Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 36
Ragnheiður H. Gunnarsdóttir sjúkraliði Ragnheiður Hrefna fæddist á Akranesi en ólst upp í Reykja- vík. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Vogaskóla, lauk prófum sem sjúkraliði 1987 og lauk framhalds- námi í sjúkraliðun 1998. Ragnheiður Hrefna stundaði verslunarstörf um skeið. Hún og fjölskylda hennar voru búsett á Húsavik á árunum 1976-84. Þar starfaði Ragnheiður lengst af við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Hrefna hefur starfað sem sjúkraliði frá því að hún lauk námi á hinum ýmsu deildum Landspít- alans. Síðastliðin sextán ár hefur hún starfað á deild 15 á Klepps- spítala og starfar þar enn. Ragnheiður Hrefna var einn af stofnfélögum í JC-félaginu í Húsa- vík. Árið 1984 fluttist hún til Kópa- vogs og þar hefur hún búið síðan. Fjölskylda Ragnheiður Hrefna giftist 4.10. 1969 Karli Hjartarsyni, f. 11.4. 1948, lögregluvarðstjóra. Hann er sonur Hjartar Guðmundsson- ar verslunarmanns og Bryndísar Karlsdóttur húsmóður. Börn Ragnheiðar Hrefnu og Karls eru Jón Þór Karlsson, f. 24.12. 1969, lögregluvarðstjóri í Keflavík, kvæntur Maríu Gunn- arsdóttur og eiga þau tvær dæt- ur, Þorbjörgu Birtu og Ragnheiði Önnu; Gunnar Kristófer Karlsson, f. 23.12. 1973, starfsmaður hjá Bílabúð Benna, búsettur í Kópa- vogi; Bryndís Margrét Karlsdóttir, f. 1.9. 1980, verslunarmaður, bú- sett í Hafnarfirði, en maður henn- ar er Eyjólfur Jónsson kokkur; Hjördís María Karlsdóttir, f. 2.2. 1994, nemi. Systkini Ragnheiðar Hrefnu eru Sigurgeir Snorri Gunnarsson, f. 25.4. 1953, fyrrv. starfsmaður Prentsmiðjunnar Odda, búsettur í Reykjavik; Margrét Beta Gunnars- dóttir, f. 30.7. 1957, framkvæmda- stjóri Bílabúðar Benna, búsett í Reykjavík; Ágústína Ingveldur Gunnarsdóttir, f. 14.4. 1960, starfskona við umönnun, búsett í Vestmannaeyjum. Foreldrar Ragnheiðar Hrefnu voru Gunnar I. Júlíusson, f. 14.1. 1922, d. 14.7. 1991, og k.h., Unnur Jóna Geirsdóttir, f. 15.5. 1923, d. 9.6. 1998. Ragnheiður Hrefna verður með opið hús að Digranesheiði 5 föstudaginn 25.6. frá kl. 19.00- 21.00. Allir vinir og ættingjar vel- komnir. 85 ára á laugardag Áki Guðni Gränz málarameistari í Njarðvík Áki Guðni er fæddur í Vestmanna- eyjum og þar ólst hann upp. Hann lærði málaraiðn hjá Engilbert Gísla- syni í Vestmannaeyjum, lauk sveins- prófi í þeirri grein og öðlaðist síðan meistararéttindi. Áki sinnti síðan málarastörfum um langt árabil, á Selfossi, í Reykjavík og í Njarðvík. Hann hefur samhliða aðalstarfi málað fjölda málverka, mótað styttur og gert brjóst- og lág- myndir. Hann hefur þrisvar haldið sýningar á verkum sínum, fyrst árið 1968 og síðan 1974 og 1994. Þá hefur Áki einnig starfað mikið að íþrótta- og félagsmálum. Hann var einn af stofnendum sjálfstæðis- félags Njarðvíkur, sat í hreppsnefnd og bæjarstjórn Njarðvíkur í sextán ár og var forseti bæjarstjórnar í fjögur ár, 1982-86. Áki Guðni hefur hannað all mikið af bæði merkjum og fánum fyrir fyrirtæki og félög og ber þar fyrst að nefna merki Njarðvíkurbæjar en einnig merki Kvenfélags Njarðvíkur, Iðnaðarmannafélags Suðurnesja og fleiri. Hann sat í undirbúningsnefnd stofnunar félags Keflavíkurverktaka og var bæði meðstofnandi og í stjórn félags málaraverktaka í Keflavík. Áki Guðni var einn stofnenda Lionsklúbbs Njarðvíkur og hefur verið virkur félagi allt frá stofnun, árið 1957, auk þess sem hann er með- limur Oddfellowstúkunnar Njarðar. Fjölskylda Áki Guðni kvæntist hinn 17.7. 1948 Guðlaugu Karvelsdóttur sjúkraliða, f. 12.12. 1929. Foreldrar hennar voru Karvel Ögmundsson útgerðarmaður og Anna Margrét Olgeirsdóttir hús- móðir, að Bjargi í Ytri-Njarðvík. Börn Áka Guðna og Guðlaugar eru Guðrún Fjóla Gränz , f. 18.2. 1949, viðskiptafræðingur en henn- ar maður er Bjarni Már Ragnarsson; Anna Margrét Ákadóttir, f. 19.6. 1951, sérkennari en hún á börnin Áka Guðna og Svanfríði Dóru; Sól- veig Björk Gränz, f. 13.6. 1952, bú- sett í Garði en maður hennar er Ás- geir Kjartansson og þau eiga synina Kjartan, Áka, Davíð og Bjarka; Kar- vel Gränz, en börn hans eru Guðlaug Gränz og Carl Bergur Gränz en hann á syn- ina Karl Jóhann og Kristján. Albræður Áka Guðna eru Herbert Gränz, málarameistari á Selfossi, en kona hans er Erla Jakobsdóttir; Gunnar Gränz málari sem einnig er búsettur á Selfossi. Hálfbróðir Áka Guðna var Ólafur Gränz húsgagnasmiður í Vest- mannaeyjum en hann var kvæntur Ástu Ólafsdóttur en þau eru nú bæði látin. Foreldrar Áka Guðna voru Karl Jóhann Gränz, f. 22.7. 1887, d. 14.11. 1967, húsgagnasmíðameistari og málarameistari, og Guðrún Ólafs- dóttir, f. 10.9. 1897, d. 2.1. 1957, hús- móðir. Þau bjuggu lengst af í Vest- mannaeyjum og á Selfossi. 36 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 25. júní 2010 föstudagur 60 ára á föstudag NÝ OG ENDURBÆTT ÚTGÁFA! ÓMISSANDI FERÐAFÉLAGI allt í einni bók FULLT VERÐ 4.990 KR 1000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina Einungis hægt að skipta í bók abúðum (ekki á bensínstöðvum) Hljóðbók Arnar Jónsson les 19 þjóðsögur Nýr ítarlegur hálendiskafliHandhægt ferðakort Vegahandbókin - Vesturhlíð 7 - Sími 5622600 Farið með svarið í ferðalagið Hafsjór af fróðleik um land og þjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.