitt,“ segir Gunni og hlær. „Ég var ekki
settur í neitt annað en að vera formaður Strætós
þannig að ef það dettur upp fyrir þá er ég bara laus
allra mála. Sem er svo sem alveg ágætt því mér
leist nú eiginlega ekkert á þetta. Það verða allir
svo fúlir og reyna að hanka mann á einhverju. Ég
skil í rauninni ekki hvernig nokkur maður nennir
að fara út í þetta miðað við álagið og böggið.“
Hvers vegna varstu þá á lista Besta flokksins
ef þér hugnast ekki það álag og áreiti sem fylgir
pólitíkinni?
„Jón Gnarr er félagi minn frá fornu fari. Þeg-
ar ég heyrði fyrst af þessu í nóvember var hann
bara einlægur og sagðist vera orðinn leiður á að
vera alltaf í þessari óvissu um líf sitt, að vita aldrei
hvernig hann ætti að borga næstu greiðsluseðla
og hann ætlaði því í framboð til að fá öruggt
djobb og pening. „Já, já, Jón minn, þetta er fínt hjá
þér,“ sagði maður bara og hló. Svo einhvern tím-
ann eftir áramót spurði hann mig hvort ég vildi
ekki vera á framboðslistanum. Ég sagði bara: „Jú,
jú, ekkert mál,“ enda bjóst ég ekki við að þetta yrði
neitt.
Svo varð þetta allt í einu hrikaleg alvara þeg-
ar niðurstöður skoðanakannana fóru að berast. Í
einni þeirra var flokkurinn meira að segja kom-
inn með hreinan meirihluta,“ segir Gunni og
skellir upp úr. „Sem betur fer var ég þá kominn
niður í 11. sæti. Ég var fyrst í 6. sæti en var síðan
„kynbættur“ niður listann. Svo bara fékk flokkur-
inn þessa rosalegu kosningu og þá var ekkert aft-
ur snúið,“ segir hann en eins og kunnugt er breytti
Besti flokkurinn uppröðun sinni á framboðslist-
anum frá þeirri upphaflegu til þess að auka veg
kvenna á honum.
bESti flokkurinn Ekki
kominn til að vEra
Gunna finnst enn svolítið skrítið að Jón sé orð-
inn borgarstjóri. „Maður er eiginlega ekki al-
veg búinn að ná þessu ennþá. Það er náttúrlega
ekki nema hálft ár síðan Jón var, innan gæsa-
lappa, „rugludallur úti í bæ“, sem var fyndinn og
skemmtilegur og sagði mikið af óábyrgum hlut-
um sem enginn kippti sér upp við. Sex mánuðum
síðar er hann orðinn borgarstjóri með einkabíl-
stjóra og farinn að veiða lax. Það tekur smá tíma
að venjast þessu.“
Gunni segir mjög góðan anda ríkja í Besta
flokknum. Hann sé enda óspjallaður af áratuga-
löngum innanflokkserjum og leiðindum. „Svo
viðurkenna allir Jón sem stofnanda og leiðtoga
flokksins. Það er því engin valdabarátta í Besta
flokknum,“ segir Gunni og glottir.
Hvernig skýrirðu þennan árangur flokksins í
kosningunum?
„Ég held að það sé aðallega vegna hrikalegr-
ar óánægju með allt hitt dótið. Fólk er búið að
sjá í gegnum þetta pólitíska spil. Allir breytast og
verða voða góðir eitthvað mánuði fyrir kosning-
ar. Labba á milli húsa og gefa fólki blóm og smá-
börnum blöðrur og pulsur. Þetta er á meðal þess
sem Besti flokkurinn hæddist að. Stærsti hlutinn
af kosningabaráttu flokksins var að hæðast að öll-
um öðrum flokkum. Þessi hæðni hlýtur náttúr-
lega að hafa höfðað til fólks.“
En er ekki hætta á að þeir sem kusu flokkinn
í vor, af því að þeir vildu fyrst og fremst refsa hin-
um margumtalaða fjórflokki, eigi eftir að snúast
gegn Besta flokknum um leið og eitthvað fer að
halla undan fæti í stjórn borgarinnar og flokkur-
inn lendi þannig í miklu mótlæti?
„Ef það gerist þá bara gerist það, enda finnst
mér ekki Besti flokkurinn kominn til að vera.
Þetta er ekki fólk sem á líf sitt undir því að vera í
stjórnmálum. Ef allir fara að hata Besta flokkinn
þá bara gerist það og þá verðum við bara að lifa
með því.“
fáfræði Er algjört æði
Þannig að þú sérð ekki fyrir þér að Besti flokkur-
inn eigi eftir að lifa í mörg ár?
„Ekki á þessari stundu, nei. En það er svo
margt sem ég sé ekki fyrir, samanber þessi kosn-
ingaúrslit,“ segir Gunni og hlær. „En þetta er allt
fólk sem er ekki alið upp í pólitík, það mætti ekki
fyrst á fund hjá Heimdalli tíu ára. Þetta er allt nýtt
fólk sem kemur inn í þennan heim og svo verð-
ur bara að koma í ljós hvort þetta fólk langi eitt-
hvað til þess að vera í þessum heimi mikið lengur
en fjögur ár. Þetta er bransi þar sem mikið haglél
geisar á fólki. Pólitískir andstæðingar eru sí og æ
að reyna að finna einhverja snögga bletti og bíta
í hæla.“
Gunni segir borgarfulltrúa Besta flokksins svo
sem ekki finna fyrir slíku núna strax á fyrstu vik-
unum eftir kosningarnar. Alla vega ekki ef þeir
eru lítið á netinu.
„Þetta er aðallega þar, einhverjar samsæris-
kenningar um að þessi hafi unnið þarna og slíkt.
Það eru til dæmis allir að röfla um það núna að
Haraldur Flosi [Tryggvason] hafi unnið hjá Lýs-
ingu, en enginn er að reyna að komast að því
hvað hann ætlar að gera í starfinu. Er Orkuveitan
ekki hryllileg ormagryfja sem þarf algjört detox?
Það virðist enginn hafa áhuga á að vita hvað Besti
flokkurinn hyggst fyrir með fyrirtækið, heldur eru
allir fastir í rörinu sínu, að mæna á eitthvað af-
markað fyrra starf Haraldar þar sem hann var, eft-
ir því sem best verður séð, bara að vinna vinnuna
sína – þótt hún hafi kannski ekki verið sérlega
geðsleg. Ég held reyndar að maður myndi lifa
miklu skemmtilegra lífi ef maður færi bara á net-
ið til þess að fara á Youtube. Úti í búð og í rækt-
inni er fólk bara að pæla í fótboltanum og Eur-
ovision. Það er enginn að pæla í þessu. Íslensk
pólitík káfar ekkert upp á hinn venjulega mann.
Honum er skítsama, nema um það hvernig hann
eigi að borga reikningana um næstu mánaða-
mót. Fáfræði er algjört æði!“
Skuldar ExprESS Ekki nEitt
Gunni lék í auglýsingu fyrir flugfélagið Iceland
Express á síðasta ári og var töluvert gagnrýnd-
ur fyrir það af mörgum – að minnsta kosti á net-
inu – bæði vegna skrifa sinna um neytendamál á
bloggsíðu sinni og sem blaðamaður Fréttablaðs-
ins, og vegna þess að aðaleigandi flugfélagsins er
Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, sem er einn
þeirra sem taldir eru eiga stærstan þátt í hruni ís-
lensks efnahags. Blaðamaður spyr Gunna hvort
hann telji sig geta starfað sem borgarfulltrúi, ef
svo færi að hann dytti inn í borgarstjórn vegna
forfalla annarra fulltrúa Besta flokksins, á sama
tíma og þessar auglýsingar séu í gangi.
„Þetta var nú bara samningur upp á átján
mánuði þannig að hann verður vonandi búinn
ef til þess kemur að ég þurfi að fara inn í borg-
arstjórn,“ segir Gunni en auglýsingarnar voru
gerðar í fyrrasumar. „Og þetta er bara notað þeg-
ar mikið liggur við. Þá er ég dreginn upp,“ segir
Gunni sposkur. En bætir svo við alvarlegri: „Ef
það stendur ekki í lögum borgarinnar sé ég ekki
að það séu árekstrar í því.“
En er það ekki ein meginkrafan í íslenskri
póli tík eftir hrun að öllum hugsanlegum hags-
munaárekstrum sé sópað út af borðinu í ljósi
reynslunnar?
„Jú, er það ekki?“ spyr Gunni á móti og bros-
ir. „En Iceland Express hefur ekkert upp í bakið
á mér. Ég er búinn að fá borgað frá þeim þannig
að þeir skulda mér ekki neitt og ég skulda þeim
ekki neitt. Það eina er að þeir geta notað myndir
af mér eitthvað fram á næsta ár.“
„fékk gríðarlEgan Skít yfir mig“
Varðandi gagnrýnisraddirnar sem létu í sér heyra
þegar birtingar auglýsinganna hófust segir Gunni
marga ekki hafa sparað stóru orðin. „Ég fékk gríð-
arlegan skít yfir mig. Það fyrsta sem ég sagði við
auglýsingastofuna þegar stungið var upp á þessu
var: „En Pálmi Haralds á þetta félag.“ Þeir sögð-
ust vita það fullvel og þegar ég spurði hvernig það
samræmdist siðferðiskennd þeirra bentu þeir
réttilega á að það væri ekki búið að dæma hann
fyrir neitt. Það er ennþá svo þannig að hann er
ekki glæpamaður nema í augum landsmanna
fyrir að vera svona mikill peningasóði. Ég meina,
ég var að vinna hjá Jóni Ásgeiri [Jóhannessyni] á
Fréttablaðinu á sama tíma. Að leika í auglýsingu
hjá fyrirtæki sem Pálmi Haralds á er ekkert öðru-
vísi en það. Svo er líka fullt af fólki sem flýgur með
Iceland Express og verslar í Bónus og er þannig
að láta Pálma og Jón Ásgeir hafa peningana sína.“
Löngun til að rétta aðeins af fjárhag heimil-
isins hafði áhrif á þá ákvörðun Gunna að leika
í auglýsingunni, eins og hann greindi frá þegar
umræðan spratt upp. „Ég skuldaði mikið í yfir-
drátt og það er almenn skynsemi að ef þú skuldar
fullt af peningum og getur unnið þér inn peninga
þá náttúrlega tekurðu því. En maður er kannski
gunnari lárusi hjálmarssyni, Dr. Gunna, leist ekki vel á að taka við stjórnarformennsku í Strætó bs. eins og
ætlunin var að hann gerði. Hann lítur ekki svo á að Besti flokkurinn sé kominn til að vera og er ánægður með að
hafa verið „kynbættur“ niður framboðslista flokksins. Í samtali við kristján hrafn guðmundsson talar Gunni
einnig um skítinn sem hann fékk fyrir að auglýsa Iceland Express, sukkárin og uppsögnina á Fréttablaðinu.
Strætóstarfið
Leist ekkert á
Enda finnst mér ekki Besti flokkurinn
kominn til að vera.
á sviði með unun Gunni
þurfti að spila sitjandi í
gifsi á Wembley-leikvang-
inum vegna ökklabrots
sem hann hlaut á fylleríi.
mynd EggErt jóhannESSon