Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Blaðsíða 17
miðvikudagur 7. júlí 2010 erlent 17
Rifrildi við bílalúgu á veitingastað
McDonald’s í suðurhluta Finnlands
lauk með skothríð sem kostaði þrjá
lífið, að sögn finnsku lögreglunnar
í Porvoo, borg á suðurströnd Finn-
lands, um fimmtíu kílómetra austur
af Helsinki, höfuðborg landsins. Pet-
er Fagerholm, rannsóknarlögreglu-
maður í Porvoo, sagði að þrír hefðu
verið handteknir vegna málsins og
þeir hefðu allir verið í sama bíln-
um. Rifrildið upphófst milli fólks
sem beið í biðröð í bifreiðum sín-
um við McDonald’s-veitingastaðinn
um klukkan tvö eftir miðnætti, sagði
Fagerholm. Skotum var hleypt af
úr Toyota-jeppa inn í blæjubíl sem
ekið var af þungaðri konu með fjóra
farþega. Tveir farþeganna, karl-
menn á aldrinum 28 og 45 ára, lét-
ust á staðnum. Þriðji farþeginn, 28
ára karlmaður, lést síðdegis í gær
af sárum sínum á sjúkrahúsi í Hels-
inki, að sögn Fagerholms. Tveir karl-
mannanna voru skotnir í höfuðið en
sá þriðji í bringuna.
Í Toyota-bílnum voru ein kona
og tveir karlmenn og er annar karl-
mannanna sérstaklega grunaður
um verknaðinn. Fagerholm sagði að
karlmaðurinn sem um ræðir væri
fjörutíu og eins árs og hefði árið
1995 verið dæmdur til lífstíðarfang-
elsis eftir að hafa verið sakfelldur
fyrir eitt morð og tvær morðtilraunir.
Ekkert er vitað um ástæður þess
að rifrildið upphófst.
Mannskætt rifrildi við McDonald’s-stað í Finnlandi:
Þrír skotnir til bana
Umræða um búrku-
bann hafin
Franska þingið hefur nú til umræðu
áform um að banna notkun níkab
og búrku á almannafæri. Samkvæmt
banninu, ef það nær fram að ganga,
er gert ráð fyrir að konur sem brjóta
í bága við það verði sektaðar um 150
evrur, sem svarar til tæplega tuttugu
og fjögurra þúsunda króna. Karl-
menn sem uppvísir verða að því að
þvinga eiginkonu eða systur til að
ganga með andlitsblæjuna eiga yfir
höfði sér strangari refsingu.
Þingið mun greiða atkvæði um
bannið í september, en það nýtur
stuðnings Nicolas Sarkozy forseta og
á auknu fylgi að fagna í öðrum hlut-
um Evrópu.
Femínistar
brenna peninga
Sænski femínistaflokkurinn, Fem-
inistiskt initiativ, brenndi 100.000
sænskar krónur, andvirði 1,6 millj-
óna íslenskra króna, til að mótmæla
launamisrétti kvenna í Svíþjóð. Í
frétt frá fréttastofu AP er haft eftir
talsmanni flokksins að féð hafi verið
brennt á eynni Gotlandi á þriðjudag
og að upphæðin sé táknræn fyrir þá
upphæð sem konur landsins verði
af á hverri mínútu í samanburði við
karlmenn.
Formaður flokksins, Gudrun
Schyman, sagði að „... það kynni að
virðast örvæntingarfullt að brenna
100.000 krónur, en ástandið væri
einnig örvæntingarfullt.“ Peningarn-
ir sem voru brenndir voru gjöf frá
auglýsingastofu.
Árið 2008 voru laun kvenna í
fullu starfi að meðaltali 19 prósent-
um lægri en karla.
Dansað í eftirlitsför
Hópur ísraelskra hermanna þarf
hugsanlega að svara fyrir myndskeið
á vefsíðunni Youtube þar sem þeir
sjást dansa í fullum bardagaklæðum
þar sem þeir eru við eftirlit í Hebron
á Vesturbakkanum.
Í myndskeiðinu sjást hermenn-
irnir, með byssurnar klárar, ganga
eftir mannlausri götu og bænir mús-
líma enduróma á milli húsveggja.
Skyndilega heyrist viðlagið úr laginu
Tik Tok með söngkonunni Kesha og
hermennirnir stíga dans sem virðist
vera þaulæfður.
Jafnskyndilega og dansinn hófst
lýkur honum og við tekur hefðbund-
in eftirlitsferð. Ísraelska hernum var
víst lítt skemmt yfir uppátækinu.
Lögreglan að störfum við McDon-
ald’s Þrír voru drepnir og þrennt er í
haldi lögreglunnar. MynD Afp
Borga Brúsann sjálFir
ard Kouchner utanríkisráðherra vís-
aði þeirri gagnrýni til föðurhúsanna.
„Enginn hefur verið hundsaður; eng-
inn verður það. Við munum ávallt
skerast í leikinn til að hjálpa sam-
löndum okkar í fjarlægum heims-
hornum,“ sagði Kouchner. Engu að
síður er það skoðun margra að það
sé skylda hins opinbera að veita rík-
isborgurum aðstoð í vanda burt séð
frá því hvernig til vandans var stofn-
að.
Stjórnarandstaðan, sem skipuð
er jafnaðarmönnum, gekk svo langt
að saka ríkisstjórnina um að skaða
frelsi fréttamanna með því að gera þá
ekki undanþegna ákvæðum laganna.
Ríkisstjórnin fullyrti að lögin myndu
hvorki bitna á fréttamönnum né fólki
sem sinnti neyðaraðstoð, en slík mál
yrðu metin hvert fyrir sig. Kouchner
sagði að sjálfgefið væri að blaða-
menn sem tækju áhættu og hjálpar-
starfsfólk nytu verndar.
Tíu milljónir evra
Tveir franskir blaðamenn hafa nú
verið í haldi í Afganistan um hálfs
árs skeið og herforinginn Jean-Lou-
is Georgelin olli mikilli reiði þeg-
ar hann opinberaði að björgun
þeirra gæti kostað allt að tíu millj-
ónum evra. Georgelin sagðist með
opinberuninni hafa viljað höfða til
„ábyrgðartilfinningar“.
Fjöldi fólks stundar svonefnd
jaðarsport og þeim tilheyra frásagn-
ir af dirfskufullum afrekum og, á
stundum, dramatískum björgunar-
aðgerðum. Reglulega vaknar um-
ræða um hvort það eigi að falla í
hlut hins almenna skattgreiðanda
að greiða fyrir ábyrgðarleysi fárra.
Þess er skemmst að minnast þeg-
ar bandaríska táningsstúlkan Abby
Sunderland týndist á hafi úti þeg-
ar hún reyndi við heimssiglingu ein
síns liðs. Áætlaður kostnaður við
björgun hennar nam hundruðum
þúsunda evra og því er von að fólk
spyrji.
Þess má geta að stjórnvöld í öðr-
um löndum, þar á meðal í Þýska-
landi, hafa gripið til svipaðra að-
gerða og Frakkar hyggja á. Í fyrra
úrskurðaði þýskur dómstóll að þýsk-
ur bakpokaferðalangur sem tekinn
hafði verið í gíslingu í Kólumbíu árið
2003 skyldi sjálfur bera kostnaðinn
af þyrlubjörgun sinni, en hann nam
um 12.000 evrum, sem eru tæpar
tvær milljónir króna.
n 2010
Hinni sextán ára Abby Sunderland
frá Bandaríkjunum var bjargað á
Indlandshafi eftir að hún lenti í
vandræðum í fyrirhugaðri heims-
siglingu sinni. Áætlaður kostnaður
vegna björgunarinnar var á annan
tug milljóna króna.
n 2009
Franski herinn fór í björgunarleið-
angur til Adenflóa til að bjarga
frönskum gíslum úr haldi sómalískra
sjóræningja.
n 2008
Sagt var að Frakkar hefðu greitt
yfir 700.000 evrur, um 110 milljónir
króna, til að koma um 500 ferða-
mönnum, sem urðu strandaglópar í
Taílandi vegna ólgu í landinu, heim til
Frakklands.
n 2008
Freigáta var send til að bjarga Yann
Elies sem hafði slasast í siglinga-
keppni í Suðurhöfum. Kostnaður
nam tæpum 100 milljónum.
Heimild: The Guardian
Bjargað úr nauð
franskir sæfarar í haldi
sómalískra sjóræningja
Frakkar íhuga lög sem hvetja
eiga ferðalanga til að tileinka
sér ábyrgðartilfinningu. MynD Afp