Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Qupperneq 40
xxxxxxxxxx 40 SkRÝTIÐ umsjón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is 25. júní 2010 föstudagur „Fótboltaleikur dauðans“Árið 1942 var Kiev, höfuðborg Úkraínu, undir járnhæl nasista. Nokkrir knatt- spyrnumenn Dynamo Kiev komu saman og stofnuðu lið og kepptu á móti þýskum her- deildum þar sem hart var barist. Frægasti leikurinn var við liðið Flakelf, sem skipað var hermönnum úr Luftwaffe. Úkra ínu- mennirnir léku stórkostlega í leiknum og það hafði afdrifaríkar afleiðingar. Varnarmaðurinn Klimen- ko fær boltann á eigin vallarhelmingi og tek-ur á rás. Hann hleyp- ur eins og fætur toga og sólar ger- valla vörn andstæðinganna upp úr skónum. Mótherjarnir reyna að sparka grimmilega í hann, en tekst ekki. Þegar hann er kominn upp að markinu snýr hann laglega á mark- vörðinn og horfir á opið markið, hann getur auðveldlega rennt bolt- anum inn og skorað. En hann ger- ir það ekki og stendur eins og þvara stundarkorn. Á endanum snýr hann sér við og þrumar knettinum í átt að miðju. Dómarinn flautar til leiksloka, þrátt fyrir að níutíu mín- útur séu ekki enn liðnar. Klimenko horfir óttasleginn á liðsfélaga sína. Hann lést hálfu ári síðar í þrælkun- arbúðum. Hinn 9. ágúst 1942 fór fram knattspyrnuleikur á milli liðanna Flakelf og FC Start á Zenit-vellinum í Kiev, höfuðborg Úkraínu. Dómar- inn var SS-maður, leikmenn Flakelf voru þýskir hermenn Þriðja ríkis- ins og leikmenn FC Start úkraínsk- ir stríðsfangar. Leikurinn hefur ver- ið nefndur „fótboltaleikur dauðans“ enda voru leikmenn FC Start pynt- aðir eftir leikinn sem þeir unnu 5-3. Tímabilið stöðvað við innrás Þjóðverja Á árunum fyrir síðari heimsstyrj- öldina hafði knattspyrna vaxið gíf- urlega í vinsældum í Sovétríkjun- um, sérstaklega í Úkraínu. Dynamo Kiev var orðið stórveldi í fótbolta á fjórða áratugnum, var á meðal bestu liða í hinu geysistóra komm- únistaríki. Knattspyrnutímabilinu árið 1941 lauk skyndilega hinn 22. júní 1941 þegar hersveitir Þýska- lands Hitlers réðust inn í Sovétríkin en aðgerðin var kölluð „Barbaross- aáætlunin“. Hún var mesta innrás mannkynssögunnar. Knattspyrnumennirnir í Dyna- mo Kiev voru sumir sendir á orrustu völlinn en aðrir biðu í borg- inni. Þýski herinn sótti gríðarlega hratt fram og náði Kiev á sitt vald. Nokkrir leikmannanna voru þá sendir í fangabúðir. hittust í bakaríi Í Kiev hittust þeir knattspyrnumenn sem enn gátu um frjálst höfuð strok- ið í verksmiðjubakaríi sem var und- ir hælnum á hernámsyfirvöldum. Leikmennirnir komu þangað í leit að vinnu en yfirmaður bakarísins var mikill stuðningsmaður Dynamo Kiev, en hafði fengið stöðuna þar sem hann var hliðhollur Þjóðverj- um. Hann réð fótboltamennina í vinnu og lagði til að þeir myndu stofna fótboltalið bakarísins. Þannig var knattspyrnuliðið FC Start stofnað. Það lék nokkra leiki við heimamenn, sem margir voru gengnir í lið með nasistum. FC Start vann alla leiki sína og þótti sýna frá- bæra takta. Liðið lék svo við ýmis lið sem skipuð voru herdeildum frá Þýskalandi, Ungverjalandi og Rúm- eníu, bandamönnum nasista. Hinn 6. ágúst 1942 gjörsigraði FC Start liðið Flakelf 5-1, sem var skipað hermönnum úr þýska flughernum, Luftwaffe. Vildu ekki tapa viljandi Þýska hernámsstjórnin í Kiev áttaði sig á því að þetta gengi ekki lengur, sigurganga úkraínsks fótboltaliðs gæti bæði hvatt heimamenn í upp- reisnarhug áfram og lækkað rost- ann í þýskum hermönnum. Í kjölfarið fór Flakelf fram á nýja viðureign, sem færi fram 9. ágúst á Zenit-leikvanginum. Yfirmaður úr SS-sveitunum var skipaður dóm- ari. Leikmenn FC Start áttuðu sig á því að staðan var nokkuð snúin. Ljóst var að dómarinn myndi ávallt dæma Flakelf í vil. Ættu þeir að tapa leiknum viljandi til að þóknast nas- istunum? Nei, það vildu þeir ekki og ákváðu að spila sinn leik, sýna sitt besta. unnu þrátt fyrir aftaní- tæklingar Þegar leikurinn hófst kom strax í ljós að dómarinn ætlaði sér að leyfa liðsmönnum Flakelf að brjóta á leikmönnum FC Start að vild. Þýsku hermennirnir gengu fram með miklum tuddaskap og spörk- uðu Úkraínumennina niður. Flakelf skoraði fyrsta mark leiksins þeg- ar Þjóðverjarnir spörkuðu í andlit markvarðarins sem lá sárkvalinn eftir. Dómarinn lét mótmæli leik- manna FC Start sem vind um eyru þjóta og á meðan stunduðu Flakelf- menn peysutog og aftanítækling- ar. Þrátt fyrir það náði FC Start að jafna leikinn með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu. Úkraínumennirnir komust svo yfir þegar einn þeirra sólaði sig upp allan völlinn. Staðan var 3-1 í hálf- leik, heimamönnum í vil. Bæði lið skoruðu tvisvar í síð- ari hálfleik. Dómarinn flautaði svo leikinn af eftir að varnarmaðurinn Klimenko hafði sólað Þjóðverjana upp úr skónum og komist í dauða- færi, en neitað að skora, eins og seg- ir frá í upphafi greinar. létust í þrælkunarbúðum Síðar sama mánuð voru margir leik- menn FC Start handteknir og þeir sakaðir um að vinna fyrir sovésku leyniþjónustuna. Gestapo benti á að Dynamo Kiev hefði verið uppá- haldslið lögreglumanna í borginni fyrir hernám. Leikmennirnir voru pyntaðir og lést einn þeirra í haldi Gestapo. Hinir voru sendir í þræl- kunarbúðir, þar á meðal varnar- maðurinn Klimenko. Nokkrir komust lífs af og gátu sagt sögu sína eftir stríð. Tvær sov- éskar kvikmyndir voru gerðar um „knattspyrnuleik dauðans“, en það var leikur FC Start og Flakelf ávallt kallaður að styrjöldinni lokinni. helgihrafn@dv.is leikurinn auglýsTur Veggspjald frá Kiev þar sem leikur Flakelf og FC start var auglýstur. réTT fyrir leik Völlurinn var skreyttur hakakrossum í bak og fyrir. fc sTarT Liðið stillir sér upp fyrir framan myndavél, skömmu áður en flautað er til fótboltaleiks dauðans á Zenit- vellinum í Kiev árið 1942.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.