Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 7. júlí 2010 miðvikudagur
MP BANKI SELDI LÍKA
BRÉF SÍN TIL EXETER
Ákæra sérstaks saksóknara í Exeter-málinu sýnir fram á samráð Byrs og MP Banka í málinu. MP fékk
bæði greitt upp í skuldir Byrsmanna og losnaði við eigin bréf í viðskiptunum. Ekki stendur til að ákæra
Margeir Pétursson í málinu. Forstjórar Byrs og MP Banka og stjórnarformaður Byrs eru ákærðir. Þátt-
ur MP Banka er meiri en legið hefur fyrir hingað til. Þremenningarnir eiga yfir höfði sér tveggja til
fjögurra ára fangelsi. Þeir neita sök.
MP Banki seldi um 120 milljón
stofnfjárhluti í sparisjóðnum Byr
inn í eignarhaldsfélagið Tækniset-
ur Arkea, Exeter Holdings, á sama
tíma og stjórnendur og starfs-
menn Byrs. Þetta kemur fram í
ákæru gegn fyrrverandi forstjóra
MP Banka, Styrmi Bragasyni, og
fyrrverandi sparisjóðsstjóra og
stjórnarformanni Byrs, Ragnari
Z. Guðjónssyni og Jóni Þorsteini
Jónssyni, sem þingfest var fyrir
héraðsdómi á þriðjudag.
Þremenningarnir neituðu allir
sök. Málinu var frestað til 30. sept-
ember næstkomandi.
Þremenningarnir eru allir
ákærðir fyrir umboðssvik og
Styrmir auk þess fyrir peninga-
þvætti en niðurstaða sérstaks sak-
sóknara er að Jón og Ragnar hafi
misnotað aðstöðu sína hjá Byr og
stefnt fé sparisjóðsins í stórfellda
hættu í viðskiptunum. Tæknisetur
Arkea fékk um 400 milljónir króna
að láni frá Byr til að kaupa bréfin
af MP Banka. Áhættan af kaup-
um stofnfjárbréfanna fór því af MP
Banka og yfir á Byr.
Það er meðal annars vegna
þessara viðskipta með bréf í Byr
sem voru í eigu MP Banka sem
Styrmir Bragason er einnig ákærð-
ur í málinu. Fyrir hefur legið frá
því Exeter-málið kom fyrst upp í
fyrra að Jón Þorsteinn, Ragnar og
fleiri starfsmenn Byrs hafi selt bréf
sín í sparisjóðnum vegna þess að
MP Banki hótaði að gjaldfella lán-
in. Þessi angi Exeter-málsins, að
MP Banki hafi einnig selt bréf sem
voru í eigu bankans inn í Exeter til
að losna við tjónsáhættu af bréf-
unum, setur málið hins vegar í
annað samhengi.
MP Banki græddi á tvenns
konar hátt
Þar sem stjórnendur og starfs-
menn Byrs seldu bréf sín inn í
Exeter Holding með lánveitingu
frá Byr til að geta staðið í skilum
við MP Banka, og þar sem MP
Banki seldi bréf sín í Byr til að losa
Byr við áhættuna af því að eiga
bréfin, verður ekki annað séð en
að MP Banki hafi verið sá aðili
sem græddi hvað mest á viðskipt-
unum.
Í ákærunni er tekið fram að lán-
ið út úr Byr til að kaupa stofnfjár-
bréfin af starfsmönnum og stjórn-
endum Byrs í tveimur hlutum hafi
í heildina verið um 600 milljónir
króna. Auk þess keypti Arkea bréf-
in af MP Banka fyrir um 400 millj-
ónir króna. Samanlagt námu þeir
fjármunir sem runnu til MP Banka
út af viðskiptunum með stofn-
fjárbréf í Byr sem orðin voru lítils
virði því um 800 milljónum króna.
Þessir fjármunir komu allir frá Byr.
Með þessum hætti færðist
tjónsáhætta af hlutabréfaeigninni
í Byr sem og lánunum til starfs-
manna Byrs alfarið yfir á MP
Banka. Um þetta segir í ákærunni:
„Þá seldi MP Banki Tæknisetrinu
Arkea einnig 119.244.757 stofn-
fjárhluti í Byr sparisjóði í þessum
viðskiptum og voru kaupin fjár-
mögnuð á sama hátt með yfir-
dráttaláni Byrs sparisjóðs. Með
þessu var tjónsáhættu MP Bank-
anna vegna lánanna komið yfir á
Byr sparisjóð.“
Af þessum sökum er það tekið
fram í ákærunni að embætti sér-
staks saksóknara telji að Styrm-
ir hafi tekið þátt í umboðssvikum
Jóns Þorsteins og Ragnars þar sem
hann hafi bæði komið að kaupum
bréfanna frá stjórnendum Byrs og
að kaupunum á Byrsbréfunum frá
MP Banka. Einnig telur embætt-
ið að Styrmir hafi gerst sekur um
peningaþvætti með því að taka
við peningum sem var aflað með
ólögmætum hætti, það er að segja
með umboðssvikum.
Margeir ekki í sigtinu
Athygli vekur að stjórnarformaður
og aðaleigandi MP Banka, Margeir
Pétursson, er ekki nefndur á nafn í
ákærunni.
Heimildir DV herma að emb-
ætti sérstaks saksóknara hafi rætt
við Margeir þegar málið var rann-
sakað. Staða hans hafi hins verið
metin sem svo að ekki hafi verið
tilefni til að ákæra Margeir, sam-
kvæmt heimildum DV, og
að afar ólíklegt sé að það
verði gert. Þáttur Mar geirs
í Exeter-málinu mun því
væntanlega verða ljós-
ari við málflutning í
héraðsdómi. Afar
ólíklegt er þó að MP
Banki hafi tekið
þátt í Exeter-við-
skiptunum án
vilja og vitundar Margeirs. Ef svo
hefði verið hefði Styrmir væntan-
lega skipulagt Exeter-viðskiptin
einn af hálfu þeirra MP-manna.
Í viðtali við DV í fyrra sagði
Margeir um aðkomu MP Banka
að viðskiptunum: „Ég staðfesti að
við höfðum milligöngu um þessi
viðskipti og að þau voru boðin
með fjármögnun,“ en annað vildi
Margeir ekki láta hafa eftir sér um
málið.
Samkvæmt heimildum DV
metur ákæruvaldið Exeter-málið
sem svo að ekki verði gefnar út
fleiri ákærur í því og að embættið
hafi náð nokkuð vel utan um það.
Ef þremenningarnir verða dæmd-
ir brotlegir í málinu geta umboðs-
svikin varðað tveggja til sex ára
fangelsi og meint peningaþvætti
Styrmis varðað tveggja til fjögurra
ára fangelsi.
Auk þess eru þremenningarn-
ir dæmdir til að greiða Byr til baka
þær rúmlega 1.000 milljónir króna
sem runnu út úr Byr í Exeter-við-
skiptunum. Þar af eru þeir krafðir
um greiðslu 800 milljóna, óskipt
til Byrs, og eru Ragnar og Jón Þor-
steinn krafðir sérstaklega um rúm-
lega 200 milljónirnar sem fóru í að
kaupa bréfin af Birgi Ómari.
ingi f. vilhjálMsson
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
MP Banki seldi líka bréf StyrmirBragason,fyrrverandiforstjóriMPBanka,er
einnákærðuíExeterHoldings-málinuásamtJóniÞorsteiniJónssyniogRagnari
Z.Guðjónssyni,æðstustjórnendumByrs.StyrmirogJónÞorsteinnsjásthérí
HéraðsdómiReykjavíkuráþriðjudagásamtlögmönnumsínum.Þeirneituðuallir
sök.
Með þessu var tjónsáhættu
MP Bankanna vegna
lánanna komið yfir á
Byr sparisjóð.
Margeir sagði Exeter
óviðkomandi MP Banka:
n„FyrirhöndMPBankamótmæliégþvíaðreyntséaðdragabankanninnídeilu-
málsemvirðistkomiðuppvegnalánveitingarstjórnarByrsvegnaeiginstofnfjár-
bréfa.ÞettavargertíviðtaliviðtvostofnfjáreigenduríByríKastljósiSjónvarpsinsá
þriðjudagskvöldogendurtekiðáopnumfundisömuaðilaíReykjavíkígær.
nTekiðskalframaðMPBankivarmeðfullnægjanditryggingarvegnalánasem
veittvoruásínumtímatilkaupaábréfumíByrogfengustþaulánuppgerðí
kjölfarveðkalla.ÞarmeðlaukafskiptumMPBankaafþessumáli.MPBankigetur
ekkitekiðábyrgðáþvímeðhvaðahættiveðköllumvarmætt,endahefurbankinn
ekkertumþaðaðsegja.
nVegnayfirlýsingarsembirthefurveriðfráþremurstjórnarmönnumíByrvegna
þessamálsskaltekiðframaðfélöginTækniseturArkeaogExeterHoldingseruMP
Bankameðölluóviðkomandi. StaðhæfingarmeirihlutastjórnarByrsumeignarhald
MPBankaáþessumfélögumeruósannar. MPBankihefurekkiveittþeimneinar
ábyrgðiroghefurekkiánokkurnháttkomiðaðlánaumsóknumþeirraíByr.
AðaleigandifélagannasagðisigúrstjórnMPBankasumarið2008þegarhann
stofnaðieigiðverðbréfafyrirtæki,semtengistMPBankaáenganhátt.“Margeir
Pétursson,stjórnarformaðurogaðaleigandiMPBanka,íyfirlýsingusemhannsendi
fráséríaprílífyrraíkjölfarfréttaflutningsDVumExeter-málið.Samkvæmtþessu
hefurMargeirþvívæntanlegaekkivitaðumExeterHoldings-málið.
Samráð
„GengiástofnfjárbréfunumsemþannigvoruseldTæknisetrinu
Arkea,meðumræddrifjármögnunByrssparisjóðs,varákveðið
meðsamráðiákærðuJónsÞorsteinsogRagnarsZophoníasar
ogmeðákærðaStyrmisÞórs,semþávarframkvæmdastjóri
MPBankaogvarnægjanlegahátttilaðumræddlánMPBanka
tilákærðaJónsÞorsteinsogeinkahlutafélagsinsHúnahorns,
semákærðiRagnarZophonías,áttiaðhlutayrðugreiddað
fullu.“ÚrákærunniíExeter-málinu.
fyrstu ákærurnar Ákærurnarí
Exeter-málinueruþærfyrstusem
embættisérstakssaksóknaragefurút
eftirefnahagshrunið.ÓlafurHauksson
gegnirembættisérstakssaksóknara.
fréttir
dv.is
F r j á l s
t , ó h á
ð d a g b
l a ð
þriðjUdagUr
31. mars 2009
dagblaðið v
ísir 54. tbl. –
99. árg. – ver
ð kr. 347
LeigUbíLstjó
ri
sakaðUr Um
mannrán
Dularfull viðskip
ti með stofnfjárh
luti:
STJoRNENDUR
BYRS SÆTA
RANNSoKN
Ævintýraeg
gið
frá freyjU er
best
n matgÆðinga
r dv smökkU
ðU öLL páska
eggin
neytendUr
n LÆsti eLdri m
ann inni í bíL
nUm
n sparissjóðs
stjórinn tiL
rannsóknar
n fjármáLaeft
irLitið kaLLa
r eftir töLvU
póstUm
n byr Lánaði 1
,4 miLLjarða
vegna stofn
fjárbréfa
n Lánaði féLag
i sem keypti b
réf stjórnen
da byrs
n mp banki gja
LdfeLLdi Lán
og gerði veð
kaLL
metUr
sönginn
meira en
stjórn-
máLin
fóLk
n geir óLafs va
r
hvattUr í fra
mboð
bankamaðU
r
grÆddi á vat
ni
Undir jökLi
fréttir
dv gefUr
páskaegg
Dv 30. mars F
yrstafréttin
ummáliðbirti
stíDVímars.