Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Side 2
2 fréttir 7. júlí 2010 miðvikudagur
„Ég var ólátabelgur og hlýddi ekki,“
segir söngkonan landsfræga Ellen
Kristjánsdóttir en lögreglumað-
ur snéri upp á handlegg hennar í
mótmælunum við Seðlabanka Ís-
lands á mánudag. „Lögreglumað-
urinn var hins vegar of fljótur á sér
og við bæði sek að því leytinu til,“
segir Ellen um málið en hún segist
hafa talað við lögreglumanninn eft-
ir málið. „Við skiljum við þetta mál
í góðu og er allt í lagi á milli okkar
eftir þetta,“ segir Ellen sem fann fyr-
ir afar miklum sársauka í hendinni á
mánudag eftir viðskipti sín við lög-
reglumanninn.
Var frekar sár
Handleggur hennar var blár og
marinn og segist hún hafa þurft
að fara upp á sjúkrahús. Atburða-
rásin var á þá leið að Ellen settist
við inngang Seðlabanka Íslands en
lögreglan bannaði henni að vera
þar. Hún taldi sig eiga rétt á að vera
þarna og sagðist í samtali við DV.is
vilja fá að sjá það skriflegt frá lög-
reglunni að hún mætti ekki vera
við innganginn. Þegar hún neitaði
að fara endaði það með fyrrgreind-
um afleiðingum. „Mér var rosalega
illt og þótti þetta leiðinlegt. Það er
hins vegar allt í lagi með mig en ég
var frekar sár eftir að þetta gerðist,“
segir Ellen sem tekur það fram að
henni finnist lögreglan hafa stað-
ið sig afar vel við að sinna gæslu í
þeim mótmælum sem hafa verið á
Íslandi en sjálf tók hún þátt í bús-
áhaldabyltingunni.
Ungt fólk í fangelsi
Ellen segist hafa verið að mótmæla
gengistryggðum og verðtryggðum
lánum. „Einnig var ég að mótmæla
því hvernig ríkisstjórnin kemur
fram við fólkið í landinu og einnig
var ég að mótmæla Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum,“ segir Ellen sem sjálf
er með gengistryggt lán á bílnum
sínum og hljóðfæri sem eru í eigu
hennar og eiginmanns hennar, Ey-
þórs Gunnarssonar píanóleikara.
Þar á meðal er flygill sem Ellen tek-
ur þó fram að hafi kostað innan við
það sem venjulegt píanó kostar. „Og
eins og allir vita hafa slík lán hækk-
að gífurlega. Bíllinn sem við hjónin
keyptum fyrir fimm árum ættum við
að vera búin að borga upp en svo er
ekki eins og staðan er í dag.“
Hún segir það vera hrikalegt að
horfa upp á hvernig lánin hafa farið
með ungt fólk og einstæðar mæður.
„Sérstaklega ungt fólk. Það er eins
og það sé í fangelsi vegna þessara
lána.“
Ráðherrar ruglaðir
Hún segist hafa orðið fyrir miklum
vonbrigðum með núverandi ríkis-
stjórn sem hún segir engan veginn
vera að standa sig. „Sjálf kaus ég
vinstristjórn í síðastliðnum kosn-
ingum og tók virkan þátt í því að
reyna að koma þeim sem leiddu
okkur í hrunið frá. En mér finnst
þessi ríkisstjórn engan veginn vera
að standa sig,“ segir Ellen og er ekki
par hrifin af frammistöðu Stein-
gríms J. Sigfússonar fjármálaráð-
herra og Gylfa Magnússonar, við-
skipta- og efnahagsráðherra.
„Mér finnst þeir vera í rauninni
ruglaðir þegar maður heyrir að þeir
séu í nánu samstarfi við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn. Nú bíður maður
bara eftir að það verði kosið aftur,“
segir Ellen.
Reiði í þjóðfélaginu
of mikil einföldun
Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur segir mótmæli síðastliðinna daga
ekki endurspegla reiðina sem býr í þjóðfélaginu í dag. Ástæðan sé sú að
hún sé afar mismunandi eftir því hvar hagsmunir hvers og eins liggja.
„Mér finnst fólk vera reitt yfir svo mismunandi hlutum. Þegar einn
hópur er reiður vegna gengistryggðra lána er annar hópur, sem ekki
tók lán fyrir neinu, reiður vegna þess að hann gæti þurft að borga með
skattgreiðslum sínum vegna þessara gengistryggðu lána. Það er mikil
reiði í fólki en út af mismunandi hlutum.“
Hún segir það einnig vera algjörlega rangt að segja að almenningur
sé reiður vegna gengistryggðra lána. „Það er talað um almenning eins
og almenningur sé allur eins. Það er talað um að þeir sem eru með
bílalán séu almenningur en almenningur er langtum stærri hópur,“
segir Kolbrún. Hún segir ljóst að það ríki mikil ólga á milli þessara hópa
og sjáist það best á samskiptasíðum og á bloggi Íslendinga.
„Þessar tvær fylkingar sem eru hvað mest áberandi í dag eru þeir
sem ekki tóku lán og finnst ósanngjarnt að þeir sem eru með gengis-
tryggð lán sleppi létt frá sínum skuldum. Svo eru það þeir sem tóku
gengistryggð lán og finnst yfirvöld hafa brotið á sér. Það sést best að
það fer algjörlega eftir hagsmunum fólks hvar reiði þeirra liggur.“ Hún
segir einnig vera vöntun á því að flokka skuldara á Íslandi í dag. Til að
mynda sé ekki hægt að bera saman skuldugt fjölskyldufólk sem tók lán
fyrir sinni fyrstu fasteign og svo eyðsluseggi sem tóku lán fyrir þremur
jeppum sem standa í innkeyrslunni. „Þetta er svona almenn umræða
sem þarf að taka.“
Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er með gengistryggt lán
á bíl og hljóðfærum sem hún og eiginmaður hennar Eyþór
Gunnarsson keyptu. Hún segist hafa verð ólátabelgur sem
ekki hafi hlýtt tilmælum lögreglu með þeim afleiðingum
að lögregluþjónn snéri upp á handlegg hennar. Hún hefur
orðið fyrir vonbrigðum með ríkisstjórnina og bíður eftir
að gengið verði til kosninga á ný.
TÓK MYNTKÖRFULÁN
FYRIR HLJÓÐFÆRUM
Við skiljum við þetta mál í góðu.biRGiR olGEiRsson
blaðamaður skrifar: birgir@dv.is
skýr skilaboð Hér sést einn þátttakandi mótmælanna á þriðjudag gefa yfirvöld-
um skýr skilaboð með löngutöng.
Alþjóðleg mótmæli Hér sést mótmælaspjald eins mótmælendanna við
Seðlabankann á þriðjudag. Athygli vekur að textinn er líka á ensku.