Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Blaðsíða 14
Banna BPa í Pela Danir hafa nú bannað að nota efn- ið BPA í pela og aðrar vörur ætlaðar ungbörnum. Neytendasamtökin á Íslandi hafa lengi barist fyrir því að þetta efni verði bannað en hafa ekki haft erindi sem erfiði hing- að til. Samtökin beina þó þeim tilmælum til fólks að hafa augun opin þegar það kaupir pela eða aðrar vörur ætlaðar ungbörnum að þær innihaldi ekki BPA. Sumir framleiðendur merkja það sérstak- lega. Okur á írskum dögum n Ung kona fór á dögunum á Írska daga á Akranesi. Á netinu er aug- lýst að nótt á tjaldsvæðinu kosti 400 krónur fyrir hvert tjald og 300 krónur fyrir hvern fullorðinn. Þetta reyndist þó ekki vera raunin, því verðið var þá komið upp í 1.500 krónur á tjald og 1.200 krónur fyrir hvern fullorð- inn. Fjölskylda með tveimur full- orðnum hefði því þurft að borga 11.700 krónur fyrir tjaldstæði þá þrjá daga sem hátíðin stóð. Ekki er tekið fram á netinu að verðskráin breytist á meðan á hátíðinni stendur. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Ódýrar túttur n Lofið fær útsölumarkaðurinn Gula húsið í Faxafeni. Viðskipta- vinur sem fór þangað var í skýjunum með að hafa feng- ið gúmmítúttur (lág stíg- vél) á innan við 1.000 krónur. Hún sagði mik- ið úrval vera þar af vör- um á góðu verði. LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is 7. júlí 2010 miðvikudagur Hinar svokölluðu sumarútsölur byrj- uðu flestar í síðustu viku. Í árferði sem þessu er vissulega búbót að geta keypt föt og aðrar nauðsynjavörur á lækk- uðu verði. Á sumarútsölum eru flest- ar búðir að losa sig við sumarlínuna sína en þó að fæstir séu að leita að sumarfötum þýðir það ekki að maður geti ekki gert góð kaup. Mikilvægt er að hafa augun opin fyrir vörum sem duga manni lengur en rétt yfir sumar- mánuðina – til dæmis fötum á börn- in, skóm, útivistarfatnaði, stígvélum og ýmsu öðru sem hægt er að nota allan ársins hring. Einnig er gott fyrir þá sem stunda líkamsrækt að leita að ódýrari leikfimifötum og skóm. Blaða- maður DV fór ásamt ljósmyndara og kannaði útsölur bæjarins og hvar væri hægt að gera bestu kaupin. Þar sem búðir eru í mismunandi verðflokk- um er erfitt að meta hvar besta útsal- an er en fólk verður að meta hvort það vill kaupa merkjavöru á góðu verði eða ódýra vöru sem kannski dugar í skemmri tíma. ekki útsölur í öllum búðum Í Kringlunni og Smáralind voru útsöl- ur í flestum búðum. Þó ekki öllum og verður það að teljast frekar lélegt þar sem verslunarmiðstöðvarnar auglýsa að útsölur séu byrjaðar og fólk telur þá að það eigi við um allar búðir sem þar eru. Hins vegar fengust þær upp- lýsingar í flestum þeim búðum þar sem útsölur voru ekki að þær myndu hefjast seinna í þessari viku eða þeirri næstu. Þó voru einhverjar búðir þar sem ekki verða sumarútsölur. Til dæmis Intersport. Í miðbænum eru útsölur hafnar í mörgum búðum en þó ekki öllum. Þar er öðruvísi farið þar sem búðir hafa meira frelsi og hefja útsölur á þeim tíma sem þeim hentar. Hjá Kringlunni og Smáralind fengust þær upplýsing- ar að útsölur stæðu fram í byrjun ág- úst en þó koma nýjar vörur inn fyrr og í flestum búðum voru nú þegar bæði nýjar vörur og útsöluvörur. Úrvalið gott Úrvalið á útsölum bæjarins er nokkuð gott. Í sumum búðum voru þó sumar- föt mest áberandi en á flestum stöð- um var hægt að finna inn á milli föt sem duga allan ársins hring. Vegna árstímans er samt ljóst að ekki er mik- ið um hlýjar yfirhafnir, peysur eða annað í þeim dúr. Hins vegar var hægt að gera góð kaup á íþrótta- og útivistarfötum. Í Útilíf var 30-70 prósenta afsláttur af stórum hluta varanna. Þar var hægt að fá hágæðaíþróttamerki á töluvert lækkuðu verði og tilvalið fyrir íþrótta- garpa landsins að nýta sér það. Eins voru góðar útivistarvörur með mikl- um afslætti og einnig voru reiðhjól með 25 prósenta afslætti. Hjól duga lengi og því sniðugt að festa kaup á einu slíku á lækkuðu verði. Góðar herraútsölur Víða var hægt að fá herraföt á góðu verði og þau voru ekki jafnáberandi sumarleg og kvenfötin. Það kannski skýrist af því að karlmenn eru yfir- leitt hefðbundnari í fatavali og því eru sumarlínur herrafata yfirleitt ekki jafnlitríkar og kvenmannssumarlín- urnar. Í Dressmann er 3 fyrir 2 af öll- um sumarvörum. Þar var hægt að fá góða boli, skyrtur og ýmislegt fleira sem ætti að geta nýst lengur en aðeins yfir sumartímann. Þar var líka ótrúlegt gallabuxnatilboð, tvennar gallabuxur á 6.990 krónur. Það er ábyggilega með betri „dílum“ sem karlmenn geta gert í buxnakaupum. Einnig var mjög gott úrval í Herragarðinum og þar var allt í búðinni á 40 prósenta afslætti. Herra- garðurinn býður upp á merkjavörur og leggur mikið upp úr gæðum. Þar er því hægt að fá merkjavöru á lægra verði en vanalega og yfirleitt duga þannig vörur lengur en þær sem ódýr- ari eru. Það hentar því einstaklega vel fyrir þá herra sem kaupa sér sjald- an föt en vilja gæði. Í Sautján var líka hægt að gera góð kaup á herravörum, dýrari merki voru með 40 prósenta afslætti og ódýrari vörur með þrjátíu prósenta afslætti. Þetta gilti bæði um dömu- og herravörur. kjólar á góðu verði Það var líka hægt að gera góð kaup á kvenmannsvörum. Útsölurnar voru misjafnar og í flestum búðum voru líka komnar nýjar vörur. Það er gott sölutrikk því oft vill það verða þannig að fólk velur frekar nýju vörurnar sem eru fallega uppstilltar heldur en út- söluvörurnar sem eru oft á troðnum rekkum eða borðum og virka minna aðlaðandi. Það er þó um að gera að gefa sér tíma til að róta því maður get- ur gert mjög góð kaup. Áberandi á sumarútsölunum voru kjólar og létt- ari klæðnaður en inn á milli var hægt að finna föt sem duga hversdags. Í Ev- ans var gott úrval af fatnaði fyrir kon- ur í stærri stærðum og einnig var hægt Bestu útsölurnar Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar: viktoria@dv.is n Vöruskil á útsölu Ef vara er keypt skömmu áður en útsalan hefst eða innan við 14 dögum fyrir upphaf útsölunnar á að miða við verð vörunnar á útsölunni en ekki upphaflegt verð nema seljandi samþykki. Það getur reynt á þetta varðandi jólagjafir ef gjöfin er keypt skömmu fyrir jól og útsalan hefst strax eftir jólin. Þá er rétt að hafa í huga að kaupandinn á rétt á inneignarnótu sem miðast við upprunalegt verð vörunnar. Í sumum tilvikum getur verið heppilegra að þiggja inneignarnótuna og koma aftur í verslunina þegar útsölunni er lokið. Inneignarnótu sem gefin er út innan 14 daga fyrir útsölu eða á meðan útsala stendur yfir er ekki heimilt að nota á útsölu nema með samþykki seljanda. Gjafabréf eiga að gilda á útsölu rétt eins og um peninga væri að ræða. (Tekið af vef Neytendasamtakanna www.ena.is) skilaréttur á útsölu kjóll 3 smárar : Verð áður: 9.590 kr. Verð nú: 4.795 kr. Bolur/kjóll Zara: Verð áður 8.995 kr. Verð nú: 3.995 kr. skólatöskur Í Office1 er góð útsala á skóla- töskum. Þær eru núna á 1.500- 2.500 krónur. myndir siGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.