Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Síða 34
34 viðtal 25. júní 2010 föstudagur • Svart • Hvítt • Krem • Brúnt Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardag frá kl. 11-17 Serta aftur á Íslandi !! Yankee Candle, hin einu sönnu. Yfi r 40 mismunandi ilmkerti ! Kynningarafsláttur 15% Chiro 600 heilsurúm Stærð cm. Tilboð kr. 90x200 90.900,- 100x200 95.900,- 120x200 98.000,- 140x200 119.900,- 160x200 149.900,- 180x200 159.900,- með einhver siðferðismörk. Ef mér hefði verið boðið að smygla kókaíni frá Bólivíu hefði ég að öllum líkindum sagt nei,“ segir Gunni og hlær, en heldur þó sínu hefðbundna rólega yfirbragði. Okrið varð skrímsli Hvernig fannst þér þetta samræmast starfi þínu hjá Fréttablaðinu þar sem þú varst meðal annars að skrifa um neytendamál? „Þegar þetta kom upp í fyrra var ég í launa- lausu leyfi frá Fréttablaðinu út af vinnunni við Popppunkt,“ útskýrir Gunni en hann er dóm- ari og spurningahöfundur í sjónvarpsþættinum Popppunkti sem sýndur er í Ríkissjónvarpinu yfir sumartímann. „Og ég meina, öll mín aðkoma að neytendamálum var bara eitthvað sem vatt upp á sig. Það var engin tilskipun að ofan sem gerði mig að neytendafrömuði, ef við getum notað það orð. Það kviknaði allt út frá einni lítilli kók á veitinga- stað í Reykjavík árið 2007. Ég og Grímur Atlason, vinur minn, fórum þá á kínverskan stað við Vest- urgötu þar sem Grímur fékk sér tvær litlar kók. Þegar við ætluðum að borga kom í ljós að kókin kostaði 350 krónur stykkið. Þá datt mér í hug að setja inn á bloggsíðuna mína hliðarsíðu þar sem væru birt svona okurdæmi. Ég setti kókdæmið inn og bað svo lesendur um að senda mér línu ef einhver vissi um eitthvað svipað. Þetta varð að skrímsli, viðbrögðin voru þvílík. Þar með varð ég einhver neytendafrömuður sem var ekkert endilega mitt markmið í lífinu. Ég var að vinna á Fréttablaðinu og var í kjölfar- ið beðinn um að skrifa um neytendamál þar, sem ég gerði náttúrlega. Í launalausa leyfinu í fyrra var mér svo boðið þetta auglýsingahark. Vegna þess fór ég svo ekkert aftur í að skrifa um neytendamál þegar ég kom úr leyfinu heldur var bara blaða- maður á innblaðinu. En ég hætti náttúrlega ekk- ert að birta bréf sem ég fæ send. Þessu sló sam- an hjá mörgum, sem héldu kannski að ég hefði verið skipaður neytendafrömuður af ríkisstjórn Íslands, og þess vegna leit út eins og ég væri að svíkja einhverjar svakalegar hugsjónir með því að selja mig svona.“ Fékk hálFa milljón Fyrir dagsvinnu Það virðist ekki í eðli Gunna að pukrast með hlutina. Hann hikar því ekki eitt augnablik þegar blaðamaður spyr hversu mikið hann fékk borgað fyrir auglýsingarnar. „Ég fékk hálfa milljón fyrir að gera þetta, 350 þúsund fyrir að lána þeim smettið á mér, 150 fyrir lagið. Buff, sem flutti lagið [Prinsessan mín], fékk 150. Ég skuldaði eina milljón í yfirdrátt þannig að það fór aðeins upp í það.“ Hvað tók langan tíma að taka myndirnar fyrir auglýsingarnar? „Það tók svona einn dag. Plús náttúrlega sálar- tjón. Þetta er auðvitað fáránlega mikill peningur fyrir fáránlega litla vinnu, enda er þessi auglýs- ingabransi dálítið fáránlegur. Maður sem þrælar sér út fimm daga vikunnar fyrir 250 þúsund kall útborgaðan á mánuði þarf að vera ansi harður á siðferðissvellinu til þess að segja nei við slíku. Það er eins og að segja nei við happdrættisvinningi af því að forstjóri happdrættisins er glataður gaur með sorglega slóð á eftir sér.“ Er þetta besta tímakaup sem þú hefur fengið? „Nei, það var nú í góðærinu þegar ég tók Prumpulagið á hátíð í Mosfellsbæ. Þá fékk ég 50 þúsund kall fyrir tvo tíma, með bið og svoleiðis. Það var ógeðslega mikið.“ Gunni sagðist hér að framan hafa jánkað því strax að taka sæti á lista Besta flokksins þegar eft- ir því var leitað. Annað var uppi á teningnum í til- viki Express-auglýsinganna. „Ég hugsaði mig dálítið vel um. En peninga- græðgin var öllu öðru yfirsterkara,“ segir Gunni og í framhaldinu fylgir hlátur. uppFærði hagkaupslag BuBBa Hafðir þú einhvern tímann áður verið beðinn um að auglýsa einhverja vöru eða þjónustu? „Já, og ég hafði aldrei hafnað slíku boði. Bubbi Morthens söng í Hagkaupsauglýsingu 1996 og árið eftir sló ég í gegn með Prumpulaginu. Þá vildi þeir hjá Hagkaup fá mig til að syngja Hag- kaupslagið, vildu uppfæra flytjandann og í ljósi vinsælda Prumpulagsins var ég valinn. Ég bjó til versjón af laginu, þeir Hagkaupsmenn gerðu svo yfirgripsmikla könnun á meðal viðskipta- vina sinna en móttökurnar urðu ekki nógu góð- ar þannig að þetta fór aldrei í loftið. Ég fékk samt eitthvað smá borgað fyrir viðleitnina. Lag sem ég fór með í Eurovision, Ég og heilinn minn, seldi ég síðan í einhverja mjólkurvöruaug- lýsingu. En svo held ég að það sé ekkert fleira.“ Gunni segir þetta einfaldlega fylgja því að vera sjálfstætt starfandi listamaður. „Í þessu harki er þessi auglýsingamelluskapur það sem mað- ur fær langmest út úr peningalega séð. Á meðan við búum ekki við gjaldmiðlalaust samfélag sem byggist á vöruskiptum þá er þetta bara geimið sem maður þarf að taka þátt í. Og svo framarlega sem ekki er verið að auglýsa einhverja ólöglega hluti sem einhverjir kókaínbarónar eiga þá er þetta víst í lagi.“ Ertu alltaF að sEmja lög? „Nei, ég get ekki sagt það. Fyrir svona fimmtán árum komst maður ekki í gegnum daginn án þess að grípa í gítarinn. En núna skiptir þetta mig ekki máli. Það er einhvern veginn enginn hvati. Ég hef ekkert gaman af því lengur að fara á hljómsveitar- æfingu og fara svo að harka á einhverjum pöbb- um. En ég sem lög ef þau bara koma sjálfkrafa eins og eitt vinsælasta lag landsins í dag, Vinsæll, sem Hvanndalsbræður flytja. Það bara kom þeg- ar ég var úti að labba.“ Þrátt fyrir að Gunni sé að mestu hættur í tón- listarharkinu er þó eitt verkefni fram undan sem hann er mjög spenntur fyrir. Það er kombakk hjá hljómsveitinni Svarthvítur draumur sem Gunni var í á níunda áratugnum. „Við gáfum út hina goðsagnakenndu plötu Goð árið 1987 sem þykir ein besta rokkplata sem gefin hefur verið út á Íslandi. Hún hefur ekki ver- ið fáanleg svo lengi, hefur einhvern veginn ver- ið horfin í kóngulóarvef tímans, og okkur finnst því kominn tími til að koma henni aftur á kort- ið. Platan verður því endurútgefin í haust og af því tilefni mun Svarthvítur draumur koma fram á Iceland Airwaves,“ segir Gunni og má jafnvel greina smá eftirvæntingu í hinu annars rólega fasi Doktorsins. Hann bætir við að í sér búi löngun til þess að gera nokkrar plötur. Ein slík er „nytjaplata“ sem eigi að heita Feita svín sem hugsuð sé til hlustun- ar við fitubrennslu. „Ég hef tekið eftir því í minni líkamsrækt að það skiptir rosalega miklu máli hvað maður hlustar á. Það þarf að vera melódía, gott bít og hvatning og mig langar til að leggja mitt lóð á vog- arskálarnar í lýðheilsu landsmanna með því að gefa út plötuna Feita svín,“ segir Gunni og hlær. Hann var aðeins byrjaður á lögunum fyrir plöt- una sem töpuðust hins vegar þegar harði diskur- inn á tölvu Gunna brann. Einn daginn mun plat- an þó koma út, segir kappinn. væri til í jónur EFtir skaupið Eins og alvitað er fylgir hljómsveitarlífi gjarnan óheilsusamlegt líferni. Fyrir utan að vera höf- undur Prumpulagsins og forsprakki Svarthvíts draums er Gunni líklega þekktastur fyrir að vera annar burðarásanna í hljómsveitinni Unun sem starfaði á árunum 1993 til ‘99. Hann segir að sukkið hafi aldrei orðið honum fjötur um fót. En vissulega hafi hann tekið vel á því á tímabili. „Þegar Unun hætti sneri ég eiginlega alveg við blaðinu, kynntist konunni og fór í það dæmi. Fjölskyldulífið. Fram að því hafði ég verið að elta þennan draum sem margir tónlistarmenn eru með, að slá í gegn í útlöndum og lifa á músík- inni,“ segir Gunni. Konan hans heitir Bjarnveig Magnúsdóttir, eða „Lufsan“ eins og lesendur bloggsíðu Gunna þekkja hana. Þau eiga tvö börn, Dagbjart Óla, sjö ára, og Elísabetu Láru, þriggja ára. Sukkaðir þú mikið á hljómsveitarárunum? „Já, já, slatta,“ segir Gunni af áðurnefndri hreinskilni þrátt fyr- ir að íronískur tónn læði stundum að manni efa. „Ég var fyrst og fremst í áfenginu. Ég held að ég hafi tvisvar sniffað am- fetamín og það var ekki skemmtilegt. Svo hef ég reykt hass og gras svona fimm sinnum. Þá er það upptalið. Ég myndi aldrei prófa LSD eða eitt- hvert þannig ofskynjun- ardæmi. Mér finnst það skerí tilhugsun. Kókaín er náttúrlega sagt vera mjög gott fíkniefni og hef ég heyrt margar fal- legar sögur af því, aðal- lega í bandarískum bíó- myndum. En mér hefur því miður aldrei verið boðið það,“ segir hann og skellir upp úr. Aðspurður ... Nei, við skulum vera hrein- skilin. Að fyrra bragði segir Gunni að þótt hann sé ekkert að berjast fyrir lögleiðingu kanna- bisefna á Íslandi myndi hann ekkert hafa á móti því að geta farið í tóbaksbúðina Björk í Banka- stræti og keypt lífrænt ræktaða jónu frá til dæm- is Eiðum. „Þessir íslensku grasframleiðendur eru greinilega mjög góðir garðyrkjumenn miðað við afköstin. Og eins og ég segi, ég er enginn baráttu- maður fyrir lögleiðingu maríjúana en ég myndi heldur ekki setja mig upp á móti því. Ég myndi þá alveg kannski fá mér tvær Eiðajónur til að eiga eftir Skaupið í staðinn fyrir vindilinn og áfengið.“ í hjólastól á WEmBlEy Gunna finnst áfengisvíma ekki eftirsóknar- vert ástand. „Mér finnst hún ferlega leiðinleg og óspennandi. Þá er nú skemmtilegra að vera skakkur. Hlæja smá í hálftíma og svo finnur maður ekki fyrir þessu daginn eftir. Eftir fyllerí er maður með geðhvarfasýki í heila viku.“ Var búsið einhvern tímann vandamál hjá þér? „Ja, ég var dálítið fullur 1995. Um áramótin ´95-´96 ökklabrotnaði ég einmitt í mikilli áfeng- isvímu. Þetta var þannig að ég var á Rósenberg- kjallaranum þar sem einhverjir tveir vinir Bjark- ar, tveggja metra háir klæðskiptingar frá New York, voru með eitthvert draggsjó. Ég var mjög fullur og fannst rosa sniðug hugmynd að stökkva upp á sviðið og taka þátt í sjóinu með þeim. Þá stökk annar tveggja metra klæðskiptingurinn upp í fangið á mér og ég missti fótanna undan þessu hundrað kílóa flykki. Það slokknaði á mér og þegar ég komst til meðvitundar á ný lá ég á sviðinu, klæðskipting- urinn að skaka sér ofan á mér og vinstri löppin lá í 90 gráðu halla út á hlið,“ lýsir Gunni og hann og blaðamaður skellihlæja. „Sem betur fer var ég mjög fullur þannig að ég fann ekki eins mik- ið fyrir þessu. Didda skáldkona kom mér út í löggubíl sem var fyrir utan og skutlaði mér upp á slysó. Þar lá ég í þrjá daga. Tveimur vikum síðar áttum við í Unun að spila með Björk á Wembley og þá var ég bara keyrður inn á sviðið í hjóla- stól. Ég spilaði því á bassann, sitjandi með gifsið út í loftið. Það er ekki mikið rokk,“ segir Gunni og enn er hlegið. Unun túraði svo um Bret- land með Björk í nokkrar vik- ur í upphafi árs ´96. „Ég þurfti alltaf að liggja uppi á hótelher- bergi á meðan hinir voru að skemmta sér. Það voru bara mín mistök að brjóta á mér ökklann. En drykkjan var svo sem aldrei neitt vandamál af því að mér leið alltaf svo illa eftir fyllerí. Mig lang- aði því aldrei að verða full- ur aftur daginn eftir fyllerí. Þetta var því ekki vandamál fyrir utan þetta ökklabrot, sem ég finn aðeins fyrir enn í dag.“ Fínt að vEra sagt upp Fyrir utan nýjustu tíðindi af Gunna og formennsk- unni hjá Strætó bs. sem ekki varð af, þá var honum sagt upp hjá Fréttablaðinu. Líkt og síðasta sumar fór hann í launalaust leyfi frá vinnu sinni á blaðinu 1. apríl síðast- liðinn til að vinna að Popp- punkti. Ætlunin var að hann sneri aftur til vinnu 1. sept- ember. En skömmu fyrir síð- ustu mánaðamót fékk Gunni símtal frá aðstoðarritstjóra blaðsins sem bað hann að koma að hitta sig. „Ég fór að hitta hana og þar var mér sagt upp. Við gengum bara frá því og það var eiginlega fínt,“ lýsir Gunni yfirvegaður. Fínt að vera sagt upp? „Já, maður á kannski ekki að segja það í þessu atvinnuástandi sem er en ég hlakkaði svo sem ekki mikið til þess að fara aftur að hamra í blaða- mannsdjobbinu. Ég lít því fyrst og fremst á þetta sem gífurlegt tækifæri,“ svarar Gunni líkt og at- vinnustjórnmálamaður. Ertu þá að leita þér að vinnu? „Jaaaá, og það eru ýmis járn í eldinum. Svo reynir maður bara að bæta fleiri járnum í eldinn og harka. Ég er því ekkert að upplifa þetta sem einhverja hræðilega höfnun. En kannski fæ ég flog þegar fyrstu mánaðamótin renna upp þar sem engin innkoma er. Lufsan mun allavega pottþétt fá flog!“ kristjanh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.