Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Page 42
Perth í Ástralíu ku hafa verið rólegheitaborg á sjöunda áratug síðustu aldar. Sagt er að fólk hafi
ekki haft fyrir því að læsa húsum sín-
um eða bílum. En á því varð breyting
í kringum árið 1960 þegar skálmöld í
mynd Erics Cooke skók borgina. Eric
Cooke var raðmorðingi sem myrti
hvar sem var, hvenær sem var og
hvern sem var. Hann fékk viðurnefn-
ið Næturráfarinn.
Eric Cooke var einkasonur for-
eldra sinna en átti tvær systur. Hann
fæddist 1931 og naut lítillar ástúðar
foreldra sinna og varð oft fyrir barð-
inu á skapofsa drykkfellds föður síns.
Cooke fæddist með skarð í vör og í
kjölfar aðgerðar átti hann erfitt um
mál. Foreldrar hans létu Eric finna
fyrir því að hann væri öðruvísi og í
stað þess að styðja við bakið á hon-
um sætti hann barsmíðum af þeirra
hálfu.
Eric var feiminn sem drengur og
vel liðinn á meðal þeirra sem gáfu
honum tækifæri. En ofbeldið sem
hann bjó við olli reiði innra með
honum, reiði sem óx þar til honum
fannst sem samfélagið, foreldrar
hans og sjálfur Guð hefðu brugðist
honum
Þjófnaðir og gluggagægjur
Á unglingsaldri var Eric farinn að
stela. Hann eyddi eins litlum tíma
heima fyrir og unnt var til að forðast
hnefahögg föður síns. Hann braust
inn á heimili, stal, lá á gægjum og
fylgdist með konum sem voru að
hafa sig til fyrir svefninn og jafnvel
kynmökum hjóna.
Sjálfstraust Erics óx vegna þess
hve andvaralaust fólk var gagnvart
glæpum. Jafnvel þegar fólk horfði
á sjónvarpið læddist Eric um hí-
býli þess og hnuplaði. Sú staðreynd
að Eric var smávaxinn gerði honum
léttara fyrir.
Átján ára var svo komið að hann
varð fúll ef hann fann ekkert verð-
mætt til að stela þar sem hann braust
inn. Þá skemmdi hann innanstokks-
muni eða bar eld að húsum. Hann
var gripinn glóðvolgur eftir að hann
kveikti í kirkju og sat í eitt og hálft ár
í fangelsi.
Eric kvæntist árið 1953 og eignað-
ist sjö börn og á sama tíma og hann
virtist fyrirmyndar eiginmaður og
fjölskyldufaðir eyddi hann frítíma
sínum í þjófnaði.
Handahófskenndar aðferðir
Þegar Eric Cooke lét af innbrotum
og öðrum smáglæpum, árið 1959,
og hóf að myrða fólk var erfitt að sjá
nokkurt mynstur í ódæðum hans.
Eric tók bíla traustataki og keyrði fólk
niður, stakk síðan af og skilaði síð-
an bílnum aftur. Hann stakk fólk til
bana, kyrkti það eða skaut, og íbúar
Perth voru í greipum óttans. Eric var
óvenjulegur raðmorðingi og aðferð-
ir hans virtust jafn handahófskennd-
ar og val hans á fórnarlömbum.
Lögreglan hélt að um væri að ræða
marga ódæðismenn en ekki einn.
Þeir sem skotnir voru til bana
voru ekki myrtir með sama rifflin-
um. Fórnarlömbin voru stungin með
hnífum eða skærum, og jafnvel myrt
með öxi.
Fyrsta fórnarlamb Erics var Pnena
Berkman, fráskilin kona. Hann gekk
inn í svefnherbergi hennar í einum
leiðangra sinna. Eftir smástymping-
ar stakk Eric hana ótal sinnum með
hníf sem hann hafði meðferðis og
lést hún af sárum sínum.
Tíu mánuðum síðar, 20. desem-
ber 1959, fannst annað fórnarlamb
Erics, Jillian Brewer, myrt í rúmi sínu.
Jillian hafði verið stungin og höggvin
með sveðju í andlitið.
Hressing að morði loknu
Reyndar var það svo að Eric myrti
nokkur fórnarlamba sinna þegar
þau vöknuðu við að hann var inni
á gafli hjá þeim. Eitt fórnarlambið
skaut hann til bana þegar það kom
til dyra eftir að hann hringdi dyra-
bjöllunni, tvö voru skotin í svefni.
Sjálfsöryggi Erics var orðið slíkt
að eftir að hann hafði stungið konu
eina til bana á heimili hennar fékk
hann sér límonaði úr ísskápnum
og tyllti sér út á verönd og slakaði
á. Í einu tilfelli hafði hann mök við
lík konu sem hann hafði kyrkt með
lampasnúru. Síðan dró hann líkið
yfir á grasflöt nágrannans og mis-
þyrmdi því enn frekar. Síðar sagði
Eric að hann hefði bara viljað meiða
fólk, ekkert flóknara en það.
Lögreglan hafði loks hendur í
hári Erics Cooke eftir að fullorð-
in hjón sem voru að lesa blóm rák-
ust á riffil sem lá í runna. Rannsókn
lögreglunnar leiddi í ljós að eitt fjöl-
margra morða sem hún rannsakaði
hafði verið framið með umræddum
riffli.
Cooke gengur í gildruna
Lögreglan tók skotin úr rifflinum
og fór með hann þangað sem hann
hafði fundist og útbjó felustað þar
sem hún beið þess að einhver kæmi
og næði í riffilinn. Eftir tveggja vikna
bið hljóp á snærið hjá lögreglunni
þegar Eric Cooke hugðist sækja
vopnið.
Í kjölfar handtökunnar ját-
aði Eric á sig fjölda glæpa, þeirra á
meðal átta morð og fjórtán morðtil-
raunir. Við játningarnar sýndi Eric
fádæma minni og gat lýst í smáat-
riðum glæpum sínum þó að langt
væri um liðið síðan hann framdi þá.
Hann játaði á sig yfir 250 innbrot og
gat sagt nákvæmlega hverju hann
stal í hverju þeirra, þar á meðal hve
mikið fé hann tók ófrjálsri hendi á
hverju heimili.
Eric Cooke var hengdur fyrir
glæpi sína þann 26. október 1964,
þrjátíu og þriggja ára að aldri, og
var sá síðasti sem endaði ævi sína í
gálganum í Vestur-Ástralíu.
Rangir menn
Þess má geta að tveir Ástralar voru
sakfelldir fyrir glæpi sem síðar voru
eignaðir Eric Cooke. Darryl Beam-
ish, daufdumbur glæpamaður, ját-
aði á sig morðið á Jillian Brewster
og var dæmdur fyrir það árið 1961.
Hann sat inni í fimmtán ár þrátt
fyrir að Eric Cooke hefði játað á sig
morðið árið 1963. Dómnum yfir Be-
amish var snúið árið 2005 eftir að í
ljós komu sannanir fyrir sekt Cook-
es.
John Button var annar Ástrali
sem sat inni fyrir morð sem hann
framdi ekki. Button var sakfelldur
fyrir manndráp vegna dauða kær-
ustu sinnar, Rosemary Anderson.
Hann var dæmdur til tíu ára fang-
elsisvistar en sat inni í fimm. Dómn-
um yfir Button var snúið árið 2002
þegar í ljós komu sannanir fyrir sekt
Erics Cooke.
42 sakamál umsjón: kolbeinn ÞoRsteinsson kolbeinn@dv.is 25. júní 2010 föstudagur
NæturráfariNN
eric Cooke var raðmorðingi og síðasti maðurinn sem var hengdur í Vestur-Ástralíu. Um þriggja ára skeið
hafði Eric haldið íbúum Perth í heljargreipum og valdið lögreglunni heilabrotum. Aðferðir hans voru svo
mismunandi og fórnarlömbin ólík að lögreglan hélt að um marga ódæðismenn væri að ræða.
í Pe
eric Cooke
sagðist bara hafa
viljað meiða fólk.