Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Síða 64
n Jón Gnarr borgarstjóri hyggst reyna að fá rafbíl til afnota sem borgarstjóra bíl. Borgarstjórinn vill umhverfisvænni bíl en Audi-bílinn sem hann keyrir nú um á. Rafbílar eru hins vegar afar dýrir enn sem komið er og vill Jón helst ekki eyða fúlgum fjár í slíkan bíl. Borgarstjórinn hefur lengi haft dálæti á rafbílum. Undirmenn hans leita nú leiða til að finna slíkan bíl handa Jóni Gnarr án of mikils tilkostnaðar. Jón ætlar því að fara allt aðra leið en hann boðaði í kosningabarátt- unni þegar hann talaði um að hann ætlaði að fá sér fínni bíl en borgar stjórar Reykja- víkur hafa keyrt um á hingað til. Jón ætlar þvert á móti að gíra sig niður og vera grænni en fyrirrenn- arar sínir. Árni Páll er eiginlega orðinn hesttanaður! Borgarstjóri vill fá rafBíl n Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingis maður Sjálfstæðisflokks- ins, hefur haltrað um sali Alþingis í vikunni svo eftir hefur verið tek- ið. Það er þó ekki af því að þing- maðurinn hafi slasað sig heldur er skýringin á göngulaginu sú að hann tók rosalega á því í svokallaðri stig- vél í líkamsræktinni. Þingmaðurinn var þjakaður af harðsperrum eftir átökin. Þegar Guðlaugur skakklappaðist fram- hjá blaðamanni DV í Alþingishúsinu svar- aði hann því til að hann væri búinn að vera með þessar harðsperrur í þrjá daga. Þingmaður- inn ætti að vera í fínu formi enda giftur líkams- ræktarfrömuð- inum Ágústu Johnson. Haltur þingmaður n Árni Páll Árnason félagsmálaráð- herra er með glæsilegri og brúnni mönnum eins og gervöll alþjóð hefur tekið eftir. Brúnka Árna Páls hefur oft komið til umræðu manna og milli og er ráðherrann sterklega grunaður um að nota ljósalampa af kappi. Nú virðist djúpbrúnn hörundslitur Árna Páls hins vegar hafa náð áður óþekktum hæðum í íslenska blíð- viðrinu því félagar ráðherrans á þingi eru byrjaðir að grínast sín á milli með brúnku hans. Á Alþingi hafa menn nefnilega byrjað að kalla Árna Pál „Al-Thani“ út af bronsuðum hörundslitnum en í nútímamáli er stundum slett þegar talað er um að menn séu brúnir og sagt að þeir séu „tanaðir“. árni Páll er al-tHani á alþingi DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Áskriftarsíminn er 512 70 80 Fréttaskot 512 70 70 sólaruPPrás 2:57 sólsetur 0:02 Gestir á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins sem fram fer um helgina munu njóta glæsilegra veitinga á fundinum. Á föstudagskvöldið fer fram sér- stakt landsfundarhóf í Gullhömrum í Grafar holti sem Samband ungra sjálf- stæðismanna heldur í tilefni af áttatíu ára afmæli sambandsins. Í afmæliskvöldverðinum verður glæsilegur þriggja rétta matseðill fyrir landsfundargesti. Þannig munu þjónar bera fram humarsúpu með ristuðum humarhölum og nýbökuðu brauði. Það er hins vegar aðeins forréttur- inn því næst munu gestirnir gæða sér á grillaðri nautalund með hunangs- gljáðri steinseljurót og foie gras sósu. Rúsínan í pylsuendanum er svo volg súkkulaðikaka í eftirrétt, borin fram með sólberjasósu og vaniluís. Veislu- stjórinn Ari Eldjárn úr grínhópnum Mið-Ísland mun svo kítla hláturtaugar kvöldverðargesta. Að loknum kvöld- verðinum leikur svo hljómsveitin Tríkot fyrir dansi. Allar þessar kræsing- ar og skemmtiatriði eru hins vegar ekki ókeypis, því miðaverð á kvöldverðinn er 6.800 krónur. Búist er við tíðindalitlum lands- fundi, þar sem formaður og varafor- maður verða sennilega sjálfkjörin í embætti. Þá hefur Davíð Oddsson, óumdeilanleg stjarna síðasta lands- fundar, ekki enn boðað komu sína á fundinn. Af þeim ástæðum er ekki búist við mjög fjölmennum landsfundi og reyna skipuleggjendur hans því að gera hann meira aðlaðandi með þess- um hætti. valgeir@dv.is Landsfundargestir Sjálfstæðisflokksins fá nóg að borða um helgina: HumarsÚPa og nautalunDir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.